Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
1
0
Fylkir
Steven Lennon '52 1-0
24.06.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Smá gola en ágætis skjól á vellinum sem er aðeins blautur eftir rigningu fyrir leik.
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('75)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('90)
8. Emil Pálsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('75)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
4. Pétur Viðarsson ('75)
6. Sam Hewson
11. Atli Guðnason ('75)
17. Atli Viðar Björnsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('90)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kassim Doumbia ('72)
Bergsveinn Ólafsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-ingar landa erfiðum sigri gegn Fylki. Leikurinn ekki sá skemmtilegasti og augljós EM-þynnka yfir báðum liðum.

Skýrslan væntanleg innan tíðar.
90. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Steven Lennon (FH)
89. mín
Elís Rafn með fínt skot rétt yfir mark FH-inga.
89. mín
Nú eru FH-ingar farnir að tefja, Fylkismenn halda boltanum nánast alfarið.
84. mín
Fylkismenn færa sig ofar og ofar á vellinum og FH-ingum tekst ekki að ýta liði sínu upp. Tekst Fylkismönnum að stela stiginu hér í kvöld að hætti Ungverja?
83. mín
Atli Guðna kemst í ágætis færi en skot hans er beint á Ólaf Íshólm í markinu.
82. mín
Sító tók spyrnuna sjálfur og hefði betur sleppt því. Hún var hrein hörmung.
81. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Bergsveinn brýtur á Sitó sem hafði prjónað sig upp völlinn. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi FH.
77. mín
Lennon leggur boltann út á Hendrickx sem á fast skot í hægra hornið en Ólafur Íshólm var mættur til að bjarga málunum í markinu.
75. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Garðar ekki mikið gert í sóknarleik Fylkismanna.
75. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Bjarni búinn að eiga þokkalegan leik en hægði of oft á sóknaruppbyggingu liðsins.
75. mín
Inn:Pétur Viðarsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Serwy búinn að vera fínn í FH-liðinu
74. mín
Serwy með fína sendingu á Lennon sem kemur sér í gott færi en Tonci varnarmaður Fylkis kom sér fyrir boltann og hreinsaði frá.
72. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Brýtur á Alberti
71. mín
Bjarni Þór með fína sendingu á Þórarinn Inga en skot hans er hátt yfir markið. Skásta frá FH-ingum í langan tíma.
67. mín
Inn:Sito (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Nú ætlar Hemmi Hreiðars aðeins að hressa upp á sóknarleikinn, gestina vantar mark. Ásgeir Örn út af og Sitó inná.
64. mín
Rétt eins og í fyrri hálfleik dettur allur botn úr leiknum þegar aðeins líður á. Fylkismenn ná smá spilkafla sem endar undantekningalaust á skelfilegri sendingu.

Hjá FH-ingum er sóknaruppbyggingin allt of hæg og of margir leikmenn sem spila með bakið í mark andstæðinganna.
60. mín
FH-ingar vilja víti eftir að Lennon og Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, falla í grasið. Ekkert á þetta segir Valdi dómari.
59. mín
Jonathan Hendrickx með langt innkast inn í vítateig Fylkismanna sem Davíð Þór skallar að marki en Ólafur Íshólm á ekki í vandræðum með skotið.
57. mín
Bjarni Viðarsson fékk boltann í fínni stöðu rétt fyrir utan vítateig Fylkismanna með þrjá samherja með sér. Hann ákvað hinsvegar að taka arfaslakt skot sem endaði langt framhjá. Vond ákvörðun. Verra skot.
54. mín
Serwy galopnar vörn Fylkismanna með glæsilegri sendingu inn fyrir vörnina á Emil Pálsson sem átti ágætt skot en Ólafur Íshólm var á tánum í markinu og varði vel.
52. mín
Heimamenn hafa byrjað seinni hálfleikinn eins og þeir byrjuðu leikinn, mikið líf í þeim og nú uppskáru þeir mark.

Nú verða Fylkismenn að koma ofar á völlinn og þá opnast leikurinn vonandi meira.
52. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Lennon tekur aukaspyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir varnarvegginn og framhjá Ólafi Íshólm í markinu! FH-ingar komnir með forystuna.
50. mín
Andrés Már brýtur á Lennon þremur metrum fyrir utan vítateig.
46. mín
Dauðafæri, skot í stöng!

Seinni hálfleikur byrjar fjörlega, Lennon sleppur einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skot hans endar í innanverðri stönginni. Sannkallað dauðafæri!
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn hafinn
45. mín
Hálfleikur
Við það flautar Valdimar dómari til hálfleiks. Tíðindalítill hálfleikur að baki.

Heimamenn byrjuðu af krafti og sköpuðu sér góðar stöður á vellinum sem þeim tókst ekki að nýta sér. Fylkismenn áttu nokkra spretti en þeir voru fáir og stuttir.
45. mín
Oddur er staðinn á fætur og varð vonandi ekki meint af.
44. mín
Oddur Ingi liggur óvigur eftir í vítateig FH-inga eftir samstuð við að mér sýndist Böðvar Böðvarson.
43. mín
Fylkismenn að ná betri og betri spil köflum. Mögulega eru FH-ingar að teyma þá aðeins ofar á völlinn og opna svæði fyrir aftan vörnina.
41. mín
Stórhættulegt færi hjá Fylkismönnum. Ásgeir Örn með flotta sendingu á Albert Brynjar en skot hans er varið.
40. mín
FH-ingar mikið meira með boltann en það kemur lítið út úr því.
35. mín Gult spjald: Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Nokkuð ljót tækling hjá Ásgeiri á Bergsvein, verðskuldað gult spjald.
31. mín
Tómas Þorsteinsson með lúmskt skot en Gunnar Nielsen var svosem alltaf með það á hreinu og boltinn endar fyrir aftan markið.

En þetta er mikið skárra frá gestunum, eru að komast aðeins inn í leikinn.
30. mín
Fín sókn hjá Fylkismönnum. Albert Brynjar fær í tvígang séns á að senda boltann fyrir markið en fyrirgjafir hans vonlausar.
28. mín
Fylkismenn fá fyrstu hornspyrnu sína í leiknum en Doumbia stangar fyrirgjöfina auðveldlega í burtu.
27. mín
Leikurinn hefur róast töluvert síðustu mínútur, lítið að gerast.
21. mín
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, er líflegur á hliðarlínunni að vanda.

Þess má geta að Hermann stóð sig frábærlega í stuðningi sínum við íslenska landsliðið á EM. Var mættur til Marseille fyrir leikinn við Ungverja og virðist hafa keypt sér smá minjagrip, skartar í kvöld glæsilegri Marseille derhúfu.
19. mín
Enn er Þórarinn Ingi að skapa usla í kringum teig Fylkismanna, stórhætutleg fyrirgjöf frá honum en Hafnfirðingum tekst ekki að nýta sér hana.
15. mín
Emil Pálsson slapp í gegn um vörn Fylkismanna eftir flotta sendingu en skot hans alls ekki gott, beint á Ólaf Íshólm í marki gestanna.
11. mín
Boltinn datt fyrir Emil Pálsson, rétt fyrir utan teig, sem hamraði knöttinn en skot hans fór rétt yfir slánna.

Stórsókn FH-inga hlýtur að enda með marki.
10. mín
Þórarinn Ingi Valdimarsson spólar sig upp vinstri kantinn og á stórhættulega fyrirgjöf en enginn hvítklæddur náði til boltans.
7. mín
Enn og aftur álitleg sókn hjá FH-ingum, sem eru með tögl og haldir á leiknum, en arfaslök fyrirgjöf frá Jeremy Serwy.
5. mín
Bjarni Þór Viðarsson með stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna þar sem Steven Lennon var kominn einn á móti markmanni en Rúna Kristín Stefánsdóttir flaggar Lennon rangstæðan, réttilega sýndist mér.
2. mín
FH-ingar fá fyrsta horn leiksins. Serwy tók hornið sem endaði hjá Þórarni Inga en skot hans fór í varnarmann Fylkis.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Nú styttist all verulega í að leikurinn hefjist, liðin ganga út á völl í fylgd ungra iðkenda. Tvær mínútur í þetta.
Fyrir leik
Mætingin hefur ekki verið sérstök á Pepsi-deildar leikina sem fara fram í skugga Evrópumótsins, vonandi verður einhver bót á því hér í kvöld.

Fyrstur í stúkuna er Logi Geirsson, sjálf FH goðsögnin.
Fyrir leik
Gestirnir úr Árbænum gera ekki heldur neinar breytingar á liðinu sem tapaði 0-1 fyrir Víkingum frá Ólafsvík í síðustu umferð.
Fyrir leik
Hafnfirðingar gera enga breytingu á liði sínu, Jeremy Serwy er aftur í byrjunarliðinu á kostnað Atla Guðnasonar en hann kom inn í byrjunarliðið gegn Val í síðustu umferð og heldur sæti sínu.
Fyrir leik
Endilega verið með okkur á Twitter, merkið tíst ykkar með kassamerkinu #fotboltinet og þau bestu rata hingað í textalýsinguna.
Fyrir leik
Nú er um klukkustund til leiks og Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH er mættur út á völl og virðist vera að taka út ástandið á grasinu. Sýnist það fá fína dóma.
Fyrir leik
FH og Fylkir mætast í 9. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.

Hlutskipti liðanna á þessu tímabili er afar ólíkt, FH er á toppnum með 17 stig fyrir leikinn í kvöld en Fylkismenn eru án sigurs með tvö stig á botninum.

Fylkir er fimm stigum á eftir Þrótti R. og ÍA og þarf nauðsynlega á sigri að halda.
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og velkomin í beina textalýsingu á Fótbolta.net frá leik FH og Fylkis!
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('75)
16. Tómas Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('67)

Varamenn:
12. Lewis Ward (m)
4. Andri Þór Jónsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('75)
8. Sito ('67)
11. Víðir Þorvarðarson
16. Emil Ásmundsson
29. Axel Andri Antonsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ásgeir Örn Arnþórsson ('35)

Rauð spjöld: