Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
0
4
Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen '37
0-2 Sandra Mayor '59
0-3 Andrea Mist Pálsdóttir '64
0-4 Natalia Gomez '80
25.06.2016  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Grátt yfir vellinum, smá gola. Ekki rigning, ennþá!
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('58)
3. Nótt Jónsdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('58)
18. Maggý Lárentsínusdóttir

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Guðrún Höskuldsdóttir ('58)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('58)

Liðsstjórn:
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn flautar leikinn af um leið og 90 mínúturnar birtust á klukkunni.
90. mín
Ég þakka samfylgdina í dag. Skýrslan kemur innan skamms!
88. mín
Þór/KA hársbreidd frá því að komast í 5-0! Sandra Stephany með glæsilega fyrirgjöf þar sem Sandra María Jessen nær skoti en Jeannette ver.
87. mín
FH stúlkur búnar að komast í tvö hálffæri hérna í restina.
82. mín
Aldís Kara með glæsilega fyrirgjöf en það var engin mætt til að pota boltanum inn.
80. mín MARK!
Natalia Gomez (Þór/KA)
MAAAAAAAAARK!!!

Þetta var klaufalegt, misheppnuð hreinsun hjá FHingum, endar hjá Nataliu sem skorar stöngin inn af löngu færi.
79. mín
Pirringurinn leynir sér ekki hjá FHingum, bæði innan vallar sem og utan. Vonandi ná stelpurnar að skapa sér eitthvað hér síðustu 10 mínúturnar.
76. mín
Natalia Esteva á sendingu eða skot, ég hreinlega veit ekki hvort þetta átti að vera. Boltinn hafnaði allavega útaf.
74. mín
Hornspyrna hjá Þór/KA, Guðný Árna dæmd brotleg fyrir utan teig og Þór/KA fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
72. mín
FH stúlkur halda áfram að berjast þrátt fyrir stöðuna.
64. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
MAAAAAAAAARK!!!

Loksins kom eitthvað upp úr hornspyrnu!! Andrea Mist skoraði eftir smá hálfkák sem varð inn í teignum eftir hornspyrnuna. Þór/KA virkilega sannfærandi þessa stundina!
59. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
MAAAAAAARK!!!!!

Sandra Stephany með frábært mark úr miðjum teignum! Hún er algjörlega búin að vera yfirburðar inná vellinum í dag.
58. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
58. mín
Inn:Guðrún Höskuldsdóttir (FH) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
FH gerir tvöfalda skiptingu.
57. mín
Jæja, annað horn hjá Þór/KA. Aftur ekkert að ske.
53. mín
Þór/KA fá horn sem ekkert kemur upp úr, þær verða að nýta þetta betur.
52. mín
Þór/KA stúlkur hafa yfirhöndina þessa stundina.
49. mín
Andrea Mist á frábæra fyrirgjöf inn í teig en Sandra Stephany rétt missir af boltanum, Sandra María nær honum þá aðeins fjær en hún á skot yfir markið.
46. mín
Þór/KA fá horn sem FH stúlkur hreinsa strax.
45. mín
FH stúlkur byrja með boltann í seinni hálfleik.
45. mín
Hafnfirðingar sem eiga eftir að kjósa geta slegið tvær flugur í einu höggi. Kosið inni í Kaplakrika og komið svo að horfa á seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi flautar til hálfleiks.
42. mín
FH stúlkur pressa ennþá stíft, það stíft að Nótt fékk dæmda á sig aukaspyrnu fyrir brot á Auroru eftir að hún var búin að spyrna boltanum í leik.
40. mín
Margrét Sif á fyrirgjöf sem fer svolítið langt inn í teiginn, Aldís Kara náði boltanum þó og reyndi skot sem endaði í hliðarnetinu.
37. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra Mayor
MAAAAAAAAAAARK!!!!

Glæsilega spilað hjá þessu Söndru-tvíeyki. Það kom fyrirgjöf sem Sandra María lét fljóta til Söndru Stephany, Sandra Stephany gaf þá á Söndru Maríu sem tók sér góðan tíma og kláraði síðan sannfærandi í fjær hornið.
35. mín
Vörn FHinga í vandræðum með að ákveða hver á að taka boltann, Sandra Stephany kom þá og dúndraði í átt að markinu. Boltinn fór rétt framhjá.
33. mín
Fh kemst í ágætisfæri og Viktoría Valdís á skot sem fer rétt framhjá.
29. mín
Þær fengu ekkert upp úr þessari hornspyrnu.
28. mín
Sandra María Jessen á skot sem Jeannette ver í horn.
23. mín
FH stúlkur pressa grimmt, þær hljóta að fá eitthvað út úr þessu ef þær halda áfram af sama krafti.
22. mín
Þór/KA fá aukaspyrnu á hættulegum stað, Natalia Esteva skýtur boltanum langt yfir markið.
18. mín
Andrea Mist á frábært skot en Jeannette nær að blaka boltanum yfir markið.
16. mín
Lillý Rut dæmd brotleg og FH stúlkur fá aukaspyrnu á góðum stað.

Rannveig átti síðan erfitt skot sem kom uppúr aukaspyrnunni.
12. mín
Þarna var Andrea Mist hársbreidd frá að skora. Þór/KA mjög öflugar þessa stundina.
10. mín
FH stúlkur fá þrjú innkast í röð mjög nálægt hornfána, ekkert þeirra nýtist nógu vel og boltinn endar hjá markverði Þórs/KA.
8. mín
Fá annað horn strax í kjölfarið sem FH-ingar hreinsa.
8. mín
Þór/KA fær horn eftir góða vinnslu upp völlinn.
5. mín
Sandra María Jessen fær sendingu inn í teig þar sem hún var galopin, leit vel út en hún var dæmd rangstæð.
4. mín
Þór/KA meira með boltann hérna í byrjun leiks, lítið um færi.
1. mín
Leikurinn er byrjaður, Þór/KA byrja með boltann og sækja í átt að Reykjanesbrautinni og FH stúlkur sækja í átt að iðnaðarhverfinu.
Fyrir leik
Liðin eru komin inná völlinn, þetta er að hefjast.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Fyrir leik
Jeannette Williams, markmaður FH stúlkna er búin að standa sig gríðarlega vel og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fjórum leikjum FH.

Hjá Þór/KA hefur Sandra María Jessen farið mikinn og skorað 3 mörk í fyrstu fjórum leikjunum, sem er einnig helmingur marka Þórs/KA.
Fyrir leik
Þór/KA stúlkur hafa aðeins unnið einn leik í fyrstu fjórum leikjum sínum og eru í 7. sæti með 5 stig.

Við hjá Fótbolta.net spáðum þeim 5. sætinu fyrir mót.
Fyrir leik
FH stúlkur eru búnar að koma flestum á óvart í byrjun móts.

Fyrir leik sitja þær í 4. sætinu með 7 stig en við hjá Fótbolta.net spáðum þeim 8. sætinu fyrir mót.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing úr leik FH og Þórs/KA.
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: