Þróttur R.
0
5
Fjölnir
0-1 Birnir Snær Ingason '39
0-2 Birnir Snær Ingason '40
0-3 Martin Lund Pedersen '62
0-4 Þórir Guðjónsson '71 , víti
0-5 Þórir Guðjónsson '73
24.06.2016  -  20:00
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Léttur andvari og þungskýjað. Blautur völlur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Callum Brittain
8. Aron Þórður Albertsson
10. Brynjar Jónasson
11. Dion Acoff ('69)
14. Sebastian Steve Cann-Svärd
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
17. Ragnar Pétursson
18. Dean Lance Morgan Plues ('57)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
23. Aron Lloyd Green ('54)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Finnur Ólafsson ('54)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
6. Vilhjálmur Pálmason ('69)
20. Viktor Unnar Illugason
25. Kabongo Tshimanga
27. Thiago Pinto Borges ('57)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Lloyd Green ('48)
Ragnar Pétursson ('61)
Karl Brynjar Björnsson ('70)
Finnur Ólafsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
5-0 sigur Fjölnis staðreynd. Frábær leikur af þeirra hálfu en varnarleikur Þróttara skelfilegur.
90. mín
3 mín bætt við. En leikurinn í raun löngu búinn.
89. mín
Þórir hársbreidd frá því að fullkomna þrennuna en Arnar Darri ver vel í horn.
87. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
Fyrir brot eða kjaft, mögulega bæði.
86. mín
Thiago Borges með skot á markið en Tobias bjargar á línu.
84. mín
Þórir sækir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Þórir stillir boltanum upp og flýgur á hausinn í aðhlaupinu. Boltinn lengst yfir.
78. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Marcus Solberg (Fjölnir)
78. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Fjölnir gerir tvöfalda skiptingu. Martin Lund er klappaður af velli. Virkilega flottur leikur hjá honum.
73. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Martin Lund Pedersen
Fjölnir eru að slátra Þrótturum. Vinna boltann á miðjum vellinum. Martin Lund finnur Þóri sem leggur boltann auðveldlega framhjá Arnari Darra í markinu.
71. mín Mark úr víti!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þórir setur Arnar Darra í vitlaust horn og skorar auðveldlega í hægra hornið.
70. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Karl Brynjar er alls ekki sáttur með dóminn og sparkar boltanum í burtu. Fær gult spjald fyrir vikið.
70. mín
Fjölir fær vítaspyrnu. Solberg sleppur í gegn og ef tæklaður aftan frá.
69. mín
Inn:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.) Út:Dion Acoff (Þróttur R.)
69. mín
Dion Acoff setur boltann yfir eftir sendingu frá Thiago. Ágætis færi.
68. mín
Inn:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
62. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Martin Lund fær boltann í miðjum teignum eftir sendingu frá Birni Snæ. Martin skorar auðveldlega framjá Arnari Darra sem átti ekki séns.
61. mín Gult spjald: Ragnar Pétursson (Þróttur R.)
Ragnar fær gult spjald fyrir tæklingu á Mario. Hiti hefur færst í leikinn og liðin skiptast á að brjóta á hvor öðrum.
60. mín
Þróttarar eru að taka við sér. Tvær ágætis sóknir í röð en lítil hætta.
57. mín
Inn:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.) Út:Dean Lance Morgan Plues (Þróttur R.)
Þróttarar gera strax aðra skiptingu. Brasilíumaðurinn kemur inn fyrir Dean. Gregg er að hrista uppí þessu.
54. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Þróttur R.) Út:Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Aron Lloyd kemur af velli fyrir Finn. Líklega meiddur eftir samstuðið við Birni.
53. mín
Dion með skot fyrir utan teig beint í fangið á Þórði. Þróttarar undirbúa skiptingu.
48. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Aron Lloyd hefur fengið nóg af Birni Snæ og hendir sér í hættulega tæklingu. Báðir liggja eftir, Aron þó lengur en Birnir. Verðskuldað spjald.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
46. mín
Hálfleikur
Þróttarar eru komnir út, staðráðnir í að bæta fyrir fyrri hálfleikinn. Fjölnismenn eru ekkert að stressa sig.
46. mín
Hálfleikur
Jafnræði með liðunum sem skiptust á að sækja þar til Birnir Snær skoraði tvö mörk á tveimur mínútum. Það fyrra af dýrari gerðinni. Frábær hálfleikur hjá honum.
46. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks.
44. mín
Birnir Snær með frábæra fyrirgjöf sem Marcus Solberg skallar beint á markið. Arnar Darri nær að slá boltann yfir.
40. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Stoðsending: Marcus Solberg
BIRNIR SNÆR SKORAR AFTUR!!!! fær boltann á fjær og leggur hann framhjá Arnari Darra! 2 mörk á 2 mínútum!
39. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Stoðsending: Martin Lund Pedersen
VÁÁÁ!!!!! Birnir Snær með ótrúlegt mark. Fær boltann við vítateig og leggur hann gullfallega nánast í samúel!! sláinn inn! Óverjandi fyrir Arnar Darra!
36. mín
Fjölnir með dauðafæri. Martin Lund fær boltann eftir vesen í teig Þróttara en skotið beint í hné Arnars Darra.
29. mín
Karl Byrnjar vinnur boltann á miðjunni, losar boltann og æðir inní teig. Fær hann aftur og bombar í Þórð sem mætir vel. Skemmtilegur sprettur hjá fyrirliðanum.
25. mín
Dean Morgan lætur vaða af löngu færi en boltinn hátt yfir markið. Það hefur róast yfir leiknum.
18. mín
Köttarar í miklum meirihluta á vellinum. Nokkrir háværir stuðningsmenn Fjölnis þó mættir og láta vel í sér heyra.
15. mín
Opinn og skemmtilegur leikur. Bæði lið líkleg hér í byrjun leiks.
13. mín
Dion Acoff sleppur í gegn, Þórður ver úr þröngu færi. Dion tekur frákastið sjálfur og setur það í stöngina og framhjá. Besta færi leiksins til þessa.
12. mín
Martin Lund með skot á mark, frákast eftir skot Fjölnismanna. Arnar Darri blakar boltanum yfir.
9. mín
Þórir fellur í teignum og Fjölnir vilja víti. Erlendur er á öðru máli, réttilega.
7. mín
Ragnar Pétursson næstum sloppinn í gegn en Mario Tadejevic gerir vel og skýlir boltanum að Þórði í markinu
5. mín
Fjölismenn byrja betur, mikill kraftur í grafarvogsliðinu.
4. mín
Arnar Darri setur boltann beint til hliðar og í innkast úr markspyrnu. Kemur fyrir bestu menn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur er hafinn.
Fyrir leik
Liðin takast í hendur og allt orðið klárt. Stór leikur framundan fyrir bæði lið sem berjast á sitthvorum enda töflunar. Fjölnir getur mögulega komist á toppinn með sigri í dag
Fyrir leik
Þá styttist í leik, byrjunarliðin löngu klár og veðrið þokkalegt til knattspyrnuiðkunar. Léttur andvari og völlurinn blautur. Gætum átt von á rigningu.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik Þróttar og Fjölnis í Pepsi-deild karla.

Þróttarar eru með sjö stig í 11. sæti fyrir leikinn í kvöld en Fjölnir er með 16. stig í 2. sæti deildarinnar.
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
3. Daniel Ivanovski
5. Tobias Salquist
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic ('68)
9. Þórir Guðjónsson
10. Martin Lund Pedersen ('78)
18. Marcus Solberg ('78)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('78)
10. Ægir Jarl Jónasson ('78)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson ('68)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: