Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
3
1
KR
0-1 Michael Præst '27
Martin Lund Pedersen '44 1-1
Gunnar Már Guðmundsson '52 2-1
Marcus Solberg '72 3-1
15.06.2016  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 627
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('77)
2. Mario Tadejevic
3. Daniel Ivanovski
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('72)
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
10. Martin Lund Pedersen ('65)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
10. Ægir Jarl Jónasson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('77)
18. Marcus Solberg ('65)
23. Ásgrímur Þór Bjarnason
28. Hans Viktor Guðmundsson ('72)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('80)
Viðar Ari Jónsson ('82)
Igor Jugovic ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Frábær 3-1 sigur Fjölnismanna! KR ingar komnir í mjög slæma stöðu en Fjölnir komnir komnir á toppinn!
90. mín
Solberg með frábæran sprett en Stefán grípur vel inn í
90. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
Brot úti á velli.
90. mín
Þrjár í uppbót
90. mín
Áhorfendur sagðir 627 í kvöld. Ég held að það sé ansi vel í lagt.
89. mín
Versta sending dagsins komin. Fazlagic hleypur með boltann og sendir hann síðan bara út í buskann á engan!
86. mín
DAUÐADAUÐAFÆRI!!! Gunnar Þór með frábæra sendingu og stóð Hólmbert af sér varnarmann og kom óáreittur einn gegn Þórði en Þórður Ingason varði virkilega virkilega vel. Þarna var Hólmbert klaufi.
85. mín
KR eru að pressa meira þessa stundina en skapa ekki góð færi.
83. mín
Fazlagic með fyrirgjöf sem Þórður Ingason greip auðveldlega.
83. mín
Fjölnismenn bjarga.
82. mín
Slök spyrna í vegginn og horn.
82. mín Gult spjald: Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Auka á hættulegum stað. Hólmbert líklegur.
81. mín
Gunnar Þór með langt innkast sem skapaði smá klafs.
80. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
77. mín
Solberg með nokkuð hættulega fyrirgjöf sem Fjölnismenn náðu að koma frá marki.
77. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
74. mín
Fjölnismenn nálægt því að skora aftur en Stefán Logi varði virkilega vel! En flaggið var farið á loft þannig að þetta hefði ekki talið.
72. mín
Inn:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Birnir fær eiginlega bara heiðursskiptingu. Frábær leikur hjá stráknum.
72. mín MARK!
Marcus Solberg (Fjölnir)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
ÞVÍLÍKT MARK! Birnir Snær hélt uppteknum hætti með að spretta vel upp kantinn og fyrirgjöfin algjörlega GEGGJUÐ og Solberg getur ekki annað en skorað!
71. mín
Óskar Örn fær horn sem hann býr sig undir að taka en nei. Allt í einu var flaggað og markspyrna dæmd. Frekar skrýtið.
70. mín
Fjölnismenn reyndu eitthvað af æfingasvæðinu sem virkaði ekki. Spaugilegt samt.
69. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Braut á Solberg sem var að spretta fram. One for the team hjá Skúla.
69. mín
Solberg leikur á Stefán Loga og á svo marktilraun en Jóhann Gunnar flaggar hann rangstæðan. Þess má til gamans geta að Jóhann Gunnar heldur ávallt með Japan á stórmótum, nema EM eins og gefur að skilja.
67. mín
Fazlagic með skot fram hjá. Kom frá vinstri en skaut með hægri en ekkert að frétta.
65. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR) Út:Morten Beck Guldsmed (KR)
Dönum fækkað hér og inn koma tvær stjörnur, Pálmi og Hólmbert.
65. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Michael Præst (KR)
65. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Martin Lund búinn að skora í kvöld en hefur oft verið betri. Hafði ekki sést fram að markinu sem hann skoraði og s.s. lítið eftir það.
64. mín
KR fær horn. Þetta hlýtur að enda með marki, eða s.s. löglegu marki.
63. mín
MAAAAAAAARKKK!!!!! Morten Beck Andersen vinnur boltann listilega vel og kassar hann út á Gunnar Þór sem hafði nægan tíma áður en hann ÞRUMAÐI í netið. Markið dæmt af! Ég er hreinlega ekki viss þarna. Virtist löglegt mark en hendi dæmt á danan.
62. mín
DAUÐAFÆRI!!! Finnur Orri með fyrirgjöf sem Þórður átti að grípa óáreittur en nei nei, hann missti boltann mjög klaufalega á Fazlagic en hann náði ekki að gera sér mat úr þessu! Þetta var mjög klaufalegt hjá Þórði Inga en kom ekki að sök.
59. mín
Igor með aukaspyrnu utan af vell og Fjölnismenn stilla upp í fast leikatriði en spyrnan beint í lúkurnar á Stefáni Loga.
58. mín
FINNUR ORRI! Ja, hérna hér. Gunnar með langt innkast og barst boltinn á fjær á Finn Orra en hann þrumaði yfir markið. KR að minna á sig!
56. mín
ÓSKAR ÖRN HAUKSSON! Dauðafæri sem Þórður át í markinu! Óskar fékk sendingu í teignum á fjærstöngina og var færið þröngt en þarna hefði Óskar átt að gera betur!
55. mín
Chopart liggur eftir hressilegt brot. Fazlagic með auka á hættulegum stað.
54. mín
Gummi Ben elskar að fljúga og er auðvitað mættur hér í kvöld. Ef einhver tók ekki eftir því var hann að lýsa leik Íslands í gær beint frá Frakklandi.
52. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Gunnar Már fær boltann á góðum stað og ætlar að senda fyrir en í varnarmann og inn fór boltinn!!! Heppnisstympill og mögulega sjálfsmark. Gefum Gunnari þetta þangað til annað kemur í ljós! 2-1 fyrir Fjölni!!!
49. mín
Fazlagic með horn sem Þórður kýlir frá.
48. mín
Uppfærsla af fréttinni með Arnar Gunnlaugs. Hann hefur verið ráðinn í þjálfarateymi KR út tímabilið! Þetta eru klárlega Pepsi fréttir dagsins.
46. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn að nýju! Gestir byrja.
45. mín
Hálfleikur
Nóg um að vera! Flottur fyrri hálfleikur að baki. Mörk, óvæntur þjálfari og rudda tækling.
45. mín
Morten Beck tók landa sinn Pedersen í kennslustund og sendi svo hættulegan bolta fyrir sem ekkert kom úr.
45. mín
Menn eru á því að Tobias hafi átt skallann sem gaf markið en enginn í fréttamannastúkunni tók 100% eftir því.
44. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Löng aukaspyrna fram völlinn og Fjölnismaður vann skallann út á Martin Lund Pedersen sem skoraði listavel! Glæsileg afgreiðsla í stöngina og inn, sem er óverjandi. 1-1!!!
41. mín
Fazlagic missti boltann langt frá sér og út af og pantaði bara horn eins og pizzu. Pétur afgreiddi pöntunina með bros á vor en ekkert kom úr horninu. Dálítið spes.
39. mín
Mortin Beck setti boltann á hægri og skaut en í varnarmann og í horn. Óskar tók og Skúli skallaði framhjá.
38. mín
Arnar var ráðinn til KR í fyrradag og er ekki viss hvort hann sé hættur í Pepsi mörkunum. Menn eiga eitthvað eftir að ræða málin þar segir hann.
36. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Mjög gróf tækling hjá Óskari á Mario. Appelsínugult en gulleitara en hitt.
34. mín
Hornið hreinsað frá og Óskar fær boltann og snýr hann langt út af vellinum.
33. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Indriði Sigurðsson (KR)
Indriði heldur um aftanvert lærið á sér og biður um skiptingu. Aron Bjarki mætir til leiks.
32. mín
Marten Beck með góðan sprett og vinnur horn.
31. mín
Gunnar Már nær góðum snúningi á Skúla Jón en skotið ekki á rammann!
30. mín
Birnir Snær með hornið og Þórir nær skalla. Boltinn út úr teig og inn í pakkann aftur og Fjölnir sækja og vinna innkast við hornfána KR.
29. mín
Viðar Ari með rosalegan sprett og vann horn.
27. mín MARK!
Michael Præst (KR)
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARKKKK!!!!! Eftir horn barst boltinn út á Finn Orra og Finnur átti heldur lausa sendingu inn í teiginn en stefna góð og Presturinn náði lúxus skalla í netið. Alls ekki fastur skalli en inn fór hann. Fjölnismenn tryllast og Gústi Gylfa á hér langan fund með Pétri löggu.
23. mín
Igor með langa aukaspyrnu sem Gunnar Már átti að gera einhvern mat úr. Gunnar gat þó lítið annað gert en skallað aftur fyrir, enda sendingin föst.
22. mín
Hætta við mark KR. Birnir Snær fær sendingu upp í hornið sem hann náði vel og átti góðan kross fyrir en Skúli bjargaði áður en Þórir komst í knöttinn.
21. mín
Þórður kýlir boltann út. Hefði átt að grípa þetta bara, enda léleg spyrna sem fyrr.
21. mín
Óskar Örn með góða sendingu á fjær hjá Fjölni en tæklað í horn.
18. mín
Birnir Snær með DAUÐAFÆRI!!! Þarna hefði þetta átt að koma en Stefán Logi varði vel. Mario vann boltann með hættusparki og sendi frábæra sendingu á Birni sem náði ekki að nýta sýnar tvær marktilraunir. Ja, hér.
16. mín
Fazlagic spyrnir yfir allan pakkann og aftur fyrir. Þetta er ekki nógu vel gert.
16. mín
KR fá horn
13. mín
Hætta! Stefán Logi í glórulaust úthlaup en Skúli Jón náði að skalla. Þórir lá eftir en ekkert dæmt. Þarna leit Stefán illa út.
12. mín
Arnar Gunnlaugsson er á skýrslu hjá KR! Ekki þó í takkaskóm heldur kominn í þjálfarateymi Bjarna. Athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Er enginn eftir í Pepsi mörkunum?
10. mín
Maaaaaaaaaaaaaaaaaaarkkk!!! En dæmt af! Boltinn inn á teig og Beck Andersen nær til hans og á Fazlagic sem sendir boltann í netið. Dómarinn dæmir markspyrnu enda boltinn farinn aftur fyrir.
8. mín
Það er gott tempó í þessu en enn ekkert dauðafæri komið.
6. mín
Chopart með öxl í öxl og hljóp upp völlinn og vann horn sem ekkert kom úr. Fjölnismenn vildu brot á Chopart og höfðu nokkuð til síns máls.
5. mín
Fazlagic!!!! Þrumuskot af vinstri kanti en Þórður varði meistaralega. Líf og fjör!
4. mín
FÆRI!!! Gunnar Már fær boltann fyrir utan teig eftir hreinsun og snuddar hann utan fótar yfir markið. Af hverju hamraði hann ekki boltann? Færið varð til þegar Skúli Jón missti boltann klaufalega.
3. mín
Fjölnismenn spila 4-2-3-1 með Þóri fremstan.
2. mín
KR virðast vera í 4-4-2. Óskar er á hægri kanti.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Pétur lögga dæmi hér í kvöld. Allir að haga sér...
Fyrir leik
Það er rooosalega fátt hér í kvöld. Vonandi er fólk á leiðinni enda aðstæður mjög góðar og veðrið ekki síðra.
Fyrir leik
Benedikt Grétarsson er spámaður dagsins og spáir heimamönnum 2-1 sigri!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Það er að styttast í þetta. Hólmbert er á bekknum hjá KR sem og Pálmi Rafn. Gunnar Már kemur inn í byrjunarlið Fjölnis og fær Hans Viktor sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Martin Lund Pedersen er markahæsti leikmaður liðanna í dag með 4 mörk. Aðeins Tokic hjá Vík Ól hefur skorað fleiri mörk, eða 6. Þórir Guðjóns kemur næstur en hann hefur skorað 3 mörk.
Fyrir leik
Kennie Chopart leikur í dag gegn sínum gömlu félögum.
Fyrir leik
Fjölmargir danir gengu til liðs við KR fyrir tímabilið en sá dani sem hefur staðið sig hvað best í sumar er í liði Fjölnis, Martin Lund Pedersen.
Fyrir leik
Bæði lið hafa byrjað mótið á allt annan hátt en vænst var. Fjölnismenn eru í toppbaráttu eftir frábæra byrjun en KR hafa sjaldan byrjað verr og eru með 0 í markatölu, eða jafn mörg mörk skoruð og fengin á sig.
Fyrir leik
Góðan daginn góðir hálsar!
Kjörin pása frá EM snilldinni í dag þegar tveir leikir eru í Pepsi karla. Hér mun ég skrifa um leik Fjölnis og KR.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
4. Michael Præst ('65)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
11. Morten Beck Guldsmed ('65)
16. Indriði Sigurðsson ('33)
20. Denis Fazlagic
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('65)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('33)
21. Atli Hrafn Andrason
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('36)
Skúli Jón Friðgeirsson ('69)

Rauð spjöld: