Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
1
1
Víkingur Ó.
Steven Lennon '28 1-0
1-1 Hrvoje Tokic '86
30.05.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Sól, blíða og tveggja tölustafa hiti. Grænt og rennislétt gras. Frábært!
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1530
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('86)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('82)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('67)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
4. Pétur Viðarsson
16. Sonni Ragnar Nattestad
17. Atli Viðar Björnsson ('82)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('86)
22. Jeremy Serwy ('67)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Steven Lennon ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar taka stig í Krikanum í annað sinn í jafnmörgum deildartilraunum.
90. mín
FH virka slegnir hér.
90. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Þórhallur Kári Knútsson (Víkingur Ó.)
Til að éta klukkuna.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
90. mín Gult spjald: Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Hindraði Servy.
89. mín
Enn halda sendingarfeilarnir áfram hjá þeim hvítu.
88. mín
Nú koma FH fram með látum.

En þetta var einhvern veginn í loftinu fannst mér....
86. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
86. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Pape Mamadou Faye
Hendrickx með útsöluvörn sem hleypir Pape í gegnum vinstra megin, hann hefur nógan tíma til að renna á Tokic sem setur hann yfirvegað í markið.
84. mín
Dálítið lýsandi fyrir þennan leik, Servy tók innkast og henti á Emil sem sparkaði boltanum upp í hendina á sér.
82. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Þá ætlar Heimir að tryggja þetta sennilega.

En er handritið að ganga upp?
81. mín
Enn reyna Víkingar langan bolta á Tokic en Kassim tekur hann þennan eins og flesta hingað til.
79. mín
Nú er að slitna verulega milli lína, ég hef trú á að við fáum eitt mark enn...en veit ekki hvoru megin.
77. mín
Veit ég er leiðinlegur hérna, en ég held að hraðmótið í maí sé að hafa töluverð áhrif.
76. mín
Enn Lennon í góðu færi og enn ver Cristian afskaplega vel af stuttu færi.
74. mín
Víkingar að reyna að koma Tokic inn í leikinn, en hann fær litla aðstoð þarna uppi enn sem komið er.
72. mín
Hér fá FH enn tækifæri til að auka bilið, Lennon í mjög góðu færi en gat rennt á Emil sem var í dauðafæri.

Tók skot sem fór framhjá.
70. mín
FH eru enn að fara illa með fína sóknarsénsa og virka óöruggir þegar Víkingar koma á þá.
68. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Vá hvað þetta var barnalegt Lennon.

Bolti rúllaði inn á völlinn og í stað þess að sparka honum beint útaf sparkaði Lennon honum á eftir leikboltanum.

Gunnar með allt á hreinu hér.
67. mín
Inn:Jeremy Serwy (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Væntanlega hrein skipting hér.
65. mín
Frábær varsla þarna hjá Cristian.

Böðvar með frábæra sendingu sem Bjarni skallar fast að marki en Cristian verl.
65. mín
FH fá aukaspyrnu á hættulegum stað hérna utan teigs.
63. mín
Öflug sókn FH inga endaði með sendingu frá Atla þvert í gegnum teiginn án þess að nokkur næði að snerta hana.

Smá snerting þarna hefði þýtt mark.
61. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Hrein skipting sýnist mér, Pape kemur á kantinn.
59. mín
Dauðafæri hjá Víkingum.

Nordenberg með langa sendingu frá vinstri á fjær þar sem Þórhallur er aleinn en Gunnar ver skot hans vel.
58. mín
Víkingar eru núna að líkjast sjálfum sér og FH virðast falla aftar hérna núna.

Beita þó hættulegum skyndisóknum sýnist mér.
56. mín
Frábær sending Hendrickx í gegnum klof William og Atli kemst inn í teiginn en vond sending beint í hendur Cristian.
54. mín
William of fljótur að taka aukaspyrnu á góðum stað fyrir Víkinga og fékk að heyra það frá varnarmönnunum sem voru að skeiða upp völlinn.
53. mín
FH halda áfram að eiga erfitt með að koma saman sendingahrinum - vantar enn töluvert finnst manni upp á gæðin í þessum leik.
51. mín
Egill náði góðum skalla og þar kom að því að Gunnar þurfti að verja.
50. mín
Víkingar fá aukaspyrnu út við hliðarlínu á góðum stað.
49. mín
Víkingar komnir mun hærra á völlinn, spurning hvort það reynist þeim full skeinuhætt?
47. mín
Víkingar byrja aðeins sterkar hérna, virka ákveðnari og áræðnari.
46. mín
Lögð af stað aftur, óbreytt lið.
45. mín
Það vill svo skemmtilega til að mér á vinstri hönd situr einmitt einn af þeim sem lék þennan leik fyrir FH, sá heitir Guðmundur Hilmarsson og man vel eftir leiknum.

Enda hafði hann verið íþróttakennari nokkrum árum áður í Ólafsvík.
45. mín
Fáum eina gamansögu úr bikarleiknum 1984 með orðum Helga Kristjánssonar eðal-Ólsara.

Þegar Víkingur Ó mætti FH árið 1984 á Ólafsvikurvelli í bikarnum að þá hafði félagið vígt völlinn þrem dögum fyrr í leik gegn Grindavík. (Þetta er völlurinn sem er í dag og þá malarvöllur).

Bæjarstarfsmenn höfðu ekki náð að slétta völlinn nógu vel fyrir þessa leiki. Ég var þá formaður Knd. Víkings Ó og framundan var erfiður bikarleikur gegn FH. Þá kemur bæjarverkstjórinn til mín og spyr mig hvort ég vilji ekki láta slétta völlinn betur fyrir FH leikinn.

Nei, segi ég, gerðu það eftir leikinn. Og það var gert eftir leikinn. Seinna hitti ég Inga Björn Albertsson sem þá var bæði þjálfari og leikmaður FH í þessum leik og við ræddum þennan leik. Þá sagði Ingi Björn sem hafði spilað fjölda leikja að hann hafi aldrei verið eins sjóveikur í einum leik eins og þessum eftir öll hlaupin upp og niður brekkurnar.
45. mín
Hálfleikur
1-0 í hálfleik fyrir FH.

Einhvern veginn trúi ég ekki að Víkingar eigi annan svona hálfleik, Gunnar þurfti aldrei að grípa inní í þessum leik.

Kaffipása.
45. mín
Bíddu við.

FH fá hér tvö fín færi í sömu sókninni, fyrst komast varnarmenn fyrir skot Lennon og síðan ver Cristian frá Bjarna á nærstöng.

Einhvern vegi séu fljótir að koma sér í færi ef þeir hækka tempóið og ná upp sendingunum. Það bara er ekki stöðugt.
44. mín
Einhvern veginn sýnist manni liðin ætla að klára þennan hálfleik á þessum nótum.
42. mín
Afskaplega lítið í gangi þessar mínúturnar.
41. mín
Svarthöfði er mættur í stúkuna, vel FH merktur.

Keppnisbúningur stuðningsmanns hér á ferð!
40. mín
Það eru áfram ansi margar feilsendingarnar, kannski er völlurinn ekki eins góður og hann lítur út fyrir að vera.
38. mín
Ekkert varð úr þessu horni, FH koma því örugglega frá.
37. mín
Víkingar ná sér í horn, þar eru þeir hættulegir!
36. mín
Þórarinn Ingi með skot langt framhjá úr teignum.
35. mín
Að því sögðu eru FH ingar að eyða ansi mörgum sendingum í feil.

Manni finnst þeir oft vera nálægt því að fara í gegn og gera betur en svo verður lítið úr.
33. mín
FH eru með öll völd í þessum leik hingað til.

Víkingar ólíkir því sem maður á að venjast, langt á milli línanna og þeir eiga í bölvuðum vandræðum varnarlega.
31. mín
Víkingar bjarga á línu upp úr horninu eftir skalla Kassim og hreinsa svo.

Þarna áttu heimamenn að komast í 2-0!
30. mín
Uppskriftin áfram.

Atli stakk í gegn á Lennon sem rann á ögurstundu en náði að renna á Þórarinn sem skaut en varnarmenn komust fyrir og björguðu í horn.
28. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Upp úr engu. Þórarinn fékk tíma til að athafna sig og stakk inn á Lennon sem kláraði þetta býsna vel.

26. mín
Svei mér þá...boltinn er sjaldnast meira en fjórar sendingar innan liðs hérna.

Viljum sjá miklu meir en þetta takk.
24. mín
Víkingar virka þreyttir á mig hér, sennilegt að bikarleikurinn sitji í mönnum.
23. mín
Þórarinn tékkaði sig inn á vinstri löppina og skaut langt framhjá.
22. mín
Leikurinn er að spilast á lágu tempói og mikið af feilsendingum á báða bóg.
20. mín
Hendrickx og Böddi fljóta upp kantana hér eins og vindurinn en hafa hingað til ekki náð að nýta sér þau svæði sem þeir eru að fá.
18. mín
Vikingar spila með háa varnarlínu, nú þegar komnar þrjár dæmdar rangstöður og allavega tvær sem sleppt var því boltinn endaði í höndum Cristian.
16. mín
FH eru sterkari þessar mínúturnar, stinga boltanum mikið á milli hafsentanna, munar oft býsna litlu að þar fari menn í gegn eins og áðan.
13. mín
Dauðafæri hjá FH!

Bjarni stingur í gegnum vörnina á Lennon sem setur hann utanfótar framhjá fjær í algeru dauðafæri.
12. mín
Víkingar stilla líka upp í 4-2-3-1.

Cristian

Alfreð - Acame - Björn - Nordenberg

Egill - Gísli

Þórhallur - Þorsteinn - William

Tokic
10. mín
Cristian í bullinu, slær boltann frá með báðum og boltinn fellur fyrir Davíð sem á skot sem bjargað er á línu.
9. mín
Atli komst hér inn fyrir vörnina frá vinstri en varnarmenn Víkinga komast inn í fína sendingu hans og bjarga í horn.
8. mín
FH spila sitt 4-2-3-1

Gunnar

Hendrickx - Bergsveinn - Doumbia - Böðvar

Emil - Davíð

Þórarinn - Bjarni - Atli

Lennon.
6. mín
Fyrsta hornið er Víkinga.

Það er lélegt og endar á fyrsta manni.
3. mín
Bæði liðið fara varfærið inn í leikinn.
1. mín
Leikur hafinn
Lögð af stað.
Fyrir leik
FH vann uppkastið völdu að sækja í átt að Reykjavíkurveginum, sennilega að stíla á að sólin verði á verri stað í síðari hálfleik fyrir Cristian.
Fyrir leik
Frikki Dór flottur í DJ-inu auðvitað...gamlir hvítsvartir klassíkerar.

Svo auðvitað skildi maður ekki eitt nafn af Víkingsliðinu í hans upptalningu á meðan heimamenn voru mjög skýrir.

Fagmaður.
Fyrir leik
FH liðið er það sama og hóf síðasta deildarleik fyrir FH.
Fyrir leik
Töluvert rót er á liði Ólsara.

Björn Pálsson kemur inn í hjarta varnarinnar fyrir Tomasz Luba. Emir Dokara er í banni og líklegt er að Alfreð Már Hjaltalín taki stöðu hans í hægri bakverði.

Gísli Eyjólfsson byrjar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni og Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn í byrjunarliðið á ný eftir meiðsli. Þorsteinn byrjaði síðast í 2. umferð Pepsi-deildarinnar. Pape Mamadou Faye fer á bekkinn og Kenan Turudija er fjarri góðu gamni.

Í raun bara nokkuð magnað að Þorsteinn Már og Björn séu mættir hér í dag eftir ævintýrin á Samsung-vellinum.

Fyrir leik
Liðin búin með sína upphitun og eru inn í klefanum.

Sama tuggan frá mér, fleira fólk á völlinn takk!!!
Fyrir leik
Liðin klár. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er með sama lið og gegn Stjörnunni í síðustu viku.

Hjá Ólafsvíkingum kemur Björn Pálsson inn í hjarta varnarinnar fyrir Tomasz Luba. Emir Dokara er í banni og líklegt er að Alfreð Már Hjaltalín taki stöðu hans í hægri bakverði.

Gísli Eyjólfsson byrjar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni og Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn í byrjunarliðið á ný eftir meiðsli. Pape Mamadou Faye fer á bekkinn og Kenan Turudija er fjarri góðu gamni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Gunnar Jarl Jónsson er mættur til leiks í PEPSI eftir dómaraútlegð í Evrópu um langa stund og verður á flautunni.

Með honum í teyminu eru Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari er Helgi Mikael Jónsson.

Eftirlitsmaður er Ólafur Ragnarsson.
Fyrir leik
Síðast þegar þessi lið voru inni á fótboltaliði var það í Borgunarbikar karla. Harla ólíkt varð hlutskiptið.

FH slátruðu KF 9-0 í leik þar sem þeir náðu að hvíla marga lykilmenn en Víkingar féllu út eftir vítakeppni á Samsungvellinum fyrir Stjörnunni. Í þeim leik meiddust fjórir leikmenn Víkinga og því spennandi að sjá hverjir þeirra ná að vera með hér í dag.
Fyrir leik
Þekktasti Ólsara FH-ingurinn er án vafa bæjarstjórinn i´Garði og fyrrum Félagsmálaráðherra.

Söngvari Upplyftingar og Klakabandsins, hinn "Trausti vinur" Magnús Stefánsson sem lék um skeið fyrir FH á áttunda áratug síðustu aldar.

Víkingar hafa unnið FH einu sinni, það var í bikarkeppninni árið 1984 þegar þeir sigruðu 2-1 með m.a. marki frá Magnúsi Teitssyni sem er FH-ingum að góðu kunnur!
Fyrir leik
Samkvæmt tölfræðisnillingi Víkinga, Ipswichstuðningsmanninum Helga Kristjánssyni hafa Víkingar aldrei tapað deildarleik í Kaplakrika...ekki ætla ég að rengja hann - enda umræddur leikur hér að neðan sá eini hingað til!

Liðin hafa leikið 8 leiki innbyrðis og sennilega er stærsti leikurinn hingað til þegar FH ingar unnu Víkinga í undanúrslitaleik bikarsins árið 2010 en sá leikur fór 3-1 á meðan Víkingar voru enn í C-deildinni.

Sumir vilja meina það að þetta bikargengi og einmitt þessi leikur í Krikanum hafi átt mikinn þátt í velgengni Víkinga síðan þá. Menn fyrir vestan fengu smá blóð á tennurnar og fuku af stað í metnaðarfullan leiðangur.
Fyrir leik
FH og Víkingar hafa mæst einu sinni í deildakeppni á vegum KSÍ.

Það var árið 2013, nánar tiltekið 1.september. Leikurinn var mikil skemmtun, FH komst í 2-0 en fengu þá á sig víti og rautt spjald á Róbert þáverandi markmann.

Gestirnir gengu á lagið og náðu að jafna í 2-2 og fóru mjög nálægt því að skora sigurmark í uppbótartíma.

Vonandi svipað fjör framundan í kvöld!
Fyrir leik
Liðin eru með jafn mörg stig fyrir þennan leik, eða 10 talsins.

Markatala heimamanna er talsvert betri svo að þeir sitja í öðru sæti en gestirnir í því fjórða.

Það lið sem myndi sigra leikinn tyllir sér a.m.k. tímabundið í efsta sæti deildarinnar þar sem að leikur Blika og Stjörnunnar hefst 45 mínútum síðar en þessi leikur.
Fyrir leik
Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu úr Kaplakrika þar sem heimamenn í FH taka á móti spútniksliði Víkinga í sjöttu umferð Pepsideildar.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
5. Björn Pálsson
8. William Dominguez da Silva ('61)
11. Gísli Eyjólfsson
12. Þórhallur Kári Knútsson ('90)
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('61)
7. Tomasz Luba
21. Fannar Hilmarsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Pape Mamadou Faye ('90)

Rauð spjöld: