Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Þór/KA
1
0
Fylkir
Sandra Mayor '13 1-0
04.07.2016  -  17:30
Þórsvöllur
Borgunarbikar kvenna 2016
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('86)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Katla Ósk Rakelardóttir ('86)
2. Rut Matthíasdóttir
3. Sara Skaptadóttir
18. Æsa Skúladóttir

Liðsstjórn:
Saga Líf Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Sandra Mayor ('78)
Sandra María Jessen ('79)
Írunn Þorbjörg Aradóttir ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þór/KA eru komnar í undanúrslit. Viðtöl og skýrsla á leiðinni
Baldvin Kári Magnússon
90. mín
Katla Ósk við það að komast í gegn en Fylkiskonur ná að koma boltanum frá
Baldvin Kári Magnússon
90. mín
Aðeins uppbótartími eftir hérna. Heimakonur virðast vera að sigla þessu í höfn
Baldvin Kári Magnússon
89. mín
Fín sókn Þór/KA endar með því að Írunn á skot yfir markið
Baldvin Kári Magnússon
87. mín
Nú er ekki mikill tími eftir fyrir jöfnunnarmark. Gestirnir aðeins komið betur inn í leikinn síðustu mínútur
Baldvin Kári Magnússon
86. mín
Inn:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Fyrsta skipting hjá Þór/KA í dag
Baldvin Kári Magnússon
85. mín Gult spjald: Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Írunn fer aftan í Evu Núru og fær gult spjald að launum
Baldvin Kári Magnússon
83. mín
Þarna var Sandra Mayor í fínu færi. Sandra María vinnur boltan og rennur honum út í teigin á Sandra en Audrey ver skot hennar vel
Baldvin Kári Magnússon
81. mín
Þarna voru heimakonur mjög heppnar. Hulda Hrund með skot sem er laust en er þó á leið yfir Aurora í markinu. Hún nær þó að hoppa í boltan og blaka honum í slánna.
Baldvin Kári Magnússon
79. mín Gult spjald: Sandra María Jessen (Þór/KA)
Fær gula spjaldið fyrir að fara utan í Söndru Maríu sem var á leið hratt upp völlinn
Baldvin Kári Magnússon
78. mín Gult spjald: Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra Mayor fær sendingu innfyrir, er dæmt rangstæð og sparkar boltanum í burtu
Baldvin Kári Magnússon
77. mín
Ekki neitt að gerast hérna þessa stundina
Baldvin Kári Magnússon
73. mín
Eiður Benedikt fær hér áminningu fá Gunnþóri. Virtist alls ekki sáttur við það
Baldvin Kári Magnússon
73. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
Var of sein í tæklingu
Baldvin Kári Magnússon
72. mín
Byrjað að rigna hér á Þórsvelli
Baldvin Kári Magnússon
71. mín
Hulda Hrund með flottan sprett en áður en henni tekst að skapa hættu missir hún boltann
Baldvin Kári Magnússon
67. mín
Írunn missir boltan á hættulegum stað. Fylkiskonur við það að komast í færi en sóknin rennnur út í sandinn
Baldvin Kári Magnússon
64. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni
Baldvin Kári Magnússon
64. mín
Audrey í bullinu hérna. Há sending inn á teiginn. Audrey kemur út og kýlir boltann það illa að hann fer afturábak og næstum því í markið. Boltinn fer þó rétt framhjá og heimakonur eiga hornspyrnu
Baldvin Kári Magnússon
61. mín Gult spjald: Selja Ósk Snorradóttir (Fylkir)
Fyrir peysutog. Hárrétt
Baldvin Kári Magnússon
57. mín
Natalia Gomez með frábæra aukaspyrnu sem Audrey Baldwin ver í slánna!
Baldvin Kári Magnússon
55. mín
Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) Út:Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
55. mín
Inn:Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir) Út:Rut Kristjánsdóttir (Fylkir)
53. mín
Fylkiskonur að undirbúa tvöfalda skiptingu sýnist mér. Ruth Þórðar er allavega klár að koma inn og mér sýnist Hulda Hrund vera að græja sig líka.
51. mín
Lítið sem ekkert í gangi í leiknum þessa stundina.
47. mín
Sandra Mayor með bjartsýnisskot af löngu færi sem fer framhjá.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
45. mín
Fyrir áhugasama er ÍBV 3-0 yfir gegn Selfossi og eru því komnar með annan fótinn í undanúrslit.
45. mín
Hálfleikur
Heimastúlkur fara með sanngjarna forystu til búningsherbergja.
44. mín
Rut brýtur hérna á Söndru Maríu. Mér finnst hún sleppa heldur betur vel þarna að fá ekki seinna gula og hefði þetta líklega verið gult ef hun væri ekki á spjaldi. Kom of seint og fór aftan í Söndru.
40. mín Gult spjald: Rut Kristjánsdóttir (Fylkir)
Togaði í hárið á Söndru Maríu sem fann greinilega fyrir því.
39. mín
Þarna munaði engu! Fylkisstúlkur koma sér í fína stöðu, sem endar með því að Hulda Sigurðardóttir leggur boltann fyrir markið. Þarna vantaði bara einhvern að pota honum inn.
37. mín
Mikið hnoð í gangi þessa stundina. Heimastúlkur ná ekki að halda boltanum jafn vel og áðan.
36. mín
Anna Rakel fékk boltann óvænt fyrir utan teig, en skot hennar yfir markið.
33. mín
Hulda Ósk í mjög góðu færi eftir frábæra sendingu Söndru Maríu. Fékk boltann á lofti á fjær en þurfti aðeins að teygja sig í hann og náði því ekki að stýra honum á markið.
31. mín
Írunn í fínu skotfæri rétt utan teigs, en Audrey ver frekar slakt skot hennar.
27. mín
ÍBV eru komnar yfir gegn Selfossi og eru því á leið í undanúrslit eins og staðan er núna.
24. mín
Sandra María slapp ein í gegn og fór framhjá Audrey í markinu. Hún var þó dæmd rangstæð áður en hún gat sett boltann í netið. Þetta var heldur betur tæpt.
21. mín
Sandra María í fínu færi eftir undirbúning Söndru Mayor, en Audrey ver í horn.
18. mín
Hulda Ósk labbar framhjá Selju Ósk og vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað.

Anna Rakel tekur spyrnuna en skot hennar vel yfir markið.
13. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
Þvílík sókn! Natalia vann hann á miðjunni, fór skemmtilega framhjá 2 miðjumönnum Fylkis, lagði hann svo á Önnu Rakel sem kom með hreint út sagt geggjaða sendingu í fyrsta, inn fyrir á Söndru Maríu. Hún var komin ein gegn Audrey Baldwin í marki gestanna en lagði boltann til hægri þar sem nafna hennar renndi sér á hann og setti hann í netið.
10. mín
Þór/KA hafa byrjað leikinn betur en hafa þó ekki náð að skapa alvöru hættu ennþá.
4. mín
Berglind Björg Þorvaldsdóttir með skalla yfir markið af fínum stað. Sendingin nokkrum sentimetrum of há fyrir hana.
4. mín
Gestirnir fá hér fyrstu hornspyrnu leiksins. Sandra Sif tekur hana.
3. mín
Fylkisstúlkur gera sig hér líklega, en Lillý Rut stoppar sóknina áður en alvöru hætta skapast.
1. mín
Fyrsta færið! Natalia Gomez með aukaspyrnu nálægt miðlínu, boltinn skallaður fyrir markið þar sem Sandra María er í flottu færi en laus skalli hennar frá markteig er auðveldlega varinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þór/KA byrja með boltann og sækja geng norðangolu.
Fyrir leik
Hér ganga liðin inn á völlinn! Karen Nóadóttur og Rut Kristjánsdóttir fyrirliðar leiða sín lið.
Fyrir leik
Nú er korter í leik og liðin á fullu í upphitun. Völlurinn lýtur vel út og veðrið er fínt, fyrir utan smá norðangolu sem kælir aðeins niður.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn! Þau má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Dómari í dag er Gunnþór Steinar Jónsson og honum til aðstoðar eru Sveinn Þórður Þórðarson og Marinó Steinn Þorsteinsson. Eftirlitsmaður er Tryggvi Þór Gunnarsson.
Fyrir leik
Í deildinni sitja Þór/KA-stúlkur í 5. sæti með 8 stig en Fylkisstúlkur eru í 9. sæti með 4 stig.
Fyrir leik
Þessi lið, eins og önnur Pepsi deildar lið, komu inn í keppnina í 16-liða úrslitum. Þar unnu þau bæði stórt en heimastúlkur sigruðu Grindavík 6-0 og gestirnir völtuðu yfir Fjarðabyggð/Hött/Leikni 11-0.
Fyrir leik
Leikurinn er annar tveggja viðureigna í 8-liða úrslitunum sem fara fram í dag. Í hinum leiknum mætast ÍBV og Selfoss í Vestmannaeyjum.

Á morgun mætast síðan Stjarnan og Haukar annars vegar og Breiðablik og HK/Víkingur hins vegar.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs/KA og Fylkis í Borgunarbikar kvenna.
Byrjunarlið:
25. Audrey Rose Baldwin (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
2. Selja Ósk Snorradóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Rut Kristjánsdóttir ('55)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
19. Kristín Erna Sigurlásdóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('55)
29. Man Ting Lin

Varamenn:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
5. Ída Marín Hermannsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('55)
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir ('55)
22. Shu-o Tseng

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rut Kristjánsdóttir ('40)
Selja Ósk Snorradóttir ('61)
Eva Núra Abrahamsdóttir ('73)

Rauð spjöld: