Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þróttur R.
1
4
Fylkir
0-1 Víðir Þorvarðarson '16
Thiago Pinto Borges '38 1-1
1-2 Andrés Már Jóhannesson '51
1-3 Valdimar Þór Ingimundarson '65
1-4 Víðir Þorvarðarson '72
11.07.2016  -  20:00
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson ('73)
Arnar Darri Pétursson
2. Callum Brittain
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason ('84)
10. Brynjar Jónasson
11. Dion Acoff
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f) ('55)
23. Aron Lloyd Green
27. Thiago Pinto Borges

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Finnur Ólafsson
15. Davíð Þór Ásbjörnsson ('55)
18. Dean Lance Morgan Plues
21. Tonny Mawejje ('84)
25. Kabongo Tshimanga ('73)
29. Kristian Larsen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 4-1 útisigri Fylkis, hélt ekki í hálfleik að ég myndi segja þetta! Lærisveinar Hemma mættu grimmir inn í seinni hálfleikinn og gáfu honum hina fullkomnu afmælisgjöf! Ég þakka fyrir mig, viðtöl eru á leiðinni.
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn, fjórar mínútur í uppbótartíma.
85. mín
Tonny kemur inn af krafti og á ÞRUMUSKOT beint í slána!!!! Einhverjir vilja meina að boltinn hafi verið inni, sá það ekki.
84. mín
Inn:Tonny Mawejje (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Síðasta skipting Þróttara, Tonny kemur inn fyrir Vilhjálm.
74. mín
Furðulegt að sjá hvernig þetta hefur farið fyrir Þrótturum. Voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik að mínu mati en eru ansi miklir klaufar í vörninni. Fá á sig ódýr (og reyndar eitt stórglæsilegt) mörk og það er að kosta þá. Þetta tap gæti reynst ansi dýrkeypt þegar stigin verða talin eftir mót.
73. mín
Þetta var skelfilega lélegt skot!!! Brynjar Jónasson í dauðafæri til að minnka muninn og veita Þrótti veika von, en skot hans arfaslakt og varnarmaður Fylkis bjargar á línu.
73. mín
Inn:Kabongo Tshimanga (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
Önnur skipting hjá Þrótti.
72. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Stoðsending: Andri Þór Jónsson
MAAAAAAAAAAAARK!!!! ÞETTA ER ALLT AÐ HRYNJA HJÁ ÞRÓTTURUM!!!! Víðir Þorvarðarson skorar með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Andra Þór!! Vel gert en Arnar Darri átti klárlega að verja þetta að mínu mati!
69. mín
Inn:Axel Andri Antonsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Önnur skipting hjá Fylki og annar mjög ungur sem kemur inn á. Axel Andri kemur inn fyrir Andrés Má. Andrés var í vandræðum með Dion í fyrri hálfleik en var frábær í þeim síðari, skoraði glæsilegt mark og lagði upp annað. Skilaði sannarlega sínu dagsverki og gott betur!
69. mín
Þess má geta að Valdimar Þór Ingimundarson, markaskorarinn ungi, er að spila sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni! Það tók hann innan við fimm mínútur að skora, frábærlega gert! Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki á dögunum er hann kom inn á í 5-0 tapinu gegn Val í bikarnum. Mun eiga betri minningar frá fyrsta Pepsi-leiknum nema eitthvað furðulegt gerist!
67. mín
Sótt endanna á milli!!! Dion Acoff kemst í flott færi en Ólafur Íshólm ver vel í stöngina!! Hornspyrna.
67. mín
DAUÐAFÆRI EN ÖMURLEGT SKOT!! Þróttarar missa boltann, frábær sending inn á Albert Brynjar sem er kominn einn í gegn en skot hans er skelfilegt og Arnar Darri ekki í neinum vandræðum.
65. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
MAAAAARK!! FYLKISMENN ERU KOMNIR Í 3-1!!! VARAMAÐURINN VALDMAR ÞÓR KLÁRAR FRÁBÆRT FÆRI EFTIR BAAAAAAAAAAAAAAAANEITRAÐA SENDINGU FRÁ ANDRÉSI MÁ!! Virtist sem Valdimar væri að fara að klúðra þessu en Arnar Darri var mögulega ekki nógu ákafur á móti honum og Valdimar setur hann framhjá markverðinum og í netið!
64. mín
Þróttarar hafa verið nokkuð aðgangsharðir undanfarnar mínútur. Fá hornspyrnu en of löng spyrna hjá Aron Green og ekkert verður úr þessu.
61. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Sito (Fylkir)
Fylkismenn gera breytingu, Sito fer út af og Valdimar Þór kemur inn. Enn einn slakur leikurinn hjá Spánverjanum í sumar, að manni skilst, eins mikið vesen og það var að fá hann til Fylkis!
56. mín
ÞARNA MUNAR SVO LITLU!!!! Þróttarar svo nálægt því að jafna metin, Brynjar Jónasson lætur vaða úr teignum en Ásgeir Örn bjargar á línu!! Þarna hélt ég að jöfnunarmarkið væri að detta inn!
55. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Þróttur R.) Út:Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Þróttarar gera skiptingu. Ekkert að skiptingunni, en það versta var að þurfa að hlusta á vallarþulinn kynna hinn annars ágæta Davíð Þór itl leiks. Þessi læti eru bara of mikið fyrir minn smekk. En Davíð kemur inn gegn sínum gömlu félögum.
54. mín
Jesús, nú þurfa Þróttarar að finna annan spyrnumann. Thiago með enn eina aukaspyrnuna á hættulegum stað sem endar beint í höndum Ólafs.
53. mín
Andrés Már vissi upp á hár að þetta væri sjónvarpsleikur og kom með þetta svona líka sjónvarpsmark! Max þrjú mörk á EM 2016 sem toppuðu þetta, ef þá það. Virkilega vel gert hjá pilti, er enn að jafna mig eftir þetta!
51. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
MAAAAAAAAAARK!!! VÁVÁVÁVÁVÁ!!! ÞETTA VAR EITTHVAÐ!!! Andri Þór tekur langt innkast, Tonci fleytir boltanum áfram en Þróttarar skalla út. Þar mætir Andrés nokkur Jóhannesson OG ÞRUMAR BOLTANUM VIÐSTÖÐULAUST Í NETIÐ!!!! QUE GOLAZOOOOO!!!!!! 2-1 FYRIR FYLKI!
49. mín
DAUUUUUUUUUUUUUUUUÐAFÆRI!!!!!!!!! Albert Brynjar kemst einn í gegn, fer framhjá Arnari Darra og skýtur að marki! Komst ekki alveg nógu langt framhjá Arnari því markvörðurinn varði í horn! Munaði engu þarna! Úr hornspyrnunni fékk Tonci svo skalla hátt yfir.
48. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Thiago kemur með boltann inn í en hann endar beint í hrömmum Ólafs Íshólm, alveg eins og önnur spyrna sem Thiago tók á hættulegum stað í fyrri hálfleik.
46. mín
Inn:Andri Þór Jónsson (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Leikurinn er hafinn á nýjan leik. Fylkismenn gera eina breytingu í leikhléi, Andri Þór Jónsson kemur inn á fyrir Garðar Jóhannsson. Vallarþulurinn er (því miður?) enn á sínum stað, hann fullyrðir að leikurinn fari ekki 1-1. Held ég verði reyndar að vera sammála honum það, það eru mörk í þessu!
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés á Þróttarvellinum í Laugardal og staðan er 1-1. Fínasti leikur hér í Laugardal! Myndi segja að heimamenn hafi á heildina litið verið sterkari en hins vegar hafa gestirnir átt fínar rispur inn á milli. Allt galopið í þessum leik en ljóst að jafntefli er úrslit sem hvorugt liðanna myndi sætta sig við!
45. mín
Fylkismenn eru tvisvar búnir að reyna að taka Ísland á þetta og skora úr löngu innkasti. Munaði ekkert svo miklu núna! Andrés Már grýtti boltanum inn á teiginn og honum var flikkað áfram á Garðar Jó, sem var í fínni skotstöðu en náði ekki alveg snúningnum.
44. mín
Þróttarar nærri því að skora hinum megin!! Dioff gerir vel, kemur boltanum á Ragnar Pétursson sem nær fínu skoti, en Ólafur Íshólm er á tánum og ver virkilega vel!
43. mín
Fylkismenn loksins farnir að spila bolta, greinilega hundfúlir með jöfnunarmarkið! Albert Brynjar með fína takta í teignum eftir prýðilega sókn, leikur á varnarmann og reynir fyrirgjöf en Arnar Darri nær boltanum. Munaði litlu að hann missti hann beint fyrir fæturna á Fylkismanni en hélt honum þó.
41. mín
Fylkismenn í ágætri sókn eftir ferleg mistök hjá Halli. Gat auðveldlega hreinsað boltann út í innkast en reyndi eitthvað furðulegt og Albert Brynjar náði boltanum. Albert kom boltanum á Sito sem reyndi skot en það fór í varnarmann. Sito fékk boltann aftur og kom með fyrirgjöf, Albert Brynjar var mættur í skallann en rétt náði að sneiða boltann framhjá.
39. mín
Stúkan tekur heldur betur við sér eftir þetta mark, og það er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið verðskuldað. Þó svo að Fylkismenn hafi átt rispur inn á milli hafa Þróttarar verið mun sterkari aðilinn og í stuttum samræðum við sjálfan mig hér rétt áðan var ég einmitt að tala um hvað það yrði ósanngjarnt ef þeir væru undir í hálfleik. En það getur nú allt gerst ennþá!
38. mín MARK!
Thiago Pinto Borges (Þróttur R.)
MAAAAAAAARK!!!! THIAGO PINTO BORGES JAFNAR METIN!!! Hann er ekki hár í loftinu en hann skallar boltann í netið!! Enn og aftur er Dion Acoff að valda Andrési Má vandræðum, hann keyrir framhjá honum og upp að endalínu, gefur fyrir og þar er Thiago mættur og skallar knöttinn í netið.
34. mín
Þróttarar geysast upp í sókn og Brynjar Jónasson virðist vera kominn í ansi gott færi fyrir framan mark Fylkis en varnarmaður kemst fyrir skot hans.
34. mín
Fylkismenn aðeins að sýna klærnar, áttu fína sókn, Sito kemur með fyrirgjöf en Arnar Darri í markinu nær að grípa boltann!
29. mín
Fylkismenn gera atlögu að markinu, Emil Ásmundsson lætur vaða af löngu færi og boltinn siglir rétt framhjá!
27. mín
Þróttarar fá tvær hornspyrnur í röð, sú síðarnefndi svífur yfir allt og alla og endar aftur fyrir endamörk.
24. mín
Svakalega munaði þarna litlu!! OG SVAKALEGT HÖGG HEFUR ÞETTA VERIÐ!! Fyrirgjöfin berst á fjærstöngina þar sem Dion Acoff er mættur í teignum. Hann geysist framhjá varnarmanni og nær þrumuskoti þar sem boltinn flýgur í átt að marki en Tonci Radovnikovic tekur einn fyrir liðið og stekkur fyrir boltann og skallar hann í burtu. Hann STEINLIGGUR síðan í kjölfarið, eðlilega! Hlúð er að honum og hann er kominn aftur á fætur, vonum það besta!
21. mín
Hörkutilraun hjá Brynjari Jónassyni!! Hann lætur vaða fyrir utan teig, þrumuskot en það fer rétt framhjá.
19. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Virkilega góð dómgæsla hjá Helga Mikael. Dion Acoff kom sér framhjá Andrési Má sem kaus að toga í peysuna hans til að halda honum. Helgi Mikael beið með að flauta, Þróttarar komust í flotta sókn og náðu hornspyrnu sem ekkert varð úr. Helgi spjaldaði svo Andrés Má. Virkilega góður hagnaður.
17. mín
Ég leyfi mér að segja að þetta mark var kjaftshögg fyrir Þróttara. Þeir höfðu byrjað leikinn vel en fá svo þetta mark í andlitið. Blaut tuska og allt það.
16. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
MAAAAAAAAARK!!!!!!!!! Fylkismenn eru komnir yfir, þetta gerðist hratt!! Þeir fara upp, Garðar Jóhannsson kemur með laglega hælsendingu á Víði Þorvarðarson sem er í góðri stöðu í teignum og lúðrar boltanum í netið! Einstaklega vel gert!
13. mín
Fylkismenn með skyndisókn, Albert Brynjar leggur hann til hægri út á Sito sem kemur með fyrirgjöfina, en Hreinn Ingi Örnólfsson skallar boltann aftur fyrir.
11. mín
Hörkusókn á Þrótturum á móti! Vilhjálmur Pálmason geysist upp kantinn og skilur varnarmann Fylkis eftir í rykinu, kemur með fínan bolta fyrir! Menn reyna að skjóta á markið en ná því ekki, Thiago lét vaða en boltinn fór í varnarmann, barst svo á Hall sem reyndi skotið fyrir utan teig en það fór vel framhjá.
10. mín
Fylkismenn með sína fyrstu alvöru sókn og hún lofar virkilega góðu! Svo þorir enginn að skjóta og menn halda áfram að gefa og gefa boltann, á endanum er hann settur út á hægri kant og fyrirgjöfin kemur inn í teig en þar skallar Þróttari boltann í burtu. Emil Ásmundsson hefði getað skotið þarna og jafnvel Albert Brynjar að mér sýndist, en þeir reyndu að spila boltanum áfram.
8. mín
Önnur virkilega flott sókn hjá Þrótturum, enginn að segja mér það að þetta lið kunni ekki að spila bolta! Endar á flottum bolta fyrir sem mér sýndist Vilhjálmur Pálmason skalla á fjærstönginni en náði ekki að miða honum á markið.
5. mín
Það verður forvitnilegt að sjá hvort liðið vill þetta meira, eins og áður kom Fram eru Fylkismenn á botninum með 5 stig en geta farið upp fyrir Þrótt, sem er í 11. sætinu með 7 stig, með sigri. Ef maður lítur á byrjunarliðin ætti þetta að vera þægilegt fyrir gestina en þeir hafa þó sýnt það á þessu tímabili að það er ekki nóg að vera bara með gott lið á pappírnum.
3. mín
Þarna munaði NÁNAST ENGU!!! Virkilega góð sókn Þróttara endar með því að Brasilíumaðurinn Thiago Pinto Borges kemur með flotta fyrirgjöf inn í teiginn, þar rís Brynjar Jónasson eins og fönix inn í teignum og skallar boltann að marki, en hann smellur í stönginni! Virtist vera á leiðinni framhjá og manni leið eins og allt væri að gerast í slow-motion, en litlu munaði! Góð byrjun hjá heimamönnum!
1. mín
Leikurinn er byrjaður og Þróttarar byrja með boltann. Þeir sækja í átt að Húsdýra- og fjölskyldugarðinum.
Fyrir leik
Ég ætla bara að segja það hér og nú, þetta er rosalegasti vallarþulur sem ég hef nokkurn tíma heyrt í. Röddin má fara að vara sig því þessi ætlar sér greinilega á Laugardalsvöllinn. Þarf að láta litla völlinn í Laugardalnum duga (og vonandi um ókomna framtíð).
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn undir glymjandi köll vallarþularins sem kemur með einhverja furðulegustu kynningu sem ég hef heyrt. Gaman að honum saman.
Fyrir leik
Einungis stundarfjórðungur í leik, fínasta veður í Laugardalnum. Hvet alla Árbæinga til að bruna niður í Laugardal og Þróttarar geta gengið í gegnum dalinn græna og kíkt á völlinn. Leikirnir gerast ekki mikilvægari og veðrið varla betra. Áhorfendur eru ekkert sérlega margir enn sem komið er.
Fyrir leik
Nokkuð er síðan liðin spiluðu síðast deildarleik, eða um tvær vikur. Fylkir vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu þann 28. júní, 1-0 gegn Víkingi. Þróttur tapaði naumlega gegn Víkingi Ólafsvík, 3-2, sama dag.
Fyrir leik
Þróttur gerir þrjár breytingar frá 3-0 tapinu gegn FH í bikarnum í síðasta leik. Aron Lloyd Green, Hallur Hallsson og Hreinn Ingi Örnólfsson koma inn í liðið en þeir Sebastian Svard, Finnur Ólafsson og Kristian Larsen detta út.
Fyrir leik
Fylkismenn gera fjórar breytingar frá 5-0 tapinu gegn Val í bikarnum. Þeir Albert Brynjar Ingason, Víðir Þorvarðarson, Garðar Jóhannsson og Ásgeir Örn Arnþórsson koma inn í liðið en þeir Ragnar Bragi Sveinsson, Andri Þór Jónsson, Tómas Joð Þorsteinsson og Elís Rafn Björnsson fara úr liðinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús og má sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Hér er um sex stiga leik að ræða í botnbaráttu Pepsi-deildarinnar. Fylkir er á botninum með einungis fimm stig en Þróttur er sæti ofar með sjö stig. Liðið sem tapar í dag gæti dregist aðeins aftur úr, en næstu lið fyrir ofan, ÍA og KR, eru með 10 stig.
Fyrir leik
Komið þið sælir kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Fylkis í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í Laugardalnum.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Sito ('61)
10. Andrés Már Jóhannesson ('69)
11. Víðir Þorvarðarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('46)
16. Emil Ásmundsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson ('46)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('61)
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson
29. Axel Andri Antonsson ('69)
33. Gylfi Gestsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andrés Már Jóhannesson ('19)

Rauð spjöld: