Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
2
1
England
0-1 Wayne Rooney '4 , víti
Ragnar Sigurðsson '5 1-1
Kolbeinn Sigþórsson '18 2-1
27.06.2016  -  19:00
Hreiðrið í Nice
EM 2016 - 16 liða úrslit
Aðstæður: 25 stiga hiti og völlurinn frábær
Dómari: Damir Skomina (Slóvenía)
Áhorfendur: 35000
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('76)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
22. Jón Daði Böðvarsson ('88)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
11. Alfreð Finnbogason
16. Rúnar Már Sigurjónsson
25. Theodór Elmar Bjarnason ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('38)
Aron Einar Gunnarsson (f) ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍSLAND ER KOMIÐ Í 8-LIÐA ÚRSLIT EFTIR SIGUR Á ENGLANDI (STAÐFEST)

ÞVÍLÍK STURLUN.
90. mín
ÉG ENDURTEK, ÞRJÁR MÍNÚTUR.
90. mín
Bara uppbótartíminn eftir. Þrjár mínútur.
88. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Jón Daði með stoðsendingu og ótrúlega baráttu.

Arnór Ingvi kominn inná, hann skoraði auðvitað á móti Austurríki eftir að hafa fengið svipað langan tíma inni á vellinum.
88. mín
Alltof fast frá Kane, beint í markspyrnu og ensku stuðningsmennirnir brjálast.
87. mín
England á aukaspyrnu utan af kanti sem Kane tekur.
86. mín
Inn:Marcus Rashford (England) Út:Wayne Rooney (England)
Hodgson bætir í sóknina.
85. mín
Lengstu mínútur ævi okkar, eru jú, einmitt næstu mínútur. Við erum alltof nálægt til að henda þessu frá okkur núna.
84. mín
Kári skallar hornspyrnu Jóa framhjá.
84. mín
FÆRI!!

Aron Einar brá sér í sóknarleikinn og komst í mjög fínt færi en Joe Hart ver skotið hans á nærstöngina vel. Hefði svo mikið getað orðið 3-1.
82. mín
Íslenska vörnin í smá basli þegar Ragnar Sigurðsson kemur og bjargar málunum. Ótrúlegur leikur hjá Ragga hingað til.
80. mín
TÍU MÍNÚTUR EFTIR AF VENJULEGUM LEIKTÍMA. Guð minn góður.
78. mín
Kane í góðu skallfæri eftir flotta sendingu frá Wilshere en hann skallar beint í fangið á Hannesi.
76. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Kolbeinn skoraði seinna markið og er búinn að berjast eins og óður maður, eins og venjulega. Klassi.

Jón Daði átti upprunalega að koma útaf en Kolbeinn bað up skiptingu. Vonum að hann verði í lagi.
75. mín
Sturridge á skalla sem er ansi laus og beint í fangið á Hannesi.

72. mín
Vá.

Falleg sókn Íslands endar með að Birkir Már ræðst á Danny Rose og tekur skot rétt yfir.
70. mín
BESTA TÆKLING EM HINGAÐ TIL (STAÐFEST)

Vardy er kominn í gegn í algjört dauðafæri en Raggi er mættur með stórkostlega tæklingu og étur hann. Vá! Take a bow, Ragnar Sigurðsson.
68. mín
Wilshere næstur til að taka skot af löngu færi sem hittir ekki markið. Þau hafa verið ansi mörg hjá Englandi í þessum leik
66. mín
Kane hittir boltann alveg ótrúlega illa og hann fer langt framhjá.
65. mín Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Braut illa á Alli um 30 metrum frá markinu. Kane gerir sig líklegan til að taka þessa spyrnu.
64. mín
Með uppbótartímanum er hálftími í að Ísland komist í 8-liða úrslit á kostnað Englendinga. Leiðinlega mikið eftir en þvilíkt rugl að vera að skrifa svona án þess að vera að skrifa skáldsögu.
62. mín
Birkir Bjarna við það að komast í fínt færi en hann er dæmdur brotlegur. Fór örlítið í Cahill sem var kominn í vandræði.
61. mín
Dele Alli fær fínt færi innan teigs en hittir boltann illa og fer hann yfir.
60. mín
Inn:Jamie Vardy (England) Út:Raheem Sterling (England)
Sterling fékk vítið en hefur þess fyrir utan lítið gert. Vardy kominn inná. Tveir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð saman frammi núna.
55. mín
ÞVÍLÍK TILÞRIF!!! Vá hvað þetta hefði mátt fara inn.

Smá skallatennis eftir hornspyrnu og boltinn dettur hjá Ragga Sig sem reynir hjólhestaspyrnu sem er því miður beint á Joe Hart. Fáranlega góð tilraun.
54. mín
England meira með boltann í upphafi seinni hálfleiks en engin alvöru færi ennþá.
51. mín
Harry Kane á lausan skalla í fangið á Hannesi.
50. mín
Jói Berg brýtur á Rose og England fær aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir fyrirgjöf.
47. mín Gult spjald: Daniel Sturridge (England)
Ari nær boltanum af Sturridge sem er ekki sérstaklega hrifinn af því og tæklar hann illa. Alltaf gult.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað.


Við erum 45 mínútum frá leik í 8. liða úrslitum EM á móti heimamönnum í Frakklandi á Stade de France. Bilun.
45. mín
Inn:Jack Wilshere (England) Út:Eric Dier (England)
Sóknarsinnuð miðjuskipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Lendum 1-0 undir eftir fjórar mínútur á móti Englandi í 16 liða úrslitum á EM. 14 mínútum seinna, komnir 2-1 yfir og þannig er staðan í hálfleik. Þvílíkt rugl en rugl sem við tökum alveg.
44. mín
Kyle Walker með fyrirgjöf á Wayne Rooney sem er í góðu færi en hittir boltann illa og skoppar hannn vel framhjá.
44. mín
Aron Einar mögulega kominn á síðasta séns. Braut af sér og hefði alveg getað fengið gult. Slóveninn sem er með flautuna góður við hann þarna.
44. mín
Daniel Sturridge reynir fyrirgjöf sem fer beint í fangað á Hannesi.
43. mín
Styttist í hálfleik. Mikið væri nú ef England væri bara ekkert að skora fyrir hálfleik. Koma svo!

40. mín
Jón Daði og Cahill fóru upp í skallabolta og liggur Jón Daði eftir. Fékk eitthvað höfuðhögg. Að sjálfsögðu stendur hann síðan aftur upp og heldur leik áfram.
38. mín
Kane tekur aukaspyrnuna á kollinn á Smalling sem var í rosalega góðu færi á fjær en hann hittir sem betur fer ekki markið.
38. mín Gult spjald: Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Brýtur af Danny Rose og fer síðan fyrir boltann þegar Rose reyndi að taka aukaspyrnuna hratt.
36. mín
Gylfi reynir nú skot af um 20 metrum sem er beint á Joe Hart sem grípur boltann.
35. mín
Wayne Rooney með skot af löngu færi sem fer rétt framhjá. Englendingar að fá mikið af skotfærum af þessu færi en það hefur engin rosaleg hætta skapast með þeim.
34. mín
Ari Freyr Skúlason með skot af um 30 metrum sem fer rétt framhjá. Fínasta tilraun.
31. mín
Alli fer niður innan teigs en ekkert dæmt. Fór mjög auðveldlega niður og hefði jafnvel verið hægt að spjalda hann fyrir dýfu.
30. mín
Hættuleg sókn Englands upp vinstri vænginn endar með að Hannes grípur fyrirgjöf Danny Rose.
28. mín
Þvílík varsla!

Harry Kane fær boltann innan teigs, nær föstu skoti á lofti en Hannes ver gríðarlega vel í horn.
27. mín
Englendingarnir ekki ógnað neitt sérstaklega mikið eftir að Ísland komst yfir. Maður er voðalega hrærður yfir þessu öllu og varla að trúa þessu ennþá.
23. mín
Joe Hart og Raggi sig fara upp í sama bolta og Raggi dæmdur brotlegur. Birkir fékk boltann í kjölfarið og setti hann hátt yfir. Sem betur fer fyrir Birki, var búið að dæma þar sem markið var opið.

19. mín
Tók okkur 14 mínútur að breyta 1-0 í 2-1 á móti Englandi í 16 liða úrslitum EM. Ekkert eðlilegt við það. Þvílíkt lið sem við erum með.
18. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Daði Böðvarsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!
Þvílíkt og annað eins spil. Sókn sem byrjar á hægri kantinum og einnar snertingar bolti endar með að Kolbeinn kemst í færi sem hann nýtir framhjá Joe Hart.

HVAÐA VITLEYSA ER ÞETTA. England 1-2 Ísland.
17. mín
Kane með skot af svipuðu færi og Alli rétt áðan. Fer nákvæmnlega eins rétt yfir.
15. mín
Dele Alli með hættulegt skot af löngu færi rétt yfir markið. Hefði orðið svakalegt mark.
13. mín
Rooney á hættulega hornspyrnu sem fer rétt yfir kollinn á Smalling sem var í góðri stöðu.
11. mín
Það liðu 34 sekúndur á milli markanna hjá Rooney og Ragga. 34 sekúndur gott fólk.
10. mín
Aron Einar brýtur á Sterling á miðjum vellinum og fær tiltal. Hann missir af leiknum gegn Frakklandi ef hann fær spjald og Ísland kemst áfram.

5. mín MARK!
Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Kári Árnason (f)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Hvaða rugl er þessi byrjun. VÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!

Aron Einar á langt innkast sem Kári flikkar á Ragnar sem skorar af stuttu færi. ÞVÍLÍKT SVAR!!! Ótrúlegt.
4. mín Mark úr víti!
Wayne Rooney (England)
Stoðsending: Raheem Sterling
Vítið alveg niðri og út við stöng. Hannes fór í rétt horn en átti ekki séns. Versta byrjun sem hægt var að hugsa sér.
4. mín
Rooney tekur.
4. mín
England fær víti. Hannes brýtur á Sterling innan teigs. Virkaði klárt brot.
3. mín
Sterling kemst í fína stöðu innan teigs en Birkir Már gerir vel í að kasta sér fyrir skotið hans.
2. mín
Fyrsta tilraun leiksins er komin. Daniel Sturridge á lélegt skot, langt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrsti leikur Íslands í útsláttarkeppni á stórmóti er kominn af stað. Dele Alli byrjar leikinn.
Fyrir leik
Þá er upphitunin búin. Næst á dagskrá. 16-liða úrslit EM. Við erum ekki södd og okkur langar bara alls ekkert heim.
Fyrir leik
Liðin að fara að koma inná, þjóðsöngvarnir að fara að hljóma og svo er það bara eitt. Stærsti leikur í sögu liðsins. Sex mínútur í það gott fólk. Sex mínútur í að Ísland spili við england í 16-liða úrslitum á EM.

Hver skrifaði þetta handrit?
Fyrir leik
Nú er það uppahald okkar allra. Dansinn frægi með risatreyjunum á vellinum. Tíu mínútur í leik og stressið, spennan og eftirvæntingin eru að ná hámarki. Koma svo!

Fyrir leik
Það er mikill raki í Nice eins og er og loftið virkilega heitt. Spurning hvort það hafi áhrif á hvernig leikurinn spilast.

Fyrir leik
Englendingar sungu áðan Football's coming Home á meðan Íslendingar syngja Ferðalok. Smá kökkur sem kom í hálsinn á manni við að hlusta á Íslendingana taka ansi vel undir. Um hálftími í leik.

Fyrir leik
Bæði lið eru nú komin út á völl og hita þau nú upp. Það varð allt vitlaust þegar íslenska liðið kom út á völl. Þeir verða kannski ekki sérlega margir, Íslendingarnir í stúkunni en vá, þeir eru háværir.
Fyrir leik
Íslenska liðið mun spila með sitt hefðbundna 4-4-2 leikkerfi.
Fyrir leik
England mun spila 4-3-3
Dier, Alli og Rooney á miðjunni á meðan Sturridge, Sterling og Kane eru fremstu menn.

Fyrir leik
Hannes Halldórsson, Birkir Már, Jóhann Berg, Birkir Bjarna, Kolbeinn, Kári og Ari eru allir á gulu spjaldi fyrir leikinn og missa af leiknum á móti Frökkum í 8-liða úrslitum, komumst við þangað og þeir fá gult spjald í kvöld.
Fyrir leik
Þá er textalýsingin orðin klár, lið beggja liða klár og nú er það bara að bíða. Tæpur klukkutími í þennan risastóra leik.
Fyrir leik
Klukkutími í leikinn og lætin í stuðningsmönnum Íslands eru rosaleg. Vá.
Fyrir leik
Þá er það endanlega orðið staðfest að byrjunarlið Íslands verður það sama og það hefur verið áður í keppninni.
Fyrir leik
Byrjunarlið Englands er komið og má sjá það hér til hægri.
Fyrir leik
Um einn og hálfur tími í leik og nú bíðum við bara eftir að byrjunarliðin koma.


Fyrir leik
Við höfum verið að tala við þekkta Englendinga í pressunni í dag. Menn eins og Danny Mills, Guy Mowbray og Phil McNulty hafa spjallað við okkur.
Fyrir leik
Þegar þetta er skrifað er ég mættur á völlinn. Venjulega stressið á leikdegi mætt. Þvílíkt kvöld sem er franundan.
Fyrir leik
Reiknað er með um 3000 stuðningsmönnum Íslands á leiknum í dag. Englendingar verða töluvert mikið fleiri en völlurinn tekur tæplega 35 þúsund manns.
Fyrir leik
Liðið sem vinnur leikinn í dag mætir Frökkum í 8-liða úrslitum.
Fyrir leik
Gylfi Sigurðsson spilaði með Kyle Walker, Danny Rose og Harry Kane hjá Tottenham.

Roy Hodgson var þjálfari Viking í Noregi þegar Birkir Bjarnason var þar. Birkir spilaði þó ekkert undir stjórn Hodgson.
Fyrir leik
England hefur ekki tapað síðustu sex leikjum. Af þeim hafa þeir unnið fjóra og gert tvö jafntefli.

England vann alla leikina í undankeppninni.
Fyrir leik
Liðin hafa hins vegar mæst tvisvar í vináttuleikjum. Árið 1982 mættust þau á Laugardalsvelli og fór 1-1. Paul Goddard skoraði fyrir England og Arnór Guðjohnsen fyrir Ísland.

Seinna skiptið var árið 2004 þegar England vann 6-1 í undirbúningi sínum fyrir EM 2004. Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu báðir tvö mörk í þeim leik.
Fyrir leik
Það er draumur margra að rætast í dag. Ísland spilar loksins við England í keppnisleik en það hefur aldrei gerst áður.
Fyrir leik
Ísland gerði jafntefli við Portúgal og Ungverjaland og unnu Austurríki og enduðu í 2. sæti í F-riðli, með fimm stig.

England gerði jafntefli við Rússa, unnu Wales og gerðu síðan jafntefli við Slóvakíu í síðasta leiknum í riðlakeppninni. Fimm stig eins og Ísland og 2. sæti í B-riðli staðreynd.
Fyrir leik
Ísland - England, 16-liða úrslt á EM. Þvílík veisla.
Fyrir leik
Gleðilegan dag kæru lesendur. Í dag er dagurinn sem við spilum í fyrsta skipti í útsláttarkeppni á stórmóti.
Byrjunarlið:
2. Kyle Walker
3. Danny Rose
5. Gary Cahill
6. Chris Smalling
7. Raheem Sterling ('60)
9. Harry Kane (f)
10. Wayne Rooney ('86)
15. Daniel Sturridge
17. Eric Dier ('45)
30. Dele Alli

Varamenn:
13. Fraser Forster (m)
23. Tom Heaton (m)
8. Adam Lallana
11. Jamie Vardy ('60)
12. Nathaniel Clyne
16. John Stones
18. Jack Wilshere ('45)
19. Ross Barkley
21. Ryan Bertrand
22. Marcus Rashford ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daniel Sturridge ('47)

Rauð spjöld: