Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
3
2
ÍA
0-1 Jón Vilhelm Ákason '2
Vladimir Tufegdzic '4 1-1
1-2 Garðar Gunnlaugsson '5
Óttar Magnús Karlsson '55 2-2
Ívar Örn Jónsson '90 3-2
29.05.2016  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Skýjað en lítill vindur. Frábærar aðstæður.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1050
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
10. Óttar Magnús Karlsson
10. Gary Martin ('67)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Martin Svensson ('45)
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
22. Alan Lowing
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('45)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('58)
9. Viktor Jónsson ('67)
12. Kristófer Karl Jensson
19. Stefán Bjarni Hjaltested

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('59)
Viktor Bjarki Arnarsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlegum leik lokið með sigri heimamanna og verður að segjast að hann er verðskuldaður. Sigurmarkið kom á loka mínútu leiksins. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín MARK!
Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
MMMMMMAAAAARKKKK!!!

Það er ekki spurt að því. Ívar Örn fékk sendingu frá Alex og tók skot af vítateigslínunni og í mark!
89. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
88. mín
Garðar Gunnlaugsson fær sendingu inn í teig Víkinga. Tekur boltann viðstöðulaust og skýtur honum hátt yfir markið. Hvílíkt klúður fyrir Garðar.
86. mín
Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. Fáum við sigurmark hér í lokin?
83. mín Gult spjald: Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
82. mín
Hvernig fór Viktor Jónsson að því að skora EKKI!?!?! Tufa átti þvílíkt fallega sendingu inn í teig, Viktor kom á móti boltanum og hittir boltann þar sem hann er beint fyrir framan markið en boltinn fór framhjá markinu. Ótrúlegt.
74. mín
Viktor Jóns með skalla yfir mark ÍA eftir hornspyrnu.
72. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
68. mín
Skagamenn eru farnir að færa sig aðeins framar á völlinn. Held að Gulli sé að lesa textalýsinguna á bekknum.
67. mín
Gary Martin farinn af velli og MarkaViktor kemur inn á í hans stað.
67. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Gary Martin (Víkingur R.)
65. mín
Gunnlaugur Jónsson gerir tilraun til þess að hrista upp í spilamennsku sinna manna og gerir tvær breytingar á sinu liði. Hissa samt á að hann taki Jón Vilhelm af velli en hann er búinn að eiga fínan dag.
65. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
65. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
62. mín
Það að liggja svona aftarlega líkt og ÍA er búið að gera eftir seinna mark sitt er svo sannarlega að koma í bakið á þeim. Víkingar hafa alla stjórn á vellinum sem stendur.
59. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
58. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
55. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Gary Martin
MAAAARRRKKKKKK!!

Og við fáum jöfnunarmarkið! Óttar Magnús hefur verið sprækur í liði Víkingar í dag og fékk sendingu frá Gary Martin sem komst inn í sendingu ÍA og sendi á Óttar sem lagði boltann í vinstra hornið niðri
50. mín
Gary Martin með skalla að marki ÍA eftir fyrirgjöf en Árni tók þann bolta.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Víkingar gerðu breytingu á liði sínu í hálfleik. Nýliðinn Martin Svensson fór þá af velli.
45. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.) Út:Martin Svensson (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Ljómandi skemmtilegur fyrri hálfleikur og við fáum okkur smá kaffi og með því. Komum aftur eftir 15.
45. mín
Igor sólar hér hvern á fætur öðrum og lætur vaða rétt fyrir utan teig en af varnarmanni og framhjá.
40. mín
Óttar Magnús með smá draumóraskot langt utan af velli og hátt yfir. Það má alveg reyna svona.
35. mín
Skagamenn vildu fá vítaspyrnu! Það var sparkað aftan í Albert Hafsteinsson inn í teig og hann féll við. Sá sem þetta ritar sá það ekki nógu vel til að meta hvort krafa þeirra hafi verið réttmæt.
33. mín
Þarna átti GG9 að gera svo miklu miklu miklu betur. Fékk stungusendingu frá Jóni Vilhelm. Komst einn á móti Róberti en skot hans arfaslakt og átti Róbert ekki í neinum erfiðleikum með að verja.
32. mín
Tilrauninnar virði. Jón Vilhelm með aukaspyrnu fyrir utan vítateig en nærri endalínu, lét bara skotið vaða að marki en árangurinn ekki alveg samkvæmt vonum þar sem boltinn fír yfir
Skil þig samt. Dominos er gott stöff


26. mín
ÞÞÞ með flotta stungusendingu á GG9 sem átti fínt skot að marki Víkinga en það fór framhjá. ÞÞÞ búinn að fínan leik það sem af er.
24. mín
Gary John Martin með skalla rétt yfir markið eftir hornspyrnu.
24. mín
Óttar Magnús með skot að marki ÍA rétt fyrir utan teig sem Árni varði horn.
19. mín
Leikurinn hefur aðeins róast niður enda kannski ekki skrítið, fyrstu mínúturnar voru ansi sérstakar. Skagamenn hafa fallið aðeins aftur og leyfa Víkingum að sækja á sig. Það getur verið hættulegur leikur.
16. mín
Ég skrifaði þegar leikurinn byrjaði að ég óskaði eftir mörkum og fjöri. Lekmenn liðanna brugðust ekki vonum mínum. Nú er bara að vona að það verði áframhald á.
12. mín
Það er þétt setið í stúkunni í Fossvoginum. Vel mætt í kvöld sem er vel. Fólk er allavegana að fá eitthvað fyrir peninginn.
Þú mátt alveg refresha Marella! Þetta er bara gaman.


10. mín
Við erum að tala um það að liðin eru búin að eiga þrjú skot á markið. Víkingar eitt og Skagamenn 2 og mörk úr öllum skotum. Ef fram heldur sem horfir að þá verður þetta eitthvað rosalegt þegar upp er staðið.
9. mín
Eins og ég segi að þá hafði ég ekki undan við að skrifa niður hvað væri að gerast. Mörkin komu á færibandi. Þvílíkur leikur!
5. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
MMMMMMAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRKKKKKKKKKKKKK!!!

Það mætti halda að maður væri staddur á handboltaleik! GG9 eftir skallasendingu frá Ásgeiri. Sendingar Ásgeirs að skila sínu í dag.
4. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Stoðsending: Martin Svensson
MAAAAARKKKKK!!!!

JESÚS ÉG HEF EKKI UNDAN VIÐ AÐ SKRIFA!.

Martin Svensson átti sendingu inn í teiginn þar sem Túfa skoraði með föstu skoti í hægra hornið.
2. mín MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
MAAAAARKKKKKKK!!!!!

Hvað er að gerast. 1 mínúta og 26 sec þegar Jón Vilhelm fékk skallasendingu Ásgeiri Marteins! Jón Vilhelm tók viðstöðulaust skot af c.a. 25 metra færi í boga yfir Róbert í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann og spila í átt að Kópavoginum! Þetta er byrjað, vonandi fáum við mörk og fjör.

Fyrir leik
Þeir blasta GP í græjunum og þá vitum við að þetta er að byrja. ,,Ef þú ert á efninu, hendur upp"
Fyrir leik
Jeff Who ómar í hljóðkerfinu. Menn að representa Fossvoginn.
Fyrir leik
Það eru 7 mínútur í að Helgi Mikael flauti til leiks. Honum til halds og traust eru þau Frosti Viðar Gunnarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.
Fyrir leik
Hafnfirðingurinn Friðrik Dór hljómar hér í hljóðkerfinu og hvetur fólk til þess að dansa eins og hálfvitar. Það er enginn að taka undir þessa hvatningu hans sem er synd.
Fyrir leik
Fæ þessa tölfræði lánaða frá Víði á mbl. Víkingur hefur ekki náð að vinna ÍA á heimavelli í 36 ár, eða frá árinu 1980. Frá þeim tíma hefur ÍA unnið 9 sinnum og 6 sinnum gert jafntefli í 15 heimsóknum til Víkinga í höfuðborgina. Meðal annars skoraði Helgi Pétur Magnússon þrennu í 4:1 sigri ÍA í Fossvogi árið 2004. Á sama tíma hefur Víkingur sex sinnum fagnað sigri á Akranesvelli, síðast 4:1 árið 2006.
Menn eru farnir að blanda fyrrum forsetum Íslands í leiki kvöldsins.


Fyrir leik
Þá er komið að spámennskunni. Knattspyrnuspekingurinn og blaðamaður Morgunblaðsins, Víðir Sigurðsson spáir heimamönnum í Víkingum R. 2 - 0 sigri.

Fyrir leik
Skagamenn þekkja Gary Martin vel eins og Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA benti á í viðtali hér á Fótbolti.net í dag. Gary spilaði með ÍA fyrst þegar hann kom til Íslands og sló í gegn.
Fyrir leik
Skagamaðurinn uppaldi sem spilar nú með Víking R. Arnþór Ingi Kristinsson var í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu. Þar segir hann m.a. frá því hvernig stóð á því að hann gekk til liðs við Víkinga.

,,Ég er alinn upp á skaganum og á nokkra leiki með ÍA í 1.deildinni. Þegar ég er tvítugur hætti ég í fótbolta í smástund, en ég náði ekki að hætta mikið lengur en í fimm, sex mánuði. Ég byrjaði aðeins að sprikla með Hamri og það byrjaði bara að ganga ágætlega. Út frá því fæ ég skólastyrk í Bandaríkjunum og svo eitt sumarið hitti ég Óla Þórðar og hann var eitthvað að drulla yfir mig fyrir að hafa hætt í fótbolta og sagði að ég hefði getað náð langt. Þá sagði ég bara við hann, fyrst ég er svona góður, fáðu mig bara í Víking og næst þegar glugginn opnar þá skeði það."
Fyrir leik
Gestirnir gera einnig tvær breytingar á sínu liði frá síðasta deildarleik. Jón Vilhelm Ákason og Gylfi Veigar Gylfasson koma inn í byrjunarliðið fyrir Ian Williamsson sem er einmitt á láni frá Víkingum og Eggert Kára Karlsson.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru kominn inn og sjást hér til beggja hliða. Heimamenn gera tvær breytingar frá síðasta deildarleik. Martin Svensson og Óttar Magnús Karlsson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Axel Frey Hilmarsson og Erling Agnarsson.

Fyrir leik
Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður er spámaður Fótbolta.net og segir hann þetta um leik Víkinga og ÍA

Víkingur R. 2 - 0 ÍA:
Gary Martin setur eitt og Óttar setur annað
Fyrir leik
Gestirnir í ÍA eru að sama skapi ekki búnir að vera að gera neinar gloríur. En það var svosem búist við því að þeir yrðu í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þeir sitja í sæti neðar en Víkingar með stigi minna eða 4 stig. Hafa náð í einn sigur en hann kom á móti Fjölni í þriðju umferð, eitt jafntefli og 3 töp. Skagamönnum hefur gengið illa að skora, hafa aðeins skorað 3 mörk í deildinni í sumar. Þeir hafa síðan fengið á sig 10 mörk sem er töluvert mikið og ekki liklegt til árangurs. Sigur í kvöld gæti þó gefið þau skilaboð að liðið ætli sér ekki að sitja í fallabaráttu í sumar.
Fyrir leik
Bæði lið eru ekki búin að eiga óskabyrjun í deildinni og hafa Víkingar kannski verið að valda meiri vonbrigðum en gestirnir í ÍA þar sem búist var jafnvel við evrópubaráttu hjá Víkingum. En eftir 5 leiki eru þeir í 9 sæti deildarinnar með 5 stig. Einn sigur sem kom í síðasta leik á móti ÍBV, tvö jafntefli og tvö töp. Leikurinn í kvöld getur skipt sköpum ef liðið ætlar sér að vera að berjast í efrihluta deildarinnar.
Ég vil minna twitter glaða unnendur knattspyrnu og þessara tveggja liða sérstaklega, vera duglega á twitter á meðan leik stendur og nota hashtaggið #fotboltinet
Fyrir leik
Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson en hann er að dæma í fyrsta sinn í efstu deild karla. Helgi Mikael er fæddur 1993 og er því 23 ára gamall ef mér skjátlast ekki í stærðfræðinni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun standa sig á stóra sviðinu í kvöld.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð! Ég er staddur í fossvoginum þar sem lið heimamanna í Víking tekur á móti hressum skagamönnum í 6.umferð Pepsí-deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 en þangað til mun ég reyna að koma með einhverjar fróðlegar upplýsingar og vonandi skemmtilegar. Stay tuned!
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson ('72)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Jón Vilhelm Ákason ('65)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('65)
18. Albert Hafsteinsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
7. Martin Hummervoll
8. Hallur Flosason ('72)
10. Steinar Þorsteinsson ('65)
19. Eggert Kári Karlsson ('65)
21. Arnór Sigurðsson
25. Andri Geir Alexandersson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Garðar Gunnlaugsson ('83)

Rauð spjöld: