Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
1
Selfoss
Ivan Bubalo '23 1-0
1-1 Jose Teodoro Tirado Garcia '77
08.07.2016  -  19:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Þéttskýjað, smá vindur og 12 stiga hiti. Völlurinn lítur frábærlega út.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
3. Samuel Lee Tillen
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
10. Orri Gunnarsson ('69)
13. Ósvald Jarl Traustason ('90)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
21. Indriði Áki Þorláksson
21. Ivan Bubalo
23. Rúrik Andri Þorfinnsson ('78)
24. Dino Gavric

Varamenn:
12. Andri Steinarr Viktorsson (m)
6. Brynjar Kristmundsson ('90)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('69)
9. Helgi Guðjónsson ('78)
11. Ingólfur Sigurðsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
25. Haukur Lárusson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ivan Bubalo ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Laugardalsvelli og niðurstaðan 1-1.

Takk kærlega fyrir mig í kvöld. Skýrsla og viðtöl á leiðinni. Góða nótt.
90. mín
Selfyssingar í stórsókn hérna á lokamínútunum! Þrjár hornspyrnur í röð, sjáum hvað setur.
90. mín
Uppbótartími.
90. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Fram) Út:Ósvald Jarl Traustason (Fram)
89. mín
Lítið eftir og lítið að gerast í rauninni. Spurning hvort jafntefli verði niðurstaðan. Sjáum hvað setur, 3-4 mínútur í uppbótartíma að minnsta kosti.
86. mín
DAUÐAFÆRI!

Selfyssingar bruna í skyndisókn eftir hornspyrnu Fram. Arnór Ingi hleypur upp vinstra megin með boltann. Teo Garcia ALEINN á auðum sjó fyrir framan markið en Arnór kýs frekar að fara sjálfur og missir boltann. Skelfilegt.
84. mín
SELFYSSINGAR BJARGA Á LÍNU!

Dino Gavric með skalla að markinu eftir hornspyrnu, Gio Pantano hárréttur maður á hárréttum stað og skallar burt!
82. mín
Fram skorar þarna mark en Vilhjálmur búin að dæma hendi á leikmann Fram og markið stendur því ekki.
80. mín Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
Andy með ljóta tæklingu. Fram heimti rautt spjald þarna. Held þó að gult sé rétt niðurstaða.
79. mín
Inn:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
78. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fram)
77. mín MARK!
Jose Teodoro Tirado Garcia (Selfoss)
MAAAAAAAAAARK!!!

SELFYSSINGAR ERU AÐ JAFNA LEIKINN!

Ekta framherjamark! Fær frábæra stungusendingu í gegn, sá ekki frá hverjum, bæti því við um leið og ég frétti hver. Garcia tekur 2-3 touch og setur boltann bara MJÖG snyrtilega framhjá Layeni!
74. mín
Frábært færi hjá Selfyssingum!

Þorsteinn Daníel með góða fyrirgjöf af hægri kantinum, Garcia og Arnór Gauti inní teig en ná ekki að gera sér mat úr því, voru báðir í mjög góðri stöðu en missa einhvernvegin af boltanum báðir.
69. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Fyrsta skipting Fram
69. mín
Selfyssingar að skipta upp um gír, sjáum hverju það skilar þeim. Betri aðilinn þessa stundina en vörn Fram gríðarlega traustvekjandi.
66. mín
Svavar Berg með skalla að marki Fram en það rétt framhjá.

Ansi áhugaverðar 25 mínútur eftir.
62. mín
Eftir góðan kafla Selfyssinga rétt áðan er aðeins að dofna yfir þessu. Afskaplega lítið í gangi þessa stundina.
58. mín
Arnór Gauti með FRÁBÆRT skot sem Layeni ver!

Hornspyrna gestanna sem eru ansi hreint farnir að sækja í sig veðrið.
56. mín Gult spjald: Ivan Bubalo (Fram)
Virðist gefa Andy Pew olgnbogaskot, sá ekki alveg nógu vel.
55. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
55. mín
Inn:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss) Út:Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
55. mín
Framarar ANSI nálægt því að bæta við forystuna þarna!

Jose Garcia með einhver fíflalæti, hleypur með boltann langt niður þar sem hann tapar honum. Bubalo nær honum, rennir honum á Ósvald sem er í frábæru færi, hann skýtur í varnarmann og þaðan afturfyrir.
53. mín
Allt annað lið gestanna sem mætir hér út í seinni hálfleik. Meiri grimmd og menn almennt hressari. Smá pirringur í mönnum þarna undir lok fyrri hálfleiks.
48. mín
Selfyssingar byrja á virkilega hugglegri sókn, Siggi Eyberg með fyrirgjöf af hægri kantinum inní sem er skölluð frá, Gio Pantano nær boltanum fyrir utan teig og tekur skotið, en það framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.

Bæði lið óbreytt, engar skiptingar.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur hefur flautað til hálfleiks.

Fram leiðir verðskuldað, verið betri aðilinn.

Kaffitími.
45. mín
Svavar Berg heldur betur búin að bæta upp fyrir mistökin sem hann gerði í markinu áðan. Magnaður á miðjunni. Franski N'Golo Kante, íslenski Einar Ottó.
44. mín
Fram fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Ivan Bubalo spyrnir, beint í vegginn og þaðan afturfyrir. Hornspyrna.
41. mín
Frábær tilraun hjá Ingibergi Ólafi. Leikmaður Fram með langt innkast inná teig sem er flikkað lengra inn, beint á Ingiberg sem reynir bara hjólhestaspyrnu en boltinn rétt framhjá
37. mín
Ég trúi því varla að þetta sé sama Fram lið og ég sá spila hérna fyrr í vikunni. Alveg ljóst að menn hafa rifið sig í gang eftir þá skitu.

Spurning hvort Selfyssingar séu enn að svífa á bleika skýjinu.
33. mín
Úúú!

Fín tilraun hjá Inga Rafni, fær boltann utan teigs og lætur vaða, skotið fast og hnitmiðað en það fer rétt yfir markið. Spurning hvort þetta kveiki í Selfyssingunum.
31. mín
Það eru bullandi hiti hérna, menn eru að taka hressilega á hvorum öðrum.
29. mín
Andy Pew liggur eftir samstuð við Ósvald Jarl, virðist sárþjáður. Slæm tíðindi fyrir Selfyssinga ef hann er ekki 100%.
27. mín
Allt annað Fram lið sem við erum að sjá en spilaði hérna á þriðjudaginn. Lúkka fáránlega flottir. Selfyssingar ekki alveg vaknaðir til lífsins.
23. mín MARK!
Ivan Bubalo (Fram)
MAAAAAAAAAAAARK! FRAMARAR ERU KOMNIR YFIR EFTIR BARNASKAP Í VÖRN SELFYSSINGA!

Hvað voru þeir að pæla þarna í öftustu línu hjá Selfyssingum! Senda eitthvað á milli þarna, komin bullandi pressa frá Fram, Andy Pew ætlar að losa boltann burt, beint á Svavar sem sendir hann til baka á Ivan Bubalo sem er í góðri stöðu inní teig Selfyssinga og skorar!

Gefins mark.
23. mín
Flott sókn hjá Selfyssingum. Gutierrez kemur upp vinstri kantinn með fastan bolta fyrir, Garcia í boltanum en nær honum þó ekki. Stefano Layeni markvörður fram á undan honum.
19. mín
Selfyssingarnir verið dáldið mikið í því að keyra upp völlinn, lítur allt rosalega vel út en tapa síðan boltanum og Fram brunar í skyndisókn.

Selfyssingarnir þó fljótir til baka og ná að verjast.
16. mín
Það liggur engin vafi á því að Fram er betra liðið þessa stundina án þess þó að skapa sér hættuleg marktækifæri.
11. mín
Fram að sækja í sig veðrið eftir að Selfyssingar höfðu verið miklu meira með boltann fyrstu mínúturnar. Fá hér aðra hornspyrnu.

Spyrnan frá Ósvaldi þó arfaslök, svífur yfir allt og útaf.
8. mín
Fyrsta skot leiksins á rammann á Ivan Bubalo, skotið þó máttlaust og Vignir ekki í vandræðum.
6. mín
Hornspyrna sem Fram fær og Sigurður Eyberg lendir illa í því, ætlar að reyna að koma í veg fyrir hornspyrnuna, tekst það ekki og lendir á hornfánanum, flaggið dettur af og Siggi liggur eftir.

Alvöru passion.
4. mín
Fer rólega af stað. Selfyssingar meira með boltann fyrstu mínúturnar og eru að ná að spila boltanum afar vel á milli sín.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er HAFINN og það eru heimamenn sem byrja með knöttinn og sækja í átt að Laugardalshöll!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin að ganga hér út á völlinn, bæði lið í sínum aðalbúningum. Líta allir stórglæsilega út, leikmenn jafnt sem dómarar. Þetta er ekkert að fara að klikka.
Fyrir leik
Dómari leiksins er enginn annar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Aðstoðarmenn hans eru Steinar Berg og Bryngeir Valdimarsson. Guðmundur Sigurðsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Efast ekki um það að dómgæslan verði uppá 10 hér í kvöld!
Fyrir leik

Fyrir leik
Veðrið er alveg hreint sæmilegt í Laugardalnum. Þéttskýjað, smá vindur og 12 stiga hiti. Völlurinn lítur frábærlega út.
Fyrir leik
Framarar gera 3 breytingar á sínu byrjunarliði. Gunnlaugur Hlynur og Ingó Sig setjast báðir á varamannabekkinn í dag og Ivan Parlov er utan leikmannahóps.

Inn koma Indriði Áki, Orri Gunnarsson og Ósvald Jarl Traustason.
Fyrir leik
Selfyssingar halda sér við sama lið og vann Fram á þriðjudaginn. Engin sérstök ástæða til þess að breyta því, voru flottir.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru dottin í hús!
Fyrir leik
Eftir leikinn á þriðjudag milli þessara liða voru þjálfarar liðanna spurðir út í það hvort þeir myndu búast við svipuðum leik í dag.

Ásmundur sagðist vona að sitt lið gæti sýnt betri frammistöðu og að liðið þyrfti að komai agressívara inn í leikinn en það gerði á þriðjudag.

Gunnar Borgþórsson reiknar með eins leik og sagði að liðin væru mjög svipuð. Hann talaði einnig um að dagsformið skipti máli þegar þessi lið mætast.
Fyrir leik
Selfyssingar fengu KA í heimsókn síðustu helgi en töpuðu þeim leik 2-0. Eins og fyrr segir sló liðið Fram út í Borgunarbikarnum á þriðjudaginn með 2-0 sigri, mörk Selfyssinga gerðu Gutierrez (Pachu) og Ingiberg Ólafur en hann skallaði boltann í eigið net.

Selfyssingar sitja í 8.sæti Inkasso-deildarinnar en gætu með sigri stokkið nokkuð langt upp töfluna.
Fyrir leik
Lið Fram situr í 5.sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins en gæti komist upp í 3.sæti með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum.

Liðið tapaði 2-0 fyrir HK í síðustu umferð. Á þriðjudaginn var liðið slegið út úr Borgunarbikarnum einmitt af Selfyssingum. Sá leikur endaði 2-0 fyrir Selfyssinga sem eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvellir þar sem við ætlum að fylgjast með leik Fram-Selfoss í 9.umferð Inkasso-deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson ('55)
Ingi Rafn Ingibergsson ('55)
4. Andy Pew (f)
5. Jose Teodoro Tirado Garcia
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
16. James Mack
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('79)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
28. Daniel James Hatfield (m)
13. Richard Sæþór Sigurðsson
18. Arnar Logi Sveinsson ('55)
20. Sindri Pálmason
23. Arnór Ingi Gíslason ('79)

Liðsstjórn:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Andy Pew ('80)

Rauð spjöld: