Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
KR
0
1
FH
0-1 Guðný Árnadóttir '14
24.05.2016  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Áhorfendur: 243
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir ('45)
4. Oktavía Jóhannsdóttir
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir
6. Fernanda Vieira Baptista ('79)
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
13. Bjargey Sigurborg Ólafsson ('72)
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
14. Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('72)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir
22. Íris Sævarsdóttir
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Elísabet Guðmundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH sigur í bragðdaufum leik. FH ekki ennþá tapað leik eða fengið á sig mark.
90. mín
Arna Dís í færi innan teigs en Hranhildur er á undan í boltann. Bara uppbótartími eftir.
88. mín
Ásdís Karen á aukaspyrnu inn í teiginn hjá FH en þar mætir Williams og grípur inní og hættan líður hjá. Hún er ekki hávaxin en er fáranlega örugg í öllu sem hún gerir.
83. mín
Arna Dís fær fyrirgjöf frá hægri en hittir boltann ekki nógu vel með skalla og Hrafnhildur ver léttilega.
81. mín
Margrét Sif kemst í færi hinum megin strax á eftir en skot hennar fer yfir.
81. mín
Ásdís Karen með frábæra sendingu á Eydísi Lilju sem er komin ein gegn Williams en markmaðurinn ver mjög vel frá henni.
80. mín
FÆRI!!

Aldís Kara er í frábæru færi en Hrafnhildur ver svakalega vel frá henni af stuttu færi. Langbesta færi leikins hingað til.
79. mín
Inn:Elísabet Guðmundsdóttir (KR) Út:Fernanda Vieira Baptista (KR)
Síðasta skipting KR. Ná þær einhverju úr leiknum.
78. mín
Fernanda Baptista reynri skot af löngu fær sem fer yfir markið. Williams hafði smá áhyggjur af þessu.
72. mín
Inn:Eydís Lilja Eysteinsdóttir (KR) Út:Bjargey Sigurborg Ólafsson (KR)
71. mín
Dagmar reynir skot af löngu færi sem er hættulítið. Vantar odd ofan á spjót KR. Svo við tölum í myndlíkingum.
70. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Braut af Sara Lissy á vallarhelmingi KR. Fyrsta gula spjald leiksins.
68. mín
Rúmar 20 mínútur fyrir KR til að jafna leikinn. Hafa eiginlega ekki fengið alvöru færi allan leikinn.

FH svo sem ekki heldur. Ekki hægt að kalla þetta færi sem þær skoruðu úr.
65. mín
Dagmar Mýrdal með skot sem Williams á ekki í miklum vandræðum með.
61. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (FH) Út:Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
57. mín
Meiri ógn í KR núna. Dagmar Mýrdal vinnur hornspyrnu.
56. mín
Gabrielle Lira með fallega fyrirgjöf sem Williams er rétt á undan í boltann. Örugg sú bandaríska.
53. mín
Hugrún Lilja á hættulega hornspyrnu sem FH-ingar rétt ná að koma frá. KR-ingar þurfa að sækja og þær eru að reyna það.
51. mín
Margrét Sif Magnúsdóttir hefur orðið fyrir einhverju hnjaski en hún liggur nú meidd eftir og fær aðhlynningu.
50. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar eins og sá fyrri gerði. Rólegt yfir öllu bara.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað
45. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
45. mín
Hálfleikur
Jafn leikur en skrautlegt mark FH skilur liðin af. KR-ingar ekki náð að ógna Williams nóg til að eiga jöfnunarmark skilið.
44. mín
Lítið að gerast í stúkunni hjá KR. Friðgeirsvaktin skellir sér þá í stúkuna og öskrar og syngur vel valin KR lög, aleinn.
38. mín
FH-ingar nálægt því að komast í gott færi en Sigrún Inga nær að bjarga í horn.
33. mín
Anna Birna reynir skot af löngu færi en hittir boltann illa og hann rúllar til Williams.
27. mín
Williams er staðin upp og heldur leik áfram.
26. mín
Bjargey eltir bolta sem Williams er aðeins á undan í. Bjargey fer svo í markmanninn sem liggur eftir eitthvað meidd.
22. mín
Guðný tekur nú skot utan teigs sem fer beint í fangið á Hrafnhildi. Ekki mikið reynt á Williams hinum megin.
18. mín
Nú verður KR að gera eitthvað sem engu liði hefur tekist hingað til í sumar. Skora framhjá Jeanette J Williams.
14. mín MARK!
Guðný Árnadóttir (FH)
MAAAAAAAAAAAAARK!!

FH er komið yfir. Guðný tekur aukaspyrnu sem er nær miðlínunni en marki KR en boltinn fer yfir alla og þar á meðal Hrafnhildi í markinu. Vindurinn hjálpaði eflaust til þarna.

Hrafnhildur leit ekki sérstaklega vel út þarna. Guðný er fædd árið 2000. FH er í þessu bara. Aldamótabörnin sjá um þetta.
10. mín
Nú reynir Gabrielle Lira skot af löngu færi en vindurinn virtist taka allan kraftinn úr þessu.
8. mín
VÁ!!

Leikurinn búinn að vera ansi rólegur til að byrja með en Ásdís Karen reynir skot af tæplega 30 metrum sem fer í slánna. Williams virtist ekki vera með þennan í markinu.
5. mín
Mikil barátta á miðjunni í upphafi leiks og engar opnanir ennþá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað!

FH-ingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir og Guðný Árnadóttir koma inn hjá FH.
Fyrir leik
Oktavía Jóhansdóttir og Sigrún Inga Ólafsdóttir koma inn í liðið frá leiknum á móti Val. Jóhanna K Sigurþórsdóttir og Íris Ósk Valmundadóttir detta úr liðinu.
Fyrir leik
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á bekknum hjá FH en hún er fædd árið 2001 og skoraði sigurmark FH á móti ÍA í 1. umferð.
Fyrir leik
FH er með fjögur stig eftir sína leiki. Þær unnu ÍA, 0-1 í fyrsta leik og náðu svo mjög góðu markalausu jafntefli við Breiðablik í umferðinni á eftir.

Jeanette J Williams, bandaríski markmaður FH hefur ekki ennþá fengið á sig mark í deildinni.
Fyrir leik
KR er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Þær lágu fyrir Breiðablik í 1. umferð áður en þær náðu góðu 1-1 jafntefli við Val á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Hallóhalló!

Hér verður bein textalýsing frá leik KR og FH í Pepsi deild kvenna en spilað er á Alvogenvellinum í Frostaskjóli.
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir ('61)
Selma Dögg Björgvinsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
18. Maggý Lárentsínusdóttir
21. Arna Dís Arnþórsdóttir

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('61)
9. Rannveig Bjarnadóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Liðsstjórn:
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir

Gul spjöld:
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('70)

Rauð spjöld: