Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
0
1
FH
0-1 Emil Pálsson '75
16.06.2016  -  20:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Smágola á markið nær Landspítalanum, skýjað og smáskúrir. Teppið lítur vel út, ætti að vera frábært fótboltaveður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 527
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Nikolaj Hansen
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('76)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
6. Daði Bergsson ('76)
9. Rolf Toft
19. Baldvin Sturluson
22. Björgvin Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('65)
Andri Fannar Stefánsson ('69)
Haukur Páll Sigurðsson ('77)
Guðjón Pétur Lýðsson ('90)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eftir sjö mínútna uppbótartíma.

FH fer á toppinn á ný.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
FH með níu menn í vörninni, Valsarar dúndra langt.
90. mín
Komin á sjöttu mínútu í uppbót, ekki ná Valsmenn almennilegri pressu.
90. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
Bjarni borinn útaf á börum.
90. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Já!

Hljóp hér af miklum krafti inn í Bjarna Þór sem steinliggur eftir þessi viðskipti.

Ljótur endir hér á þessum leik. Lá við hópslagsmálum í kjölfarið.
90. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Í kjölfar ryskinganna.
90. mín
Hasar hér.

Bjarni braut af sér en hélt fast um boltann, Kristinn rauk inn í aðstæður og dúndraði að því er virtist í hann.
87. mín
Hansen kemst í fínt færi og á skot sem Gunnar ver, frákastið endar hjá Kristni sem dúndrar yfir.
86. mín
Enn bíðum við áhlaups Valsara...ekkert sjáanlegt ennþá.
84. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Þéttingsskipting sennilega.
79. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Kristinn Freyr aleinn eftir misheppnað úthlaup Gunnars en flamberar þessum hátt yfir!
77. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Hér setur Haukur Páll að því mér sýnist hælinn duglega í Þórarinn eftir þeirra viðskipti.

Hafnfirðingar vilja sjá rautt spjald hér en gult var málið.
76. mín
Valsmenn beint í sókn en Hansen skallar framhjá.
76. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Hrein skipting.
75. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Kom það!

Steven Lennon snýtti Rasmus hérna, sneri hann af sér og inn í teig, lagði út á Emil og eftirleikurinn var auðveldur, setti hann í markið af vítapunkti.
72. mín
Orri þarf að koma hérna útaf, hefur lent illa á öxlinni, Valsmenn einum færri um sinn.
69. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (Valur)
Braut á Bjarna Viðari á miðjum vellinum, Elli leyfði hagnað og spjaldaði töluvert seinna.

Vel gert.
69. mín
Valsmenn hafa verið afskaplega passívir í seinni hálfleik, sækja á fáum.
65. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Væntanlega "síbrotaspjald" á ferð.
63. mín
Þórarinn Ingi með skot hátt yfir markið.
60. mín
Allir varamenn sitja sem fastast ennþá.
57. mín
Kom líf, Emil Páls komst inn í sendingu Guðjóns á miðjunni og komst í skotfæri en það fór framhjá að þessu sinni.
53. mín
Bjarni Ólafur hápressar hér og vinnur boltann af Bergsveini en Erlendur flautar.

Óli Jó var honum afar ósammála, það var ljóst!
52. mín
Enn hörkulíf í stúkunni - vonandi fara leikmennirnir að svara kallinu!
50. mín
Afskaplega yfirveguð byrjun á síðari hálfleik.
46. mín
Komin af stað aftur á Valsvelli.
45. mín
Fróðleiksmoli í hálfleik.

Dregið verður í Evrópukeppnirnar á mánudaginn.

Valsmenn fara þar í 1.umferð forkeppni Evrópudeildar og í lakasta styrkleikaflokk.

FH eru ekki dregnir úr hatti fyrr en í 2.umferð Meistaradeildar, sitja yfir í þeirri fyrstu vegna góðs árangurs undanfarin ár.

Þar eru þeir í efri styrkleikaröðinni og því góðir möguleikar að þeir komist í 3.umferð forkeppninnar.

Fyrir áhugasama þá eru hér þáttökuliðin í forkeppni CL og röðun þeirra:

http://www.footballseeding.com/european-cups/champions-league-seeding-16-17/

Og hér Evrópudeildaruppröðunin:

http://www.footballseeding.com/european-cups/europa-league-seeding-16-17/
45. mín
Hálfleikur
0-0 er nú ekki alveg raunsönn líking en hvorugt liðið hefur gert áhlaup.
45. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Renndi sér fótskriðu hér inni á vellinum sem var býsna skrautleg og Elli sveiflar spjaldinu.
44. mín
Bæði lið virðast bíða hálfleiks þessar mínúturnar.
41. mín
Kristinn stingur í gegn en Gunnar er á undan Hansen þarna.
39. mín
Böðvar komst á bakvið vörnina en sendingin hans afleit.
36. mín
Liðin eru ofboðslega jöfn hérna og í raun bara allt upplegg.

Halda bolta fínt en komast lítið í gegnum varnirnar í uppleggi en skeinuhætt í skyndisóknum.
33. mín
Andri er að gera FH-ingum lífið leitt hérna, kemst framhjá Böðvari en Kassim nær að kasta sér fyrir sendinguna og hreinsa.
30. mín
Sko jinxið!

Valsmenn halda boltanum vel og Bjarni Ólafur á sendingu inn í teig þar sem Guðjón á gott skot sem Gunnar ver vel.
29. mín
Mest öll hættan hér kemur úr skyndisóknum, uppsettar lengri sóknir skila litlu.
27. mín
End to end hérna, Kristinn og Andri vinna vel saman sem endar á sendingu frá Andra sem fer í gegnum allan markteiginn. Eitt touch og mark, en enginn komst í það.
25. mín
DAUÐAFÆRI!

Serwy aleinn á fjærstönginni eftir frábæra sendingu Hendrickx en skýtur langt framhjá. Þarna átti hann að skora!!!
23. mín
Bergsveinn skallar hér rétt framhjá eftir aukaspyrnu utan af kanti.
22. mín
FH virðast í smá vanda með að lesa teppið, hafa misst boltann ansi oft frá sér.
20. mín
Serwy reynir skot utan teigs eftir skyndisókn en þetta er hættulítið, laust og siglir framhjá.
18. mín
Þórarinn kominn inná aftur og nú er hann í treyju númer 24, hin full af blóði.
16. mín
Þórarinn Ingi þarf að koma hér útaf, er með blóðnasir eftir viðskipti við Bjarna Ólaf áðan.

Afskaplega pirraður drengurinn úr Eyjum.
14. mín
Ætla að leyfa mér að hrósa stuðningsliðunum, það er bara fín stemming hérna.

Gætu vissulega verið fleiri en það er hörkustuð hjá þeim sem eru mættir hérna!
13. mín
Erlendur byrjar á því að halda þeirri línu að leyfa mikið, nú er bara að halda henni til enda.
12. mín
Andri með hörkuskot utan teigs eftir hornspyrnu og en Gunnar ver þennan vel, heldur honum meir að segja.
12. mín
Valsmenn búnir að hrinda árásinni og eru komnir miklu ofar á völlinn.
9. mín
Andri Adolphs prjónar sig framhjá Böðvari og á ágætt skot sem fer framhjá.
9. mín
Hansen var hér sloppinn óvænt í gegn, en svo óvænt að hann fattaði það ekki sjálfur, tók sér of mikinn tíma og Bergsveinn hirti af honum boltann.
7. mín
FH eru með sama grunnupplegg

Gunnar

Hendrickx - Bergsveinn - Kassim - Böðvar

Davíð - Emil

Servy - Bjarni - Þórarinn

Lennon
6. mín
Valsmenn eru að stilla í 4-2-3-1

Anton

Andri - Orri - Rasmus - Bjarni

Haukur - Guðjón

Andri - Kristinn - Sigurður Egill

Hansen.
4. mín
FH byrja þennan leik af miklum krafti, Serwy reynir skot utan teigsins en Rasmus kemst fyrir það.
3. mín
Fyrsta hornið er FH-inga.

Þetta byrjar mjög fjörlega.
1. mín
Færi strax, fyrst fær Bjarni góðan séns á að skjóta rétt utan teigs en missir hann of langt frá sér og hreinsunin fer yfir vörn FH og Hansen er rétt kominn í boltann en Gunnar bjargar á síðustu stundu.
1. mín
Leikur hafinn
Af stað strákar...
Fyrir leik
Valsmenn vinna tossið og spila undan golunni, frá Öskjuhlíð að Hringbraut.

FH byrja með boltann.
Fyrir leik
Þá koma byrjunarliðin inn á völlinn.

Þetta er rétt að bresta á!
Fyrir leik
Rósi er mættur með Mafíufánann á völlinn, en sýnist nú aðeins vanta upp á mannfjöldann með honum.

Strákurinn þarf að standa sig heldur betur.
Fyrir leik
Á meðan beðið er eftir liðunum hellist niður demba.

Guði sé lof fyrir þakið á stúkunni, hér verða allir þurrir sem horfa á.
Fyrir leik
Ég fullyrði að það verða mörg laus sæti í stúkunni í kvöld.

Þetta er hörkuleikur tveggja metnaðarfullra og góðra liða sem eru að fara að skemmta okkur, sannfærður um það.
Fyrir leik
Komið staðfest að Kristinn Ingi hjá Val og FH eru ekki í hóp út af smávægilegum meiðslum sem menn lögðu ekki í að gera stærri í kvöld.

Eiga að verða klárir í næsta verkefni báðir tveir.
Fyrir leik
Valsmenn breyta um einn í liðsskipan frá síðasta leik, Andri Adolphs kemur í byrjunarliðið og Kristinn Ingi fer þaðan út og út úr hóp, hljóta að vera meiðsli.

FH breyta jafn miklu, Atli Guðna dettur úr liði og hóp, Jeremy Serwy kemur úr liðinu. Það hljóta líka að vera meiðsli.

Fyrir leik
Logi Ólafsson verður með Rikka G í lýsingunni sýnist mér...með silfur í vöngum sá!
Fyrir leik
Í fyrra unnu Valsmenn sigur í þessum leik á Valsvellinum, 2-0 þar sem Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörkin en FH-ingar sigruðu viðureign liðanna í Kaplakrika 2-1.

Bjarni Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson skoruðu þá fyrir Hafnfirðinga en fyrir Valsara skoraði....já - Sigurður Egill Lárusson. Greinilega uppáhaldsandstæðingur leftarans!!!

Allir þessir leikmenn eru í hóp í kvöld.
Fyrir leik
Einn leikmaður Valsara á leiki að baki með FH, það er hann Einar Karl Ingvarsson.

Enginn FH-inga hefur leikið fyrir Valsmenn.
Fyrir leik
Flautuleikari kvöldsins er hann Erlendur Eiríksson.

Með honum í teyminu eru Frosti Viðar Gunnarsson og Óli Njáll Ingólfsson. Gunnar Helgason er varadómarinn og í eftirlitinu er Þórður Georg Lárusson.

Allt dúndrandi fagmenn hér á ferð!
Fyrir leik
Þjálfari Valsmanna verður alltaf samofinn sögu FH-inga enda sá þjálfari sem skilaði Hafnfirðingum sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli árið 2004 og síðan fyrsta bikarmeistaratitli þeirra árið 2007.

Óli Jó mun drekka frítt kaffi í Krikanum ævilangt, það er víst.
Fyrir leik
Fyrir þennan leik sitja FH-ingar í þriðja sæti mótsins með 14 stig en lyfta sér í efsta sætið með sigri.

Valsmenn eru í sjöunda sæti með 10 stig en fara í fimmta sætið með sigri.
Fyrir leik
Leikurinn er hluti 9.umferðar deildarinnar en henni hefur verið dreift um í uppröðuninni til að bregðast við þátttöku liða í Evrópukeppni þetta sumarið.

Bæði þessi lið munu taka þátt í þeirri keppni nú í júlí og því upplagt að demba sér í að spila leikinn núna og eiga smá Pepsihlé inni.
Fyrir leik
Gott kvöld og velkomin í beina textalýsingu frá Hlíðarenda þar sem heimamenn í Val taka á móti FH-ingum.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('90)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('84)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
4. Pétur Viðarsson ('90)
6. Sam Hewson
16. Sonni Ragnar Nattestad
17. Atli Viðar Björnsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('84)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Steven Lennon ('45)

Rauð spjöld: