Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
2
1
Austurríki
Jón Daði Böðvarsson '20 1-0
1-0 Aleksandar Dragovic '37 , misnotað víti
1-1 Alessandro Schöpf '61
Arnór Ingvi Traustason '90 2-1
22.06.2016  -  16:00
Stade de France
EM 2016
Aðstæður: Tæplega 30 stiga hiti á stórkostlegum velli.
Dómari: Szymon Marciniak (Pólland)
Áhorfendur: 77.000
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('86)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('80)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
22. Jón Daði Böðvarsson ('71)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Sverrir Ingi Ingason ('86)
6. Hjörtur Hermannsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
20. Emil Hallfreðsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('80)
22. Eiður Smári Guðjohnsen
23. Hörður Björgvin Magnússon
25. Theodór Elmar Bjarnason ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ari Freyr Skúlason ('36)
Kolbeinn Sigþórsson ('51)
Kári Árnason (f) ('78)
Hannes Þór Halldórsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍSLAND VINNUR LEIK Á STÓRMÓTI Í FYRSTA SKIPTI OG FÁ ENGLAND Í 16 LIÐA ÚRSLITUM Á MÁNUDAGINN Í NICE. (STAÐFEST)
90. mín MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!!1

Þvílík og önnur eins snilld. Þvílík vitleysa. Þvílíkt lið.

Austurríki hendir öllum fram og fá það í bakið. Theodór Elmar fer upp allan völlinn og á fyrigjöf á Arnór Ingva sem klárar vel. JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!

Ég táraðist við þetta og ég skammast mín alls ekki fyrir það.
90. mín
Austurríki fær horn og Almer er kominn fram.
90. mín
Ekki mikið eftir af uppbótartímanum. Ísland fær markspyrnu. Þetta hlýtur að koma hjá okkur.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Við erum fjórum mínútum frá sæti í 16 liða úrslitum.
90. mín
Ein mínúta eftir af venjulegum leiktíma. Austurríki sækir. Við verjumst grimmilega
86. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Það á að pakka. Vona svo rosalega, innilega, svakalega að það virki bara. Fjórar eftir af venjulegum leiktíma.
85. mín
Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma. KOMA SVO. Við nennum ekki bulli núna. Klárum þetta!
82. mín Gult spjald: Hannes Þór Halldórsson (Ísland)
Fyrir að tefja.
81. mín
Arrnór Ingvi, nýkominn inná, liggur nú eftir. Höfuðhögg. Lítur ekkert alltof vel út. Hinteregger liggur líka.
80. mín
Alaba með aukaspyrnu af tæpum 30 metrum sem Hannes slær yfir.
80. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Kolbeinn búinn að vera virkilega duglegur og Arnór fær sínar fyrstu mínútur á mótinu.
78. mín Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
Fór of harkalega í skallaeinvígi við Alaba.
78. mín
Inn:Jakob Jantscher (Austurríki) Út:Markel Sabitzer (Austurríki)
Síðasta skipting Austurríkis.
75. mín
Theódór Elmar með fyrirgjöf sem fer í hendina á Florian Klein. Hefði alveg getað fengið víti þarna.
73. mín
Janko skallar fyrirgjöf frá Fuchs langt framjá. Um 20 mínútur eftir með uppbótartíma.
72. mín
Schöpf í frábæru færi en Hannes ver stórglæsilega.
72. mín
4-3-2-1 uppstilling hjá Íslandi núna. Kolbeinn einn frammi.
71. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Frábær leikur hjá Jóni Daða en hann var orðinn þreyttur eftir mikil hlaup.
71. mín Gult spjald: Marc Janko (Austurríki)
Togaði hressilega í Ragga þegar Austurríki sótti.
70. mín
Austurríki heldur bara áfram að pressa og sækja. Andi hræddur um að þetta endi ekki vel með þessu áframhaldi.
69. mín
Marc Janko í góðu færi en boltann fer rétt framhjá. Um 20 mínútur eftir sem er alltof mikið.

65. mín
Falleg sókn, Birkir á sendingu á Jón Daða sem leggur hann á Gylfa sem á skot úr fínu færi en Almer nær að verja. Loksins íslensk sókn.
65. mín
Marko Arnautovic fer á vörnina og á skot langt framhjá. Enn liggur á okkur.
64. mín
Marko Arnautovic í fínu færi en Raggi truflar hann nógu mikið og hann missir boltann útaf.
62. mín
Endurtekið efni hjá Íslandi. Falla of langt til baka. Við erum hins vegar ennþá í 16 liða úrslitum fari þetta svona.
61. mín MARK!
Alessandro Schöpf (Austurríki)
Austurríkismenn bruna í sókn hinum megin og Schöpf fer illa með vörnina og nær að skora.
60. mín
Flott spil endar með að Gylfi á skot úr fínu færi en í varnarmann. Gylfi fær svo boltann aftur í sig og í markspyrnu.
59. mín
Arnautovic brýtur á Birki Bjarna. Hvernig hann er ekki kominn með gult er furðulegt. Hann virðist hins vegar vera að pirrast meira og meira.
57. mín
Jón Daði með skemmtileg tilþrif, heldur aðeins á lofti og á svo skot naumlega yfir.

55. mín
Alessandro Schöp með fast skot sem Hannes gerir mjög vel í að grípa.
54. mín
Það hefur legið rosalega á okkar mönnum í seinni hálfleik. Sókn eftir sókn hjá Austurríki. Hættulegt og leiðinlega endurtekið efni.
53. mín
Kári Árna bjargar eftir að Austurríkismenn komust í sókn. Kári er búinn að eiga magnaðan leik hingað til.
51. mín Gult spjald: Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Fór upp í skallaeinvígi og virtist fara með hendurnar eitthvað í Baumgartlinger.

Mögulega réttur dómur en Arnautovic hefði þá átt að fá eitt í fyrri hálfleik fyrir verra brot.
50. mín
Sabitzer reynir skot frá horni vítateigsins en það fer framhjá.
49. mín
Gylfi kemst í fínt færi en skotið hans með vinstri fer rétt framhjá. Klobbaði Baumgartlinger illa þarna.
48. mín
Ari næstum búinn að gefa annað víti. Brýtur á Sabitzer en sem betur fer er ekkert dæmt. Dómarinn hefði rosalega auðveldlega getað dæmt annað víti þarna.
47. mín
Fuchs nær skoti eftir hornið en það fer í Ragga.
47. mín
David Alaba er í frábæru færi, tekur skotið en Kári Árnason mætir og kemur boltanum yfir. Þvílíkur varnarleikur hjá Kára.
46. mín
Fyrsta færið í seinni hálfleik er okkar. Kári Árnason flikkar löngu innkasti á Birki Bjarna sem er í erfiðu færi og skýtur yfir.

46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Ísland var 39% með boltann í fyrri hálfleik. Kannski ekkert stórkostlegt en bæting frá síðustu leikjum. Þurfum bara að passa okkur að falla ekki of mikið til baka. Austurríki fékk sín færi eftir að það fór að gerast og Ungverjar skoruðu markið sitt eftir svoleiðis. Vonandi höfum við lært af því.

Koma svo! 45 mínútur í 16 liða úrslitin.
45. mín
Inn:Alessandro Schöpf (Austurríki) Út:Sebastian Prödl (Austurríki)
Tvöföld breyting hjá Austurríki í hálfleik. Vonum að það skili ekki neinu.
45. mín
Inn:Marc Janko (Austurríki) Út:Stefan Ilsanker (Austurríki)
45. mín
Hálfleikur
Við erum yfir í hálfleik. Það er bara þannig. Þetta er svo ólýsanlega ótrúlega æðislegt. 45 mínútum frá sæti í 16 liða úrslitunum.
45. mín
Bara uppbótartíminn eftir í fyrri hálfleik. Ekkert rugl núna!
44. mín
Ísland fær innkast á sama stað og þegar þeir skoruðu áðan en Ilsanker nær að skalla frá.
42. mín
Hinteregger skallar hornspyrnu rétt framhjá.
42. mín
Julian Baumgartlinger með skot af löngu færi sem Hannes gerir virkilega vel í að slá yfir.
40. mín
Ari Freyr brýtur af Baumgartlinger. Verður að passa sig, á spjaldi.
40. mín
Það væri svo afsaplega gott að vera marki yfir í hálfleik. Fimm mínútur eftir. Koma svo!

38. mín
Birkir Bjarna skorar eftir sendingu frá Jóhanni Berg en hann var ranstæður. Réttur dómur.
37. mín Misnotað víti!
Aleksandar Dragovic (Austurríki)
Aleksandar Dragovic SKÝTUR Í STÖNGINA ÚR VÍTINU!!!!! JÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!

Þetta er svo gaman. Þetta er svo rosalega, rosalega gaman.
36. mín Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Austurríki fær Víti. Ari Freyr talinn hafa togað Alaba niður.
35. mín
Mjög löng sókn Austurríkis endar með skoti sem fór í Kára og aftur fyrir, horn.
32. mín
Sókn hjá Austurríki endar með að fyrirgjöf Klein fer aftur fyrir.

30. mín
Arnautovic í góðu skallafæri eftir sendingu frá Baumgartlinger en hann skallar yfir. Austurríki byrjað að skapa sér fleiri færi núna.
29. mín
Arnautovic með hörkuskot innan teigs en Hannes gerir sér lítið fyrir og grípur bara boltann. Fáranlega vel gert.
28. mín
Arnauntovic virtist fara með olnbogann hressilega í Kára Árna. Heppinn að fjúka ekki útaf þarna. Dómarinn lætur aukaspyrnu nægja.

25. mín
Íslenska liðið búið að færa sig svolítið lengra til baka eftir að hafa komist yfir. Vonum að það endi ekki illa.

23. mín
Julian Baumgartlinger á skot rosalega langt framhjá af löngu færi.

21. mín
Við erum á leiðinni í 16 liða úrslitin eins og staðan er núna. Ungverjar líka yfir á móti Portúgal svo við erum í 2. sæti eins og er og munum mæta Englandi í næstu umferð.
20. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Stoðsending: Kári Árnason (f)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!!!!!!

Þvílíkur tími til að koma með þitt annað landsliðsmark.
Kári Árnasoon flikkar löngu innkasti Arons fyrir fætur Jóns Daða sem klárar fáranlega vel af stuttu færi.

ÍSLAND 1 - 0 Austurríki. Guð minn góður JÁ!!

17. mín
Arnautovic nálægt því að komast í færi en tekur lélega snertingu og missir boltann útaf.
15. mín
Íslendingar aftur nálægt því að skora. Gylfi tekur hornspyrnu sem endar í stönginni. Boltinn berst síðan á Kára, rétt utan teigs og hann á skot naumlega yfir.

14. mín
Ísland nær fínni sókn upp hægri vænginn en fyrirgjöf Birkis Más er ekki næglega góð. Fín spilamennska hjá okkar mönnum þegar þeir ná að sækja.
11. mín
Hannes.. Ekki gera svona.

Hann var svo ótrúlega nálægt því að gera verstu markmanns mistök þessa móts. Er voðalega slakur með boltann þegar Arnautovic pressar hann og nær af honum boltanum en Hannes rétt nær að bjarga eigin skinni þarna með tæklingu

Hársbreidd frá því að gefa Austurríki forystuna þarna.
9. mín
Alaba við það að komast í góða stöðu en Ari Freyr er vakandi og bjargar. Ísland töluvert meira með boltann í upphafi leiks en í hinum tveim leikjunum.

5. mín
Fín byrjun hjá Íslandi. Þeir ná að halda boltanum vel á milli sín og stuðningsmenn Austurríkis púa. Þeir þurfa auðvitað að vinna leikinn til að geta komist áfram.
2. mín
VÁÁÁÁ!! Ísland næstum með draumabyrjun.

Jóhann Berg tekur boltann utan teigs, lætur vaða og boltinn hafnar í slánni. Frábær tilraun og jesús hvað þessi hefði mátt liggja. Almer aldrei nálægt því að verja þetta.
1. mín
David Alaba spilar mjög framarlega á miðjunni. Virðist vera nokkurn vegin 4-3-3 kerfi hjá Austurríki.
1. mín
Koma svo, koma svo, koma svo!!

Austurríki byrjar með boltann.

Fyrir leik
Liðin komin á völlinn og allt er að verða klárt. Það er bara þannig. Ólýsanleg spenna í gangi.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir búnir. Skal glaður viðurkenna að tárin voru næstum byrjuð að renna þegar sá íslenski var leikinn og það tóku allir undir. NÆSTUM. Lofa því ekki að halda þeim inn í mér ef við komumst í 16 liða úrslit í dag.
Fyrir leik
Liðin eru að koma inn á völlinn og þjóðsöngvarnir fara að detta í gang. Þetta er bara að byrja. Ég skelf og fæ bráðum magasár úr stressi og spennu.

Fyrir leik
Stade de France tekur tæplega 80.000 mans í sæti. Tæpt korter í leikinn og hann er næstum orðinn fullur. Hér sé stemning.
Fyrir leik
Korter í leikinn. Það fer að styttast í danssýninguna góðu. Væri alveg til í að vera fluga á veggnum í búningsklefa íslenska liðsins akkurat núna. Pep talk frá Lars Lagerback.
Fyrir leik
Það var reiknað með 10.000 íslendingum í dag og 30.000 frá Austurríki. Hingað til heyrist bara alls ekkert minna í stuðningsmönnum Íslands.


Fyrir leik
Lið Austurríkis nú kynnt til leiks. Það er ekki nema rúmur hálftími í leik. Hjartað byrjað að taka auka slög. Þvílíkt kvöld sem þetta getur orðið.
Fyrir leik
Ferðalok komið í gang og það er vel tekið undir. Komin gæsahúð í mann. Þvílíkt og annað eins að vera komin í þessa stöðu. Stig og við erum í 16 liða úrslitum á stórmóti. Ótrúlegt.
Fyrir leik
Við viljum hvetja fólk til að vera með okkur á Snapchat. Addið notendanafninu fotboltinet ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Þar fáið þið stemninguna sem er í París, beint í æð.
Fyrir leik
Röddin, Palli vallarþulur, er mættur að lesa upp lið Íslands. Einn hluti stúkunnar er einfaldlega haf af bláum treyjum og fagnar vel á meðan. Stórkostlegt.
Fyrir leik
Nú kemur restin af leikmönnunum og hitar upp, frábær stemning hérna, þrem korterum fyrir leik. Greinilegt að stuðningsmennirnir hafa lært af leiknum gegn Ungverjalandi og mætt mjög tímanlega. Frábært!
Fyrir leik
Markmenn liðanna eru mættir á völlinn og eru stuðningsmennirnir í keppni hver gerir meiri hávaða. Töluvert fleiri frá Austurríki hérna en íslensku stuðningsmennirnir eru frábærir.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið og er það óbreytt, eins og við var að búast.
Fyrir leik
Stæstu stjörnur liðanna, Gylfi Þór Sigurðsson og David Alaba spiluðu saman með Hoffenheim árið 2011.
Fyrir leik
Austurríki var stórkostlegt í undankeppninni, þeir spiluðu tíu leiki, unnu níu og gerðu eitt jafntefli.
Fyrir leik
Liðin hafa einu sinni verið saman í undankeppninni fyrir stórmót. Það var fyrir 27 árum síðan í undankeppni fyrir HM 1990. Liðin gerðu 0-0 jafntefli á Íslandi á meðan Austurríki vann 2-1 í Austurríki.
Fyrir leik
Liðin hafa þrívegis mæst og hefur Ísland aldrei náð að vinna Austurríki fram að þessu.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli síðast þegar þau mættust en það var vináttuleikur í Innbruck. Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í þeim leik.
Fyrir leik
Búið að vara við rigningu á meðan á leik stendur. Það er búið að vera sól og blíða í allan dag. Vonum að það verði bara þannig áfram.
Fyrir leik
Einn og hálfur tími í leik og stuðningsmenn Íslands eru mættir og byrjaðir að syngja. Svona á þetta að vera!
Fyrir leik
Komin all svakaleg spenna í fólkið hérna enda um þvílíkan stórleik að ræða. Við erum svo nálægt því að gera drauminn um sæti í 16 liða úrslitum að veruleika.

Ég er ansi ánægður með þá yfirmenn sem ákváðu að loka vinnustöðum fyrr til að fólk geti horft á leikinn.

Fyrir leik
Við hjá Fótbolta.net spáum því að byrjunarlið Íslands haldist enn og aftur óbreytt.

Erfiðara er að segja til um byrjunarlið Austurríkis en þeir hafa verið duglegir að rótera liðinu sínu.
Fyrir leik
Allir leikmenn Íslands eiga að vera heilir í dag. Aron Einar og Jón Daði, fóru útaf með smávægileg meiðsli gegn Ungverjum en þeir ættu að vera klárir í dag.
Fyrir leik
Þegar þetta er skrifað eru tæpir tveir tímar í leik og fólk byrjað að týnast á völlinn. Vonum að stuðningsmenn hafa farið eftir fyrirmælum, mætt snemma og styðja strákana vel í upphitun. Það skiptir allt máli.
Fyrir leik
Aðstæður í París eru allar hinar bestu. Íslenskir stuðningsmenn hafa verið að baða sig í 30 stiga hita fyrir leik.
Fyrir leik
Staðan í riðlinum er gríðarlega jöfn og getur íslenska liðið til dæmis lent í öllum sætum riðilsins eftir leikinn í dag.
Fyrir leik
Austurríska liðið hefur valdið vonbrigðnum hingað til og er með eitt stig eftir tap gegn Ungverjum og jafntefli á móti Portúgal.

Ísland er með tvö stig eins og líklegast allir sem lesa þetta vita, eftir jaftefli gegn Portúgal og Ungverjum.
Fyrir leik
Ísland og Austurríki mætast í dag í mikilvægasta leik sögunnar hjá íslenska liðinu. Nái liðið í jafntefli eða sigur er það komið í 16 liða úrslit á EM, ótrúlegur árangur ef hann næst.
Byrjunarlið:
1. Robert Almer (m)
3. Aleksandar Dragovic
4. Martin Hinteregger
5. Christian Fuchs
6. Stefan Ilsanker ('45)
7. Marko Arnautovic
8. David Alaba
14. Julian Baumgartlinger
15. Sebastian Prödl ('45)
17. Florian Klein
20. Markel Sabitzer ('78)

Varamenn:
12. Heinz Lindner (m)
23. Ramazan Özcan (m)
2. Gyoergy Garics
9. Ruben Okotie
10. Zlatko Junuzovic
11. Martin Harnik
13. Markus Suttner
16. Kevin Wimmer
18. Alessandro Schöpf ('45)
21. Marc Janko ('45)
22. Jakob Jantscher ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Marc Janko ('71)

Rauð spjöld: