Leiknir R.
0
2
KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson '6
Halldór Kristinn Halldórsson '48
0-2 Halldór Hermann Jónsson '77
12.06.2016  -  14:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Breiðholtið tekur vel á móti fólki sem vill koma á leik. Mildur andvari og sólin brýst fram annað slagið. 13 stiga hiti, völlurinn rennisléttur og grænn.
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: U.þ.b. 200
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson
Byrjunarlið:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
Óttar Bjarni Guðmundsson
Halldór Kristinn Halldórsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Atli Arnarson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
9. Kolbeinn Kárason ('83)
10. Fannar Þór Arnarsson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('59)
21. Kári Pétursson ('59)

Varamenn:
2. Friðjón Magnússon
4. Patryk Hryniewicki
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('59)
10. Sævar Atli Magnússon ('83)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Liðsstjórn:
Elvar Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Fannar Þór Arnarsson ('20)
Halldór Kristinn Halldórsson ('23)
Halldór Kristinn Halldórsson ('48)
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('79)
Óttar Bjarni Guðmundsson ('84)

Rauð spjöld:
Halldór Kristinn Halldórsson ('48)
Leik lokið!
Í raun öruggur sigur norðanmanna.
90. mín
3 mínútur í uppbót hér.
87. mín
LEiknismenn að leika sér að eldinum varnarlega en pressa KA er lin orðin og þeir sleppa með það.
84. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Enn eitt spjaldið.

Tveggja fóta á ferð.
83. mín
Inn:Pétur Heiðar Kristjánsson (KA) Út:Juraj Grizelj (KA)
83. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
80. mín
Guðmann skallar yfir úr dauðafæri upp úr föstu leikatriði.

Leiknismenn virka slegnir hér.
79. mín Gult spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Pirringsbrot hjá karlinum sem veit upp á sig sökina.
77. mín MARK!
Halldór Hermann Jónsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Innkast frá vinstri í teiginn, Hallgrímur flikkar honum áfram á vitapunktinn þar sem Hallgrímur setur hann í markið.

Væntanlega "Game over".
75. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (KA) Út:Ívar Örn Árnason (KA)
Ívar á appelsínugulu svæði hérna og skynsamt að skipta honum útaf.
74. mín
LEiknismenn í stanslausri sókn hér, Elvar með skot rétt yfir utan teigsins.
73. mín
Ingvar með flott skot í markmannshorn en Rajko slær þennan yfir.
72. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað inni í D-boganum.
70. mín
KA með brot utan teigs og Ívar með það, heimamenn vilja annað gult en fá ekki.
68. mín
Leiknismenn virðast ætla sér að gera áhlaup bara einum færri.
66. mín
Trininic með skot rétt yfir markið úr aukaspyrnu.
62. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Halldór fer inná miðsvæðið
59. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.) Út:Kári Pétursson (Leiknir R.)
Leiknismenn aðlaga sig því að verða einum færri.

Fannar orðinn hafsent og fjórir á miðjunni.
59. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
56. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Spjald en leikurinn láttin halda áfram...veit ekki alveg hvað var hér á seyði.
50. mín
Frábær vaesla Kristjáns eftir skot Trininic, slær í horn sem ekkert verður úr.
48. mín Rautt spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Halldór lenti í vondri tæklingu og þetta rétt.
48. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Annað gult á Halldór
47. mín
Elfar í góðu færi í markteignum eftir undirbúning Hallgríms en Kristján vel staðsettur og grípur þennan.
46. mín
Lögð af stað.
45. mín
Hálfleikur
Þá er það kaffi- og pissupásan.
45. mín
Elfar Árni kemst her í upplagt færi en Óttar bjargar hér afskaplega vel áður en hann sleppur í gegn.
44. mín
Lok þessa hálfleiks er undir stjórn Leiknis sem ná þó ekki að skapa sér færi ennþá.
40. mín
Hallgrímur í góðu skotfæri en Óttar hendir sér fyrir og blokkar þetta í innkast.
37. mín
Stutt á milli sókna sem enda í fangi markmannanna.

Fyrst ver Rajko skot Atla og síðan heldur Kristján skoti Hallgríms.
34. mín
Baráttuleikur hér á ferðinni, pústrar fjör og læti.

Væri gaman að fá aðeins fleiri færi í leikinn samt.
32. mín
Grizelj setti aukaspyrnuna nærri því ofaní Breiðholtslaugina!
31. mín
KA menn fá aukaspyrnu á vítateigslínunni, alveg brjálaðir að fá ekki víti.
29. mín
Hallgrímur í flottu færi af vítapunktinum en laus bolti sem KRistján á einfalt með að verja.
27. mín
Hallgrímur á skot úr aukaspyrnu sem fer beint á Kristján sem gerir vel í því að halda boltanum.
25. mín
Leiknismenn heimta víti þegar Fannar dettur í teignum.

Gunnar tók Svaninn á þetta.
23. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Brýtur á Ásgeiri úti á kanti.
21. mín
Hallgrímur með skot hátt yfir upp úr horni KA.
20. mín Gult spjald: Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Kippir Hallgrími niður, auk þess að vera á síbrotaaðvörun.

Getur ekki kvartað.
18. mín
Verð að koma því til skila að hér var að mæta á völlinn formaður Víkinga úr Ólafsvík, Jónas Gestur. Það fer mikið fyri honum eins og allir vita og kappinn vill kíkja á lífið í 1.deild.

Eru menn að horfa til júlígluggans Jónas?
15. mín
Leiknismenn fá hættu upp úr horni en ná ekki að snerta almennilega boltaan inni í markteignum og úr verður útspark.

Eftir einstefnu KA fyristu tíu mínútur eru heimamenn nú komnir í gang.
13. mín
DAUÐAFÆRI.

Fannar stingur í gegn á Kristján sem er einn gegn hikandi Rajkovic. Nær ekki góðri snertingu og boltinn fer rétt framhjá.
12. mín
KA eru í sama kerfi.

Rajkovic

Hrannar - Guðmann - Davíð - ÍVar

Trninic - Almarr

Ásgeir - Hallgrímur - Grizelj

Elfar.
10. mín
LEiknir stilla upp í 4-2-3-1

Kristján

Eiríkur - Óttar - Halldór - Ingvar

Daði - Fannar

Kristján - Atli - Kári

Kolbeinn
6. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Hrikaleg mistök hjá Ingvari, fékk nægan tíma á bolta sem var renndur til hans en virtist alls ekki átta sig á því að Ásgeir var á blindu hliðinni.

Sneri inn í Ásgeir sem hirti boltann, einn í gegn og kláraði framhjá Kristjáni.
5. mín
Kolbeinn rétt við það að sleppa í gegn eftir skyndisókn, Kári rétt komst á milli.
3. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (KA)
Strax komið spjald.

Almmarr fær boltann í hendina og Gunnar metur það þannig að hann hafi stöðvað hættulega sókn.
2. mín
KA menn byrja á að hápressa hér í dag.
1. mín
Leikur hafinn
Lögð vaf stað.
Fyrir leik
Hér koma liðið labbandi inn á völlinn og Presley hljómar.

Við erum að renna af stað í Breiðholtinu.
Fyrir leik
Killing in the name of hljómar sem síðasta lagið fyrir leik.

Hér eru alltof fáir í stúkunni.

Skora á fólk að renna í Breiðholtið og sjá þennan toppleik. Stutt í ísbúðir, bestu sundlaugina í borgina og hreint fjallaloft.

Koma svo!
Fyrir leik
Ólafur Hrannar staðfesti við tíðindamann að Eyjólfur er staðsettur á fæðingardeild Landspítalans í dag.

Hann lét líka vita af því að hann er starfandi varamarkmaður dagsins.
Fyrir leik
KA mennn gera tvær breytingar frá síðasta leik.

Ásgeir og Ívar Örn koma inn, Nkumu sest á bekkinn og Williams er ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
Leiknismenn breyta töluverðu frá tapleiknum gegn FH.

Kristján Pétur kemur í markið, Halldór Kristinn, Kári og Ingvar úti á vellinum.

Ólafur Hrannar, Elvar Páll og Friðjón koma á bekkinn, Eyjólfur markmaður ekki í hóp...mögulega á fæðingardeildinni???
Fyrir leik
Í heimi þar sem að menn flakka á milli liða þá er nokkuð áhugaverð tölfræði að í hvorugu þessu liði eru leikmenn sem að hafa leikið fyrir hitt liðið.

Fyrir leik
Hvorugt liðið náði sigri í síðustu umferð.

KA gerðu 1-1 jafntefli heima við Keflavík en Leiknir steinlá 0-4 fyrir öðru Suðurnesjaliði, gulklæddum Grindvíkingum.

Leiknismenn hafa ekki náð sigri í þremur síðustu leikjum sínum eftir kröftuga byrjun og vilja örugglega breyta þeirri tölfræði í dag.
Fyrir leik
Flautuleikari dagsins er hinn geðþekki Gunnar Sverrir Gunnarsson, með honum í teyminu eru Oddur Helgi Guðmundsson og Sigurður Ingi Magnússon.

Varadómari er Gunnþór Steinar Jónsson og eftirlitsmaður er Pjetur Sigurðsson.
Fyrir leik
Liðin sitja hlið við hlið í öðru og þriðja sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og bæði með tvö mörk í plús í markatölunni.

KA sitja í öðru sæti með fleiri mörk skoruð, þeir hafa sett 8 mörk en Leiknismenn 7.

Þetta verður varla miklu jafnara.
Fyrir leik
Leikurinn er í 6.umferð Inkasso-deildarinnar sem er einmitt öll leikin í dag.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu úr #beztaBreiðholti þar sem að Leiknismenn taka á móti KA mönnum frá Akureyri.
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
5. Ívar Örn Árnason (f) ('75)
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Juraj Grizelj ('83)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('62)
22. Hrannar Björn Steingrímsson

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
19. Orri Gústafsson
25. Archie Nkumu

Liðsstjórn:
Baldvin Ólafsson
Halldór Hermann Jónsson
Pétur Heiðar Kristjánsson

Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('3)
Ívar Örn Árnason ('56)

Rauð spjöld: