Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
3
0
Valur
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '23 1-0
Ana Victoria Cate '27 2-0
Harpa Þorsteinsdóttir '81 3-0
25.06.2016  -  16:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir ('83)
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry ('86)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('89)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('83)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('86)
24. Bryndís Björnsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Þóra Björg Helgadóttir

Gul spjöld:
Harpa Þorsteinsdóttir ('36)
Donna Key Henry ('59)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggum sigri Stjörnunnar lokið. Þriggja marka sigur staðreynd. Eftir að leið á seinni hálfleikinn var aldrei spurning hvort liðið færi með sigurinn úr þessum leik.

Viðtöl og skýrslan birtist seinna í dag.
89. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
89. mín
Inn:Laufey Björnsdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
86. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan) Út:Donna Key Henry (Stjarnan)
86. mín
Þórdís Hrönn með hörkuskot utan teigs en hárfínt yfir þverslánna.

Sandra virðist hafa snert boltann því Stjarnan fær hornspyrnu.
83. mín
Inn:Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur) Út:Rebekka Sverrisdóttir (Valur)
Ætli þetta sé ekki full seint hjá þjálfurum Vals?

Taka hægri bakvörðinn útaf og setja Kristínu upp á topp með Margréti. Þremur mörkum undir.
83. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Harpa er tekin útaf um leið og hún skoraði.
81. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Donna Key Henry
EN EKKI HVAÐ???

Eftir þungasókn Stjörnunnar sendi Donna fyrir á Hörpu sem var ein og óvölduð innan teigs og þrumaði boltanum í nærhornið.
80. mín
Hvað var Þórdís Hrönn að spá???

Kemst skyndilega ein innfyrir vörn Vals og er komin ein gegn en ákveður að renna boltanum til hliðar á Söndru. Það gekk ekki betur en svo að sendingin fór beint í fætur eina varnarmanns Vals innan teigs.
77. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Valur) Út:Hildur Antonsdóttir (Valur)
Hlín kemur inná með buff á hausnum. Frumlegt og skemmtilegt.
74. mín Gult spjald: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Brýtur á Elínu Mettu.
68. mín
Jenna McCormick misreiknar boltann heldur betur þegar hún ætlaði að skalla boltann í burtu, aftast í vörninni. Boltinn yfir hana en sem betur fer, náðu Valsstelpur ekki að refsa henni fyrir mistökin.
64. mín
Berglind Hrund með allt á hreinu í markinu og grípur fyrirgjöf Rúnu mjög vel, þrátt fyrir að Mist keyrir inní hana á sama tíma.
61. mín Gult spjald: Pála Marie Einarsdóttir (Valur)
Brýtur á Hörpu sem liggur eftir og virðist hafa fengið smá högg við þetta brot.

Stendur upp stuttu síðar og harkar þetta af sér.
60. mín
Mist Edvardsdóttir með skalla milli metrum framhjá fjærstönginni. Ágætis skalli eftir fyrirgjöf frá Elínu Mettu.
59. mín Gult spjald: Donna Key Henry (Stjarnan)
Braut á Vesnu við hliðarlínuna.
53. mín
Elín Metta með skot að marki en Berglind Hrund ver ágætlega.

Margrét Lára gerði vel, tók boltann niður og lagði boltann síðan til hliðar á Elínu sem náði ekki nægilega miklum krafti í skotið.
51. mín
Dauðafæri!

Stjarnan hefur sótt meira hérna fyrstu mínúturnar og nú fékk Harpa Þorsteinsdóttir færi innan teigs en þrumaði boltanum framhjá nærstönginni.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.

Engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Guðni Th. Jóhannesson forsætisframbjóðandi er mættur á leikinn á sjálfum kosningadeginum. Það kalla ég alvöru stuðningsmann!
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks.

Stjarnan er tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það verður að segjast að það sé gegn gangi leiksins. Stjarnan varla fengið færi í leiknum en samt tveimur mörkum yfir á meðan Valsstelpur hafa átt nokkrar sóknir en ekki enn reynt mikið á Berglindi í marki Stjörnunnar.
44. mín
Eftir hornspyrnuna frá Rúnu Sif var bjargað á línu.

Það skipti ekki máli, Sigurður var búinn að dæma brot á Val innan teigs.
44. mín
Margrét Lára tók vel við boltanum innan teigs, tók góðan snúning en á síðustu stundu náðu varnarmenn Stjörnunnar að hreinsa í horn.
41. mín
Það hefur lítið sést til Hörpu Þorsteinsdóttur í leiknum. En það er einmitt hennar helsta vörumerki, það er að vera ósýnilega á löngum köflum en skora samt sem áður nóg af mörkum eins og alvöru framherji.
40. mín
Katrín með fyrirgjöf en Sandra gerir vel og nær til boltans áður en Harpa gerir sig líklega innan markteigs.
36. mín Gult spjald: Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta spjald leiksins.
36. mín
Arfa slök spyrnan frá Þórdísi og Valsstelpur hreinsa í innkast.
36. mín
Ana Cate komin upp að endalínuna reynir að fara framhjá Elísu en hún nær til boltans og aftur fyrir fer boltinn.

Stjarnan fær hornspyrnu sem Þórdís Hrönn tekur.
33. mín
Það er ennþá líf í Valsstelpum en þær þurfa að fá mark sem fyrst. Þriðja markið í leiknum gæti skipt sköpum.
32. mín
Margrét Lára með skalla við markteiginn en framhjá fjærstönginni.

Dóra María hóf sóknina með sendinguna út á hægri kantinn, þaðan kom frábær fyrirgjöf frá Elínu Mettu inn í teig sem Margrét náði til en náði ekki að stýra boltanum á markið.
27. mín MARK!
Ana Victoria Cate (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
ANNAÐ MARK STJÖRNUNNAR Á FJÓRUM MÍNÚTUM!

Hægri bakvörðurinn Ana Cate sendi boltann innfyrir línuna eftir að Donna Henry sendi fyrir markið.

Sandra fór út í sendinguna en náði ekki til boltans og því var eftirleikurinn auðveldur fyrir Cate.
25. mín
Vesna Elísa með skot utan teigs en beint á Berglindi sem missti boltann en náði honum síðan strax aftur.

Margrét Lára ræðir við Vesnu sem vildi fá boltann innfyrir vörn Stjörnunnar.
23. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA???

Það virtist lítil sem engin hætta vera. Fyrirgjöf kom frá vinstri, Þórdís Hrönn skallar að marki Vals fyrir utan teig og Sandra virðist misreikna sig og hrasar og boltinn skoppar í netið. Ótrúlegt mark en það gildir jafn mikið og önnur og Stjörnustelpur því komnar yfir!
20. mín
Vá!!

Vel gert Elín Metta Jensen! Hún lék sér með boltann í átt að marki Stjörnunnar, fór framhjá varnarmönnum Stjörnunnar og sendi síðan boltann út í teiginn þar sem Vesna Elísa átti skot í stöngina og út.

Þarna skall hurð nærri hælum. Frábærlega gert hjá Jensen!
19. mín
Rólegt síðustu mínútur. Valur fengið nokkrar aukaspyrnur utan af velli en ekki náð að nýta sér þær almennilega.

Stjarnan sækir með hröðum sóknum en Elísa og Pála staðið vaktina vel í vörnunni hingað til.
12. mín
Dóra María með skot langt fyrir utan teiginn og skotið vel framhjá. Bjartsýnis skot en hví ekki að reyna?
10. mín
Harpa í baráttunni við Pálu Marie og reynir fyrigjöf en Pála gerir vel og rennir sér fyrir boltann.

Stjarnan fær sína fyrstu hornspyrnu.
7. mín
Önnur hornspyrna Vals og mikil hætta skapast við marklínuna. Stjörnustelpur alveg brjálaðar út í dómarann og vilja meina að brotið væri á Berglindi í markinu.

Valur fær aðra hornspyrnu og þá dæmir Sigurður Hjörtur strax aukaspyrnu á Hildi sem er utan í Berglindi.

Ásgerður Stefanía lét Sigurð heyra það hressilega og hann hefur ekki þorað öðru en að hlusta á fyrirliðann ógurlega.
4. mín
Elín Metta með skalla innan markteigs en yfir markið fer boltinn. Fínt færi eftir hornspyrnu frá Rúnu Sif.
4. mín
Hætta á ferð!

Rúna Sif með háa sendingu inn í teiginn, Berglind Hrund missir boltann úr höndum sér en á síðustu stundu er hreinsað í horn.
2. mín
Sandra Sigurðar. er í marki Vals.

Elísa Viðars. og Pála Marie eru í miðverðinum. Rúna Sif í vinstri bakverði og Rebekka í hægri.

Mist er á miðjunni ásamt Dóru Maríu og fyrir framan þær er Hildur Antonsdóttir.

Elín Metta er á hægri vængnum og Vesna á þeim vinstri. Fremst er síðan fyrir liðinn, Margrét Lára.
2. mín
Berglind Hrund er í marki Stjörnunnar.

Jenna McCormick og Anna maría eru í miðvörðunum. Ana og Kristrún í bakvörðunum.

Ásgerður Stefanía er á miðjunni ásamt Láru Pedersen. Katrín er fyrir framan þær.

Donna Henry er á hægri kantinum, Þórdís Hrönn á þeim vinstri og fremst er Harpa Þorsteinsdóttir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður.

Stjörnustelpur sækja í átt að Fjarðarkaup.
Fyrir leik
Það er ekki hægt að kvarta yfir umgjörðinni hér í Garðabænum og ég tala nú ekki um veðrið sem er hið fínasta.

Pétur Guðmundsson er varadómari og hann sér um að allt fari eftir settum reglum á hliðarlínunni.
Fyrir leik
Í liði Vals í dag eru þær Sandra Sigurðardóttir og Rúna Sif Stefánsdóttir en báðar léku þær með Stjörnunni í fyrra og hafa gert undanfarin ár.
Fyrir leik
Það er athyglisvert að segja frá því að Kristín Ýr Bjarnadóttir hitar upp í markmannstreyju en hún er samkvæmt mínum heimildum varamarkvörður Vals í sumar sem og sóknarmaður. Hún hefur skorað eitt mark í sumar.

Valur spilar með varalið í 1. deildinni undir nafni KH og geri ég fastlega ráð fyrir því að varamarkvörður Vals spili með KH og því er enginn varamarkvörður til taks í fjarveru Þórdísar Maríu Aikman sem er að fjölga mannkyninu.
Fyrir leik
Það er ferlega lélegt mæting verður að segjast 10 mínútum fyrir leik og liðin eru farin inn í klefa.

Ég tel þrettán áhorfendur í stúkunni og við erum að tala um stórleik í Pepsi-deildinni.
Fyrir leik
Hjá Stjörnunni kemur Kristrún Kristjánsdóttir inn í liðið í stað Guðrúnar Karítasar.
Fyrir leik
Ólafur Brynjólfsson þjálfari Vals stilir upp sama byrjunarliði og mætti Selfossi í bikarnum 11.júní. Þann leik vilja Valsmenn líklega gleyma sem allra fyrst.

Valsstelpurnar voru 2-1 yfir þegar venjulegum leiktíma var lokið en enduðu með því að tapa 3-2. Ótrúlegt!
Fyrir leik
Gleðitíðindi í herbúðum Vals að Arna Sif Ásgrímsdóttir er komin í leikmannahóp Vals og er á bekknum. Hún meiddist stuttu fyrir mót og hefur verið í endurhæfingu síðan. Greinilegt að það styttist í að honum snúi inn á völlinn.

Arna Sif kom til Vals frá Svíþjóð fyrir tímabilið.
Fyrir leik
Ágætt að benda áhugasömum um það að leikurinn er í beinni á Stöð2Sport.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru komin í hús.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Sigurður Hjörtur Þrastarson. Það er gaman að segja frá því að hann er einnig handknattleiksdómari.
Fyrir leik
Í röðum Stjörnunnar er Harpa Þorsteinsdóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með fimm mörk.

Hjá Val er Margrét Lára markahæst með tvö mörk. Tvær af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Það er engin vafi um það.
Fyrir leik
Þessum liðum voru spáð góðu gengi fyrir sumarið. Aðeins munar tveimur stigum á liðunum fyrir leikinn.

Stjarnan er á toppi deildarinnar með 10 stig en Valur í þriðji sæti með 8 stig.
Fyrir leik
Góðan daginn, velkomin í beina textalýsing frá Samsung vellinum þar sem Stjarnan og Valur eigast við í stórleik umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Hildur Antonsdóttir ('77)
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
14. Rebekka Sverrisdóttir ('83)
16. Rúna Sif Stefánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('89)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir ('89)
14. Hlín Eiríksdóttir ('77)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
30. Katrín Gylfadóttir

Liðsstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Gul spjöld:
Pála Marie Einarsdóttir ('61)

Rauð spjöld: