Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
4
Bröndby
0-1 Kamil Wilczek '47
0-2 Kamil Wilczek '54
0-3 Teemu Pukki '61
0-4 Christian Jakobsen '79
Einar Karl Ingvarsson '93 1-4
30.06.2016  -  21:00
Valsvöllur
Evrópudeild UEFA
Dómari: Ali Palab
Áhorfendur: 728
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('77)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('73)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('66)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Nikolaj Hansen
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('66)
6. Daði Bergsson
9. Rolf Toft ('73)
16. Tómas Óli Garðarsson
17. Andri Adolphsson
19. Baldvin Sturluson ('77)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Síðasta snerting leiks og mark!

4-1 sigur Bröndby staðreynd. Öruggur sigur Bröndby og sanngjarn miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist.

Viðtöl og skýrslan seinna í kvöld!
93. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Síðasta snerting leiksins og jákvætt fyrir Val að ná inn marki á heimavelli.

Bjarni Ólafur renndi boltanum til hliðar á EInar Karl sem var staðsettur inn í miðjum vítateig Bröndby og Einar með viðstöðulaust skot í nærhornið. Laglega gert!
92. mín
Jakobsen með skot innan teigs en yfir markið. Hefði hæglega getað skorað fimmta mark Bröndby!
90. mín
Uppbótartími: 2 mínútur
87. mín
Leikurinn hefur verið rólegur síðustu mínútur og hvorugt liðið líklegt til að skora. Fáum við eitt mark í lokin?
83. mín
Inn:Frederik Holst (Bröndby) Út:Andrew Hjulsager (Bröndby)
Hjulsager látið mikið að sér kveða í seinni hálfleik.
81. mín
Áhorfendatölur: 728
79. mín MARK!
Christian Jakobsen (Bröndby)
Stoðsending: Lebogang Phiri
Gull af marki frá Dönunum!

Jakobsen með skot fyrir utan teig og lætur vaða! Óverjandi fyrir Anton Ara í markinu.
77. mín
Valsmenn eiga bikarleik gegn Fylki á sunnudaginn og spurning hvort þjálfarateymi Vals sé farið að huga að þeim leik, með því til dæmis að taka Hauk Pál útaf núna, korteri fyrir leikslok.
77. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Andri Fannar fer þar með á miðjuna og Baldvin í hægri bakvörðinn.
74. mín
Kristinn Freyr í dauðafæri en lætur Rönnow verja frá sér. Alltof auðvelt fyrir markmann Bröndby. Kristinn Freyr var staðsettur við vítapunktinn einn gegn Rönnow.
73. mín
Inn:Rolf Toft (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Kristinn Ingi hlýtur að klóra sér í hausnum yfir tveimur færum sínum í leiknum. Ótrúlegt að hann hafi ekki náð að skora í amk. einu þeirra.
71. mín
Jakobsen í fínu færi en Anton Ari ver vel í markinu og boltinn aftur fyrir. Níunda horn Bröndby í leiknum staðreynd.
69. mín
Inn:Jonas Borring (Bröndby) Út:Teemu Pukki (Bröndby)
Framhjáhalds-fórnarlambið er komið inná.
66. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Fyrsta skipting Valsara í leiknum.
65. mín
Nikolaj Hansen með skalla að marki en beint á Rönnow eftir fyrirgjöf frá Sigurði Agli.
64. mín
Enn ein skyndisókn Bröndby endar með skoti frá Hjulsager eftir laglegan samleik við Wilczek. Skotið hinsvegar beint á Anton Ara í markinu.
63. mín
Valsmenn hafa ekki verið líkir sjálfum sér í seinni hálfleik og varla mætt til leiks. Þetta er mikið áfall fyrir Val eftir flottan fyrri hálfleik.
61. mín MARK!
Teemu Pukki (Bröndby)
Þá er þetta endanlega lokið fyrir Valsmenn!

Pukki fær stungusendingu innfyrir vörn Vals. Þetta var ekki flókið. Allt í einu var hann kominn einn innfyrir og sendir boltann auðveldlega í fjærhornið framhjá Antoni Ara sem gat ekkert gert í þessu.
59. mín
Pukki með skalla framhjá markinu eftir fyrirgjöf frá Larsson.
57. mín
Anton Ari kýlir boltann í burtu og Bröndbymenn reyna ævintýralega tilraun sem endar yfir markinu.
57. mín
Danirnir vinna horn sem Johan Larsson undirbýr sig til að taka.
54. mín MARK!
Kamil Wilczek (Bröndby)
Stoðsending: Andrew Hjulsager
Bröndby tvöfaldar forystu sína!

Pólverjinn með sitt annað mark, Wilczek með skalla mark yfir Anton Ara sem virtist ekki átta sig alveg á hlutunum innan teigs. Var mitt á milli Wilczek og marksins.

Hjulsager gaf langa sendingu inn í teiginn, háan bolta sem Anton Ari var líklega óviss hvort hann myndi ná, enginn varnarmaður Vals var nálægt og Wilczek skallaði yfir Anton Ara.
52. mín
DAUÐAFÆRI! HVERNIG FÓR ÞETTA EKKI INN????

Sigurður Egill með frábæra fyrirgjöf frá vinstri, Nikolaj Hansen skallar beint á Rönnow sem þarf að hafa sig allan við til að verja, enda var skallinn af stuttu færi.

Kristinn Ingi fylgir síðan eftir, innan við tveimur metrum frá markinu en á einhvern ótrúlegan hátt stýrir hann boltanum í þverslánna! Ég vissi ekki að það væri einu sinni hægt!!!!

ÞETTA VAR ÓTRÚLEGT!
50. mín
Mikið áfall fyrir Valsmenn að fá mark á sig strax í upphafi seinni hálfleiks.

Það er spurning hvernig þeir svara þessu.
47. mín MARK!
Kamil Wilczek (Bröndby)
Stoðsending: Teemu Pukki
Danirnir eru komnir yfir!

Wilczek fékk sendingu innfyrir frá Pukki. Kláraði í fjærhornið úr þröngu færi. Hægt að setja spurningarmerki við Anton í markinu hvort hann hafi ekki getað gert betur.
46. mín
Phiri lætur til sín taka strax eftir 46 sekúndur. Johan Larsson sendir fyrir og Phiri á skot við vítateigslínuna en skotið vel yfir markið.

Viðstöðulaust skot.
45. mín
Inn:Lebogang Phiri (Bröndby) Út:David Boysen (Bröndby)
Landsliðsmaður Suður-Afríku er kominn inná.
45. mín
Hálfleikur
Tyrkinn hefur flautað til hálfsleiks.

Markalaust í hálfleik. Eftir að gestirnir hafi byrjað kannski eitthvað hættulegri unnu Valsmenn sig vel inn í leikinn og er leikurinn í miklu jafnvægi.

Valsmenn geta verið ánægðir með margt í sinni spilamennsku hingað til.
45. mín
Uppbótartími: 1 mínúta
45. mín
Johan Larsson með slaka hornspyrnu, hann fær síðan boltann aftur og reynir skot en beint á Anton Ara sem er með allt á hreinu í markinu.
42. mín
Nørgaard með skot en langt framhjá.

Það kom fyrirgjöf sem Anton Ari kýldi út fyrir teiginn, Nørgaard kom á fleygiferð en hitti boltann hrikalega illa.
38. mín
Það verður að gefa Valsmönnum það að þeir eru að spila þennan fyrri hálfleik nokkuð vel.
36. mín
Danirnir sækja mikið upp kantana og er Johan Larsson hægri bakvörður Bröndby nánast kantmaður í sóknum þeirra.
35. mín
Orri er kominn aftur inná.
34. mín
Orri Sigurður er utan vallar eins og er en ætti að koma aftur inn hvað úr hverju.
33. mín Gult spjald: Kamil Wilczek (Bröndby)
Pólverjinn, Wilczek fer hátt með takkana í ristina á Orra Sigurði þegar hann sparkaði í boltann.

Glórulaust hjá Pólverjanum og réttilega dæmt.
31. mín
Guðjón Pétur með aukaspyrnu sem fer í gegnum allan pakkann og aftur fyrir fer boltinn.

Fín spyrna sem enginn Valsari náði til.

Valsarar eru að fá aukið sjálfstraust og farnir að spila vel sín á milli. Þetta er nokkuð jafnt eins og staðan er akkúrat núna.
28. mín
Brotið á Hansen innan teigs Bröndby!

Athyglisverður dómur! Kom hár bolti inn í teiginn sem Hansen reyndi að ná til. Rönnow kom út og kýldi boltann og virtist fara í Hansen í kjölfarið. Hansen hinsvegar dæmdur brotlegur.
26. mín
Frábær fyrirgjöf frá Bjarna Ólafi yfir á fjærstöngina þar sem Kristinn Ingi kom á hlaupinu og var undan í boltann en skotið beint á Rönnow í markinu.

Besta færi leiksins hingað til!
23. mín
Ekkert varð úr hornspyrnu gestanna.
22. mín
Hægri bakvörðurinn og fyrirliðinn, Johan Larsson kominn upp að endamörkum og reyndi að koma boltanum út í teiginn en Anton Ari sá við honum og boltinn aftur fyrir.

Hornspyrna.
21. mín
Andri Fannar með fína sendingu í átt að markinu ætlaða Nikolaj Hansen en Rönnow gerði vel og kom vel út í teiginn og greip boltann.
18. mín
Kristinn Ingi með góðan sprett upp hægri kantinn, en fyrirgjöfin ekki í sama klassa og beint í fætur Bröndby-manna.

Allt gott nema sendingin. Þetta hefði getað orðið hættulegt.
16. mín
Christian Jakobsen skallar að marki Vals en aftur fyrir. Vildi fá aðra hornspyrnu en fékk ekki.
16. mín
Svenn Crone reynir fyrirgjöf frá vinstri en Kristinn Ingi rennir sér fyrir boltann og enn ein hornspyrna Bröndby...
14. mín
Bröndby keyrði upp í skyndisókn og fékk horn.

Endar með því að Bjarni Ólafur pikkar boltanum í innkast eftir tvær skot tilraunir Danana sem fóru beint í varnarmenn Vals.
14. mín
Kristinn Freyr stöðvaður af Jesper Juelsgård rétt fyrir utan teig. Leit vel út en Kristinn Freyr féll við í návíginu við Jesper.
11. mín
Fín hornspyrna frá Sigurði sem Kristinn Ingi skallaði að marki, Bröndby-menn komast fyrir og Nikolaj var ekki nægilega grimmur en hann var í fínni stöðu til að ná skoti á markið.

Sóknin rann út í sandinn í kjölfarið. Valsmenn vildu hinsvegar fá hornspyrnu en fengu ekki.
11. mín
Kristinn Ingi vinnur horn fyrir Val. Fyrsta horn Valsmanna í leiknum.

Sigurður Egill hleypur til að taka hornið.
9. mín
Valsmenn eiga í erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins.
8. mín
Jakobsen dæmdur brotlegur á miðjum vallarhelmingi Vals eftir að hafa farið í skalla einvígi við Hauk Pál sem liggur eftir.
5. mín
Larsson með frábæra fyrirgjöf frá hægri þar sem framherjinn Kamil Wilczek var einn og óvaldaður inn í markteig en Anton Ari gerði frábærlega og varði af stuttu færi!

Dauðafæri og sofandaháttur á vörn Vals!
4. mín
Þetta byrjar rólega fyrstu mínúturnar.

Jakobsen reyndi núna fyrirgjöf frá vinstri en Rasmus var vel á verði og hreinsaði frá.
3. mín
Liðsuppstilling Bröndby:
Rönnow
Larsson - Röcker - Juelsgård - Crone
Hjulsager - Nörgaard - Jakobsen
Boysen - Pukki - Wilczek
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður!

Bröndby sækir í átt að Öskjuhlíðinni í fyrri hálfleik.

Sólin skín og það er gott sem logn á vellinum.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Bröndby eru byrjaðir að syngja og tralla og íslenska lögreglan er mætt fyrir framan þá.
Fyrir leik
Miðaverð á leikinn er: 3000 krónur!!!!

Fyrir leik
Bæði lið eru farin inn í búningsherbergi.

Það er afar fámennt í stúkunni, verður að segjast og töluvert fleiri danskir stuðningsmenn!


Fyrir leik
Það er eðlilegt að einhverjir spyrji sig afhverju leikurinn er klukkan 21:00.

Ástæðan er einföld, leikur KR og Glenavon hófst klukkan 19:15 í Frostaskjólinu og ekki má spila tvo Evrópuleiki á sama tíma í Reykjavík.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Bröndby eru löngu mættir á völlinn og það er talsverður fjöldi mættur 45 mínútum fyrir leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hjá báðum liðum.

Valsliðið í kvöld er nokkuð hefðbundið og lítið sem kemur á óvart.
Anton Ari
Andri Fannar - Rasmus - Orri - Bjarni Ólafur
Haukur Páll - Guðjón Pétur - Kristinn Freyr
Kristinn Ingi - Nikolaj - Sigurður Egill
Fyrir leik
Styttist í að liðin verði tilkynnt. Þau koma hingað inn klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Johan Larsson er sænskur hægri bakvörður sem gekk í raðir Bröndby í fyrra eftir að hafa spilað með Elfsborg í Svíþjóð í fimm tímabil.

Hann er 25 ára gamall og hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Svía.
Fyrir leik
Andrew Hjulsager er 21 árs miðjumaður sem hefur leikið með Bröndby allan sinn ferill, hann hefur líkt og Nørgaard spilað með öllum yngri landsliðum Dana.

Sömu sögu má segja um Svenn Crone sem er fæddur árið 1995 og hefur leiki með öllum yngri landsliðum Dana. Hann á hinsvegar bara fjóra leiki á bakinu með Bröndby.
Fyrir leik
Christian Nørgaard er danskur miðjumaður sem er uppalinn í Lyngby sama félagi og Rasmus Christiansen leikmaður Vals kemur frá.

Nørgaard fór 18 ára til Hamburger í Þýskalandi en lék aðeins með varaliði félagsins. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Dana.
Fyrir leik
Jonas Borring gekk í raðir Bröndby frá Randers. Hann er vinstri kantmaður og á að baki sex landsleiki fyrir Dani.

Það hafa ef til vill einhverjir lesið fréttirnar um hann og fyrrum liðsfélaga hans hjá Randers, Christian Keller. En Keller byrjaði að sænga hjá fyrrum eiginkonu Borring sem endaði með því að báðir yfirgáfu þeir Randers.

Hægt er að lesa meira um málið í fréttunum hér að neðan:
Neitar að spila fyrir Randers - Konan að hitta liðsfélaga
Farinn frá Randers eftir að liðsfélagi fór að hitta konuna
Fyrir leik
Teemu Pukki er finnskur landsliðsframherji sem hefur verið í herbúðum Sevilla, Celtic og Schalke. Hann hefur skorað 19 mörk í 60 leikjum fyrir Bröndby.

Hann lék með Schalke tímabilin 2011 til 2013. Hann á 46 landsleiki með Finnlandi.
Fyrir leik
Það verður gaman að fylgjast með Lebogang Phiri en hann er 21 árs leikmaður frá Suður-Afríku. Hann á einn landsleik fyrir Suður-Afríku á bakinu. Tíu ára var hann í yngri flokkum Real Madrid!
Fyrir leik
Hér er leikmannahópur Bröndby sem kom til Íslands:
Frederik Rønnow
Mads Toppel
Jesper Juelsgård
Benedikt Röcker
Teemu Pukki
Jonas Borring
Frederik Holst
Johan Larsson
David Boysen
Lebogang Phiri
Christian Nørgaard
Kamil Wilczek
Andrew Hjulsager
Patrick Da Silva
Daniel Stückler
Christian Greko Jakobsen
Svenn Crone
Mads Juel Andersen

Fyrir leik
Viðtal við sóknarmenn Vals. Danina, Nikolaj og Rolf Toft. Tekið af Ragnari Vigni kynningarstjóra Vals:
Fyrir leik
Viðtal við miðjumenn Vals, Einar Karl, Kristinn Freyr og Guðjón Pétur. Tekið af Ragnari Vigni kynningarstjóra Vals:
Fyrir leik
Viðtal við þjálfara Vals, Óla Jó. og Bjössa Hreiðars. Tekið af Ragnari Vigni kynningarstjóra Vals:
Fyrir leik
Viðtal við Andra Fannar, Orra Sigurð og Rasmus fyrir leikinn í kvöld. Tekið af Ragnari Vigni kynningarstjóra Vals:

Fyrir leik
Síðan má ekki gleyma því að bæði Daniel Agger og Johan Elmander hættu hjá Bröndby eftir síðasta keppnistímabil.

Báðir leikreyndir knattspyrnumenn sem báðir hafa spilað fjölmarga landsleiki fyrir þjóðir sínar, Danmörku og Svíþjóð. Flestir þekkja Daniel Agger í búningi Liverpool en hann ákvaðað leggja skóna á hilluna, rétt rúmlega þrítugur að aldri.
Fyrir leik
Rodolph Austin er landsliðsmaður Jamaíka en hann lék 101 leik með Leeds United áður en hann gekk í raðir Bröndby í fyrra.

Thomas Kahlenberg sem er einnig meiddur á 48 landsleiki fyrir Dani. Hann lék til að myna yfir 100 leiki með Auxerre í Frakklandi og 40 leiki með Wolfsbourg í Þýskalandi.

Það eru því þrjú stór nöfn sem vantar í leikmannahóp Bröndby í kvöld.
Fyrir leik
Martin Albrechtsen er meiddur en hann lék í ensku úrvalsdeildinni með Derby og W.B.A á sínum tíma. Hann gekk í raðir Bröndby árið 2012.
Fyrir leik
Það vantar nokkra leikmenn hjá báðum liðum.

Hvorki Björgvin StefánssonSindri Björnsson eru í leikmannahóp Vals í kvöld. En þeir eru á láni hjá Val frá Haukum og Leikni R.

Hjá Bröndby vantar amk. þá Thomas Kahlenberg, Martin Albrechtsen og Rodolph Austin í leikmannahópinn í kvöld. Þeir þrír eru frá vegna meiðsla.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Valsvellinum.

Hér í kvöld eigast við Valur og Bröndby í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta er fyrri viðureign liðanna.

Seinni leikurinn fer fram eftir viku í Danmörku.
Byrjunarlið:
1. Frederik Rønnow (m)
2. Jesper Juelsgård
4. Benedikt Röcker
9. Teemu Pukki ('69)
13. Johan Larsson
15. David Boysen ('45)
19. Christian Nørgaard
20. Kamil Wilczek
21. Andrew Hjulsager ('83)
25. Christian Jakobsen
27. Svenn Crone

Varamenn:
16. Mads Toppel (m)
11. Jonas Borring ('69)
12. Frederik Holst ('83)
18. Lebogang Phiri ('45)
23. Patrick Da Silva
24. Daniel Stückler
28. Mads Juel Andersen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kamil Wilczek ('33)

Rauð spjöld: