Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
1
0
Fylkir
Björn Pálsson '92 1-0
05.06.2016  -  17:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn heldur áfram að verða fallegri. Engin sól og léttur vindur
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 625
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('72)
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
6. Pape Mamadou Faye ('62)
7. Tomasz Luba
11. Gísli Eyjólfsson
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('89)

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
5. Björn Pálsson ('89)
6. Óttar Ásbjörnsson
8. William Dominguez da Silva ('62)
12. Þórhallur Kári Knútsson ('72)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Víkingar taka 3 stig. Það sem hefði verið 2 stig töpuð hjá Fylki ef leikurinn hefði endað með jafntefli endar í 3 stigum töpuðum
92. mín MARK!
Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: William Dominguez da Silva
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK

Ég ét þennan sokk mjög sáttur að hafa kallað þetta varnarskiptingu. William með boltann fyrir á Tokic sem missti af honum. Bjössi tók hann á lofti beint upp í sammann. 1-0 gegn gangi leiks
89. mín
Inn:Björn Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Ætlar Ejub bara að sætta sig við jafnteflið og halda út?
86. mín
Inn:Sito (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Sito er kominn inn. Hrein skipting
86. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Sparkaði í magann á Ólafi sem kastaði sér út til að grípa boltann
85. mín
Það verður að segjast eins og er að fyrirliðar liðanna hafa verið afskaplega týndir í dag. Þorsteinn og Albert slakir
81. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Fyrsta skipting gestanna.
78. mín
STÓRFURÐULEGT ATVIK
Ragnar Bragi lá eftir, eftir samstuð við Pontus en áfram hélt leikurinn. Víkingar stöðvuðu leikinn og leyfðu dómaranum að athuga með Ragnar. Ragnar vildi sýna sárið á löppinni en sýndi þá dómaranum að hann væri ekki með neina legghlíf. Pétur vísaði honum bara útaf og sagði honum að fara í legghlífar strax
75. mín
Mögnuð Tækling hjá Luba
Ragnar spólaði framhjá þrem en ákvað að reyna meira í staðinn fyrir að skjóta. Luba setti löppina út og stöðvaði hann á vítateigslínunni
72. mín
Inn:Þórhallur Kári Knútsson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Hrein skipting. Alfreð langt frá sínu besta í dag.
70. mín
SKALLI Í SLÁNNA!!

Oddur með hornspyrnu fyrir gestina og Tonci vann skallabaráttu við Luba. Boltinn small í slánni og niður. Cristian kom honum svo frá
69. mín
William er allt í öllu í sóknarleik heimamanna núna. Fékk boltann í lappir í teignum. Sneri baki að markinu og tók boltann með sér frá markinu í fyrstu snertingu. Reyndi skot í snúningnum en hátt yfir
66. mín
Hornspyrna hjá heimamönnum endar með smá klafsi í teignum. Tomasz var að halla sér aftur og náði ekki krafti í skotið sem Ólafur greip vel
65. mín
Víkingar fylgja því eftir með fyrsta skoti sínu á markið eftir hlé. Tokic lagði hann út á William sem reyndi að skrúfa boltann út við stöng. Ólafur var vel staðsettur og greip boltann
64. mín
Ég leyfi mér að segja fyrsta almennilega skot á markið í síðari hálfleik er komið. Boltinn datt vel fyrir Ragnar Braga fyrir utan teiginn en ekki nógu fast. Cristian greip
62. mín
Inn:William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Vonandi að þetta hleypi einhverju lífi í leikinn
62. mín
William Da Silva er að gera sig klárann að koma inná. Uppspil Víkinga er bara alls ekki neitt án hans og Kenan
60. mín
Gestirnir dansa með boltann við vítateigsboga Víkinga en komast ekki í gegnum varnarmúr Víkinga
57. mín
Víkingar fengu gott tækifæri á skyndisókn en miðjumenn þeirra ákváðu að stoppa á miðjunni og koma ekki með í sóknina. Pape bar boltann upp en allt í einu voru þeir 3 á 5.
54. mín
Þessi leikur þarf nauðsynlega á marki að halda. Það er eins og boltinn sé tímasprengja. Leikmenn virðast ekki þora að halda boltanum. Mikið um feilsendingar hjá báðum liðum og háar sendingar
51. mín
Enn og aftur eru gestirnir að sækja betur. Þeir ná hins vegar ekki að koma almennilegu skoti á Cristian. Bakverðir Víkinga hafa verið flottir í að koma boltanum frá
48. mín
Pape framkvæmir spyrnuna. Fimm manna varnarveggur.

Update: Aukaspyrnan yfir veggin og yfir markið. Hættulaust fyrir Ólaf í markinu
48. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Aukaspyrna við vítateigslínuna. Stórhættulegt færi
46. mín
Dzevad Saric, aðstoðarþjálfari Víkinga fór með sína menn fyrr út á völl til þess að hita þá betur upp fyrir seinni hálfleikinn. Athyglisvert
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
steindautt jafntefli fyrstu 45 mínúturnar allaveganna. spái 2 ef ekki 3 mörkum í seinni
45. mín
Mikið um feilsendingar hjá Ólsurum. Mikið um háloftabolta hjá Árbæjingum. Vonum eftir betri bolta og mörkum í seinni
44. mín
Virkilega bragðdaufar mínútur núna. Biðst velvirðingar á því að það sé engin textalýsing að koma inn. Það er bara svo erfitt að finna eitthvað til að skrifa núna þessar síðustu mínútur
38. mín
Þar kom fyrsta skot víkinga á rammann!
hár bolti fyrir. Tokic þurfti að teygja sig aftur í boltann og skallin mjög laus beint á Ólaf. EN skot á markið samt sem áður
35. mín
Loks koma Víkingar aðeins ofar á völlinn. Fá hér aðra hornspyrnu á stuttum tíma.
Pape með boltann fyrir beint á kollinn á Tokic en rétt framhjá markinu
31. mín
Garðar Jó er kominn með sárabindi á hausinn vegna hnjaska sem hann varð fyrir í byrjun. Garðar hefur þurft að yfirgefa völlinn þrisvar núna til að fá aðhlynningu. Þá er hann einnig búinn að skipta um treyju. Kominn í númer 28
30. mín
Leikurinn hefur róast talsvert núna síðustu 5 mínúturnar. Cristian hefur fengið að anda smá
26. mín
Mark er komið í hinn leikinn sem hófst klukkan 5. Valsmenn eru komnir yfir gegn Stjörnunni á Hlíðarenda.
24. mín
ENN OG AFTUR SKAPAST HÆTTA VIÐ MARK VÍKINGA
Fyrirgjöfin hjá Tómasi var lág og föst. Cristian henti sér út í hættusvæðið og kýldi boltann frá
21. mín
Stórskemmtileg Tilþrif hjá Ragnari Braga.
Fylkismenn vildu fá hendi á Aleix og Ragnar ákvað að sýna Pétri hvernig boltinn fór í höndina á Spánverjanum. Henti sér niður fyrir framan hann
20. mín
Cristian er alls ekki vanur svona vind. öll hans spörk fara hátt upp í loftið og ekki langt
18. mín
Bullandi hætta og neyðarvörn hjá Víkingum hér fyrstu 20 mínúturnar. Hættulegt hlaup hjá Ragnari Braga upp vinstri vænginn endaði með góðum kross en Svíinn í Vinstri bakverði Víkinga sá við honum á fjær og setti boltann út í horn
14. mín
Heimamenn eru í gífarlegu basli með Fylkismenn og vindinn hér í fyrri hálfleik. Garðar með fínt skot rétt framhjá stönginni
11. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Víkingar geystust í sókn eftir vörslu spánverjans og Ragnar klippti Þorstein niður. Hárréttur dómur
10. mín
ÞVÍLÍK VARSLA HJÁ CRISTIAN

Albert slapp einn upp hægri vænginn. Gaf frábæra sendingu á Garðar á fjær sem þurfti bara setja boltann fast í opið markið. Cristian eins og köttur í markinu og varði vel með löppunum
5. mín
Fylkismenn byrja að miklum krafti. Aftur komast þeir með boltann í teig Víkinga. Aleix gerði hins vegar vel og tók boltann af Garðari
3. mín
Byrjunarlið Víkinga er hefbundið 4-2-3-1
Cristian
Emir-luba-Aleix-Pontus
Gísli-Egill
Alfreð-Þorsteinn-Pape
Tokic

Byrjunarlið gestanna er 4-4-2
Ólafur
Ásgeir Örn-Tonci-Ásgeir E-Tómas
Andrés már-Oddur-Elías Rafn-Ragnar Bragi
Albert og Garðar uppi á topp
1. mín
Strax hætta við mark Víkinga. Hemmi Hreiðars var snöggur að kasta boltanum til sinna manna þegar hann fór útaf í innkast. Fyrirgjöfin var góð en Emir náði að hreinsa í horn
Fyrir leik
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann og sækja þeir að gilinu með vindinn í andlitið
Fyrir leik
Víkingar hafa verið ósigraðir í 16 leikjum á heimavelli á Íslandsmóti. 14 sigrar og 2 töp, síðasta tap liðsins fyrir neðan kirkjuna kom gegn Grindavík þann 9. ágúst árið 2014 0-2
Fyrir leik
Dómari dagsins er Pétur Guðmundsson og honum til aðstoðar eru þau Oddur Helgi Guðmunds og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Ég hef aldrei séð Pétur dæma og það verður spennandi að sjá hvernig honum tekst. Rúna hefur verið áður á línunni í Ólafsvík í sumar og stóð sig með prýði þá
Fyrir leik
Bæði lið gerðu jafntefli í síðustu umferð. Víkingar fóru í Hafnarfjörðinn og tóku mjög gott stig gegn FH-ingum.
Fylkir hinsvegar tapaði 2 stigum þegar Fjölnismenn náðu að draga fram jöfnunarmark á lokamínútunum
Fyrir leik
Athygli vekur að Hrvoje Tokic, sem hefur skorað í öllum leikjum fyrir utan þann fyrsta hefur skorað fleiri mörk en allt fylkisliðið. Albert Brynjar fyrirliði gestanna hefur verið allt í öllu hjá þeim og hefur hann skorað 3 af 4 mörkum Fylkis
Fyrir leik
Eins og staðan er í dag þá eru Víkingar í 5. sæti deildarinnar eftir að Eyjamenn komust á toppinn með sigri á KR í gær í fyrsta leik 7. umferðar.
Fylkismenn hafa verið í basli í sumar og eru sigurlausir á botninum með 2 stig
Fyrir leik
Góðann og margblessaðan daginn kæru lesendur fótbolta.net.
Hér klukkan 17:00 hefst bein textalýsing á leik Víkings Ólafsvíkur og Fylkis í 7. umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('86)
16. Tómas Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('81)

Varamenn:
12. Lewis Ward (m)
4. Andri Þór Jónsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Sito ('86)
11. Víðir Þorvarðarson ('81)
16. Emil Ásmundsson
29. Axel Andri Antonsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('11)
Elís Rafn Björnsson ('48)

Rauð spjöld: