Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
4
2
Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson '5
Garðar Gunnlaugsson '8 1-1
1-2 Brynjar Gauti Guðjónsson '56
Garðar Gunnlaugsson '63 2-2
Darren Lough '66 3-2
Garðar Gunnlaugsson '72 4-2
29.06.2016  -  20:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 500
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
6. Iain James Williamson
8. Hallur Flosason ('92)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('73)
23. Ásgeir Marteinsson ('46)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('73)
10. Jón Vilhelm Ákason ('46)
10. Steinar Þorsteinsson ('92)
18. Albert Hafsteinsson
19. Eggert Kári Karlsson
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Jón Vilhelm Ákason ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
92. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn. Sá bara ekki hvað var miklu bætt við. Geta ekki verið meira en 3 mín.
86. mín
Geggjuð tækling hjá Heiðari Ægis. Tryggi Haralds við að sleppa í gegn en Heiðar henti í eina Ragga Sig tæklingu kemur boltanum í innkast. 4 mín eftir
82. mín
Stjarnan heldur áfram að sækja og fá horn. Baldur Sig nær skalla að markinu en hann er frekar slakur og fer framhjá.
79. mín
Stjarnan að sækja töluvert þessa stundina án þess að skapa sér alvöru færi samt.
76. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stjarnan með sína síðustu skiptingu í leiknum
73. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
72. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!!!!!!!!! Veislan heldur bara áfram á Akranesi. GG9 kominn með þrennu. Ólafur Valur með geggjaða sendingu inn fyrir vörn Stjörnunna og Garðar klára virkilega vel. Set samt spurningamerki við Kerr í þessu marki.
71. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
70. mín
Stjarnan sækir frekar stíft þessa stundina í leit að jöfnunar markinu.
69. mín

67. mín
Samkvæmt nýjstu tölum úr Norðvestur kjördæmi eru 500 manns á vellinu. Þeir eru heldur betur að fá fyrir peninginn.
66. mín MARK!
Darren Lough (ÍA)
MAAAAAAAAAARK!!!! Hvað er að gerast? Það rignir mörkum á Skipaskaga. Stjarnan í sókn. Skaginn vinnur boltann og geysist í sókn. Boltinn berst á Tryggva Hrafn sem ræðst á vörnina. Darren kemur með og Tryggvi með flotta sendigu og vel klárað.
63. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
MAAAAAAARK! Garðar að skora aftur. Horn sem Skaginn fékk og Ármann Smári með skalla í stöng. GG9 mætir í frákastið eins og sannur framherji og skorar.
63. mín
Skagamenn að vakna eftir markið áðan. Fínn bolti fyrir hjá þeim en Stjörnumenn hreinsa í horn.
61. mín
Skagamann með með flotta sókn. Boltinn berst á Tryggva Hrafn sem er með fínt skot en Kerr ver vel í markinu.
60. mín

58. mín Gult spjald: Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Jón Vilhelm fær fyrsta gula spjald dagsins. Alltof seinn í tæklingu á Þorra go verðskulda gult
56. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
MAAAAAAAARK! Var varla búinn að sleppa orðinu þegar Stjarnan skorar. Fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA. Fyrirgjöf inní teig og efti klafs berst boltinn á Brynjar sem tekur hann á lofti og stöngin inn.
56. mín
Mikil barátta í leiknum þessa stundina en ekki komið færi ennþá í seinni hálfleik.
52. mín
Jafnræði með liðunum þessar fyrstu fimm af seinni.
46. mín
Eins og þið sjáið þá gerðu bæði lið eina breytingu í hálfleik. Hjá ÍA kom Jón Vilhelm Ákason inná fyri Ásgeir Marteinsson og hjá Stjörnunni kom Hörður Árnason inná fyrir Jóhann Laxdal. Þessar skiptingar koma ekkert á óvart í blaðamannstúkunni
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
46. mín
Inn:Jón Vilhelm Ákason (ÍA) Út:Ásgeir Marteinsson (ÍA)
46. mín
Inn:Hörður Árnason (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
46. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Skaganum. Fínn leikur í gangi.
46. mín
Hilmar Árni liggur á vellinum eftir hörku tæklingu milli hans Ásgeirs Marteinssonar. Hann er staðinn upp og virðist í lagi sem er gott.
45. mín
Það er 1 mínútu bætt við fyrri hálfleikinn
44. mín
Jeppe kemst í fínt færi eftir smá klafst í teignum og með ágætis skot en Árni gerir vel og ver.
43. mín
42. mín
Fín sókn hjá gestunum sem endar með fyrirgjöf frá Jóa Lax en Skagamenn skall aftur fyrir. Horn.
39. mín
Garðar með skot að marki Stjörnunnar en auðvelt fyrir Kerr. Hefði getað gert miklu betur þarna, var með Ásgeir með sér dauðafrían hægra megin.
34. mín
Stjarnan í flottir sókn. Arnar Már Björgvins með hörkuskot sem Árni Snær varði vel og svo kom skot í varnarmann. Ekkert kom út úr horninu í kjölfarið
33. mín
Arnar Már Guðjónsson með hörku skot. Vinnur boltann rétt fyrir utan teig en skotið fer rétt yfir markið.
30. mín
Stjarnan aðeins meira með boltann þessa stundina og eru að ná að koma með fyrirgjafir en Árni og vörn ÍA vel vakandi hingað til
28. mín
Kerr virkilega tæpur í markinu þarna. Fær pressu frá Ásgeiri og mátti engu muna að hann næði boltanum þarna.
26. mín
Skaginn í fínni sókn og Darren með fyrirgjöf en varnarmenn Stjörunnar hreina í horn. Ekkert verður úr horninu.
24. mín
Það er nánst hætt að rigna loksins en völlurinn er rennandi eftir þetta úrhelli hérna áðan.
22. mín
Það er smá pása hérna á leiknum meðan Árni Snær í marki ÍA lagar skóinn hjá sér.
20. mín
Baldur Sig fær dauðfæri eftir virkilega huggulega sókn hjá Stjörnunni en boltinn fer rétt framhjá markinu. Þarna sluppu Skagamenn.
20. mín
Liðin hafa skipts á að sækja hérna þessar fyrstu 20 mín í leiknum. Fínn leikur í gangi
17. mín
Jeppe með fínan sprett upp völlinn og kemst inní teig en skotið er slakt og fer framhjá markinu.
15. mín
Skaginn með þriðja hornið sitt í leiknum og Arnar Már Guðjóns fær frían skalla í teignum en hann er langt framhjá.
13. mín
Ágætis sókn hjá gestunm sem endar með fyrirgjöf frá hægri en frekar auðvelt fyrir Árna í markinu.
11. mín
Leikurinn fer bara nokkuð fjörlega af stað hjá okkur. Greinilegt að bæði lið ætla að vinna þennan leik.
10. mín

8. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Skaginn ekki lengi að jafna. Garðar Gunnlaugs að skora úr víti sem Jóhann Laxdal fékk dæmt á sig. Mjög klaufalegt hjá Jóhanni.
7. mín
Skaginn fær víti. Jói Lax fær boltann í hendina inní teig. Klaufaleg hjá honum, boltinn á leið útaf.
5. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Þetta er ekki lengi að gerast! Hilmar fékk boltann á miðjum vallarhelmingi ÍA út við hliðarlínu og æðir upp að teignum og fær að skjóta óáreittur við vítateigs línuna. Slakur varnarleikur!
4. mín
Jeppe Hansen nálægt því að komast í gott færi en stígur aðeins á boltann og Ármann bjargar.
3. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Skagamanna
2. mín
Ég reyni að vera nákvæmur í tímasetningum en klukkan á vellinum er með smá vesen.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjarður. ÍA byrjar með boltann og sækir í átt að höllinni.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn og það er farið að HELLI RIGNA!
Fyrir leik

Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og liðin farin inní klefa í loka pepp fyrir leikinn.
Fyrir leik
Það er korter í leik á Skaganum og núna er að verða ansi rigningalegt hjá okkur. Vonum að hann hangi þurr.
Fyrir leik

Fyrir leik
Núna er um það bil hálftími í leik og bæði lið mætt útá völl að hita upp. Virðist bara vera nokkuð létt yfir mönnum á Akranesi.
Fyrir leik
Aðstæður á Akranesi í dag fínar til að spila fótbolta. Smá gola í átt að höllinni, skýjað og um 12 stiga hiti. Hugsanlega gæti rignt á eftir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hérna á Skaganum. ÍA stillir upp sama liði og á móti KR í síðasta leik en Stjarnan gerir eina breytingu, Jeppa Hansen kemur inn fyrir Guðjón Baldvins sem er í leikbanni eftir rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik.
Fyrir leik
Vil líka minna fólk á Twitter. Endilega tjá sig um leikinn með kassamerkinu #fotboltinet. Aldrei að vita nema valdar færslur rati í lýsinguna.
Fyrir leik
Dómari leiksins í kvöld er hinn margreyndi Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar eru þeir Andri Vigfússon og Oddur Helgi Guðmnudsson. Varadómari er Jóhann Gunnar Guðmundsson. Eftirlitsmaður er svo Þórður Ingi Guðjónsson.
Fyrir leik
Ég vil hvetja fólk til að mæta á völlinn í kvöld. Fátt skemmtilegra en að horfa á skemmtilegan fótboltaleik.
Fyrir leik
Stjarnan vann leik þessara liða á Akranesi í fyrra 0-1 þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmarkið en leiknum í Garðabænum síðasta sumar lauk með 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð. Stjarnan vann þá ÍBV 1-0 í Garðabænum á meðan Skaginn vann dramatískan sigur á KR í vesturbænum.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er mikilvægur fyrir bæði liðin. Með sigri getur ÍA lyft sér upp fyrir KR í níunda sæti deildarinnar en Stjarnan getur komið sér uppí þriðja sæti við hlið Víkings Ó. og blandað sér í toppbaráttuna.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur Fótbolta.net nær of fjær. Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik ÍA og Stjörnunnar í 9.umferð Pepsi deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal ('46)
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Halldór Orri Björnsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Arnar Már Björgvinsson ('71)
19. Jeppe Hansen ('76)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
14. Hörður Árnason ('46)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('71)
28. Kristófer Ingi Kristinsson
29. Alex Þór Hauksson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: