Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
0
3
Víkingur R.
0-0 Gary Martin '50 , misnotað víti
0-1 Arnþór Ingi Kristinsson '52
0-2 Gary Martin '61
0-3 Viktor Jónsson '83
22.05.2016  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn í fínu standi. Sól. Smá gola
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 844
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason ('70)
9. Mikkel Maigaard ('70)
11. Sigurður Grétar Benónýsson
11. Sindri Snær Magnússon
20. Mees Junior Siers
33. Charles Vernam ('81)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
17. Bjarni Gunnarsson ('81)
18. Ásgeir Elíasson
19. Simon Kollerud Smidt ('70)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('41)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar taka öll stigin í dag. Þeir geta verið vel sáttir. Þrjú stig og bæði Gary og Viktor komnir á blað en miklar væntingar hafa verið gerðar til þeirra.

Takk fyrir mig.
90. mín
3 mínútur í uppbót.
83. mín MARK!
Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Gary Martin
Víkingar gera útum leikinn. Viktor Jónsson kominn á blað með sitt fyrsta mark í sumar eftir sendingu frá Gary.

Þessi mínúta verður sýnd í sjónvarpinu, það er pottþétt. Byrjaði á því að Derby rauk úr markinu og upp á miðju í þeirri von um að vinna boltann. Gary var á undan og reyndi skot rétt fyrir framan miðju en skotið beint í Avni. Enginn í marki.

Það kom þó ekki að sök þar sem Víkingar fengu boltann aftur. Gary fer framhjá Derby, sendir boltann fyrir þar sem Viktor Jónsson var aleinn og átti í engum vandræðum með að skalla boltann í markið.

Game. Over.
81. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Charles Vernam (ÍBV)
Bjarni fær sínar fyrstu mínútur í sumar.

Þar með eru bæði lið búin með skiptingar.
80. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Síðasta skipting gestanna.
79. mín
ÍBV meira með boltann án þess þó að skapa sér neitt.
75. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Önnur skipting gestanna.
73. mín
Sigurður Grétar liggur á vellinum eftir að hafa hoppað upp í skallabolta. ÍBV vilja fá aukaspyrnu en ekkert dæmt.
70. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
Tvöföld skipting.
70. mín
Inn:Simon Kollerud Smidt (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
70. mín
Sigurður Grétar með skot yfir úr teignum. Lítið sést til hans í leiknum. Ekki fengið úr miklu að moða.
69. mín
Ívar Örn með lúmskt skot fyrir utan teig sem Derby ver í horn.
68. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Igor Taskovic (Víkingur R.)
Fyrsta skipting leiksins.

Mikkel átti svo skot úr aukaspyrnu en Róbert í engum vandræðum.
64. mín
Brött brekka fyrir Eyjamenn sem þurfa heldur betur að lifna við ef þeir ætla sér að fá eitthvað úr þessum leik.
61. mín MARK!
Gary Martin (Víkingur R.)
Þarna kom það! Ísinn brotinn! Svipað færi og hann klikkaði á nokkrum mínútum áður en þarna gerði hann vel og kom boltanum í markið framhjá Derby.


Það hlaut að koma að þessu. Fantasy spilarar um land allt geta brosað.
58. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Fyrir brot á Jóni á miðjum vellinum.
58. mín
Gary Martin í dauðafæri! Eftir mistök hjá ÍBV kemst Gary í gegn en skot hans framhjá.
57. mín
Arnþór Ingi ekki langt frá því að bæta við öðru marki sínu og Víkinga. en skot hans úr D-boga rétt framhjá.
54. mín
Pablo þarf að passa sig. Hann er á gulu spjaldi og var rétt í þessu að skella sóknarmanni Víkinga á miðjum vellinum. Hefði mögulega verið hægt að setja seinna gula á hann þarna. Sem betur fer fyrir Pablo og heimamenn var Örvar Sær ekkert að stressa sig.
52. mín MARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Eftir vítið fá Víkingar horn, og svo annað. Eftir síðara hornið berst boltinn til Arnþórs Inga eftir að ÍBV höfðu bjargað á línu. Skot hans hnitmiðað og gestirnir komnir yfir.

Þvílíkar mínútur.
50. mín Misnotað víti!
Gary Martin (Víkingur R.)
DERBY CARRILLO VER!

Derby hendir sér til vinstri og ver vítið frá Gary Martin. Hann þarf að bíða lengur ..
49. mín
VÍTI! Tufa fellur í teignum eftir viðskipti við Avni Pepa.

Gary á punktinn.
46. mín
ÍBV í HÖRKUfæri hérna í byrjun seinni hálfleiks. Charlie kemst í gegn en Róbert ver skot hans. Charlie fær boltann þá aftur en seinni tilraun hans í hliðarnetið.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni 45.
45. mín
Hálfleikur
844 áhorfendur á Hásteinsvelli í dag.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Sjáumst eftir 15.
45. mín
STÓRhætta við mark ÍBV sem endar með laflaususkoti frá Erlingi Agnarssyni beint á Derby.
44. mín
Von. Brigði. Beint í tærnar á veggnum.
44. mín
Aukaspyrna einhverjum 10m. fyrir utan teig gestanna. Mikkel stendur yfir boltanum.
43. mín
Alex Freyr með skot en það vel framhjá. Lítil hætta.
41. mín Gult spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Brot lengst út á velli. Heimamenn ósáttir þar sem virtist hafa verið brotið á Charlie á undan en ekkert dæmt.

Ég hreinlega sá það ekki, svo ég get lítið sagt.
39. mín
Gary virðist vera eitthvað "goalshy" en í stað þess að láta vaða á markið úr teignum hleypur hann áfram og sendir svo boltann beint í fæturna á Sindra Snæ. Einhverntímann hefði hann látið vaða þarna.
35. mín
Aron Bjarnason virkilega nálægt því að brjóta ísinn eftir skyndisókn, en skot hans vinstra megin úr teignum rétt framhjá stönginni fjær.
34. mín
Mikkel í hörkufæri á vítateigslínunni en skot hans langt framhjá.

Markmenn beggja liða verið í hálfgerðu fríi fyrsta hálftímann.
29. mín
Víkingar í skyndisókn eftir hornið, en Gary með afleita sendingu beint á Hafstein Briem.
28. mín
Heimamenn að vakna og stúkan með. Fá hér horn.
26. mín
Mikkel Maigaard með skalla á mark eftir sendingu frá Mees Siers en skallinn ekki nægilega kraftmikill.
24. mín
Stórhættuleg aukaspyrna frá hægri en Derby gerir vel. Víkingar halda þó áfram sókn sem endar með skalla frá Vladimir Tufegdzic en Derby klóraði hann úr samskeytunum.

ÍBV brunuðu þá fram og eftir góða sókn fékk Pablo boltann í teignum en skot hans framhjá.

Það er að hressast yfir þessu.
21. mín
Jahá. Hérna vildu Víkingar fá vítaspyrnu. Boltinn barst fyrir markið frá hægri, Gary var mættur í boxið og svo virtist sem Avni hefði fellt hann. Örvar Sær og aðstoðarmaður hans voru ekki sammála og markspyrna dæmd.

Hlakka til að sjá þetta í Pepsi mörkunum.
19. mín
Charlie Vernam með sína fyrstu tilraun í dag en vinstri fótar skot hans vel framhjá eftir flotta og hraða sókn.
18. mín
.. en spyrnan er slök og vel yfir markið.
18. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað við vítateig gestanna. Pablo Punyed stendur yfir boltanum ..
15. mín
Bæði lið eiga í erfiðleikum með að halda bolta og er það sjaldgæft að liðin nái 2-3 sendingum á milli.
11. mín
Víkingar fá enn eitt hornið. Eyjamenn eiga erfitt með að hreinsa en sóknin endar á því að Igor Taskovic skýtur hátt yfir.
10. mín
Víkingar vinna boltann og sækja hratt en Jón Ingason gerir vel og vinnur boltann aftur.
9. mín
.. og annað.
9. mín
Nú eru það Eyjamenn sem fá horn.
7. mín
Víkingar sækja og sækja. Annað horn.

Sóknarbrot. Eyjamenn fá aukaspyrnu.
5. mín
Hætta við mark eyjamanna. Derby lendir í smá vandræðum og boltinn berst til Gary Martin sem nær skoti með vinstri fæti en skotið beint í Avni Pepa. Gary vildi meina að boltinn hefði farið í hönd Avni, en dómarinn ekki sammála.
4. mín
Víkingar eru á móti vindi í fyrri hálfleik. Það eru þó þeir sem sækja meira hér í byrjun leiks og voru hér að vinna sér inn hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar sækja í átt að dalnum.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
4.mín. í veisluna.

Ég jinxaði veðrið þvi miður. Sólin skín enn, en það er að bæta í vind. Afsakið mig.
Fyrir leik
Veðrið í Eyjum í dag er prýðilegt. Örlítið Vestmannaeyjalogn, sem þýðir smá blástur á annað markið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Jonathan Patrick Barden er fjarri góðu gamni hjá ÍBV í dag en Mees Siers kemur inn í liðið fyrir hann. Að öðru leyti heldur Bjarni Jóhannsson við sama lið og sigraði Fylki 3-0 í síðustu viku.

Hjá Víkingi er Vladimir Tufegdzic í fyrsta skipti í byrjunarliði á tímabilinu en hann missti af byrjun móts. Túfa kemur inn fyrir Stefán Þór Pálsson í byrjunarliði. Að öðru leyti er liðið eins og í 2-2 jafnteflinu gegn Val.

Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði, snýr aftur eftir að hafa verið í banni gegn Val en hann byrjar á bekknum.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sigurður Grétar Benónýsson, sóknarmaður ÍBV:
"Ég lagði mikið á mig í vetur og þjálfararnir hafa sýnt mér traustið og hjálpað mér mikið. Sama má segja um strákana í liðinu. Ég er rosalega þakklátur og ánægður með að hafa getað nýtt tækifærið svona. Vonandi heldur það áfram."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingur Reykjavík hefur ekki náð að vinna sigur í níu síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Miklar vonir voru bundnar við sóknartríóið Gary Martin, Viktor Jónsson og Vladimir Tufegdzic en enginn þeirra hefur komist á blað. Milos Milojevic tók einn við Víkingum sem aðalþjálfari eftir að Ólafur Þórðarson var rekinn í fyrra og stýrði liðinu einn í fyrsta sinn 19. júlí. Hann vann fyrstu tvo leikina en síðan hefur aðeins einn sigurleikur komið í síðustu þrettán leikjum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Hér verður bein textalýsing frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV mætir Víkingi Reykjavík.

Eyjamenn hafa verið flottir í upphafi tímabils og eru með sjö stig að loknum fjórum umferðum.

Víkingar hafa ekki staðið undir væntingum og eru aðeins með tvö stig.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic ('68)
7. Erlingur Agnarsson ('75)
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Gary Martin
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
25. Vladimir Tufegdzic ('80)

Varamenn:
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Viktor Jónsson ('68)
10. Óttar Magnús Karlsson ('80)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Runólfsson
27. Tómas Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('58)

Rauð spjöld: