Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
2
1
Grindavík
Sveinn Aron Guðjohnsen '50 1-0
Hákon Ingi Jónsson '85 2-0
2-1 Will Daniels '87
12.06.2016  -  14:00
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('71)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Ragnar Leósson ('92)
10. Hákon Ingi Jónsson
15. Teitur Pétursson
20. Árni Arnarson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('80)
27. Jökull I Elísabetarson
30. Reynir Haraldsson

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('92)
7. Tómas Ingi Urbancic
9. Kristófer Eggertsson ('71)
11. Ísak Óli Helgason
23. Ágúst Freyr Hallsson ('80)
91. Fannar Freyr Gíslason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhannes Karl Guðjónsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur HK í hús, ætla niður að hoppa í viðtöl
94. mín
Stíf pressa, allir inní vítateig HK inga. Ná þeir að halda þetta út
92. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Ragnar Leósson (HK)
Verið að reyna vinna eh sekúndur, kanntari út bakvörður inn.
90. mín
HK ingar í fínu færi, Árni Arnarson eftir að hafa fengið sendingu hjá Hákoni. Baráttan hjá þessum dreng er búin að vera rosaleg. Giska að það séu lágmarki 3 í uppbót líklega 4.
87. mín MARK!
Will Daniels (Grindavík)
Grindvíkingarekki lengi að svara. Grindvíkingar tóku aukaspyrnu á hættulegum stað sem Arnar varði en beint fyrir framan Will Daniels sem minnkaði muninn. Þetta er ekki búið gott fólk.
85. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (HK)
Maaaarrrk!!! Algjörlega uppúr þurru og aftur á Hákon Ingi þetta skuldlaust. Sending innfyrir og bara dugnaður og barátta sem skilar því að hann vann boltan, fór til baka og vippaði boltanum fáranlega vel yfir varnarmenn og markvörð Grindvíkinga, glæsilegt mark. Hann átti þetta inni drengurinn.
82. mín
Flott sókn hjá Grindvíkingum sem endar hjá Will Daniels sem á skot í varnarmann og horn.
80. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (HK) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (HK)
Markaskorarrinn var nákvæmlega ekkert að flýta sér útaf, gaf sér líklega 40 sekúndur í það.
79. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík) Út:Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Já Óli Stefán hefur tekið eftir þessu líka og sendir sóknarmann inná í hans stað.
79. mín
Gunnar stálheppinn, nýbúinn að fá gult og var að brjóta sem hefði alveg getað verðskuldað annað gult. Aukaspyrna Sveins Arons frá 40 metrum hinsvegar arfaslök langt yfir.
75. mín
ÚFFFf þarna munaði litlu Jósef með klaufalegan skalla til baka og Hákon Ingi er búinn að elta hvern einasta bolta í leiknum komst næstum því inní sendinguna en Hlynur var naumlega á undan.
74. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Gunnar með ljótt brot og fær verðskuldað gult spjald.
73. mín
Grindvíkingar búnir að pressa gríðarlega seinustu mínúturnar, virðist mark liggja í loftinu hjá toppliðinu. HK liðið virðist vera tilbúið að fórna sér fyrir hvern bolta, þurfa nauðsynlega á stigum að halda.
72. mín
Ekki ónýtt að sjá tíst frá Eið Smára sem er að fylgjast vel með syni sínum frá Frakklandi.
71. mín
Inn:Kristófer Eggertsson (HK) Út:Jóhannes Karl Guðjónsson (HK)
Virðist hafa meiðst.
69. mín
Grindvíkingar í hörkufæri, klippti boltann en varnarmaður komst fyrir. Hornspyrnarn stórhættuleg og HK ingar stálheppnir
66. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (HK)
Hann átti þetta inni, annars var þetta pjúra gult, Grindvíkingar voru fljótir að umkringja Jóa en Helgi Mikael var fljótur að grípa inni og stoppa þetta. Frábær stjórnun.
64. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Hrein skipting. Fer beint á kantinn.
56. mín
Næstum sjálfsmark hjá HK ingum, skot fer í varnarmann en boltinn rétt framhjá.
50. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (HK)
Stoðsending: Hákon Ingi Jónsson
MAAAARRRKK!!! Að' sjálfsögðu úr Guðjohnsen fjölskyldunni, en heiðurinn að þessu marki á Hákon Ingi Jónsson, fékk sendingu innfyrir beið eftirhlaupinu hjá Sveini sem kom á ferðinni hægra megin, lyfti boltanum innfyrir á Svein Aron sem lagði boltan yfirvegað í markið framhjá Hlyni

46. mín
Þá var að koma athugasemd til mín, fyrirliði HK Birkir Valur Jónsson er að sjálfsögðu 17 ára en ekki 19 ára. Stærðfræðin eh að klikka hjá kallinum. Hann verður samt ´18 á þessu ári.
46. mín
Þá er seinni hálfeikurinn hafinn
45. mín
Hálfleikur
Já kominn hálfleikur, róaðist aðeins seinni hluta fyrri hálfleiksins.
36. mín
Hákon Ingi í hálffæri en skot hans fer yfir markið, var svona aldrei hætta fílingur á þessu.
31. mín
Hinum megin kemst Magnús Björgvinsson í dauðafæri en Arnar Freyr ver vel. Það getur gjörsamlega allt gerst í þessum leik. Hlutirnir virðast ekki hafa verið að falla með HK á þessu tímabili en þess má geta að bæði Leiknir Fásk og Huginn eru yfir í sínum leikjum þannig að tapi HK verða þeir á botninum fyrir EM hlé.
29. mín
Maaaaark!!! nei það er dæmt af, líklega rétt. Góð fyrirgjöf frá hægri kannti og Árni arnarson var á undan Hlyni í markinu og skallaði boltann í netið. hed þetta hafi verið hárréttur dómur.
27. mín
Fín sókn hjá Grindvíkingum, Magnús Björgvinsson með fyrirgjöf sem er skölluð fyrir fætur Andra Rúnars sem á skot rétt framhjá. Grindvíkingar talsvert sterkari þessa stundina.
26. mín
Alexander Veigar hér með skot af 25 metrum sem fer yfir, ekkert hættulegt þarna. Samt hraður leikur og mikil barátta.
20. mín
Skemmtilegur sóknarmaður hjá HK hann Hákon Ingi, man eftir honum hjá 2.flokki Fylkis, hefur tekið gríðarlegum framförum síðan þá. Hann og Sveinn Aron lang hættulegustu leikmenn HK.
17. mín
Grindvíkingar í hörkufæri, Ortiz Jimanex með fyrirgjöf áhausinn á Andra Rúnari sem skallaði hársbreidd framhjá stönginni. Besta færið hingað til. Stuttu seinni liggur Jimane niðri vildi meina að hann hafi fengið olnbogaskot, mér sýndist það bara hafa verið rangt.
16. mín
HK í tækifæri, Sveinn Aron með fasta hornspyrnu á fjær þar sem Teitur Pétursson skallaði boltann yfir úr þröngu færi.
15. mín
Grindvíkingar töluvert sterkari þessa stundina, þeir voru að heimta víti þegar boltinn virtist fara í hönd eins varnarmanns HK en ekkert dæmt hefði verið virkilega strangt að dæma víti, held þetta hafi verið rétt.
5. mín
Virkilega vel gert hjá HK ingum. Hákon Ingi Jónsson með frábæra sendingu innfyrir á Svein Aron. Varnarmaður Grind´vikinga komst fyrir skotið og í hornsem ekkert varð úr.
2. mín
HK ingar byrja að krafti og eru tvisvar búnir að vera nálægt því að koma sér í færi. Rétt í þessu sýndist mér Bjarki Gunnlaugsson vera tilla sér meðal áhorfenda. Eða Arnar allavega ekki Garðar.
1. mín
Þá hefur Helgi Mikael flautað leikinn á. HK sækir í átt að HK merkinu í Kórnum og Grindvíkingar sækja í átt að hinu HK merkinu. Verð að viðurkenn að þessir HK búningar eru geggjaðir.
Fyrir leik
Jæja núna fer þetta að byrja, ákvað að handtelja áhorfendurnar sem eru komnir og eru þeir 47 so far sem er undir meðaltali á 4.deildarleik en við erum að tala um Inkasso deildina, menn geta nú sleppt einum leik á EM og komið að fylgjast með sínu liði.
Fyrir leik
Annars er það sem er aðallega búið að vekja athygli áhorfenda er hárgreiðsla eins leikmanns í upphitun. Ég ætla ekkert að tjá mig meira um hana að öðruleiti en vafasöm.
Fyrir leik
Dj inn, ég að standa sig frábærlega að eigin mati, system of a down, muse, metallica og papa roach búnir að fá að spreyta sig, spurning um að róa þetta niður og skella valdimar á fóninn.
Fyrir leik
Heyrði góða menn vera tala um leik í innheimtudeildinni en annar vildi meina handrukkaradeildin. Áhugavert spjall.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar. Athygli vekur að fyrirliði HK er Birkir Valur Jónsson en hann er einungis 19 ára gamall. Þá má til gamans geta að í marki Grindvíkinga er Bliki. Hann hatar að fá mark á sig gegn HK. Spurning hvort hann nái stórleik og haldi hreinu.
Fyrir leik
Tónlistin var ekkert til að hrópa húrra fyrir þannig að ég gaf sjálfum mér leyfi til að henda í gott upphitunarlag. Skálmöld fór beint á fóninn. Sjáum hvort menn fari nokkuð að kvarta yfir þessu.
Fyrir leik
Jæja eftir mikið net vesen þá kom starfsmaður vallarins og reddaði mér, fyrir mikla tilviljun er ég hvort sem er yfirmaður hans þannig að það er aukaatriði annars eru strákarnir búnir að standa sig vel og slóða völlinn sem lítur ágætlega út, vel gert hjá Árna Randverssyni en pabbi hans er einmitt Randver úr spaugstofunni. Einnig með honum er góður vinur minn Hlynur og Daníel Berg Grétarsson handboltamaðurinn góðkunni. Flottir drengir.
Fyrir leik
Dómari í dag er hinn ungi Helgi Mikael Jónasson en gaman er að segja frá því að ég hef fylgst með þessum strák síðan hann dæmdi sinn fyrsta leik, hann hringdi einmitt í mig til að fá mitt álit eftir þann leik. Já síðan er líka skemmtilegt að segja frá því, ég hef gerst sekur um það að reka hann útaf þegar hann var að spila með 2.flokk Vals. Dómari sem kann fótbolta og þekkir það að fá rautt.
Fyrir leik
Grindvíkingar unnu báða leiki liðanna á seinasta tímabili og einnig útileik liðanna fyrir tveim árum en HK vann Grindavík í Grindavík árið 2014. Þá unnu HK ingar Grindvíkinga í .net mótinu í vor og liðin gerðu jafntefli í lengjubikarnum.
Fyrir leik
Veriði velkomin til leiks í Inkasso deildinni þar sem mætast lið HK og lið Grindavíkur. Liðunum var spáð svipuðu gengi í vor en annað hefur komið á daginn. Grindvíkingar eru á toppnum með 12 stig en HK í næst neðsta sæti með aðeins tvo stig. Ekki örvænta kæru áhorfendur því þetta eru liðin sem hafa skorað með (Grindavík) á móti liðinu sem hefur fengið flest á sig (HK) en samt sem áður skorað ágætlega mikið af mörkum. Ég geri kröfu á mörk í þessum leik.
Byrjunarlið:
13. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f) ('79)
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Juanma Ortiz
17. Magnús Björgvinsson ('64)
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
7. Will Daniels ('79)
11. Ásgeir Þór Ingólfsson
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson ('64)
29. Anton Helgi Jóhannsson
30. Josiel Alves De Oliveira

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('74)

Rauð spjöld: