Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
0' 0
0
Valur
KR
2
1
Glenavon
0-1 Simon Kelly '14
Pálmi Rafn Pálmason '40 1-1
Hólmbert Aron Friðjónsson '78 , víti 2-1
30.06.2016  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Evrópudeild UEFA
Aðstæður: Völlurinn ágætur, logn og rigning.
Dómari: Nicolas Laforge (Belgíu)
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Michael Præst
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('82)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
11. Morten Beck Guldsmed ('72)
16. Indriði Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('87)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('72)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('82)
20. Axel Sigurðarson
20. Denis Fazlagic ('87)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Þór Gunnarsson ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fín úrslit fyrir Glenavon sem eiga útimarkið. Á miðað við gæði þeirra hefðu KR-ingar átt að taka þetta töluvert stærra.
90. mín
Glenavon að ógna! Indriði Sigurðsson missir sendingu inn fyrir sig upp hægri kantinn en fyrirgjöfin frá hægri fer ofan á markið.
87. mín
Inn:Denis Fazlagic (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Síðasta breyting KR.
86. mín
Hólmbert nálægt því að skora aftur með skalla eftir aukaspyrnu Óskars Arnar en Tulley ver frá honum.
83. mín
Chophart skoraði eftir að Hólmbert flikkaði honum til hans en Hólmbert dæmdur brotlegur svo það telur ekki.
82. mín
Inn:Andrew Kilmartin (Glenavon) Út:Ciaran Martyn (Glenavon)
2000 módelið Jack O'Mahony fær þá ekki að koma inná.
82. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
78. mín Mark úr víti!
Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Stoðsending: Skúli Jón Friðgeirsson
Niðri hægra megin, fyrsta mark hans í sumar!
77. mín Gult spjald: Andrew Doyle (Glenavon)
Fyrir mótmæli við vítaspyrnudómnum.
76. mín
VÍTASPYRNA FYRIR KR!! Skúli Jón gerir frábærlega, geysist inn á teig Glenavon og er tekinn niður.
72. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR) Út:Morten Beck Guldsmed (KR)
Fyrsta breyting KR, nær Hólmbert að brjóta niður varnarmúr Glenavon?
71. mín
Inn:Gary Hamilton (Glenavon) Út:Gregory Moorhouse (Glenavon)
Þjálfari Glenavon setur sjálfan sig inná! Mætir upp á topp með Bradley.
69. mín
SLÁIN! Aftur í slánna frá KR! Pálmi Rafn skallaði boltann á Beck Andersen sem skallar boltann í slánna. Þaðan fer boltinn aftur til Pálma sem skýtur yfir markið.
67. mín
Chophart á skalla beint á Tulley í markinu eftir fyrirgjöf Præst frá vinstri.
65. mín
Præst með slakt skot af löngu færi langt yfir markið.
63. mín
Pálmi Rafn á skalla yfir eftir fyrirgjöf Chophart frá hægri.
63. mín Gult spjald: Simon Kelly (Glenavon)
Straujaði Chophart.
62. mín
Pálmi Rafn tapar boltanum klaufalega á miðjunni til Sykes sem geysist inn á teiginn þar sem Skúli Jón á frábæra skriðtæklingu og stoppar þá í góðri stöðu.
61. mín
DAUÐAFÆRI GLENAVON! Moorhouse fær háa sendingu inn fyrir, sólin truflar Stefán sem þorir ekki að fara út í boltann. Klársla hans á lofti er hins vegar skelfileg og langt yfir.
59. mín Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Braut á Bradley, held að þetta sé í u.þ.b. 10 skiptið sem er brotið á honum í dag. Illviðráðanlegur.
59. mín
Rúgbý-spilarinn Bradley á fínt skot sem fer beint á Stefán Loga.
58. mín
Præst á skalla yfir eftir hornspyrnuna.
57. mín
Pálmi Rafn með skot sem fer af varnarmanni rétt yfir. Hornspyrna.
55. mín
Inn:Andrew Doyle (Glenavon) Út:Kris Lindsay (Glenavon)
Miðvörðurinn þétti fer út. Doyle sem kemur inn er töluvert lágvaxnari en Lindsay.
55. mín
Leikurinn kominn af stað að nýju og í fínu lagi með Chophart.
54. mín
Chophart fékk högg í kjölfarið og liggur eftir á vellinum, lítur ekki vel út.
53. mín
SLÁIN!! Kennie Chophart er enn að ógna! Nú fær hann boltann frá Pálma Rafni og skýtur honum viðstöðulaust á lofti með vinstri fæti í þverslánna!
47. mín
Stórhætta við mark Glenavon!! Boltinn datt til Kennie Chophart eftir horn og hann skaut hörkuskoti sem Tulley varði glæsilega.
47. mín
Frábær tækling! Kris Lindsay á frábæra tæklingu á Beck Andersen sem var að detta í gegn. Boltinn fer aftur fyrir,
46. mín
Pálmi Rafn á tilraun með skoppandi bolta af um 20-25 metrum en það ógnar ekki marki Glenavon.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn!

KR hefur leik í síðari hálfleik og spila í átt að félagsheimilinu. Óbreytt báðu megin og búið að laga netið KR-megin.
45. mín
Jæja, Belginn orðinn sáttur og þetta fer að fara af stað!
45. mín
Klukkan orðin 20:19 og síðari hálfleikur ekki hafinn. Skýringin er sú að það er gat á marki KR sem annar línuvörðurinn tók eftir. Menn vinna nú að viðgerð á því og á meðan bíðum við eftir að síðari hálfleikurinn hefjist.
45. mín
Hálfleikur
Brothættir KR-ingar eiga í basli með slakt breskt lið. Hafa verið betri eftir jöfnunarmarkið og eiga, ef allt er eðlilegt, að setja nokkur hérna í fyrri hálfleik.
45. mín
Allt annað að sjá KR eftir markið, miklu meiri ákafi og sjálfstraust í þeirra leik.
43. mín
DAUÐAFÆRI! Morten Beck átti frábæran sprett upp hægri kantinn og gefur boltann með jörðinni á Pálma Rafn sem hittir boltann ekki í frábæru færi innan teigs.
40. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
FRÁBÆRT MARK HJÁ KR!! Þvílíkur samba-bolti! Beck-nafnarnir áttu góðan samleik á hægri kantinum þaðan sem Óskar Örn fékk boltann og gaf fyrir á Finn Orra sem síðan kom boltanum á Pálma sem kláraði vel í þaknetið úr teignum.
38. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK KR!! Aftur eru N-Írarnir að ógna eftir fast leikatriði. Boltinn datt ofan á slánna eftir skalla í kjölfar aukaspyrnu áður en Gunnar Þór hreinsaði á frábæran hátt áður en leikmenn Glenavon komust í hann á markteig.
37. mín
Beck Andersen á gott skot af um 25 metra færi en það fer rétt yfir.
36. mín
Ég hef aldrei séð álíka hita í erlendum stuðningsmönnum og í mönnunum frá Glenavon hérna í dag. Þeir svoleiðis ausa sér yfir dómarann ef þeim líst illa á ákvarðanir hans.
34. mín Gult spjald: Ciaran Martyn (Glenavon)
Svaaaakaleg tækling á Præst, hárrétt!
30. mín
Hætta við mark Glenovan! Chophart var í fínni stöðu rétt utan teigs og hefði átt að skjóta markið. Hann gefur hins vegar út á Óskar Örn hægra megin sem á slakt hægri fótar skot úr góðu færi.
27. mín
Beck Andersen á skalla framhjá eftir hornspyrnu Óskars Arnar.
26. mín
Kenny Chophart með slakt skot hinu megin úr fínni stöðu.
25. mín
Indriði Sigurðsson með mjög slaka sendingu út úr vörn á KR beint á Mark Sykes á miðju Glenovan sem hleypur í átt að marki og skot innan teigs sem Stefán Logi ver niðri hægra megin.
22. mín
Írarnir láta mjög vel í sér heyra og segja gjarnan mörg ófögur orð um dómarann þegar hann dæmir gegn Glenovan.
20. mín Gult spjald: Kris Lindsay (Glenavon)
Finnur Orri kominn í góða stöðu inn fyrir vörn Glenavon en Belginn gefur ekki hagnaðinn. Gríðarmörg brot komin hjá báðum liðum hér í byrjun.
17. mín
Óskar Örn missir boltann klaufalega inn á miðjunni og Moorhouse á í kjölfarið slakt skot úr fínni stöðu.
17. mín
Morten Beck með hrikalega fyrirgjöf yfir markið sem N-Írarnir fagna gríðarlega.
15. mín
Þetta Norður-írska lið er ekki gott í fótbolta en þeir eru fastir fyrir og láta finna fyrir sér eins og maður myndi búast við frá bresku liði.
14. mín MARK!
Simon Kelly (Glenavon)
Stoðsending: Andrew Hall
HRIKALEG MISTÖK!! STEFÁN LOGI! Andrew Hall tók hornspyrnu vinstra megin sem fer beint á Stefán Loga en hann missir boltann aftur fyrir sig beint á hausinn á Kelly sem á ekki í erfiðleikum með að skalla boltann í opið markið frá markteig.
12. mín
Beck Andersen fær sendingu inn fyrir frá Óskari Erni en skot hans innan teigs fer beint á Tulley í markinu. Hefði átt að gera betur þarna, slakt skot.
11. mín
Uppstillingar liðanna:

Glenavon:
Bradley - Moorhouse
Cooper - Martyn - Sykes - Hall
Patton - Lindsay - Kelly - Marshall
Tulley

KR:
Beck Andersen
Chophart - Pálmi - Óskar
Finnur - Præst
Gunnar Þór - Indriði - Skúli - Beck
Stefán Logi
9. mín
Óskar Örn tók spyrnuna og hitti á pönnuna á Skúla Jón en skalli hans framhjá markinu.
9. mín
Mark Sykes, leikmaður Glenavon með hörkubrot á Præst en sleppur með tiltal.
6. mín
Aftur er Óskar í fínni skotstöðu utan teigs en það fer rétt framhjá markinu.
5. mín
Hætta við mark KR! Miðvörðurinn Simon Kelly var einn og yfirgefinn á markteig eftir aukaspyrnu frá vinstri en skalli hans beint á Stefán Loga í markinu.
3. mín
Óskar Örn með fínt skot utan teigs eftir innkast en Tulley á ekki í miklum erfiðleikum með það.
1. mín
Glenavon hefja leik og sækja í átt að KR-heimilinu.
Fyrir leik
Heyr mína bæn á fóninn og leikmenn ganga út á völl. Fimm mínútur í leik!

Fyrir leik
Breyting á þjálfara hefur lítið gert fyrir mætinguna á KR-vellinum, fátt um manninn í stúkunni eins og venja hefur verið í sumar.
Fyrir leik
Það eru um 15 N-Írar mættir í stúkuna sem fögnuðu gríðarlega þegar lið sitt var kynnt til leiks rétt í þessu.
Fyrir leik
Gaman er að segja frá því að Eoin Bradley sem er númer 10 hjá gestunum er rúgbýleikmaður og á marga titla að baki á því sviði. Árið 2013 tók hann síðan upp á því að færa sig yfir í knattspyrnu þá þrítugur.Hann gekk til liðs við Glenavon árið 2014 og hefur síðan þá leikið með þeim 39 leiki og skorað 19 mörk. Það er nokkuð ljóst að hann mun láta finna fyrir sér í dag.

LEIÐRÉTTING: Hann er ekki rúgbýleikmaður heldur spilar hann Gaelískan fótbolta sem líkir til rúgbý. Hann spilar þá íþrótt með liðinu Glennulin samhliða fótboltanum með Glenavon.
Fyrir leik
KR-ingar eru mættir út í upphitun sem Arnar Gunnlaugsson stýrir. Það er ekki leiðinlegt að sjá hann aftur úti á grasi í takkaskóm og stuttbuxum.

Enn bólar þó ekkert á Willum.
Fyrir leik
Auk þess að lenda í 3. sæti á síðustu leiktíð urðu Glenavon bikarmeistarar. Þeir unnu Linfield 2-0 í úrslitaleik bikarsins en þetta er í annað skiptið á þremur árum sem þeir verða bikarmeistarar þar sem þeir unnu bikarinn einnig tímabilið 2013-14.
Fyrir leik
Þá má geta þess að leikmaður númer 2 á bekk Glenavon, Gary Hamilton er einnig þjálfari liðsins. Hann hefur sinnt starfi spilandi þjálfara frá árinu 2011.
Fyrir leik
Hvað varðar lið Glenavon get ég fátt sagt um óvænta hluti þar sem ég þekki liðið lítið. Þeir virðast vera með nokkuð ungt lið en nefna má Rhys Marshall, Joel Cooper og Mark Sykes sem eru í byrjunarliðinu en þeir eru fæddir 1995, -96 og -97.

Þá er Jack O'Mahony sem er á bekknum fæddur árið 2000.
Fyrir leik
Leikmenn Glenavon hafa verið úti á velli að sparka bolta í léttri upphitun síðuastu mínútur en lítið bólar á KR-ingum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Willum Þór Þórsson sem er að stýra sínum frysta leik eftir að hafa tekið við liði KR í vikunni gerir tvær breytingar á liðinu sem tapaði gegn ÍA á fimmtudag fyrir viku síðan. Indriði Sigurðsson og Morten Beck Andersen koma inn í liðið á kostnað Hólmberts Arons Friðjónssonar og Denis Fazlagic.
Fyrir leik
Glenavon lenti í 3. sæti í N-írsku deildinni á síðustu leiktíð og tryggðu sér þannig þátttökurétt í Evrópudeildinni. Deildinni þar í landi lauk í maí eins og tíðkast víðast hvar í Evrópu og eru þeir því á undirbúningstímabili sínu sem stendur.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Norður-írska liðsins Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Jonathan Tulley (m)
4. Simon Kelly
6. Kris Lindsay ('55)
8. Rhys Marshall
9. Joel Cooper
10. Eoin Bradley
11. Andrew Hall
12. Mark Patton
14. Mark Sykes
20. Gregory Moorhouse ('71)
24. Ciaran Martyn ('82)

Varamenn:
18. James Taylor (m)
2. Gary Hamilton ('71)
7. Andrew Kilmartin ('82)
16. Andrew Doyle ('55)
21. Jack O'Mahony

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kris Lindsay ('20)
Ciaran Martyn ('34)
Simon Kelly ('63)
Andrew Doyle ('77)

Rauð spjöld: