Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
1
1
Fylkir
0-1 Albert Brynjar Ingason '28
Garðar Gunnlaugsson '37 1-1
21.05.2016  -  16:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Töluverður vindur á annað markið. 8 stiga hiti. Völlurinn flottur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 832
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('45)
Ármann Smári Björnsson ('85)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
6. Iain James Williamson
18. Albert Hafsteinsson
19. Eggert Kári Karlsson
23. Ásgeir Marteinsson ('75)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
7. Martin Hummervoll
10. Jón Vilhelm Ákason ('75)
10. Steinar Þorsteinsson ('45)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
20. Gylfi Veigar Gylfason ('85)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með jafntefli. Fylkismenn fá sitt fyrsta stig en þeir hljóta að vera ósáttir við að hafa ekki unnið þennan leik.
91. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Fyrsta gula spjald leiksins. Peysutog þegar Albert var að komast í góða stöðu.
90. mín
Komnar 90´ á klukkuna. Nær annað liðið að troða inn sigurmarki?
89. mín
Darren Lough með ágætis skot af 30 metrunum en boltinn yfir markið.
88. mín
Ingimundur með flottan snúning fyrir utan teig og með skot rétt framhjá markinu.
85. mín
Inn:Axel Andri Antonsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Fylkir geri líka sína síðustu skiptingu.
85. mín
Inn:Gylfi Veigar Gylfason (ÍA) Út:Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Síðasta skipting hjá ÍA
84. mín
Þung pressa hjá Fylki núna. Ingimundur Níels með fyrirgjöf en Ármann skallar frá.
83. mín
Flott sókn hjá Fylki sem endar með skoti frá Ingimundi Níels sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Horn
82. mín
Andrés Már með frábæra fyrirgjöf en Árni Snær nær að blaka boltanum í burtu.
79. mín
Það er ekki mikið að gerast í leiknum. Fylkir heldur boltanum betur en eru ekki að skapa sér mikið. Skagamenn verið aðeins líflegri núna en í framan af seinni hálfleik.
77. mín
Iain með fína hornspyrnu fyrir Skagamenn og Ólafur Íshólm missir boltann en ÍA nær ekki gera sér mat úr þessu.
75. mín
Bæði lið gera sína aðra breytingu í leiknum. Jón Vilhelm kemur inná hjá ÍA og Ingimundur Níels hjá Fylki. Ásgeir Marteins og Sito útaf.
75. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) Út:Sito (Fylkir)
75. mín
Inn:Jón Vilhelm Ákason (ÍA) Út:Ásgeir Marteinsson (ÍA)
71. mín
Sito með ágætis hjólhest en hitti boltann ekki nógu vel og boltinn fer framhjá.
68. mín
Fylkir er mun líklegri til að skora í þessum leik. Skagamenn ná ekkert að halda boltanum.
68. mín

65. mín
Ármann missir boltann klaufalega en Sito nær ekki góðri fyrirgjöf og Árni Snær grípur boltann
64. mín
Og þá akkúrat átti Albert Hafsteins skot fyrir ÍA en boltin fór HÁÁÁÁÁÁT yfir.
64. mín
Lítið að gerast í augnablikinu.
61. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Fyrsta skipting Fylkis í leiknum. Gaddi Jó var alveg búinn
60. mín
Ásgeir Marteins labbaði framhjá Andrési Má auðveldlega og kemur með flotta sendingu en skallin hjá GG9 er framhjá.
58. mín
Albert Bryjar sleppur í gegn eftir sendingur frá Garðari Jó en Darren gerir vel í þrengja færið og Árni Snær ver skotið.
57. mín
Flott fyrirgjöf frá Tómari Þorsteins og Albert Brynjar með ágætan skalla en framhjá markinu.
55. mín
Fylkir heldur boltanum mun betur og eru að koma með fyrirgjafir sem hafa hingað til skilað litlu.
53. mín
Steinar Þorsteins með frábæran sprett upp völlinn og kemur boltanum fyrir á Ásgeir Marteins. Hann lagði boltann á Albert Hafsteins en skotið var slakt og Fylkismenn hreins.
51. mín
Oddur aftur með skot eftir ágæta sókn en skotið frekar slappt og fer í varnarmann.
50. mín
Fylkir byrjar seinni hálfleikinn betur, en núna átti Ásgeir skot í átt að marki en það var lélegt og lak framhjá.
47. mín
Fín sókn hjá Fylki. Albert Brynjar leggur boltann útá Odd en skotið fer yfir.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Skagamenn gera breytingu í hálfleik. Út fer Arnar Már og inn kemur hinn ungi Steinar Þorsteinsson
45. mín
Það er gaman frá því að segja að hérna í hálfleik var verið að afhenda 5.flokk drengja hjá ÍA bikar fyrir Faxaflóamótið. Þeir náðu þeim frábæra árangri að sigra það mót hjá liðum A,B,C,D og E2. Glæsilegur árangur.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn háfleikur á Skaganum og staðan er 1-1. Fylkismenn heilt yfir betri í fyrri hálfleik.
45. mín
Sito með flotta fyrirgjöf en Ármann skallar frá. Í kjölfærið kom flott sending frá vinstri sem endaði með skalla í utanverða stöngina. Var reyndar búið að flagga þannig að það hefði ekki talið.
42. mín
Sito með hörkuskot yfir markið. Fylkismenn mun sprækari eftir jöfnunarmark Skagamanna.
41. mín
Elís með flott skot að marki Skagamanna en Árni Snær er vel vakandi og grípur frekar auðveldlega.
37. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Skaginn fær aukaspyrnu út á miðjum velli. Iain með spyrnuna inná teig sem Ármann skallar beint fyrir Garðar sem klárar vel með vinstir af stuttu færi. Allt jafnt
34. mín
Albert Brynjar með skot sem fer af varnarmanni og Árni Snær grípur auðveldlega.
33. mín
Flott sókn hjá Fylki sem endar með fyrirgjöf frá Andrési Má en Ármann skallar í burtu.
32. mín
Það hefur færst fjör í leikinn eftir markið og bæði lið að sækja. Engin alvöru færi samt fyrir utan þetta hjá Ásgeir áðan.
29. mín
DAUÐAFÆRI! ÞÞÞ með frábæra fyrirgjöf og Ásgeir Marteins fær boltann en skotið er yfir úr dauðafæri! Þarna sluppu Fylkismenn.
28. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Fyrsta mark leiksins er komið og það er Fylkismanna. Andrés Már með frábæra sendingu inná teiginn sem Albert Brynjar skallar í markið. Flott mark.
26. mín
Frekar mikið miðjumoð þessi leikur akkúrat þessa stundina og mikið um kýlingar fram.
24. mín
Sito með flotta fyrirgjöf frá vinstri en sóknamenn Fylkis voru bara ekki tilbúnir.
21. mín
Skaginn með fína sókn en Ásgeir Marteins nær ekki valdi á boltanum inní teig og markspyrna.
21. mín
Fyrsta hornspyrna Skagamanna í leiknum.
19. mín
Flott sókn hjá Fylki en Albert Brynjar bara of lengi að koma boltanum frá sér.
19. mín
Skagamenn virðast aðeins vera að vakna til lífsins.
18. mín
Boltinn í markið hjá Fylki en Arnar Már er dæmdur rangstæður. Staðan er því ennþá 0-0. Þetta var held ég tæpt.
15. mín
Ágætis spyrna hjá Sito en skallinn er yfir marki hjá Ásgeiri Eyþórs.
15. mín
Fylkir fær aðra hornspyrnu.
13. mín
Aftur flott sókn hjá Fylki. Albert með flott sendingu á Andrés Má en skotið með vinstri og fer framhjá.
10. mín
Flott sókn hjá Fylki. Garðar Jó með flotta hælsendingu inní teig og Adnrés Már kom á fullu en skotið yfir markið
8. mín
Ágæs sókn hjá Skaganum sem endar með fyrirgjöf frá Iain en varnamenn Fylkis skalla frá.
7. mín
Fylkismenn virka sprækari í upphafi. Eins og það sé eitthvað stress í heimamönnum.
7. mín
Albert Brynjar við það að sleppa í gegn en Ármann Smári gerir vel og stoppar hann. Boltann endar hjá Árna í markinu.
5. mín
Sito tekur aukspyrnuna en hún fer yfir markið. Engin hætta í þessu.
4. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað eftir brot á Gadda Jó.
3. mín
Fylkir fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Eru að byrja aðeins betur
2. mín
Fyrsta skot leiksins er gestanna en skotið er beint í varnamann
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað og Fylkir sækir að höllinni
Fyrir leik
Liðin eru ganga inn á völlinn í fylgd ungra knattpsyrnu manna frá Arkanesi. ÍA í sínum hefðbundnu gulu treyjum og svörtu buxum en Fylkir í alhvítum búningum.
Fyrir leik
Það eru ekki nema 5 mínútur í leikinn og allt að vera klárt. Áhorfendum fjölgar jafnt og þétt en það bólar samt eitthvað lítið á rútum úr Árbænum.
Fyrir leik
Vil hvetja lesendur til að nota #fotboltinet á Twitter ef menn hafa eitthvað sniðugt að segja um leikinn. Ekki ólíklegt að valdar færslur rati hérna inn.
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl að hita upp og áhorfendur byrjaðir að mæta á völlinn
Fyrir leik
Það eru um 45 mínútur í þennan botnslag á Akranesi og eru byrjunarliðin dottin í hús, en þau má sjá hér til hliðar. Báðir þjálfarar gera nokkrar breytingar liðum sínum eftir síðustu umferð. Hjá heimamönnum kemur kannsi mest á óvart að Arnar Már er orðinn leikfær en það var ekki búist við honum strax til baka. Hjá Fylki má nefna að markmaðurinn Lewis Ward er settur á bekkinn og Ólafur Íshólm stendur í rammanum í dag.
Fyrir leik
Eins og kom fram áðan er þetta fyrsti leikurinn í 5. umferð Pepsi deildar karla og jafnframt eini leikur dagsins. Á morgun fara svo fram fjórir leikir.
ÍBV-Víkingur R. kl 17:00
Valur-Þróttur R. kl 19:15
Fjölnir-Víkingur Ó. kl 19:15
Breiðablik-KR kl 20:00

Umferðinni lýkur svo á mánudagskvöldið með stórleik Stjörnunnar og FH kl 20:00
Fyrir leik
Albert Brynjar, sóknarmaður Fylkis:
Þetta er virkilega mikilvægur leikur, við vitum það allir í liðinu að við getum gert miklu betur en við höfum verið að sýna í þessum fyrstu 4 leikjum. En það er okkar að sýna það og ætlum við okkur að gera það á morgun, það er nóg eftir af þessu móti en ef við ætlum okkur eitthvað þá verðum við að fara næla okkur í punkta og það byrjar á morgun.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Árni Snær, markvörður ÍA:
Það er náttúrulega of mikið að vera búnir að fá á sig 9 mörk í 4 leikjum þannig við getum skerpt á fókusnum í varnarleiknum, svo kannski vera aðeins meira cool á því þegar við erum með boltann. Fylkismenn mæta líklega dýrvitlausir og tilbúnir að berjast fyrir öllum stigunum sem er í boði.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Við getum kannski ekki reiknað með markaregni hérna í dag en báðir leikir þessara liða síðasta sumar enduðu 0-0.
Fyrir leik
Þá er einnig ljóst að Ásgeir Börkur fyrirliði Fylkis verður ekki með en hann meiddist í síðasta leik. Samkvæmt fréttum í vikunni er mjög líklegt að tímabilið sé búið hjá honum.
Fyrir leik
Það bíðar margir spenntir eftir að hvort Lewis Ward heldur stöðu sinni í markinu hjá Fylki í dag en hann hefur ekki verið að heilla menn í þessum þremur leikjum sem hann hefur spilað. Hann hefur meðal annars verið í EKKI liðinu hjá .net eftir alla þessa leiki.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og má búast við að það verði nóg að gera hjá honum í leiknum í dag þar sem búist er við miklum baráttuleik.
Fyrir leik
Bæði lið fengu skell í síðustu umferð. ÍA tapaði fyrir Víking Ó. 3-0 á útivelli meðan Fylkir tapaði heima fyrir ÍBV 0-3. Skagamenn eru í 10.sæti með 3 stig en Fylkir er á botninum án stiga.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og velkominn beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum þar sem mætast ÍA og Fylkir. Þetta er fyrsti leikurinn í 5.umferð Pepsi deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Sito ('75)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('61)
16. Tómas Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('85)

Varamenn:
12. Lewis Ward (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('75)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('61)
11. Víðir Þorvarðarson
18. Styrmir Erlendsson
29. Axel Andri Antonsson ('85)

Liðsstjórn:
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Oddur Ingi Guðmundsson ('91)

Rauð spjöld: