Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
0
Stjarnan
Rakel Hönnudóttir '45 1-0
08.07.2016  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Frosti Viðar Gunnarsson
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('90)
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('90)
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('84)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('90)
18. Kristín Dís Árnadóttir ('90)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('84)

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:
Fjolla Shala ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar komnir á toppinn!
90. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika. Alls ekki mikið eftir.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Skipting til að drepa klukkuna. Bara uppbótartíminn eftir.
88. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan) Út:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar.
88. mín Gult spjald: Fjolla Shala (Breiðablik)
Alltof sein í Þórdísi. Ljótt brot og alltaf gult spjald.
86. mín
Guðrún Karítas nær föstu skoti sem fer í Donna Henry og aftur fyrir. Þetta er ekki að ganga upp hjá Stjörnunni í dag. En það er ennþá tími til að breyta því.
84. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan ætlar að leggja meira puð í sóknarleikinn.
84. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika.
78. mín
Donna Henry með eitt besta færi Stjörnunnar í leiknum. Guðrún Karítas á fyrirgjöf sem fer á Donna en skot hennar úr teignum er framhjá.
73. mín
Donna er eitthvað meidd og liggur eftir. Hún er hins vegar ansi hörð, stendur upp og heldur leik áfram.
70. mín
Donna Henry reynir skot af löngu færi sem fer hátt yfir.
66. mín
Það verður að segjast eins og er að það er ansi fátt búið að ske í þessum leik fyrir utan markið. Afskaplega lítið reynt á markmennina.
60. mín
Guðrún Arnardóttir á skalla eftir hornspyrnu frá Fanndísi en Berglind nær að verja.
57. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Katrín mögulega tognuð aftan í læri.
54. mín
Katrín Ásbjörns hefur orðið fyrir einhverjum meiðslum en hún fær aðhlynningu. Verið að vefja um kálfann á henni og er Stjarnan því manni færri þessa stundina.
52. mín
Breiðablik sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks, sækja meira en hafa ekki skapað sér alvöru færi ennþá. Svara Rós fékk hálffæri en skotið hennar fór í Kristrúnu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað

Sjáum hvort Stjarnan geti komið til baka. Topp sætið er undir.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugur endir á annars daufum fyrri hálfleik. Blikar fara á toppinn ef þetta endar svona.
45. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fanndís Friðriks á fyrirgjöf sem Stjarnan lendir í vandræðum með og boltinn hafnar hjá Rakeli Hönnudóttur eftir að Svava datt einhvernvegin á boltann. Hún á skot utan teigs sem Berglind nær að verja upp í loftið en boltinn dettur undir slánna. Svolítið klaufalegt hjá Berglindi.
45. mín
Berglind á lélega spyrnu frá marki sínu sem endar á Esther en hún reynir skalla af löngu færi sem er alltof laus og beint í fangið á markmanninum.
41. mín
Ásgerður Stefanía skallar hornspyrnu rétt framhjá. Með hættulegri færum, í hingað til bragðdaufum fyrri hálfleik.
38. mín
Þórdís Hrönn fer framhjá nokkrum leikmönnum Breiðabliks en fyrirgjöfin hennar hafnar í Málfríði Ernu.
31. mín
Hallbera með fyrirgjöf sem fer á markið, sem betur fer fyrir Stjörnuna var Berglind vakandi í markinu og nær að blaka boltanum í burtu. Stórhættulegt.
30. mín
Lára Kristín er næst að reyna skot af mjög löngu færi. Engin hætta þarna því boltinn fer langt framhjá.
28. mín
Hornspyrnan fer beint aftur fyrir. Ana Victoria Cate er eitthvað meidd og fær aðhlynningu á meðan leikurinn heldur áfram. Gæti endaði illa þar sem Fanndís Friðriksdóttir sækir upp hennar kant.
27. mín
Fanndís reynir skot af um 25 metrum sem fer vel framhjá. Stjarnan brunar síðan í sókn hinum megin og Katrín vinnur honrspyrnu.
23. mín
Fanndís á stórhættulega fyrirgjöf sem Esther rétt missir af en Berglind náði til boltans á síðustu stundu.
22. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Jafn leikur með mjög lítið af færum.
17. mín
Stjarnan byrjaði betur en Blikar eru komnir meira inn í leikinn og er hann frekar jafn þessa stundina.
12. mín
Rakel Hönnudóttir reynir skot af löngu færi sem fer vel yfir.
8. mín
Andrea Rán í fyrsta færi Blika, nær skoti sem Berglind ver, Berglind missir hins vegar boltann en varnarmenn Stjörnunnar rétt ná að bjarga á síðustu stundu.
3. mín
Harpa kemst í færi en skotið hennar fer í varnarmann. Stjarnan byrjar betur.
3. mín
Katrín Ásbjörns fær fyrsta færið í leiknum. Harpa átti sendingu á hana en hún hitti boltann illa og Sonný varði auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann. Vonum að við fáum skemmtilegan leik með fullt af mörkum.
Fyrir leik
Rúmt korter í leikinn og liðin hafa lokið upphitun og eru komin í ræður þjálfaranna inn í klefa. Nánast enginn mættur í Kópavoginn, sem eru mikil vonbrigði enda risa leikur framundan.
Fyrir leik
Liðin mættust í Meistarakeppni KSÍ á ísköldu kvöldi í byrjun maí. Þá hafði Breiðablik betur í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli en liðin eru ansi jöfn að getu.
Fyrir leik
Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari á meðan Breiðablik er ríkjandi íslandsmeistari. Það er því tvö stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu sem mætast hér í kvöld.
Fyrir leik
Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar með 16 stig en liðið hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli.

Breiðablik er í 2. sæti, með tveim stigum minna en liði hefur ummið fjóra leiki og gert tvö jafntefli.
Fyrir leik
Gott kvöld lesendur kærir, nú er komið að toppslag í Pepsi deild kvenna en Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli.
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
6. Lára Kristín Pedersen ('88)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir ('84)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('57)

Varamenn:
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('57)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('88)
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('84)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: