Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Ísland
4
0
Liechtenstein
Kolbeinn Sigþórsson '10 1-0
Birkir Már Sævarsson '20 2-0
Alfreð Finnbogason '42 3-0
Eiður Smári Guðjohnsen '82 4-0
06.06.2016  -  19:30
Laugardalsvöllur
A landslið karla vináttuleikir 2016
Aðstæður: Völlurinn frábær og stórgott, íslenskt júní veður
Dómari: Marcin Borski (Póllandi)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson ('54)
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('45)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('79)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('45)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
21. Arnór Ingvi Traustason ('69)
23. Ari Freyr Skúlason ('87)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
8. Birkir Bjarnason
14. Kári Árnason (f)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('79)
22. Jón Daði Böðvarsson
25. Theodór Elmar Bjarnason ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög góð frammistaða og öruggur sigur. EM, hér komum við!
90. mín
Inn:Pascal Foser (Liechtenstein) Út:Nicolas Hasler (f) (Liechtenstein)
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
87. mín
Inn:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
87. mín
Inn:Livio Meier (Liechtenstein) Út:Robin Gubser (Liechtenstein)



85. mín
Eiður er í stuði! Svo rosalega nálægt því að bæta við.

Eiður á virkilega fast skot sem er á leiðinni í vinkilinn en það er bjargað á línu. Ég hef bara aldrei séð Eið svona ferskan. Þvílíkur maður.
84. mín
Við viljum minna fólk á að kíkja á fotboltinet á Snapchat, þar er hægt að sjá markið live, með alla gæsahúðina.
83. mín
Inn:Mathias Sele (Liechtenstein) Út:Daniel Braendle (Liechtenstein)
82. mín MARK!
Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!

Vá, þvílíkt lúxusmark.

Eiður byrjar sóknina sjálfur, á sendingu á Gylfa sem er með alltof fallega hælsendingu á Elmar sem leggur boltann fyrir Eið sem skorar í autt markið. Ótrúlega fallegt spil og kóngurinn. KÓNGURINN, er kominn með mark. Við elskum þetta.
81. mín
Eiður Smári svo nálægt því!!!

Kemst einn gegn Buechel en markmaðurinn ver vel, Eiður fær svo annan séns en þá er bjargað á línu. Það héldu allir að kóngurinn væri að fara að skora þarna.
79. mín
Inn:Andreas Malin (Liechtenstein) Út:Seyhan Yildiz (Liechtenstein)
79. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Kolbeinn kominn með mark og búinn að vera sprækur. Gott að hann gat spilað 79 mínútur eftir meiðslin sem hann er búinn að vera að glíma við.
71. mín
Inn:Aron Sele (Liechtenstein) Út:Sandro Wolfinger (Liechtenstein)
70. mín
Íslenska liðið er að ná góðu spili inni á milli en þeir virðast oft ætla að spila boltanum of mikið. Spila sig inn í markið eins og einhver sagði en það á bara við um seinni hálfleikinn.

Fallegt en því miður ekki nógu árangursríkt.
69. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Arnór Ingvi hefur oft verið betri með landsliðinu, það verður bara að segjast eins og er.
67. mín
Eiður skorar!

En búið að flagga rangstæðu. Líklega rétt en algjör óþarfi.
66. mín
Ég held allir vilji að Eiður Smári skori í þessum leik. 25 mínútur sem hann hefur.

62. mín
Eiður er kominn í fínt skotfæri, lætur vaða en Kolbeinn hoppar fyrir skotið hans. Óviljandi, að sjálfsögðu.
59. mín
Búið að vera rólegur seinni hálfleikur hingað til. Menn byrjaðir að slaka svolítið enda staðan ansi vænleg.
57. mín
Sandro Wolfinger á skot af löngu færi sem fer langt framhjá. Engin hætta þarna.

54. mín
Inn:Hjörtur Hermannsson (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Hjörtur kemur inná í sínum þriðja landsleik.
52. mín
Nú er komið að uppahalds stundinni minni. Stúkurnar kalla áfram Ísland á milli sín. Gæsahúð í hvert skipti.
51. mín Gult spjald: Daniel Braendle (Liechtenstein)
Fer illa í Arnór og fær verðskuldað gult spjald. Algjör óþarfi.
50. mín
Arnór Ingvi reynir skot utan teigs sem fer yfir markið eftir sæta sókn þar sem Eiður Smári og Kolbeinn voru í aðalhlutverki.

47. mín
Eiður Smári strax kominn í boltann, leggur hann á Kolbein sem á skot í varnarmann og í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur er byrjaður

Væri ekkert á móti þrem mörkum í viðbót.
45. mín
Inn:Benjamin Buechel (Liechtenstein) Út:Peter Jehle (Liechtenstein)
45. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
45. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)

45. mín
Hálfleikur
Mjög góður fyrri hálfleikur. Staðan 3-0 og allt eins og það á að vera. Vonum bara að þeir bæti við í seinni hálfleik og veislan haldi áfram.

42. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Veisla í Laugardalnum.

Gylfi Þór tekur skot sem Jehle ver fyrir fætur Ara Freys sem tekur skot sem Jehle ver aftur. Gylfi tekur frákastið en gestirnir bjarga á línu.

Þá mætir Alfreð Finnbogason og kemur blöðrunni loksins í netið og kemur okkar mönnum í 3-0.

39. mín
Sverrir Ingi skallar hornspyrnu Jóa Berg yfir markið. Mjög gott færi og átti Sverrir að gera betur þarna.
36. mín
Gestunum liggur lítið á, þrátt fyrir að vera tveim mörkum undir. Taka sér góðar þrjár mínútur í að taka hornspyrnu.

Annars nokkuð rólegt eftir markið hjá Birki, kannski allir ennþá í sjokki.
30. mín
Sandro Wolfinger reynir skot sem Hannes ver auðveldlega. Hannes hefur þurft að vera vakandi.
28. mín
Aron Einar reynir skot utan teigs sem Jehle grípur. Fast skot en beint á markmanninn.

26. mín
Alfreð Finnboga á skalla rétt yfir. Íslendingar ennþá töluvert betra liðið á vellinum.
25. mín
Nicolas Hasler minnir Íslendinga á að þetta er leikur, tekur skot rétt utan teigs sem Hannes ver vel.



21. mín
Fyrsta landsliðsmark Birkis Más í 57 leikjum. Alveg þess virði að spara þau þegar þau koma svo svona. Það eru allir í sjokki á Laugardalsvelli.
20. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Ísland)
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!

Birkir Már!? Birkir Már Sævarsson!?

Þetta er eitthvað flottasta landsliðsmark sem ég hef séð!

Gestirnir skalla hornspyrnu Gylfa frá og Birkir Már tekur bara boltann með viðstöðulausu skoti af lofti af um 30 metrum og viti menn. Boltinn endar bara í vinklinum. Enn og aftur VÁÁÁÁÁÁÁ!
17. mín
Braendle kemst einn gegn Hannesi en færið er frekar þröngt og Hannes ver vel með löppunum.
16. mín
Jói Berg á skemmtilega stungusendingu á Kolla en Jehle í markinu er komminn og kemst í boltann á undan honum.

Kolbeinn hefði eflaust gefið meira í þetta ef hann væri mættur á EM.

10. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Alfreð Finnbogason
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

JÁJÁJÁJÁJÁ!!!

Alfreð á skot en gestirnir bjarga á línu. Kolbeinn er mættur að klára í autt markið. 1-0 og algjörlega verðskuldað. Góð byrjun Íslands.
8. mín
Hornspyrnur Íslands hættulegar, Jói tekur þessa en Kolbeinn nær ekki til boltans en hann var nálægt því samt í góðri stöðu.
7. mín
Birkir Már á sendingu á Jóa Berg sem sækir í áttina að marki og vinnur hornspyrnu.
6. mín
Færið hjá Ragnari ennþá eina færið hingað til. Eftir að hafa séð það betur átti hann líklegast að hitta markið þarna. Var nokkuð frír í góðu skallafæri.
3. mín
Raggi Sig á fyrsta færið, skallar hornspyrnu Gylfa yfir markið. Fínt færi en Ragga tókst ekki að hitta markið.
3. mín
Ísland byrjar leikinn af ágætis krafti og vinna hornspyrnu eftir langa sókn.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þetta er okkar staður, þetta er okkar stund, áfram Ísland!

Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Palli okkar besti vallarþulur er mættur að kalla upp liðin. Fátt sem kemur manni í jafn mikinn gír.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn og eru þjóðsöngvarnir næstir á dagskrá.
Fyrir leik
Dómari leiksins er pólskur og ber nafnið Marcin Borski. Treystum honum 100%.
Fyrir leik
Komin spenna í menn í Laugardalnum. Með því skemmtilegra sem til er, landsleikir á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita upp af krafti enda rúmlega korter í þetta.
Fyrir leik
Byrjunarlið Liechtenstein er komið. Lítið sem kemur á óvart þar.
Fyrir leik
Eins og sjá má stillir Ísland upp ansi sterku liði sem er ekki ólíkt því sem spilaði undankeppnina hjá okkur.

Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Jón Daði Böðvarsson eru á bekknum.

Sverrir Ingi Ingason byrjar í stað Kára, Alfreð Finnboga í stað Jón Daða og Arnór Ingvi Traustason spilar einnig frá byrjun í dag.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er klárt og má sjá það hér til vinstri.

Fyrir leik
Fylgist endilega með Fótbolta.net á Snapchat en þar er okkar maður heldur betur í stuði.

Þú getur fylgst með okkur á fotboltinet

Fyrir leik
Nú er um tíu mínútur í að byrjunarliðin koma í hús og færum við ykkur frétt um það alveg um leið.


Fyrir leik
Kári Árnason tók undir orðin hjá Ara Frey.

"Það er náttúrulega lykilatriði (að fá góðan stuðning) og ég skil ekki af hverju það er ekki orðið uppselt til þess að kveðja kallinn og að kveðja landsliðið á góðu nótunum áður en við förum út," sagði Kári.
Fyrir leik
Rúnar Már Sigurjónsson segir liðið ekki vera að hugsa mikið um andstæðinginn heldur aðallega sig sjálfa.

"Við hugsum ekki mikið um Liechtenstein í þessum leik heldur hvað við ætlum sjálfir að gera."
Fyrir leik
Hörður Björgvin Magnússon, hafði þetta að segja fyrir leikinn.

"Það verður gaman að spila hérna síðasta leik Lars á Íslandi og við reynum að kveðja hann eins vel og við getum með því að enda á góðum sigri."
Fyrir leik
Ari Freyr Skúlason er spenntur fyrir leiknum en hann trúir því varla að það verði ekki uppselt.

"Þetta er fyrir fólk til að kveðja Lars. Ég efast um að það verði ekki uppselt"
Við hvetjum fólk endilega að vera með okkur í gegnum Twitter, segja hvað ykkur finnst og það er bara aldrei að vita nema það komi inn í textalýsinguna hér.

Mundu bara að merkja færsluna með #fotboltinet
Fyrir leik
Liðin hafa sex sinnum mæst í A-landsleik.

Ísland er búið að vinna þrjá leiki, tvisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli og einu sinni hefur Liechtenstein unnið en það var að margra mati einn lægsti punktur í sögu landsliðsins er það tapaði 3-0 fyrir Liechtenstein í undankeppni EM 2008.
Fyrir leik
Liechtenstein nær ekki að stilla upp sínu sterkasti liði en meiðsli hafa verið að hrjá liðið

Marcel Buchel, framherji Empoli í Serie A, er fjarri góðu gamni sem og varnarmaðurinn reyndi Franz Burgmeier en hann á 99 landsleiki að baki.

Hluti leikmannahópsins er skipaður atvinnumönnum en hluti er skipaður áhugamönnum sem leika í Liechtenstein og í neðri deildunum í Sviss.
Fyrir leik
Þess má geta að það er ekki ennþá uppselt á leikinn í kvöld og minnum við á að hægt er að kaupa miða á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Þetta er áhugaverður leikur fyrir margar sakir en þetta er síðasti heimaleikur Lars Lagerback sem þjálfari liðsins og hugsanlega síðasti heimaleikur Eiðs Smára Guðjohnsen þó það sé ekki alveg staðfest.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan dag lesendur kærir. Hér verður svo sannarlega veisla þar sem síðasti leikur landsliðsins fyrir EM, verður í beinni tetxtalýsingu, nákvæmnlega hér.
Byrjunarlið:
1. Peter Jehle (m) ('45)
2. Daniel Braendle ('83)
3. Maximilian Goeppel
4. Daniel Kaufman
13. Martin Buechel
15. Seyhan Yildiz ('79)
16. Martin Rechsteiner
17. Robin Gubser ('87)
18. Nicolas Hasler (f) ('90)
19. Dennis Salanovic
20. Sandro Wolfinger ('71)

Varamenn:
12. Thomas Hobi (m)
21. Benjamin Buechel (m) ('45)
6. Andreas Malin ('79)
6. Pascal Foser ('90)
8. Luca Ritter
9. Armando Heeb
11. Mathias Sele ('83)
14. Livio Meier ('87)
22. Aron Sele ('71)
23. Fabio Wolfinger

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daniel Braendle ('51)

Rauð spjöld: