Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjarðabyggð
2
3
Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson '9 , víti
Jose Alberto Djalo Embalo '51 1-1
Víkingur Pálmason '59 2-1
2-2 Agnar Darri Sverrisson '85
2-3 Gunnar Örvar Stefánsson '88
25.06.2016  -  14:00
Eskjuvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn er ekki frábær en það er gott veður
Dómari: Hjalti Þór Halldórsson
Maður leiksins: Gunnar Örvar Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Emil Stefánsson
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Loic Mbang Ondo
8. Aron Gauti Magnússon
10. Jose Alberto Djalo Embalo
11. Andri Þór Magnússon
13. Víkingur Pálmason ('80)
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
22. Jón Arnar Barðdal
23. Haraldur Þór Guðmundsson ('65)

Varamenn:
4. Martin Sindri Rosenthal
5. Sverrir Mar Smárason
10. Fannar Árnason ('80)
13. Hákon Þór Sófusson ('65)
20. Brynjar Már Björnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jose Alberto Djalo Embalo ('80)
Emil Stefánsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þórsarar vinna þetta í lokinn á rosalegum leik.
93. mín Gult spjald: Emil Stefánsson (Fjarðabyggð)
88. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Þvílíkt mark og þvílík innkoma hjá Gunnari! Gunnar Örvar skorar með glæsilegri hjólhestarspyrnu sem fer í fjærhornið.
85. mín MARK!
Agnar Darri Sverrisson (Þór )
Stungusending inn leiðir til skots frá Þórsörum sem er varið. Boltinn hrekkur til Agnars Darra sem kemur boltanum í netið
85. mín
Löng sending fram á Jón Arnar hann leikur sér með boltann áður en hann kemur honum yfir á Embalo sem er einn og óvaldaður á fjærstöng. Embalo skýtur hins vegar yfir.
84. mín
Jónas Björgvin með enn eitt innkastið. Það fer yfir allan pakkann. Sveinn Sigurður kemur út og kýlir hann í burtu beint á Jóhann Helga sem skallar hann yfir Svein Sigurð. Boltinn er á leið í netið en Andri Þór er mættu á línuna til að bjarga.
81. mín
Þórsara fá innkast sem Jónas Björgvin tekur. Ondo skallar hann aftur út á Jónas Björgvin. Jónas Björgvin gefur hann aftur fyrir. Þar nær Gunnar Örvar til boltans og skallar hann niður fyrir Jóhann Helga sem skýtur yfir.
80. mín Gult spjald: Jose Alberto Djalo Embalo (Fjarðabyggð)
Embalo fær gult spjald fyrir klaufalegt brot.
80. mín
Inn:Fannar Árnason (Fjarðabyggð) Út:Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð)
79. mín
Jónas Björgvin á góða stungu inn fyrir á Gunnar Björgvin sem skýtur yfir einn á móti markverði.
76. mín
Þórsarar eru að setja mikla pressu á Fjarðabyggð núna. Það er mikið um háar sendingar fram á við sem Gunnar Örvar fleytir inn fyrir vörn Fjarðabyggðar. Þetta hefur skapað nokkur hættuleg færi en Þórsara hafa enn ekki náð að nýta sér þau.
71. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Þór ) Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
71. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Bjarki Aðalsteinsson (Þór )
69. mín
Aron Gauti á flotta stungu inn á Jose Embalo sem gefur hann fyrir. Þar bíður Jón Arnar Barðdal en Bjarki Aðalsteinsson kemst inn í sendinguna og setur boltann yfir markið.
68. mín
Þórsarar taka langt innkast. Boltinn endar hjá Ármanni Pétri rétt fyrir utan teig. Hann skýtur en skotið fer rétt framhjá.
66. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Þór )
Gauti Gautason fær gult spjald fyrir brot á Jose Embalo.
65. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Hákon Ingi Einarsson (Þór )
65. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð) Út:Haraldur Þór Guðmundsson (Fjarðabyggð)
Hákon Þór kemur inn fyrir Harald Þór. Hákon fer á hægri kant og Sveinn Fannar færir sig niður í bakvörð.
62. mín
Þarna var tækifæri fyrir Þórsara. Sigurður Marinó og Sveinn Sigurður eru í baráttu um boltann. Boltinn skoppar af Sveini til Sigurð. Hann er einn fyrir opnu marki en er alltof rólegur. Skotið er laust og Loic Ondo nær að renna sér fyrir boltann.
59. mín MARK!
Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð)
Stoðsending: Jón Arnar Barðdal
Fjarðabyggð er komið yfir! Jón Arnar Barðdal á frábæra sendingu yfir á Víking Pálmason sem cuttar inn á teiginn og skýtur í nærhornið.
57. mín
Fjarðabyggð fær hornspyrnu sem Jón Arnar tekur. Spyrnunar hans hafa ekki verið góðar hingað til. Nú drífur spyrnan yfir alla og endar sem markspyrna.
51. mín MARK!
Jose Alberto Djalo Embalo (Fjarðabyggð)
Stoðsending: Andri Þór Magnússon
Frábært mark! Andri Þór Magnússon á stungu inn á Jose Embalo sem leyfir boltanum að skoppa fram fyrir sig áður en hann þrumar boltanum niður í hornið á markinu
46. mín
Leikur hafinn
Seini hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Þór leiðir í hálfleik.
45. mín
Hættuleg sókn hjá Fjarðabyggð. Aron Gauti gefur boltann út á Jón Arnar Barðdal sem á flotta fyrirgjöf á Jose Embalo sem er í góðu færi en skýtur framhjá.
42. mín
Fjarðabyggð fær aukaspyrnu nálægt vítateig Þórs. Víkingur Pálmason tekur en skotið fer framhjá.
37. mín
Ótrúlegt að Þórsarar séu ekki búnir að skora aftur. Þeir sleppa í gegn þrír á tvo. Í staðinn fyrir að skjóta úr góðu færi ákveður Jóhann Helgi að gefa hann fyrir. Eftir viðkomu í varnarmann Fjarðabyggðar hrekkur boltinn til Reynis Más sem skýtur en það er varið. Boltinn hrekkur til leikmann Þórs sem skýtur í stöng fyrir nánast opnu marki.
36. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Jónas Björgvin tekur. Spyrnan er fín en Sveinn Sigurður ver vel.
35. mín
Þórsarar fá hornspyrnu. Spyrnan er góð en Sveinn Sigurður nær að kýla boltann glæsilega í burtu. Þórsarar fá annað horn en það verður ekkert úr því
34. mín
Þrátt fyrir yfirburði Þórsara hér framan af hefur Fjarðabyggð verið að komast í betri og betri færi.
33. mín
Flott fyrirgjöf hjá Fjarðabyggð endar hjá Aron Gauta sem er óvaldaður fyrir framan mitt markið en hann skallar framhjá.
32. mín
Varnarmenn Fjarðabyggðar hafa átt erfitt með að höndla pressuna frá sóknarmönnum Þórs hingað til og haf þess vegna ekki náð að byggja upp mikið spil. Þess í stað hefur verið mikið um háar sendingar fram.
30. mín
Fjarðabyggð fær hornspyrnu. Jón Arnar Barðadal tekur. Spyrnan er slök og kemst ekki framhjá fyrsta varnarmanni Þórs.
25. mín
Þór fær aðra hornspyrnu. Aftur tekur Jónas Björgvin. Embalo á í vandræðum með að koma boltanum í burtu og Þórsarar komast aftur inn í boltann og skjóta end skotið er framhjá.
23. mín
Flott sókn hjá Þórsörum. Hákon Ingi gefur hann á Reyni Má sem skýtur í fyrsta en boltinn fer rétt yfir.
22. mín
Þór fær hornspyrnu sem Jónas Björgvin tekur. Hún er góð en Ondo stekkur manna hæst til að skalla boltann í burtu.
20. mín
Annað langt innkast frá Loic Ondo. Boltinn dettur fyrir framan mitt markið en Þórsarar ná að koma boltanum í burtu
18. mín
Louc Ondo er mættur fram til að taka langt innkast. Þórsarar eru fyrri til boltans og skalla hann burt. Boltinn ratar til Emils Stefánssonar sem skýtur í varnarmann Þórs. Leikmenn Fjarðabyggðar heimta víti en fá ekki.
11. mín
Bekkur Fjarðabyggðar er ekki sáttur með frammistöðu dómarans hingað til og hafa látið það vel í ljós. Aðstoðardómarinn er mættur til að róa menn niður.
9. mín Mark úr víti!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Víti! Haraldur Þór brýtur af sér innan teigs. Jóhann Helgi sendir Svein Sigurð í vitlaust horn og skorar af öryggi.
7. mín
Dæmt brot á Reyni Má fyrir hættuspark þegar hann reyndi hjólhestarspyrnu eftir langt innkast frá Þór
7. mín
Þór fær aukaspyrnu nálægt miðjum vellinum. Spyrnan er góð og ratar á Reyni Má sem er í ágætu færi en hann nær ekki nógu góðum skalla en skallinn fer framhjá.
3. mín
Þór fær aukaspyrnu nálægt vítateig Fjarðabyggðar. Jónas Björgvin tekur spyrnuna en enginn Þórsari nær til botlans og Fjarðabyggð hreinsar frá
1. mín
Leikur hafinn
Þór byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að labba út á völlinn. Þetta er alveg að byrja.
Fyrir leik
Í síðustu 7 leikjum þessara liða sem spilaðir hafa verið á Eskifirði hafa bæði lið unnið 2. Hinir 3 enduðu sem jafntefli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Það er ein breyting á byrjunarliði Fjarðabyggðar frá tapinu gegn Selfossi. Sveinn Fannar Sæmundsson kemur inn fyrir Brynjar Má Björnsson.

Það eru tvær breytingar á byrjunaliði Þórs frá sigrinum gegn Hugin. Bjarki Aðalsteinsson og Reynir Már Sveinsson koma inn fyrir Kristin Þór Björnsson og Birki Heimisson sem skoraði eitt af mörkum Þórs í sigrinum gegn Hugin..
Fyrir leik
Síðasti leikur Þórsara fyrir EM-pásuna var á móti Huginn en sá leikur fór 2-1 fyrir Þór. Á sama tíma tapaði Fjarðabyggð fyrir Selfoss 2-1
Fyrir leik
Eftir sex umferðir situr Fjarðabyggð í 9. sæti með 6 stig en Þór er í 3 sæti með 13 stig
Fyrir leik
Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjarðabyggðar og Þórs á Eskjuvelli á Eskifirði
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
Reynir Már Sveinsson
3. Bjarki Aðalsteinsson ('71)
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('71)
12. Hákon Ingi Einarsson ('65)

Varamenn:
11. Kristinn Þór Björnsson ('71)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
21. Bergvin Jóhannsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('71)
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gauti Gautason ('66)

Rauð spjöld: