Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
1
0
Leiknir F.
Jesus Guerrero Suarez '45
Jóhann Helgi Hannesson '62 1-0
02.07.2016  -  17:15
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
Reynir Már Sveinsson ('58)
3. Bjarki Aðalsteinsson
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson ('58)
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('90)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
11. Kristinn Þór Björnsson ('58)
12. Hákon Ingi Einarsson
15. Guðni Sigþórsson ('90)
18. Alexander Ívan Bjarnason
21. Bergvin Jóhannsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('58)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ármann Pétur Ævarsson ('25)
Sveinn Elías Jónsson ('28)
Gunnar Örvar Stefánsson ('42)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar leikinn af. Enn einn seiglusigur Þórsara sem jafna KA menn að stigum á toppi Inkasso deildarinnar.
90. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Guðni Sigþórsson ungur strákur frá Grenivík kemur hér inn í sinn fyrsta leik fyrir Þór. Jónas Björgvin kemur útaf fyrir hann.
89. mín
Jose Omar heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald. Agnar Darri kemst framhjá honum og Jose togar aftan í hann en sleppur með spjaldið.
88. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Sigurður Marínó tapar boltanum og brýtur síðan af sér. Gult spjald réttur dómur.
87. mín
Leiknismenn orðnir pirraðir og verða að fara að passa sig ef þeir vilja ekki fá annað kjánalegt rautt spjald.
85. mín
Sveinn Elías með skot eftir fína sókn Þórsara en Arkadiusz bjargar í horn þegar boltinn er á leið í netið.
81. mín
Þung sókn Þórsara þessa stundina. Agnar Darri á skot sem að Adrian ver, boltinn dettur á Svein Elías sem á góða sendingu á Jóhann Helga sem skallar að marki en aftur ver Adrian en boltinn dettur aftur á Svein Elías en Adrian nær aftur að verja boltann. Þórsarar klaufar að skora ekki þarna.
77. mín
Jóhann Helgi með góðann skalla eftir sendingu frá Kristni Þór en Adrian ver boltann frábærlega. Einhverjir Þórsarar vilja meina að boltinn hafi verið inni en ekkert dæmt og leikurinn heldur áfram.
76. mín
Inn:Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.) Út:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.)
Önnur skipting hjá Leikni Guðmundur Arnar kemur inn fyrir Valdimar Inga.
75. mín
Gunnar Örvar í fínu færi eftir sendingu frá Jónasi en Björgvin Stefán kemst fyrir skot hans. Frábær varnarleikur hjá Björgvini.
75. mín
Þórsarar að þyngja pressuna. Ármann Pétur á skot yfir markið við vítateigslínuna.
74. mín
Aftur dettur Gunnar Örvar inn á vítateig Leiknis. Í þetta skipti dæmir Helgi ekki neitt.
73. mín
Inn:Marinó Óli Sigurbjörnsson (Leiknir F.) Út:Ignacio Poveda Gaona (Leiknir F.)
Fyrsta skipting hjá Leikni, Marínó Óli kemur inn fyrir Ignacio Poveda Gaona.

68. mín
Nú fá Leiknismenn aukaspyrnu á hættulegum stað Björgvin Stefán tekur spyrnuna sem endar í fanginu á Sandor Matus.
66. mín
Adrian grípur fyrirgjöf Jónasar örugglega.
66. mín Gult spjald: Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.)
Valdimar fær gult spjald. Togar Jónas Björgvin niður þegar hann nálgast vítateig Leiknis. Jónas stillir sér upp til að taka aukaspyrnuna.
62. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Agnar Darri Sverrisson
MARK!! Jóhann Helgi skýtur boltanum í markið. Sigurður Marínó með flottann sprett upp kantinn og kom boltanum fyrir á Gunnar Örvar sem skallaði að marki, boltinn datt fyrir Agnar Darra sem kom honum Jóhann Helga út á vítateignum og hann klikkar ekki þar. 1-0 fyrir Þór.
58. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Þór ) Út:Reynir Már Sveinsson (Þór )
Tvöföld skipting hjá Þórsurum. Kristinn Þór og Agnar Darri koma inn fyrir Reyni Má og Loft.
58. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Loftur Páll Eiríksson (Þór )
56. mín
Ármann Pétur fær fínt skotfæri eftir langt innkast frá Jónasi en skot hans yfir markið.
55. mín
Þórsarar að taka yfir leiknum en Leiknismenn eru fastir fyrir í vörninni.
52. mín
Seinni hálfleikur byrjar eins og sá síðari endaði. Þórsarar reyna að byggja upp spil en það gengur misvel.
45. mín Rautt spjald: Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Það er staðfest. Jesus Guerrero Suarez fékk rautt spjald í hálfleik. Gestirnir því orðnir einum manni færri.
45. mín
Leiknismenn eru bara 10 inná vellinum í byrjun seinni hálfleiks. Spurning hvort dómarinn hafi lyft rauða spjaldinu í æsingnum sem varð í hálfleik. Jesus Guerrero Suarez er ekki mættur inn á völlinn.
45. mín
Leikur hafinn
Leiknir hefja seinni hálfleikinn. Vonandi fáum við einhver mörk í leikinn.
45. mín
Hálfleikur
Mikill hiti var kominn í menn þegar þeir gengu til búningsklefa og einhverjar stympingar voru á milli leikmanna. Dómarinn kallar fyrirliða liðanna til sín í spjall áður en þeir geta haldið til búningsklefa sinna.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og hörku. Minna var um léttleikandi spil og góðann fótbolta.
45. mín Gult spjald: Jesus Guerrero Suarez (Leiknir F.)
Jesus Guerrero Suarez fer í bókina eftir brot á Svein Elías. Það er allaveganna nóg af spjöldum hér á Þórsvelli í dag.
42. mín Gult spjald: Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Gunnar Örvar fær gult spjald fyrir leikaraskap inn í teig Leiknis. Helgi Mikael dómari stóð alveg ofan í þessu og var í engum vafa.
40. mín
Mikil hætta inn á teig Leiknismanna eftir langt innkast frá Jónasi Björgvin en Leiknismenn komast fyrir hvert skot Þórsara á fætur öðru og koma loks boltanum frá.
37. mín
Jónas Björgvin kemst í gegn eftir flott spil Þórsara en er flaggaður rangstæður.
35. mín
Björgvin Stefán með enn eitt langa innkastið sem Þórsarar skalla frá. Tadas Jocys á skot fyrir utan teig sem fer langt langt langt yfir markið.
32. mín
Leiknismenn líklegra sáttari aðilinn eftir fyrsta hálftímann. Hafa náð að brjóta niður spil Þórsara hingað til. Leikurinn einkennst af mikilli hörku og föstum leikatriðum.
31. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins. Jóhann Helgi fær ágætis skotfæri við enda vítateigs Leiknis eftir klafs í teignum en skot hans fer yfir markið.
30. mín
Leiknismenn fá aðra hornspyrnu eftir að Þórsarar hreinsa sá fyrstu frá en hún endar með skalla langt yfir mark Þórsara.
29. mín
Hilmar Freyr tekur aukaspyrnuna sem Jóhann Helgi skallar í horn.
28. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Leiknismenn fá aukaspyrnu út á vinstri kanti við vítateig Þórsara. Sveinn Elías fær gult spjald fyrir brotið.
25. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann Pétur fær gult spjald. Er alltof seinn inn í Adrian markmann Leiknis eftir langt innkast Þórsara.
25. mín
Reynir er kominn aftur inná og virðist ætla að hrista þetta af sér. Góðar fréttir fyrir Þórsara.
23. mín
Reynir Már Sveinsson liggur eftir á vellinum og boltanum er sparkað útaf.
22. mín
Gunnar Örvar við það að sleppa í gegn eftir langa sendingu frá Jóhanni Helga en missir af boltanum.
19. mín
Jóhann Helgi á sendingu fyrir sem Adrian lendir í vandræðum með en nær að varnarmenn Leiknis hreinsa í innkast.
15. mín
Leiknir ívið hættulegri þessa stundina. Í þetta skipti taka þeir stutt innkast sem endar með skoti yfir markið frá Hilmari Frey.
12. mín
Leiknismenn komast í hættulega stöðu eftir hraða sókn en fyrirgjöf frá Valdimar Inga fer yfir alla og endar í innkasti hinummegin.
11. mín
Leiknismenn hafa tekið 4 löng innköst hér á stuttum tíma en Þórsarar hafa ekki átt í vandræðum með þau.
7. mín
Jónas Björgvin tekur aukaspyrnuna og Reynir Már á skalla sem Rodriguez ver í marki Leiknis.
6. mín Gult spjald: Jose Omar Ruiz Rocamora (Leiknir F.)
Rocamora fær gult spjald eftir ljótt brot á Jónasi Björgvin. Aukaspyrna sem Þór fær á hættulegum stað.
3. mín
Fyrsta færi leiksins. Jónas Björgvin gerir vel á hægri kantinum og nær fínni fyrirgjöf en Jóhann Helgi nær ekki skallanum.
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar hefja leik. Þeir sækja í átt að Boganum.
Fyrir leik
Ágætis aðstæður eru til fóboltaiðkunar á Þórsvelli. Skýjað og logn. Það kæmi engum á óvart ef við myndum fá smá rigningu á meðan leik stendur.
Fyrir leik
Enginn Birkir Heimisson í liði Þórsara í dag en hann er genginn til liðs við Heerenven í Hollandi. Reynir Már Sveinsson kemur inn í liðið í stað hans.
Fyrir leik
Bæði lið hafa náð góðum úrslitum undanfarið. Þórsarar eru búnir að vinna síðustu 5 leiki sína og Leiknir hafa náð í sín fyrstu stig með sannfærandi sigrum í síðustu tveimur leikjum sínum.
Fyrir leik
Þórsarar geta jafnað nágranna sína í KA að stigum á toppi deildarinnar með sigri hér í dag. Leiknismenn sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig.
Byrjunarlið:
1. Adrian Murcia Rodriguez (m)
4. Antonio Calzado Arevalo
5. Almar Daði Jónsson
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
9. Ignacio Poveda Gaona ('73)
10. Jose Omar Ruiz Rocamora
17. Tadas Jocys
18. Valdimar Ingi Jónsson ('76)
18. Jesus Guerrero Suarez

Varamenn:
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('76)
15. Kristófer Páll Viðarsson
16. Marinó Óli Sigurbjörnsson ('73)
19. Alexander Ainscough
22. Dagur Már Óskarsson
23. Sólmundur Aron Björgólfsson

Liðsstjórn:
Fannar Bjarki Pétursson

Gul spjöld:
Jose Omar Ruiz Rocamora ('6)
Jesus Guerrero Suarez ('45)
Valdimar Ingi Jónsson ('66)

Rauð spjöld:
Jesus Guerrero Suarez ('45)