Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
2
1
Leiknir R.
0-1 Kristján Páll Jónsson '49
Hlynur Atli Magnússon '70 1-1
Dino Gavric '76 2-1
Ingiberg Ólafur Jónsson '84
Ivan Bubalo '90
24.06.2016  -  18:00
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Laugardalsvöllur iðagrænn en lítur út fyrir að vera örlítið ójafn. Veðrið stillt.
Dómari: Tómas Orri Hreinsson
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
3. Samuel Lee Tillen
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('64)
8. Ivan Parlov
11. Ingólfur Sigurðsson ('90)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
18. Arnar Sveinn Geirsson
20. Hafþór Þrastarson ('34)
21. Indriði Áki Þorláksson
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
10. Orri Gunnarsson ('64)
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson ('34)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
23. Rúrik Andri Þorfinnsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ivan Parlov ('6)
Ingiberg Ólafur Jónsson ('42)
Ivan Bubalo ('77)

Rauð spjöld:
Ingiberg Ólafur Jónsson ('84)
Ivan Bubalo ('90)
Leik lokið!
2-1 sigur Framara staðreynd þar sem þeir komu til baka. Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
90. mín Rautt spjald: Ivan Bubalo (Fram)
ANNAÐ RAUTT! Bubalo og Óttar voru í kítingum og Bubalo hendir honum í jörðina. Beint rautt.
90. mín
Inn:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fram) Út:Ingólfur Sigurðsson (Fram)
Síðasta breyting Framara. Ingó lá í grasinu og fer meiddur af velli. Það bætast líklega við 2-3 mínútur vegna þessa.
87. mín
Halda Framarar út einum færri eða geta Leiknismenn fært sér liðsmuninn í nyt?
85. mín
OJBARA! Ingvar tekur spyrnuna og reynir að setja hana undir vegginn en hún er svo laus að þetta var nánast sending á varnarvegginn. Svona fer maður ekki með spyrnu á þessum stað!
84. mín Rautt spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Kristján Páll var kominn í gegn og fer framhjá Ingibergi sem stöðvaði boltann með hendi rétt utan teigs og fær því réttilega sitt annað gula spjald. Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir Leikni!
82. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
Fannar orðinn þreytulegur, fyrsta breyting gestanna.
78. mín
Núna eru dauðafærin hans Ólafs Hrannars heldur betur dýr. Geta Leiknismenn snúið þessu við að nýju?
77. mín Gult spjald: Ivan Bubalo (Fram)
76. mín MARK!
Dino Gavric (Fram)
Miðvörðurinn skorar! Fram skorar eftir skyndisókn í kjölfar hornsins. Leiknismenn voru manni færri þar sem Óttar Bjarni hafði farið meiddur útaf fyrir aðhlynningu. Framarar komast þrír gegn einum. Eyjólfur ver tvisvar frábærlega en miðvörðurinn skoraði í sinni annarri tilraun. Hrikalegur varnarleikur hjá Leiknismönnum!
74. mín
Skalli rétt framhjá eftir hornspyrnu Leiknis. Boltinn fór hins vegar af Leiknismanni svo önnur hornspyrna er dæmd.
73. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!! Atli Arnarson á aukaspyrnu frá vinstri sem Ólafur Hrannar skallar fyrir markið frá fjærstönginni þar sem Leiknismenn eru á markteig en ná ekki að pota honum inn. Boltinn berst aftur til Ólafs sem skýtur yfir metra frá marki!
70. mín MARK!
Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Stoðsending: Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur á frábæra sendingu úr aukaspyrnu á miðjum vallahelmingi Leiknis vinstra megin. Beint á kollinn á Hlyni sem skallar að marki þar sem Eyjólfur nær höndum til boltans en missir hann inn. Markvörðurinn hefði átt að gera betur þarna.
64. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Önnur breyting Framara.
61. mín
DAUÐAFÆRI! Flott skyndisókn hjá Leikni sem endar með sendingu Elvars á Ólaf Hrannar sem er einn gegn Layeni en skot hans á lofti með vinstri er alls ekki gott og fer beint í hendurnar á markmanninum.
56. mín
Það er meiri ákafi í mönnum nú í síðari hálfleik, lítur betur út eftir skelfilega leiðinlegan fyrri hálfleik.
54. mín
Layeni er virkilega öflugur í boxinu hjá Fram. Grípur allar fyrirgjafir og hornspyrnur sem nálægt honum koma.
53. mín
Bubalo í ágætis stöðu eftir sendingu frá Hlyn Atla en slæsar boltann í skoti frá vítateigslínu og það fer yfir.
52. mín
Úff! Ingólfur Sigurðsson á aftur skot, nú af um 20 metra færi sem fer rétt framhjá hægri stönginni.
49. mín MARK!
Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Atli Arnarson
Friðjón vann boltann á miðjum vellinum og átti frábæra sendingu á Atla á miðjunni sem sneri vel og skyndilega voru Leiknismenn komnir fjórir á þrjá. Atli hljóp í átt að vítateignum og gaf svo út á Kristján sem var aleinn hægra megin og kláraði fallega upp í þaknetið á nærstönginni. Frábært mark!
46. mín
Leiknismenn missa boltann klaufalega á miðjunni strax í byrjun. Ingólfur Sigurðsson fær boltann og þrumar rétt yfir markið af 25 metrum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Jæja, þá er leikurinn kominn af stað að nýju.
45. mín
Hálfleikur
Ég hef séð skemmtilegri hálfleiki, það verður að segjast.
44. mín
Friðjón Magnússon á skalla að marki eftir hornspyrnu en hann fer langt framhjá.
42. mín
Fyrirgjöf Atla Arnarsonar úr aukaspyrnunni er auðveldlega skölluð frá.
42. mín Gult spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Hárrétt, tók Elvar niður eftir að hann hafði klobbað hann og komist inn fyrir hann og geistist í átt að marki. Aukaspyrna á fínum stað fyrir Leikni.
40. mín
Ólafur Hrannar með fastan skalla eftir góða fyrirgjöf Eiríks frá hægri en hann fer rétt framhjá.
39. mín
Ingiberg Ólafur nálægt því að missa boltann undir pressu í öftustu línu en boltinn fer útaf af Elvari sem pressaði og Fram fær innkast.
36. mín
Framarar í færi hinu megin! Indriði dettur innfyrir en Óttar Bjarni á frábæra tæklingu þegar Indriði var kominn einn gegn markmanni!
35. mín
Ólafur Hrannar í ágætis færi eftir að Framarar höfðu misst boltann klaufalega á miðjunni. Hann datt inn fyrir og skýtur rétt framhjá.
34. mín
Inn:Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram) Út:Hafþór Þrastarson (Fram)
Hafþór varð fyrri hnjaski áðan og fer nú meiddur af velli.
28. mín
Fannar Þór fær boltann í fínni stöðu inni í teig Framara en innanfótarskot hans er laust og rúllar beint í hendur Layeni. Gott færi fer forgörðum hjá Leikni.
28. mín
Uppstilling liðana er eftifarandi:

Fram:
Bubalo
Indriði-Hlynur Atli-Ingólfur
Gunnlaugur-Parlov
Tillen-Gavric-Hafþór-Arnar Sveinn
Layeni

Leiknir:
Ólafur Hrannar
Elvar Páll-Atli-Kristján Páll
Fannar Þór-Daði
Kári-Friðjón-Óttar-Eiríkur
Eyjólfur
25. mín
Framarar fara upp í skyndisókn og eru fjórir gegn fjórum en Bubalo hékk allt of lengi á boltanum og drap tempoið svo ekkert verður úr því.
24. mín
Hornspyrnan fer beint í hendurnar á Layeni.
24. mín
Leiknir með fína sókn sem endar á fyrirgjöf Eiríks frá hægri en Framarar koma boltanum aftur fyrir. Hornspyrna.
17. mín
Hlynur Atli á ágætis skot rétt utan teigs eftir góðan undirbúning Indriða Áka. Það fer hins vegar beint á Eyjólf sem slær frá. Boltinn berst síðan til Gunnlaugs Hlyns sem á skot langt yfir.
15. mín
Það er ekki mikið í þessu sem stendur. Fram fengið eina almennilega færið og það var gefins frá Eyjólfi í Leiknismarkinu. Leiknismenn ekki átt skot að marki enn sem komið er.
10. mín
Ivan Bubalo á nú skot beint á Eyjólf eftir sendingu Indriða frá vinstri. Framarar að ógna.
9. mín
DAUÐAFÆRI! Eyjólfur gerir slæm mistök í marki Leiknis og missir auðvelda fyrirgjöf úr höndunum. Indriði Áki fær boltann á vítateigslínu með Eyjólf á bakvið sig en slakt skot hans fer beint í varnarmann.
6. mín Gult spjald: Ivan Parlov (Fram)
Pavlov fær réttilega gult spjald fyrir að fara með takkana í síðuna á Elvari Páli sem liggur eftir.
3. mín
Leikur heldur áfram og Hlynur kominn aftur inn.
2. mín
Hlynur Atli liggur á vellinum eftir samstuð og fær aðstoð sjúkraþjálfara.
1. mín
Leikur hafinn
Framarar hefja leik og sækja í átt að Þróttaraheimilinu.
Fyrir leik
Tómas Orri Hreinsson dæmir leikinn í dag en hann er fæddur árið 1991. Það verður gaman að fylgjast með hvernig honum tekst til í dag.
Fyrir leik
Tíu mínútur eru nú til leiks og leikmenn halda til búningsherbergja þar sem þjálfarar hafa tækifæri til að koma að lokaorðum sínum fyrir leik.
Fyrir leik
Framarar hafa ekki tapað leik frá því í fyrstu umferð en síðan þá hafa þeir gert þrjú jafntefli og unnið tvo. Þeir eru stigi á eftir Leiknismönnum og því má segja að um sex stiga leik sé að ræða.
Fyrir leik
Leiknismenn byrjuðu tímabilið af krafti og unnu fyrstu þrjá leiki sína. Síðan þá hafa þeir hins vegar ekki unnið leik og ekki skorað mark. Síðustu tveir leikir þeirra voru 0-4 tap gegn Grindavík og 0-2 tap gegn KA.
Fyrir leik
Leikmenn Leiknis hafa verið að hita upp í 5-10 mínútur núna þegar Framarar byrja að skottast út á völl.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Framarar gera tvær breytingar á sínu liði þar sem Arnar Sveinn Geirsson og Hafþór Þrastarson koma inn fyrir þá Ingiberg Ólaf Jónsson og Hauk Lárusson. Haukur fór meiddur útaf í síðasta leik Fram gegn Keflavík þann 12. júní síðastliðinn og hefur greinilega ekki enn jafnað sig á meiðslunum.

Leiknismenn gera hins vegar fjórar breytingar á sínu liði þar sem Eyjólfur Tómasson snýr aftur í markið hjá þeim. Þá koma inn þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson, Elvar Páll Sigurðsson og Friðjón Magnússon.

Fyrir þeim víkja Kristján Pétur Þórarinsson, Kolbeinn Kárason, Ingvar Ásbjörn Ingvarsson og Halldór Kristinn Halldórsson sem fékk rautt spjald í 0-2 tapi liðsins gegn KA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í textalýsingu frá leik Fram og Leiknis R. í 7. umferð Inkasso-deildarinnar sem fram fer á Laugardalsvelli.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Elvar Páll Sigurðsson
2. Friðjón Magnússon
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Atli Arnarson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
10. Fannar Þór Arnarsson ('82)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Kári Pétursson

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('82)
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon
25. Atli Freyr Ottesen Pálsson
25. Davi Wanderley Silva
27. Aron Rúnarsson Heiðdal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: