Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
0
2
Selfoss
0-1 Ivan Martinez Gutierrez '9 , víti
Ingiberg Ólafur Jónsson '75 , sjálfsmark 0-2
05.07.2016  -  19:15
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla 2016
Aðstæður: Heiðskýrt, 17 stiga hiti og létt gola. Völlurinn lítur frábærlega út.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Ivan Martinez Gutierrez
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
3. Samuel Lee Tillen ('71)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('61)
8. Ivan Parlov
11. Ingólfur Sigurðsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
21. Ivan Bubalo
23. Rúrik Andri Þorfinnsson ('77)
24. Dino Gavric

Varamenn:
12. Andri Steinarr Viktorsson (m)
9. Helgi Guðjónsson
10. Orri Gunnarsson ('61)
13. Ósvald Jarl Traustason ('71)
17. Kristófer Jacobson Reyes
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Indriði Áki Þorláksson ('77)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dino Gavric ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið og það eru SELFYSSINGAR sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit á morgun!

Frábær árangur hjá liðinu!

Takk fyrir mig í kvöld, skýrsla og viðtöl eru væntanleg innan tíðar!
90. mín
Uppbótartími dottinn inn!

Hlýtur að vera einhverjar 3-4 mínútur. Selfyssingar á leið í undanúrslit.
89. mín
SIGURÐUR EYBERG DÖMUR MÍNAR OG HERRAR!

Reynir hér skot laaaangt utan af velli og það er bara ekkert svo langt framhjá. Stúkan tekur allavega við sér!

Hann kann þetta drengurinn, ekki nógu duglegur að sýna okkur sem áhorfendur eru.
88. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Heiðursskipting handa Gutierrez. Verið stórkostlegur í leiknum.
87. mín
Fram nær að verjast hornspyrnunni.
86. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem Gutierrez tekur, spyrnan flott, fer af vegnum og afturfyrir í horn.
83. mín
Arnar Logi er bjartsýnn í dag, og það er vel. Reynir hér skotið af 30 metrunum en engin hætta og skotið yfir.
80. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
77. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Fram) Út:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fram)
75. mín SJÁLFSMARK!
Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Stoðsending: Ivan Martinez Gutierrez
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!

SELFYSSINGAR AÐ FARA LANGLEIÐINA Í UNDANÚRSLITIN!


Gutierrez með háan bolta inn í teig Framara, þar er Ingiberg Ólafur einn og óvaldaður, enginn Selfyssingur nálægt. Virðist ætla að skalla boltann í burtu en flikkar honum bara í eigið net. Martröð fyrir Fram!
74. mín
Inn:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
73. mín
Selfyssingar aðeins að ógna, þó ekkert af viti. Andy Pew á hér skalla rétt yfir markið eftir sendingu frá Inga Rafni.
71. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Fram) Út:Samuel Lee Tillen (Fram)
70. mín
Fram fær hornspyrnu sem Ingó Sig tekur. Flottur bolti á kollinn á Ingibergi Ólafi sem skallar yfir markið.
69. mín
Ég veit ekki hverju ég á að ljúga að ykkur kæru lesendur, best að ég sleppi því, en þessi leikur er svo gjörsamlega steindauður að ég á ekki til orð. Hrikalegt alveg hreint.
61. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Þessi ágæti maður fær ósk sína uppfyllta, hér kemur fyrsta skipting leiksins:
57. mín
Hér heyrist kallað úr stúkunni;

,,Farðu að skipta inná"

Geri sterklega ráð fyrir því að þessum orðum sé beint til Ásmundar.
54. mín
Selfyssingar halda áfram að vera grimmari aðilinn í leiknum. Hálfleiksræða Ásmundar virðist ekki hafa skilað sér, hingað til að minnsta kosti.
53. mín
Arnór Gauti enn og aftur með einstaklingsframtak uppá 10. Fer framhjá nokkrum, tekur skotið en það rétt framhjá markinu.
52. mín
Selfyssingar búnir að vera að vinna með "íslensk" innköst allan leikinn. Löng innköst þar að segja, Stefán Ragnar og Arnór Gauti skiptast á að taka innköstin. Ganga misvel.
50. mín
Skemmtileg tilraun hjá Stefáni, fastur bolti sem fer rétt framhjá markinu.
49. mín Gult spjald: Dino Gavric (Fram)
Fyrsta gula spjald leiksins fær Dino Gavric fyrir brot á Inga Rafni rétt fyrir utan teig Fram.

Aukaspyrnuna tekur Stefán Ragnar.
46. mín
Seinni hálfeikur kominn af stað og liðin bæði óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Laugardalsvelli þar sem Selfyssingar leiða með einu marki. Afskaplega dapur fyrri hálfleikur að baki. Vonum að það breytist.

En eins og fyrr segir, ekkert kaffi hér svo ég er farinn í leiðangur.
44. mín
Arnór Gauti sólar hér mann og annan, keyrir í átt að markinu, kemur með fastan bolta meðfram jörðinni fyrir en Layeni vel á verði og stelur boltanum.
39. mín
Afskaplega tíðindalítið þessa stundina.

Ekkert kaffi í fjölmiðlaðstöðunni og menn ekki sáttir. Taki til sín sem eiga.
35. mín
Garcia fyrstur manna til þess að vera dæmdur rangstæður í þessum leik, er það eftir aukaspyrnu sem Gutierez tekur fyrir Selfyssinga.
32. mín
Spyrnan beint í vegginn og þaðan útaf.
31. mín
Andy Pew brýtur á Ivan Bubalo rétt fyrir utan teig. Ivan Parlov stillir sér upp, ætlar að spyrna.
30. mín
Áhorfendur eru farnir að rífa sig úr að ofan, svo óbærilegur er hitinn.
28. mín
Það er rólegt í Laugardalnum þessa stundina. Fram ívið meira með boltann en ná ekki að skapa sér nein færi.
26. mín
Rúrik Andri með fína tilraun. Reynir hér skotið fyrir utan teig, ekkert svo langt framhjá.
22. mín
FRÁBÆR SÓKN SELFYSSINGA!

JC Mack með gjörsamlega sturlaða sendingu inn fyrir á Inga Rafn sem tekur hann frábærlega niður, staðin fyrir að skjóta leggur hann boltann út í teiginn á Arnór Gauta sem er í slæmri stöðu og skýtur boltanum yfir!

Þarna hefði ég viljað sjá Inga Rafn skjóta sjálfur!
20. mín
Hornspyrna sem heimamenn fá. Þeir eru að sækja í sig veðrið þessa stundina en vörn Selfyssinga heldur vel.
18. mín
Báðir þjálfarar liðanna staðnir upp og farnir að garga eitthvað á sína menn.
15. mín
Heimamenn aðeins að vakna til lífsins. Steinsofandi fyrstu mínúturnar, eru að keyra sig hærra upp á völlinn, sjáum hverju það skilar þeim.
11. mín
Selfyssingar eru miklu grimmari í upphafi leiks og Framarar eru bara í bölvuðu veseni með að koma boltanum burt.
9. mín Mark úr víti!
Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
EKKI FLÓKIÐ!

Gutierrez setur hann bara á mitt markið á meðan Stefano Layene skutlar sér til vinstri.

Selfyssingar komnir með forystu!
8. mín
VÍTI!

Selfyssingar fá vítaspyrnu. Gutierrez tekur á rás inní teig Fram og er felldur!

Enginn vafi á þessu!
5. mín
FRÁBÆRT skot frá Ivan Parlov.

Fær fasta sendingu og tekur skotið viðstöðulaust fyrir utan teig og Vignir þarf að hafa sig allan við og nær að verja í horn.
4. mín
Fyrsta skot leiksins á Ingi Rafn fyrir Selfoss en það himinhátt yfir og engin hætta þannig séð.
3. mín
Aukaspyrna stórhættuleg en Framarar ná að hreinsa boltann burt með naumindum.
2. mín
Frábær sprettur hjá Arnóri Gauta upp hægri kantinn, varnarmaður Fram brýtur á honum og Selfyssingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað sem Gutierrez tekur.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Selfyssingar sem byrja með boltann.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Jæja, þarna kemur þetta. Liðin ganga hér út á völlinn.

Selfyssingar vínrauðir og Fram bláir. Þorvaldur Árnason fremstur í flokki, fáum alvöru dómgæslu hér í kvöld.
Fyrir leik
19:15 og liðin eru ekki komin á völlinn, einhver seinkun. Veit ekki nákvæmlega hvað er í gangi.
Fyrir leik
Selfyssingar hafa líklegast gleymt USB-lyklinum með Selfoss-lögunum því hér í hátalarakerfinu óma ekkert nema stuðningsmannalög Fram.
Fyrir leik
Korter í leik og liðin að ganga til búningsherbergja. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að þetta sé eitthvað að fara að klikka!

Sturlað veður og dalurinn skartar sínu allra fegursta.
Fyrir leik
Þessi lið mætast á föstudagskvöldið aftur en þá í INKASSO-deildinni. Fram sitja í 5.sæti en Selfyssingar í því 8.
Fyrir leik

Fyrir leik
Frábært veður í Laugardalnum.

Heiðskýrt, 17 stiga hiti og létt gola. Völlurinn lítur frábærlega út.

Ég geri ekki kröfu á fullan völl í kvöld en þið sem hafið tök á því að mæta, þetta getur ekki klikkað.
Fyrir leik

Fyrir leik
Fram gerir nokkrar breytingar frá tapinu gegn HK í síðasta leik.

Til að mynda setjast Indriði Áki og Ósvald Jarl báðir á varamannabekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarlið Selfyssinga er nokkuð hefðbundið og undanfarið.

Það sem ber kannski hæst að nefna er að athafnamaðurinn og fjárfestirinn Sigurður Eyberg kemur inn í liðið en hann hefur ekki verið fastamaður í sumar.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru komin inn

Þau má sjá hér til hliðanna.
Fyrir leik
Nú þegar hafa ÍBV, FH og Valur tryggt sér sæti í undanúrslitum þannig að það liggur alveg ljóst fyrir að liðið sem vinnur þennan leik í dag á ansi erfitt verkefni fyrir höndum.
Fyrir leik
Framarar byrjuðu á því að slá út Aftureldingu með 1-0 sigri. Liðið mætti síðan HK í 32-liða úrslitum og vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur.

Liðið skellti sér síðan til Ísafjarðar í 16-liða úrslitum þar sem þeir kepptu við Vestra. Fram komst í 0-3 í leiknum en liðsmenn Vestra náðu að setja tvö mörk í lokin en komust ekki lengra og vann Fram því leikinn 2-3.
Fyrir leik
Selfyssingar hafa farið Krísuvíkurleiðina í keppninni þetta árið.

Liðið marði Njarðvíkinga í 2.umferðinni 2-1 eftir að hafa lent undir. Liðið vann síðan dramatískan sigur á KR í 32-liða úrslitunum en Arnar Logi skoraði sigurmark Selfyssinga í framlengingu þar.

Liðið ákvað síðan að skella sér í aðra framlengingu í 16-liða úrslitum þegar liðið vann Víði 4-3 en þar var það varnartröllið Andy Pew sem tryggði farseðilinn í 8-liða úrslitin.
Fyrir leik
Þetta eru einu 1.deildar liðin eftir í keppninni þannig það liggur ljóst fyrir að það verður 1.deildar lið í undanúrslitum Borgunarbikarsins þetta árið, sem er auðvitað bara stórkostlegt!
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur. Í kvöld fer fram INKASSO-slagur í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Laugardagsvelli er Fram og Selfoss mætast.

Verið með!
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('80)
4. Andy Pew (f)
5. Jose Teodoro Tirado Garcia
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez ('88)
12. Giordano Pantano
16. James Mack
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('74)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
28. Daniel James Hatfield (m)
3. Birkir Pétursson
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('74)
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('88)
18. Arnar Logi Sveinsson ('80)
20. Sindri Pálmason

Liðsstjórn:
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: