Leik lokið!
Eitt stig staðreynd en mikið rosalega voru þau nálægt því að vera þrjú. Ungverjar fagna eins og þeir unnu leikinn. Íslendingar niðurlútir á vellinum.
En við tökum þessu stigi bara og förum inn í Austurríkis leikinn með höfuðið hátt.
90. mín
Gylfi tekur aukaspyrnuna í vegginn og boltinn berst á Eið sem á skot í samherja og rétt framhjá.
90. mín
Brotið á Alfreð rétt utan teigs. Hársbreidd frá því að vera víti.
90. mín
Szalai reynir skot sem fer beint á Hannes. Ekki mikið eftir.
90. mín
Gult spjald: Adam Nagy (Ungverjaland)
Stoppaði Alfreð sem ætlaði að taka aukaspyrnu snöggt.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Áfram með leikinn. Venjulegum leiktíma er að ljúka.
89. mín
Þetta er ömurleg sjón. Ungverjar henda fullt af blysum inn á völlinn og eru með einhverjar sprengjur. Skelfilegt. Reykur um allan völl.
88. mín
SJÁLFSMARK!Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Ungverjar komast upp hægri vænginn, eiga rosalega fyrirgjöf sem Birkir setur í eigið net. Það er afskaplega erfitt að taka þessu.
86. mín
Birkir Bjarnason er búinn að eiga rosalegan leik. Bjargaði rétt í þessu stórhættu við mark Íslands.
85. mín
Inn:Adam Szalai (Ungverjaland)
Út:Roland Juhasz (Ungverjaland)
Síðasta skipting Ungverja.
84. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Þvílíkt augnablik fyrir Eið. Væri magnaðasta augnablik í heimi ef hann myndi skora. Íslendingar fagna jafn mikið núna og þegar markið kom.
83. mín
Gult spjald: Lazlo Kleinheisler (Ungverjaland)
Tuðaði of mikið.
82. mín
Stór stund. Eiður Smári tilbúinn að koma inná.
82. mín
Gult spjald: Tamas Kadar (Ungverjaland)
Stoppar Alfreð sem var í hraðri sókn.
79. mín
Lengstu rúmu tíu mínútur ævi minnar, eru einmitt, næstu rúmu tíu mínútur. Við erum svo nálægt núna.
77. mín
Ógeðslega léleg spyrna sem fer beint á Alfreð.
77. mín
Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Alltof seinn í Dzsudzkak og fér réttilega gult spjald. Ungverjar fá aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu.
76. mín
Balazs Dzsudzkak með aukaspyrnu af um 25 metrum í fangið á Hannesi. Rosalega öruggur þarna Hannes.
75. mín
Gult spjald: Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoppar skyndisókn og tekur gult spjald fyrir liðið. Kominn í bann þar sem hann fékk líka gult gegn Portúgal.
73. mín
Tamas Kadar á skot í varnarmann, fær frákastið og hittir hann mjög illa og fer boltinn langt framhjá.
72. mín
Daniel Böde nær skoti sem er beint á Hannes. Þarf meira en þetta til að koma boltanum framhjá kónginum úr Breiðholtinu.
72. mín
Ari Freyr situr fyrirgjöf í horn. Koma svo, höldum þetta út!
Það væri svo ótrúlega gott að vinna þennan leik.
71. mín
Raggi Sig er búinn að vera ótrúlega góður í þessum leik. Varla tapað einvígi. Kominn í svakalega háann klassa.
70. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Út:Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Jón Daði búinn að hlaupa eins og óður maður í þessum leik og vera duglegur. Eins og venjulega.
69. mín
Ansi langar, rúmar 20 mínútur eftir.
68. mín
Kolbeinn kominn með fyrirliðabandið.
65. mín
Inn:Daniel Böde (Ungverjaland)
Út:Tamas Priskin (Ungverjaland)
65. mín
Balazs Dzsudzkak með aukaspyrnu af löngu færi sem Hannes grípur eftir smá basl. Missti boltann fyrst.
65. mín
Inn:Nemanja Nikolic (Ungverjaland)
Út:Zoltan Stieber (Ungverjaland)
65. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Út:Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Aron eitthvað meiddur. Vonum innilega að þetta hafi ekki of mikið áhrif á leik okkar manna.
Emil fer á kantinn og Birkir inn á miðjuna.
64. mín
Ungverjar komnir í frábært færi en Ari Freyr nær að bjarga á síðustu stundu. Alltof tæpt þarna.
64. mín
Gylfi vinnur boltann vel inn á vallarhelmingi Íslands og reynir skot af um 70 metrum. Sér að Kiraly er framarlega en skotið fer í Ungverja.
61. mín
Þó Ungverjar séu búnir að vera meira með boltann er Ísland búið að fá bestu færin. Jói og Kolli hefðu báðir getað skorað og gera það oftast í svona færum.
60. mín
DAUÐAFÆRI!!
Þarna hélt ég við værum að komast í 2-0. Birkir Bjarna á sendingu á Gylfa sem á frábæra fyrirgjöf á kollinn á Kolbeini sem er í rosalega góðu skallafæri en skallar framhjá. Aleinn frá markteig. Þarna verður hann að skora, drengurinn.
59. mín
Lazlo Kleinheisler tekur skot utan teigs sem fer vel yfir. Engin hætta þarna.
57. mín
Hættuleg sókn Ungverja endar með að Birkir Bjarna setur boltann í horn. Þarna komust þeir í full góða fyrirgjafar stöðu á vinstri vængnum.
57. mín
Jón Daði reynri hjólhestaspyrnu í mjög erfiðu færi og fer hún vel yfir. Allt í lagi að reyna þetta samt.
54. mín
Zoltan Stieber fer niður í teignum en Rússinn segir honum að standa upp. Stuðningsmenn Ungverja ekki sérstaklega kátir.
53. mín
Heyrist töluvert meira í Íslendingunum á vellinum þessa stundina. Ungverjar ekki hrifnir af því sem þeir sjá.
52. mín
Aron Einar brýtur af sér og liggur eitthvað meiddur eftir. Virðist hafa fengið högg á rifbeinin. Hann stendur svo upp og heldur áfram.
50. mín
Ungverjar spila skemmtilega úr aukaspyrnunni en Lazlo Kleinheisler skýtur vel yfir úr ágætis skotfæri.
49. mín
Ungverjar fá aukaspyrnu af rúmum 25 metra færi. Erfitt skotfæri samt, utarlega á vellinum.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
Eitthvað sem segir mér að þessar 45 mínútur verði lengri að líða en aðrar 45 mínútur.
45. mín
Hálfleikur
Þvílíkt og annað eins. Við erum bara marki yfir í hálfleik á stórmóti. Við höfum ekki verið mikið með boltann en við höfum heldur betur nýtt tækifærin okkar vel.
45. mín
Einni mínútu bætt við. Ekkert rugl núna. Við ætlum að vera yfir í hálfleik.
43. mín
Ungverjar virðast heldur betur slegnir eftir þetta. Búnir að vera meira með boltann og fá þetta í andlitið. Þeim finnst lífið eflaust ósanngjarnt.
Að sjálfsögðu var blysi hent inná völlinn þegar vítið var dæmt. Það truflaði auðvitað ekki Gylfa samt.
41. mín
Þvílíkt og annað eins. Við erum bara yfir á stórmóti. Litla Ísland, yfir á stórmóti. Þvílík veisla.
39. mín
Mark úr víti!Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Aron Einar Gunnarsson (f)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!
Aldrei spurning hjá Gylfa. Sendir Kiraly í vitlaust horn.
VIÐ ERUM YFIR Í FYRSTA SKIPTI Á STÓRMÓTI!! (STAÐFEST)
38. mín
VÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍTIIIIIII!!!!
Kiraly í ruglinu. Missir boltann eftir horn og boltinn berst á Aron og það er brotið á fyrirliðanum. Sem betur fer er Rússinn sammála!!
38. mín
Jón Daði kemur boltanum á Kolbein sem er í mjög fínni stöðu innan teigs. Hann reynir skot en Guzmics kemst fyrir það og bjargar í horn.
34. mín
Lazlo Kleinheisler reynir skot eftir að Íslendingar skölluðu hornspyrnu fyrir fætur hans en það fer framhjá.
33. mín
Gylfi fór illa með Nagy og var kominn í fínt skotfæri en reyndi sendingu sem gékk ekki. Ungverjar bruna hinum megin og Raggi kemur með fullkomna tæklingu á Dzsudzkak sem var kominn í færi.
Leikurinn að opnast.
32. mín
Þarna hefði Jói klárlega getað gert betur. Alveg langbesta færi leiksins hingað til en Kiraly varði með löppunum. Þetta eru færin sem verða að nýtast í svona leik.
31. mín
FRÁBÆRT FÆRI!!!
Jóhann Berg kominn einn gegn Kyraly eftir að hafa verið sterkari en Kadar en gamli maðurinn í markinu stendur vel og ver frá honum.
30. mín
Ungverjar eru þrátt fyrir það, töluvert meira með boltann eða um 75%. Þetta er svipað og gegn Portúgal nema ekki nærrum eins mikil ógn.
29. mín
Mikið jafnræði ennþá með liðunum og eins og áður hefur komið fram, ekki mikill munur á þeim. Liðin eru að ná ágætis spilum en marmennirnir eru gífurlega vel verndaðir, báðum megin.
24. mín
Held það sé nokkuð ljóst að það verða ekki mörg mörk í þessum leik. Liðin gefa ekki mörg færi á sér og virðast þau jöfn að getu.
21. mín
Jói Berg með góða fyrirgjöf sem Kadar nær að skalla í burtu. Mesta hættan hjá Íslendingum hefur verið eftir fyrirgjafir.
18. mín
Raggi sig mættur að koma stórhættulegri fyrirgjöf í horn. Ungverjaland verið aðeins betri aðilinn hingað til.
17. mín
Aron Einar fær skot frá Dzsudzkak beint í magann. Rosalega fast skot sem hefði verið hættulegt, hefði fyrirliðinn ekki tekið eitt fyrir liðið. Þvílíkur maður.
14. mín
Priskin skallar aukaspyrnu yfir markið. Engin svaka hætta þarna.
14. mín
Ekki mikið um opnanir hingað til í leiknum. Ungverjar aðeins meira með boltann en ekki gert Hannesi lífið erfitt.
12. mín
Fín sókn Ungverja endar með fyrirgjöf frá Stieber sem Hannes grípur örugglega.
10. mín
Fyrsta alvöru færið er Íslendinga. Jón Daði í mjög fínu skallafæri en skallinn fer yfir markið. Fín fyrirgjöf og gott flikk bjuggu þetta til.
9. mín
Hættuleg hornspyrna frá Gylfa sem Ungverjar rétt ná að koma í burtu.
8. mín
Allt annað að sjá stúkuna núna. Blái liturinn töluvert meira áberandi en í byrjun leiks. Jafn leikur svona í uppphafi annars.
4. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri sem Birkir Már gerir vel í að skalla frá. Ungverjar meira með boltann í upphafi.
3. mín
Ungverjar nálægt því að komast upp hægri vænginn en Raggi Sig var mættur að bjarga málunum.
1. mín
Dómari leiksins dæmdi leik Íslands og Sviss í undankeppni HM þar sem Jói Berg skoraði þrennu. Góðar minningar.
1. mín
Leikurinn er kominn af stað! Ísland byrjar með boltann. Koma svo!!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir komnir. Gæsahúðin upp á 10. Á meðan voru stuðningsmenn Ungverja mættir með blys upp í stúku á meðan þjóðsöngvurinn var í gangi. Hvernig kemst þetta inn á völlinn!? Mynd af þessu má sjá hér að ofan.
Fyrir leik
Þjóðsöngvar. Allir að standa upp.
Fyrir leik
Liðin eru að koma inn á völl. Fleiri og fleiri Íslendingar komnir í stúkuna og heyrist meira og meira í þeim. Allt að koma.
Annars er það að frétta að ég verð orðinn heyrnalaus í hálfleik.
Fyrir leik
Byrjuð sýningin góða á vellinum. Risa búningar beggja liða á vellinum og fólk í miklu stuði.
Fyrir leik
Væri ofboðslega gott að ná marki inn snemma og þagga niður í þessum ungversku áhorfendum. Heyrist töluvert hærra í þeim en þeim íslensku eins og er.
Fyrir leik
Styttist í dansatriði og þjóðsöngva.
Fyrir leik
Á meðan er röðin víst skelfilega löng fyrir utan völlinn og gengur rosalega hægt. Vonum að sem flestir komist inn áður en að leikurinn byrjar, sem er eftir korter. Liðin eru kominn inn í búningsklefa og er einhver eðal ræða frá Lagerback í gangi núna.
Rosalegt sem maður er spenntur.
Fyrir leik
Voru víst einhver læti fyrir utan völlinn. Stuðningsmenn Ungverja voru að slást og með sprengjur eða flugelda. Eins og sjá má á tístinu hér að neðan voru sumir stuðningsmenn Íslands of hræddir til að mæta á leikinn og snéru við.
Fyrir leik
Þarna! Stuðningsmenn Íslands vakna og hrópa Ísland, Ísland! Ánægður með þetta.
Annars er það að frétta af leikmönnum að þeir eru að hita upp á fullu. Ekki nema 20 mínútur í þennan rosalega mikilvæga leik. Það væri svo endalaust gaman að fá þrjú stig hérna.
Fyrir leik
Mjög mikið af lögreglumönnum með skjöld og aðrir í gæslu fyrir framan stuðningsmenn Ungverja. Nánast engin gæsla fyrir framan stuðningsmenn Íslands.
Fyrir leik
Algjör gæsahúð að vera á vellinum núna. Ótrúleg læti. Stuðningsmenn Ungverja eru alveg trylltir.
Mér var sagt að passa mig á Ungverjum í svörtum bolum, þeir eru víst gallharðir og oft með læti og leiðindi. Öll fremsta röðin hjá Ungverjum er í svörtu bolunum.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Ungverja næstum búnir að fylla sinn part af vellinum. Íslendingarnir aðeins lengur á leiðinni.
Fyrir leik
Allt orðið klárt í lýsingunni. Liðin komin inn, allt til alls eins og maðurinn sagði.
Rétt í þessu voru Íslendingarnir að syngja ferðalok. Nú eru þeir ungversku að syngja sitt stuðningsmannalag sem er í hressari kantinum.
Fyrir leik
Ég er mættur á völlinn og þvílík læti sem voru í stuðningsmönnum Ungverja. Hef aldrei á ævinni heyrt annað eins.
Fyrir leik
Þá er íslenska liðið komið og er engin breyting á liðinu. Til hvers að breyta einhverju sem virkar.
Fyrir leik
Ísland getur farið langt með að tryggja sér í 16 liða úrslitin með því að ná úrslitum í kvöld. Ruglaða afrekið sem það væri.
Fyrir leik
Nú styttist í byrjunarliðin. Við spáum sama byrjunarliði og gegn Portúgal enda engin ástæða til að breyta einhverju sem virkar.
Undirritaður er kominn langt með að fá magasár úr spennu. Klukkutími og korter í leik.
Fyrir leik
Flestir spáðu því að þetta yrði algjör lykilleikur fyrir íslenska liðið þegar dregið var í riðla. Fólk er almennt mjög bjartsýnt fyrir leikinn en Ungverjarnir eru aftur á móti með rosalega gott lið sem ber að varast.
Fyrir leik
Árið 2010 mættust Svíþjóð og Ungverjaland í undankeppni HM en Lars Lagerback var þáverandi þjálfari sænska liðsins. Svíðjóð vann báða leikina, 2-1.
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta skipti sem Ungverjar spila á EM síðan 1972 og fyrsta skipti sem þeir eru á stórmóti síðan 1986.
Fyrir leik
Ungverjar fóru illa með Ísland í síðasta leik en hann var árið 2011 í Budapest. Leikurinn endaði 4-0 og Balázs Dzsudzsák, núverandi fyrirliði liðsins skoraði eitt markanna.
Fyrir leik
Séu vináttuleikir taldir með hafa liðin mæst tíu sinnum. Ísland hefur unnið þrjá og Ungverjar sjö.
Fyrir leik
Liðin hafa alls mæst sex sinnum í undankeppni fyrir stórmót. Ísland vann fyrstu þrjá leikina á meðan Ungverjaland vann næstu þrjá þar á eftir.
Fyrir leik
Ungverjar hafa unnið Ísland í síðustu fimm skiptum sem liðin hafa mæst.
Fyrir leik
Ísland mætir þá Ungverjum í 2. umferð á EM í Frakklandi. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið frábæra gegn Portúgal á meðan Ungverjar unnu góðan sigur á Austurríki, 2-0.
Fyrir leik
Gleðilegan og góðan daginn lesendur kærir. Hér verður önnur veisla beint frá Marseille.