Valur
6
1
Þór/KA
Elín Metta Jensen '9 1-0
Laufey Björnsdóttir '23 2-0
Elín Metta Jensen '52 3-0
Margrét Lára Viðarsdóttir '57 4-0
Elín Metta Jensen '78 5-0
Margrét Lára Viðarsdóttir '81 6-0
6-1 Margrét Árnadóttir '86
29.06.2016  -  16:30
Valsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Smá gola og rigning.
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Áhorfendur: Ca. 100
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('59)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
16. Rúna Sif Stefánsdóttir ('69)
22. Dóra María Lárusdóttir ('69)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
7. Hildur Antonsdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir ('59)
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('69)
30. Katrín Gylfadóttir ('69)

Liðsstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('40)
Pála Marie Einarsdóttir ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.

Öruggur 6-1 sigur Vals staðreynd í þessum leik. Óvænt úrslit, það verður að segjast en fyrir leikinn voru bæði lið jöfn á stigum!

Viðtöl og skýrslan úr leiknum kemur inn seinna í kvöld.
90. mín
Uppbótartíminn er í gangi. Nú mætti Óli Njáll fara flauta þetta af.
86. mín MARK!
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Varamaðurinn, Margrét Árnadóttir minnkar muninn fyrir Þór/KA eftir sendingu frá Huldu Ósk.

Hulda Ósk hefur verið ein af fáum leikmönnum Þórs/KA með lífsmarki í þessum leik.
82. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Síðasta skipting Þór/KA.
81. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Katrín Gylfadóttir
HVAÐ ER Í GANGI???

Katrín Gylfa. með þvílíkt skot langt fyrir utan teig, í þverslánna boltinn fer út í teiginn, beint á Margréti sem lætur vaða, framhjá Auroru í markinu!

6-0!!!
78. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Mist Edvardsdóttir
Elín Metta fullkomnar þrennuna sína!!!

Mist með frábæra sendingu upp völlinn, yfir varnarlínu Þórs/KA. Þar kom Elín Metta á hlaupinu og renndi boltanum framhjá Auroru í markinu.
73. mín
Mist með skalla eftir hornspyrnuna framhjá markinu. Engin hætta.
72. mín
Margrét Lára með skot beint úr aukaspyrnu sem Aurora ver í þverslánna og aftur fyrir!

Frábær spyrna frá Margréti Láru og frábær markvarsla frá Auroru!
69. mín
Inn:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
69. mín
Inn:Katrín Gylfadóttir (Valur) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Valur)
68. mín
Inn:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
67. mín
Enn ein fyrirgjöfin frá Rúnu Sif í leiknum, Elín Metta reynir skot að marki en í varnarmann og síðan reyndi Margrét Lára skalla að marki en náði ekki til boltans.

Það mætti halda að Valsstelpurnar væru helmingi fleiri en leikmenn Þór/KA á vellinum.
66. mín
Dóra María með skot innan vítateigs en framhjá markinu!

Valur liggur í sókn, hvað eftir annað. Þær gætu hæglega verið búnar að skora töluvert fleiri mörk hérna í dag.

Hvað er í gangi hjá Þór/KA ?
65. mín
Margrét Lára með skot innan teigs framhjá nærstönginni.
64. mín
Elín Metta í dauðafæri en Aurora ver vel af stuttu færi!

Margrét Lára með góða fyrirgjöf yfir á fjærstöngina þar sem Elín Metta var mætt en skot hennar beint á Auroru.
62. mín
Lillý Rut með skalla að marki en Sandra greip boltann auðveldlega.
60. mín
KLÚÐUR SUMARSINS!!!

Elín Metta ein gegn marki en hittir ekki á markið!

Aurora sparkaði í Kareni Nóa. sem endaði með því að Elín Metta fékk boltann innan teigs ein gegn markinu. Hún ætlaði að mér sýnist að leggja boltann fyrir sig áður en hún myndi stýra boltanum í markið, en snertingin slök og missti boltann of langt frá sér og aftur fyrir endamörkin!

Þvílíkt klúður!
59. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
59. mín
Dauðafæri og Valur bjargar á línu!!!

Natalia renndi sér í boltann innan markteigs en Valur bjargar á línu, boltinn fer síðan til Söndru Maríu sem reynir skot úr þröngu færi en skýtur í stöngina og útaf. Erfitt færi fyrir Söndru.
57. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
VÁÁÁÁÁ!!!

ÞVÍLÍKT MARK FRÁ FYRIRLIÐANUM!

Skot nokkrum metrum fyrir utan teiginn í fjærhornið, út í hliðarnetið. Óverjandi fyrir Auroru í markinu. Þetta var geðveikt!
56. mín
Valsstelpur halda áfram að hafa yfirburði í þessum leik.

55. mín
Inn:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Fyrsta skipting Þórs/KA í leiknum.
52. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
ELÍN METTA ER AÐ KLÁRA ÞETTA!

Fékk sendingu upp hægri kantinn, hljóp í átt að markinu hafði möguleikann til að senda út í teiginn en lét vaða. Skot hennar í nærhornið.
49. mín
Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari Vals hefur verið í yfirvinnu við að sinna leikmönnum Þórs/KA í leiknum.
48. mín
Írunn liggur eftir á vellinum. Fékk boltann í andlitið og kolféll við það.
46. mín
Seinni háflleikurinn er byrjaður!
45. mín
Valsliðið er komið út á völlinn. Þá bíðum við bara eftir dómurunum og leikmönnum Þórs/KA.
45. mín
Hálfleikur
Óli Njáll hefur flautað til hálfleiks!

Verðskulduð forysta Vals í hálfleik.
45. mín Gult spjald: Pála Marie Einarsdóttir (Valur)
Annað gula spjaldið í leiknum.
45. mín
Vesna með skot fyrir utan teig en framhjá fjærstönginni.

Erfitt skot færi en fín tilraun frá Vesnu.
43. mín
Elín Metta að sýna frábæra takta hérna.

Fer framhjá bæði Önnu Rakeli og Nataliu Gomez við endalínuna, á síðan fína sendingu að marki en þar var enginn samherji og sóknin rann út í sandinn.

Frábærlega gert hjá Elínu Mettu.
42. mín
Dauðafæri eftir innkast frá Pálu Marie. Dóra María fær boltann innan teigs, tekur hann með sér til hægri og lætur vaða en beint í afturendann á Lillý Rut sem fórnaði sér fyrir liðið.

Valsstelpurner eru töluvert hættulegri aðilinn og eru fyllilega verðskuldað 2-0 yfir!
41. mín
Skyndisókn frá Val og Elín Metta vinnur hornspyrnu sem Margrét Lára ætlar að taka í þetta skiptið.
41. mín
Natalia Gomez með skot yfir markið beint úr aukaspyrnunni. Þetta var ekki mikið meira en meter frá vítateignum. Maður vill sjá boltann fara á markið.

Hörkuskot en yfir markið.
40. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Brýtur á Söndru Jessen rétt fyrir utan teig Vals.
38. mín
Valsstelpur nýta innköstin sín svipað og íslenska landsliðið á EM.

Pála Marie getur kastað boltanum langt og Arna Sif miðvörður Vals fer inn í vítateigs Þórs/KA í þau skipti sem Valur fær innköst. Uppúr einu slíku átti Vesna skotið í síðustu sókn.
38. mín
Vesna með skot innan teigs sem fer af varnarmanni Þórs/KA og aftur fyrir. Hornspyrna.
37. mín
Rúna Sif með góða fyrirgjöf frá vinstri en enginn Valsari náði til boltans.
36. mín
Natalia Gomez með hræðilegt skot utan teigs langt framhjá markinu, eftir að Sandra Stephany hafi leikið sér með boltann í dágóða stund.
34. mín
Margrét Lára í dauðafæri!!!

Löng sending innfyrir vörn Þórs/KA sem gleymdi sér í örskammastund, Margrét Lára nýtti sér það og nær til boltans innan markteigs en skýtur viðstöðulaust yfir markið!

Þriðja færi Margrétar í leiknum... hún hlýtur að skora á endanum.
34. mín
Það vantar meiri gæði sóknarlega hjá Þór/KA í fyrri hálfleik.
33. mín
Karen er komin aftur inná.
31. mín
Karen er enn útaf vellinum og Þór/KA því einum manni færri þessa stundina.
28. mín
Karen Nóadóttir liggur inn í teig eftir hornspyrnu Vals sem ekkert varð úr.
28. mín
Dóra María reyndi fyrirgjöf sem endaði með skoti á nærstöngina sem Aurora blakaði útaf.
25. mín
Valsstelpur eru að leika á alls oddi!

Margrét Lára í fínu færi innan teigs en skotið beint á Auroru í markinu. Það verður nóg að gera hjá henni í markinu með þessu áframhaldi!
23. mín MARK!
Laufey Björnsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
MAAAAARK!!!

Laufey Björnsdóttir hefur tvöfaldað forystu Vals!

Elín Metta renndi boltanum til Laufeyjar innan teigs og hún átti laust en hnitmiðað skot í nærhornið sem Aurora náði ekki til.
21. mín
Elín Metta reyndir fyrirgjöf en beint í varnarmann og aftur fyrir. Valur fær horn sem Dóra María tekur...
18. mín
Norðanstelpur eru aðeins að sækja í sig veðrið.
13. mín
Margrét Lára í góðu færi innan teigs en lætur Auroru verja frá sér.

Fínt upphlaup frá Rúnu Sif upp vinstri kantinn fann Margréti í fætur, góður snúningur en skotið ekki nægilega gott frá Margréti.
9. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ OG ÞAÐ GERIR ELÍN METTA JENSEN!!!

Þetta var ekki lengi gert, ég var enn að lýsa síðustu sókn Þórs/KA þegar Elín Metta er komin með boltann innan markteigs. Hún skaut að markinu og Aurora var í boltanum en það dugði ekki til og boltinn í markið!
9. mín
Sandra Stephany með fyrstu skot tilraun Þórs/KA en Sandra varði vel!
8. mín
Arna Sif með snyrtilega sendingu ætlaða Margréti Láru en sendingin aðeins of löng og Aurora greip vel inní.
8. mín
Það er byrjað að rigna vel...
6. mín
Eftir laglega sókn átti Mist Edvarsdsdóttir mislukkaða skot tilraun vel framhjá markinu.

Elín Metta átti fyrirgjöf sem Margrét Lára skallaði niður á Mist en skotið ekki nægilega gott.
4. mín
Mist Edvarsdsdóttir er djúp á miðjunni hjá Val eins og í síðasta leik gegn Stjörnunni.

Elísa Viðarsdóttir færist í hægri bakvörðinn í kjölfar komu Örnu Sifjar í byrjunarliðið sem er í miðverðinum með Pálu Marie.
2. mín
Liðsuppstilling Þórs/KA: 4-5-1
Aurora
Lára - Karen - Lillý Rut - Anna Rakel
Hulda Ósk - Natalia - Írunn - Andrea Mist - Sandra María
Sandra Stephany
2. mín
Liðsuppstilling Vals: 4-3-3
Sandra
Rúna Sif - Arna Sif - Pála Marie - Elísa Viðars.
Laufey - Mist - Dóra María
Vesna - Margrét Lára - Elín Metta
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn.
Fyrir leik
Þá fer leikurinn að byrja...
Fyrir leik
Ég er ekki frá því að það séu í kringum 10 áhorfendur í stúkunni, sjö mínútum fyrir leik...
Fyrir leik
Þór/KA sigruðu FH í síðustu umferð nokkuð þægilega 4-0.

Þór/KA stillir upp sama byrjunarliði í dag og frá þeim leik.
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru bæði lið með 8 stig í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Eftir tap í fyrstu umferðinni gegn Stjörnunni hefur Þór/KA gert tvö jafntefli og unnið tvo leiki.

Valsstelpur töpuðu hinsvegar í síðustu umferð 3-0 gegn Stjörnunni en höfðu fyrir þann leik unnið tvö leiki í röð eftir að hafa byrjað tímabilið á tveimur jafnteflum.
Fyrir leik
Aðstæðurnar eru kannski ekki beint frábærar. Það hvessir örlítið. En þó ekkert sem hægt er að kvarta yfir.
Fyrir leik
Það eru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar hér á Valsvellinum í dag.

Það hefur rignt í dag en eins og staðan er núna, 45 mínútum fyrir leik skín sólin skært.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn fyrir leikinn.

Hildur Antonsdóttir fer á bekkinn hjá Val auk Rebekku Sverrisdóttur frá tapleiknum gegn Stjörnunni.

Laufey Björnsdóttir kemur inn í liðið og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif að fara spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Val en hún er einmitt uppalin í Þór/KA en hefur spilað í Svíþjóð síðustu ár.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Valsvellinum.

Hér í dag á frekar óhefðbundnum tíma, mætast Valur og Þór/KA í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
8. Lára Einarsdóttir ('68)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('82)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
14. Margrét Árnadóttir ('82)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('68)

Liðsstjórn:
Saga Líf Sigurðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: