Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
45' 1
0
Valur
ÍA
1
2
Breiðablik
0-1 Jonathan Glenn '5
Ármann Smári Björnsson '60 1-1
1-2 Ágúst Eðvald Hlynsson '110
09.06.2016  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Borgunarbikar karla 2016
Aðstæður: Flottar. Völlurinn iðagrænn, smá gola og 13 stiga hiti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
3. Aron Ingi Kristinsson
6. Iain James Williamson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason ('33)
10. Steinar Þorsteinsson ('75)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
21. Arnór Sigurðsson ('108)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
7. Martin Hummervoll
8. Albert Hafsteinsson ('108)
19. Eggert Kári Karlsson ('75)
23. Ásgeir Marteinsson ('33)
25. Andri Geir Alexandersson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Hallur Flosason ('48)
Arnór Sigurðsson ('85)
Aron Ingi Kristinsson ('101)

Rauð spjöld:
120. mín

Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Breiðabliks.
120. mín
Komnar 120 á klukkuna
119. mín
Blikar spila þessa síðustu mínútu plús viðbótartíma manni færri þar sem Daniel Bambert neyðist til að fara útaf meiddur. Var búinn að haltra í 10mín
118. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (Breiðablik)
116. mín
Eftir hornið fær Tryggvi boltann rétt utan teigs en skotið er yfir markið.
115. mín
Tryggvi Haralds með stórhættulega fyrirgjöf en Blikar hreinsa í horn
113. mín
Nú vilja Skagamenn fá víti. Eggert Kári fellur í teignum. Ekkert í þessu.
110. mín MARK!
Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
MAAAAAAAAAAARK!!!! Skagamnönnum mistekst að hreinsa útúr teignum eftir aukaspyrnu og boltinn berst á hinn 16 ára Ágúst Eðvald Hlynsson sem klárar af yfirvegun.
109. mín
Smá pása en Daniel Bamberg liggur á vellinum eftir högg. Vonum að hann jafni sig
108. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Arnór Sigurðsson (ÍA)
Síðasta skipting ÍA.
107. mín
Iain Villiams tapar boltanum á miðjunni og Arnþór Ari með skot að marki en langt framhjá.
106. mín
15 mín eftir af þessum leik. Fáum við vító?
106. mín
Seinni hálfleikur í framlengingu er hafinn
105. mín

105. mín
Í sömu andrá flautar Erlendur til loka fyrri hálfleiks framlengingar.
105. mín
Blikar í sókn og Arnór Sveinn með góðan fyrirgjafa möguleika en boltinn aftur fyrir.
103. mín
Ekki mikið um færi þessa stundina. Blikar meira með boltann áfram.
102. mín
Það eru 8 mín eftir af framlengingunni. Ná Skagamenn að jafna leikinn?
101. mín Gult spjald: Aron Ingi Kristinsson (ÍA)
100. mín
Iain með góða aukaspyrnu frá vinstir kantinum og Eggert Kári fær frían skalla en hann er frekar slakur og fer framhjá.
98. mín
Arnþór Ari með hörkuskot rétt utan teigs en boltinn fer rétt framhjá. Blikar öflugri í framlengingunni til þessa.
97. mín
Blikar í hörkusókn og boltinn endar hjá Ágústi sem er með hörkuskot í varnarmann.
96. mín
Ellert Hreinsson vill fá víti. Arnór Snær fór í hann en boltann í leiðinni.
94. mín
Blikar í fínni sókn og boltinn berst út á Oliver Sigurjóns sem er með skot töluvert framhjá.
94. mín
Þess má til gamans geta að það er líka framlengt í hinum tveimur leikjunum sem er í gangi.
92. mín
Stungusending á Guðmund Atla en hann er dæmdur rangstæður.
90. mín
Framlenginin er byrjuð. Skagamenn byrja með boltann
90. mín
Framlenging!

Bæði lið gerðu sig líkleg til að stela þessu í restina en tókst ekki.
90. mín
Erlendur er byrjaður að líta á klukkuna. Stefnir allt í framlengingu.
90. mín
90 komnar á klukkuna. Stefnir allt í framlengingu en aldrei að vita.
90. mín
Ármann skallar boltann útí teig á Arnór Sigurðsson sem er með skot hátt hátt yfir.
90. mín
Ásgeir Marteins með hörkuskot utan teigs en í varnarmann. Horn.
89. mín
Guðmundur Atli fær boltann í teignum en fyrirgjöfin er beint í hendurnar á Árna Snæ.
88. mín
Guðmundur Atli sleppur svo í gegn en Árni Snær kemur vel út og bjargar. Fáum við sigurmark í venjulegum leiktíma?
87. mín
Stórsókni hjá Blikum. Arnór Sveinn fer illa með Aron Inga og með flotta fyrirgjöf sem Skagamenn bjarga. Blikar fá síðan skotfæri en Skagamenn bjarga á línu. Oliver síðan með skot sem er hreinsað.
86. mín
Skaginn beint í sókn og Tryggvi Haralds í fínu færi en varnarmenn Blika koma boltanum í horn. GG9 með skot eftir hornið en í varnarmann.
86. mín
En sækja Blikar upp vinstri kantinn. Flott fyrirgjöf og Arnór Sveinn fær frían skalla en skallin lélegur og beint á Árna Snæ
85. mín Gult spjald: Arnór Sigurðsson (ÍA)
84. mín
Þarna var Árni Snær tæpur. Stungusending og Árni kemur á móti en rennur en nær á einhvern ótrúlegan hátt á bjarga þessu. Heppinn!
83. mín
Arnþór Ari með fyrirgjöf frá vinstri sem endar hjá Arnóri Sveini við vítateigshornið og hann hleður í skot en boltinn langt framhjá.
82. mín
Frekar rólegt þessa stundina. Blikar meira með boltann meðan Skagamenn reyna að sækja hratt.
77. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika
75. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Önnur skipting Skagamanna
74. mín
Ármann tekur boltann viðstöðulaust í teignum en skotið fer í innkast.
73. mín
Smá pása hérna meðan Andri Rafn fær aðhlynningu
71. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Guðmundur Atli sleppur einn í gegn en Árni Snær lokar virikilega vel og fer.
70. mín
Arnþór Ari í flottu færi. Snýr sér í teignum en Árni Snær ver
69. mín
Inn:Guðmundur Atli Steinþórsson (Breiðablik) Út:Jonathan Glenn (Breiðablik)
Önnur skipting Blika í leiknum.
68. mín
Skaginn beint í sókn og Tryggvi Haralds keyrir inná miðjuna og með skot í varnarmann. Horn
67. mín
Góð sókn hjá Blikum upp vinstri kantinn og Davíð Kristján með flotta fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann.
66. mín
Arnþór Ari nálægt því að prjóna sig í gegnum vörn ÍA en Ármann og Arnór Snær loka vel á hann og boltinn endar hjá Árna Snæ í markinu.
64. mín
Blikar eru mikið að reyna að stinga boltanum í gegnum vörn Skagamanna þar sem Glenn er ógnandi.
63. mín
Skaginn beint í sókn og boltinn berst á GG9 í teignum og hann er með hörkuskot að markinu en nú ver Gulli mjög vel. Hörkuleikur hérna í seinni hálfleik
62. mín
Andri Rafn í dauðafæri. Varnarmanni ÍA mistekst að hreinsa frá og Andir fær boltann en Árni Snær ver mjög vel.
61. mín
Stuðningsmenn ÍA taka vel við sér í stúkunni við þetta mark.
60. mín MARK!
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
MAAAARK! Iain með flotta aukaspyrnu frá miðjuboganum Ármann Smári virkilega sterkur í teignum og skorar með skalla.
58. mín
Tryggvi Haralds með flottan sprett og prjónar sig í gegnum vörn Blika og með fyrirgjöf en Blikar hreinsa í horn sem ekkert verður úr.
57. mín
Betra frá Skagamönnum þessa stundina. Færa boltann ágætlega milli kanta og fínt spil
55. mín
Ásgeir Marteins fær boltann inní teig eftir fyrirgjöf frá Halli en varnarmaður kemst fyrir boltann. Hornspyrna en Gulli með allt á kristaltæru og grípur.
52. mín
Frábær sókn hjá Blikum og boltinn endar hjá Andra Rafni og hann er með skot en Ármann Smári kemst fyrir boltann.
51. mín
Þess má geta að fyrsta leik dagsins er lokið þar sem ÍBV vann Stjörnuna í 210 0-2.
49. mín
Seinni hálfleikur er að byrja svipað og sá fyrri endaði, Blikar meira með boltann en Skagamenn reyna að pressa hátt.
48. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
Fyrsta gula spjaldið í leiknum. Uppsafnað hjá Halli
46. mín
Leikurinn er hafinn aftur.
45. mín
Hálfleikur
Blikar töluvert betri í fyrri hálfleik.
45. mín
Steinar Þorsteins með fyrirgjöf frá hægri en Tryggvi Haralds nær ekki góðum skalla og boltinn framhjá
45. mín
Komnar 45 á klukkuna
45. mín
Daniel Bamberg með frábæra fyrirgjöf úr aukaspyrnu en Damir bara hitti ekki boltann aleinn í teignum og boltinn lekur framhjá.
43. mín
Arnór Sveinn með fínan bolta inní teig og Árni Snær misreikna þetta eitthvað aðeins og Elfar Freyr nær skallanum en boltinn yfir markið. Blikar mun líklegri að bæta við en Skaginn að jafna.
42. mín
Ellert Hreinsson með ágætis skot að marki en í varnarmann og enn ein hornspyrnan sem Blikar fá.
41. mín
Blikar við það að spila sig í gegnum vörn Skagamanna sem endar með skoti frá Danile Banmberg en boltinn í varnamann.
38. mín
Loksins kom sókn í þessum leik. Iain með sendingu inn fyrir á Tryggva Haralds en Damir gerir vel í loka á hann og kemur boltanum í burtu.
34. mín
Ásgeir Marteins með ágætis fyrirgjöf fyrir markið en Gulli með allt á hreinu og grípur boltann.
33. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Jón Vilhelm virtist eitthvað kveinka sér.
33. mín
Oliver með flotta sendingu inn fyrir vörn Skagamanna en Ellert ekki alveg nógu fljótur og Árni Snær nær boltanum rétt á undan honum.
32. mín
Þarna hélt ég að Glenn væri að sleppa í gegn. Stundusending og Glenn kom að teignum en Oddur flaggar á endanum, var samt mjög lengi að því.
30. mín
Mjög rólegt yfir þessu núna. Skagamenn eru að reyna að pressa á Blika en þeir hafa hingað til gert vel í að leysa þetta.
27. mín
Leikurinn stöðvaður eftir að Oliver fær högg á hálsinn sýndis mér. Hann fær hérna aðhlynningu en er staðinn upp. Vel dæmt hjá Erlendi.
26. mín
Skaginn fer svo í sókn sem endar með flottir fyrirgjöf frá vinstir en Damir vel vakandi skallar í horn en ekkert verður úr því.
25. mín
En sækja Blikar upp hægri kantinn og fyrirgjöf frá Ellerti en Arnór Snær nær að hreina en boltinn beint á Oliver sem er með hörkuskot sem Árni Snær ver vel.
23. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Eins og ég sagði áðan þá neyðist Atli til að fara út af meiddur.
22. mín
Blikar eru manni færri þessa stundina en Atli Sigurjóns er farinn meiddur út af og Blikar klárir í skiptingu.
21. mín
Þá akkúrat fer Skaginn í flotta sókn sem endar með fyrirgjöf frá Steinari Þorsteins en Garðar nær ekki að teygja sig í boltann hann lekur aftur fyrir.
20. mín
Blikar að spila vel hérna. Færa boltann vel á milli kanta. Flottur fótbolti hjá þeim
18. mín
Frekar rólegt yfir þessu þessa stundina. Breiðablik töluvert meira með boltann.
15. mín
GG9 í virkilega góðu færi. Aukaspyrna frá vinstri kantinum og Garðar gerir vel í að taka boltann niður en skotið er slakt og fer framhjá.
13. mín
Oliver bjarstýnn þarna. Með skot af 30m plús en boltinn fer vel yfir markið.
12. mín
Ármann Smári með skot eftir aukaspyrnu en boltinn fer í varnarmann og Gulli grípur vel.
10. mín
SLÁINÚT! Glenn leggur boltann út á Atla Sigurjóns sem er með hörkuskot í slánna. Þarna sluppu Skagamenn.
9. mín
Gunnleifur hreinar frá markinu en spyrnan er léleg. Steinar Þorsteins með skot frá miðjum vallarhelmingi Blika en boltinn rétt framhjá.
8. mín
Blikar byrja þennan leik töluvert betur. Virka mjög ferskir í byrjun leiks.
5. mín MARK!
Jonathan Glenn (Breiðablik)
MAAAARK! Jonathan Ricardo Glenn sleppur einn í gegn eftir stungusendingu frá Andra Rafni og Glenn klárar virkilega vel.
3. mín
Skaginn í sinni fyrstu sókn. Steinar Þorsteins kemur með góðan bolta fyrir en skallinn hjá Garðari er yfir markið
2. mín
Fín sókn hjá Blikum upp vinstri kantinn en fyrirgjöfin fer aftur fyrir
1. mín
Blikar fá hornspyrnu strax á 1.mín en Ármann skallar í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn. Skagamenn að sjálfsögðu svartir og gulir og Breiðablik grænir og hvítir.
Fyrir leik
Ný styttist í leikinn hjá okkur og bæði lið farinn uppí klefa í loka pepp fyrir leikinn.
Fyrir leik
Vil hvetja fólk til að taka þátt í umræðunni á Twitter og nota kassamerkið #fotboltinet og hver veit nema við birtum vel valdar færslur.
Fyrir leik
Flottar aðstæður fyrir fótbolta á Skaganum í dag. Smá gola á annað markið, ekkert sem truflar samt. Ca 13 stiga hita og völlurinn í fínu standi.
Fyrir leik
Korter í leik og hægt að segja annað en það er létt yfir báðum liðum í upphitun.
Fyrir leik
Nú eru rétt um 25mín í leik og bæði lið að hita upp. Fáum vonandi hörkuleik hérna.
Fyrir leik
Dómari í dag er Erlendur Eiríksson og honum til aðstoðar eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Óli Njáll Ingólfsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Þórður Georg Lárusson.
Fyrir leik
Hjá Breiðablik koma þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Oliver Sigurjónsson inn frá tapinu gegn FH á sunnudaginn.
Fyrir leik
Og þá duttu þau inn. Skaginn gerir nokkrar breytingar frá tapinu gegn Þrótti á sunnudaginn. Jón Vilhelm, Arnór Sigurðsson, Steinar Þorsteinsson og Aron Ingi Kristinsson koma allir inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Við bíðum eftir að byrjunarliðin detti í hús hjá okkur.
Fyrir leik
Fyrri fjórir leikir 16-liða úrslitanna fóru fram í gær. Liðin sem komust áfram og verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin eru:

FH
Fylkir
Þróttur
Fram

Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld, en þeir eru:

ÍA-Breiðablik
Selfoss-Víðir
Stjarnan-ÍBV
Víkingur-Valur
Fyrir leik
ÍA hefur 9 sinnum sigrað bikarkeppni KSÍ en síðast unnur þeir keppninga 2003.

Breiðablik hefur hins vegar einu sinni fagnað sigri í þessari keppni en það var árið 2009
Fyrir leik
Breiðablik hefur byrjað ágætlega í Pepsi deildinni og er í 5.sæti með 12 stig, tveimur stigum á eftir toppliði FH, blikar töpuðu einmitt fyrir FH í síðustu umferð í Kópavoginum 0-1

Breiðablik sló Kríu út nokkuð þægilega í síðustu 32-liða úrslitum með 0-3 sigri á útivelli, þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleik.
Fyrir leik
Skagamenn hafa verið í basli í sumar í Pepsideildinni en liðið situr í næst neðsta sæti með einungis 4 stig eftir 7 leiki. Liðið tapaði mjög illa fyrir Þrótti í síðustu umferð 0-1.

Liðið sló KV út í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar með 1-0 sigri á heimavelli þar sem Þórður Þ. Þórðarson skoraði sigurmarkið snemma leiks.
Fyrir leik
Góðan kvöld kæru lesendur og velkominn í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Hér eigast við ÍA og Breiðablik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson ('23)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Jonathan Glenn ('69)
23. Daniel Bamberg
30. Andri Rafn Yeoman ('77)

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('69)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('23)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('77)
26. Alfons Sampsted

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jonathan Glenn ('118)

Rauð spjöld: