Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
4
2
Haukar
0-1 Elton Renato Livramento Barros '14
Jónas Björgvin Sigurbergsson '37 1-1
Gunnar Örvar Stefánsson '45 2-1
Gauti Gautason '49 3-1
Gunnar Örvar Stefánsson '68 4-1
4-2 Aron Jóhannsson '80 , víti
29.05.2016  -  14:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('33)
Sandor Matus
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('73)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('69)
12. Hákon Ingi Einarsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
23. Birkir Heimisson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
14. Jakob Snær Árnason
18. Alexander Ívan Bjarnason
20. Guðmundur Óli Steingrímsson ('69)
29. Agnar Darri Sverrisson ('73)
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('33)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sigurður Marinó Kristjánsson ('56)
Agnar Darri Sverrisson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur heimamanna staðreynd! Viðtöl og skýrsla koma inn von bráðar.
90. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Þór )
Braut af sér og var ekki sáttur með dómgæsluna. Líklega gult fyrir almenn leiðindi.
90. mín
Sigurður Marinó með fínt skot rétt fyrir utan teig, en það fór framhjá.
89. mín Gult spjald: Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Fyrir peysutog. Agnar Darri var kominn á fulla ferð upp hægri kantinn og Arnar hélt ekki í við hann.
87. mín
Agnar Darri með skot í stöng! Slapp einn innfyrir, sýndi hversu hraður hann er og átti flott skot í nærstöngina úr nokkuð þröngu færi.
86. mín
Haukar eru í basli og virðast ekki ætla að ógna forystu heimamanna. Maður veit hins vegar aldrei.
85. mín
Þórsarar eru fallnir alveg til baka en fremsti maður hjá þeim er að verjast vel inná eigin vallarhelming.
81. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Fínn leikur hjá Hauki.
80. mín Mark úr víti!
Aron Jóhannsson (Haukar)
Skorar af öryggi
79. mín
VÍTI!!!! Haukar fá víti!! Barros kominn í gegn, Hákon hleypur hann uppi og stoppar hann að mér sýndist löglega en Sigurður Óli dæmir peysiutog og víti! Þórsarar eru brjálaðir.
78. mín
Gunnlaugur Fannar á hér frekar lausan skalla yfir markið eftir horn.
77. mín
Agnar Darri með fína tilraun í hliðarnetið úr þröngu færi. Var sloppinn innfyrir vörn Hauka en Terrance mætti og lokaði vel.
76. mín
Daníel Snorri fær dæmt á sig vitlaust innkast. Klaufalegt.
73. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Frábær leikur hjá Jónasi.
71. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Daði Snær Ingason (Haukar)
Daði verið ágætur í dag en vörn Hauka verið í basli heilt yfir.
69. mín
Inn:Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Kristinn búinn að eiga fínan leik.
68. mín Gult spjald: Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Fyrir brot í aðdraganda marksins. Sigurður Óli beitti hagnaðarreglunni sem skilaði sér svo sannarlega. Frábær dómgæsla.
68. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
ÞVÍLIÍK INNKOMA! Gunnar Örvar fær boltann í teignum, sýnir gríðarlega yfirvegun, setur einn varnarmann Hauka á rassinn og leggur hann upp í hornið. Gunnar verið besti maður vallarins síðan hann kom inná.
67. mín
Stöngin!!! Jóhann hleypur upp kantinn og kemur með frábæra sendingu inn í teiginn á Gunnar Örvar sem setur hann í stöngina! Frábær sókn og Gunnar óheppinn að skora ekki!
62. mín
Jóhann Helgi í góðu færi en frábær tækling frá Alexander Frey bjargar Haukum. Alexander er svo ekki sáttur með Jóhann og vill meina að hann hafi stigið á sig.
56. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Þeim lenti saman við hliðarlínuna og fengu báðir gult að launum.
56. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
56. mín
Þarna munaði engu!!! Haukur Ásberg slapp aleinn í gegn, Sandor varði en boltinn var á leiðinni inn. Þá kom Loftur Páll á fullri ferð og bjargaði meistaralega á línu!
54. mín
Kristinn Þór með fína sendingu úr aukaspyrnunni en boltinn fer rétt yfir allan pakkann og svífur framhjá fjærstönginni.
54. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Haukar)
Tekur Kristinn Þór niður sem var kominn á ferðina og var að nálgast teiginn. Réttur dómur.
52. mín
Inn:Haukur Björnsson (Haukar) Út:Gunnar Jökull Johns (Haukar)
Fyrsta skipting gestanna.
49. mín MARK!
Gauti Gautason (Þór )
Stoðsending: Kristinn Þór Björnsson
Stekkur hæst í teignum og stangar boltann í netið!
48. mín
Jóhann Helgi kominn í gegn en er í þröngu færi, horn niðurstaðan.
46. mín
Frábær sókn! Sigurður Marinó vinnur boltann á miðjunni, setur hann út til hægri á Kristinn Þór, hann í fyrsta alveg yfir á vinstri þar sem Jónas var mættur. Jónas keyrði inn og kom með fyrirgjöfina í hættusvæðið þar sem Gunnar Örvar var nálægt því að ná til boltans. Þarna munaði engu!
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Nú eru það heimamenn sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þórsarar heilt yfir verið betri aðilinn.
45. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
Jóhann Helgi Hannesson. Þetta er einkennismerki hans. Setti góða pressu á Terrance í marki Haukamanna, vann boltann af honum og renndi honum til hliðar þar sem Gunnar Örvar var mættur og renndi honum í markið. Gunnar Örvar búinn að eiga virkilega flotta innkomu!
45. mín
Gunnar Örvar sýndi mikinn styrk á teignum, hélta varnarmanni Hauka frá sér og náði skotinu. Bjargað á línu hinsvegar!
43. mín
Haukur Ásberg með fullorðins tæklingu á Jónasi. Kom með báðar fætur á undan en fór í boltann. Aðeins seinna legst Jónas í grasið eftir samskipti við Hauk. Sá ekki hvað gerðist þar en stúkan er brjáluð. Sigurður Óli gefur ekkert spjald og það er ekki til að kæta áhorfendur.
42. mín
Elton Barros mætti á nærstöng og náði skallanum, en hann fór framhjá.
42. mín
Haukar fá horn eftir að Gauti skallaði langt innkast afturfyrir.
40. mín
Jónas setur Kristinn Þór í gegn með geggjaðri stungusendingu en Terrance í markinu vel vakandi, kemur út á móti og lokar vel.
39. mín
Elton Barros með hörkuskot rétt fyrir utan teig sem fer yfir. Hefur verið besti maður Hauka hingað til.
37. mín MARK!
Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Furðulegt mark! Jónas á skot úr teignum eftir horn sem fer í fleiri en einn varnarmann. Spurning hvort þetta skráist sem sjálfsmark en við gefum Jónasi heiðurinn þangað til annað kemur í ljós.
36. mín
Kristinn Þór og Gunnar Örvar nálægt því að troða sér saman í gegn. Haukar hreinsa í horn.
33. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Gunnar Örvar er það sem kemur inn fyrir Svein.
31. mín
Sveinn liggur aftur eftir, greinilega alveg búinn. Sýnist hann þurfa skiptingu en sýnist enginn varamaður Þórsara vera að gera sig kláran.
27. mín
Sveinn Elías er kominn inná aftur en virðist ekki vera heill. Spurning hvort hann geti hlaupið þetta af sér.
26. mín
Gunnlaugur Fannar með góðan skalla rétt framhjá markinu!
26. mín
Haukar fá horn. Fyrirgjöf fer af Inga Frey og afturfyrir.
25. mín
Sveinn haltrar útaf og leikurinn hefst á ný.
24. mín
Sveinn Elías liggur eftir samstuð við leikmann Hauka. Sjúkraþjálfarinn er kominn inná og Sveinn virðist þjáður.
22. mín
Lítið sem ekkert í gangi eftir þetta mark. Þórsarar hafa verið meira með boltann en lítið ógnað.
14. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Eftir horn Þórsara hreinsuðu Haukar. Bruðunu upp völlinn, fengu innkast við endalínuna, það var tekið frekar hratt og langt, og var Elton Barros mættur að skalla boltann í netið. Þetta tók ekki langan tíma.
13. mín
Jónas með mjög góðan sprett upp vinstri vænginn og fær horn.
11. mín
Elton Barros er hér í fínu færi í teig Þórsara en Sandor ver í horn. Ekkert verður svo úr horninu.
8. mín
Kristinn Þór með slaka spyrnu sem Terrance Dieterich á ekki í vandræðum með að grípa.
7. mín
Þórsarar fá hér aukaspyrnu á fínum stað til að gefa fyrir, eftir að Aran Nganpanya braut á Sveini Elíasi.
5. mín
Jónas Björgvin með fyrstu tilraun leiksins. Mjög flott hlaup hjá honum endar með skoti rétt utan teigs, sem fer framhjá.
4. mín
Mikil barátta fyrstu mínúturnar. Boltinn mikið í loftinu.
2. mín
Birkir Heimisson, gríðarlega efnilegur leikmaður á 16. aldursári, byrjar í holunni fyrir aftan Jóhann Helga hjá Þór.
1. mín
Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann og sækja í suðurátt.
Fyrir leik
Liðin eru ganga hér inná völlinn. Heimamenn í sínum venjulegu hvítu og rauðu búningum en gestirnir í bláum varabúningum.
Fyrir leik
Nú eru örfáar mínútur í leik og farið að aukast verulega í stúkunni. Í þessu veðri eiga allir að drífa sig á völlinn!
Fyrir leik
Haukar eru hér í skemmtilegri upphitun. Skipt í 2 lið á litlu svæði og svo eiga menn að halda boltanum í höndunum en þurfa að skalla til að senda.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn! Þau eru hér til hliðar.
Fyrir leik
14 stiga hiti og lítill sem enginn vindur er á Akureyri núna. En miðað við síðustu daga gæti alveg hafa bætt í vindinn þegar flautað verður á.
Fyrir leik
Dómari í dag er Sigurður Óli Þórleifsson. Honum til aðstoðar eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Sveinn Þórður Þórðarson. Daníel Ingi dæmdi einmitt leik Þórs/KA og KR sem fór fram hér á sama velli í gær. Sveinn Þórður var einnig aðstoðardómari þar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að detta inn eftir u.þ.b. korter, en þá ættu þau að birtast hér til hliðar.
Fyrir leik
Í síðustu umferð gerðu Þórsarar góða ferð í Kópavoginn og unnu þar 2-1 sigur. Haukar gerðu 1-1 jafntefli við Fram á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Liðin sitja í 6. og 7. sæti og hafa bæði unnið 1 leik, gert 1 jafntefli og tapað 1 leik. Haukar eru þó ofar á markatölu.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Hauka í Inkasso deildinni. Leikurinn fer fram á Þórsvelli, sem lítur virkilega vel út, í frábæru veðri.
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('81)
9. Elton Renato Livramento Barros
10. Daði Snær Ingason ('71)
11. Arnar Aðalgeirsson
12. Gunnar Jökull Johns ('52)
13. Aran Nganpanya
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Magnús Kristófer Anderson (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson
3. Stefnir Stefánsson
6. Þórður Jón Jóhannesson ('81)
13. Viktor Ingi Jónsson
21. Alexander Helgason ('71)
28. Haukur Björnsson ('52)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('54)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('56)
Alexander Freyr Sindrason ('68)
Arnar Aðalgeirsson ('89)

Rauð spjöld: