Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
2
1
ÍBV
0-1 Simon Kollerud Smidt '11
Guðjón Pétur Lýðsson '17 1-1
Kristinn Ingi Halldórsson '44 2-1
11.07.2016  -  17:30
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Logn, skýjað. Fínt veður.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('45)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Rolf Toft
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('67)
11. Sigurður Egill Lárusson ('70)
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('67)
5. Sindri Björnsson ('45)
6. Daði Bergsson
16. Tómas Óli Garðarsson
17. Andri Adolphsson ('70)
19. Baldvin Sturluson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og Valsmenn taka stigin þrjú úr þessum leik!
90. mín
Uppbótartíminn: 5 mínútur
90. mín
Leikurinn er að fjara út. Seinni hálfleikurinn verið tiltölulega rólegur og ekki sama skemmtunin og sá fyrri.
87. mín
Ekkert varð úr hornspyrnunni hjá Eyjamönnum.
87. mín
Jón Ingason með góða fyrirgjöf frá vinstri yfir á fjærstöngina sem Anton Ari nær ekki til en á síðustu stundu bjarga Valsmenn og hreinsa í horn.

Anton Ari stálheppinn þarna.
83. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV) Út:Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
Stutt gaman hjá Bjarna sem fer meiddur af velli. Hann náði 13 mínútum.
83. mín
Andri Fannar með flotta sendingu upp völlinn og Einar Karl kemur á hlaupinu en nær ekki til boltans. Sendingin aðeins of löng frá Andra.
77. mín
Hafsteinn Briem skallar framhjá úr dauðafæri! Hvernig var þetta hægt?

Pablo Punyed með flotta hornspyrnu. Hafsteinn Briem fær frían skalla frá markteig en skallar framhjá markinu. Jeminn eini, þetta var lélegt.
76. mín
Sókn Eyjamanna þyngist...
74. mín
Einar Karl með fínt skot utan teigs en framhjá markinu.

Avni Pepa er kominn aftur inná.
72. mín
Pepa spilar með grímu á hausnum og hann hefur tekið hana af sér og heldur um nef sitt. Þetta er ekki gott.
71. mín
Avni Pepa liggur á vellinum eftir að hafa farið í skalla einvígi við Rolf Toft.
70. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
70. mín
Inn:Bjarni Gunnarsson (ÍBV) Út:Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
67. mín
SIGURÐUR EGILL Í DAUÐAFÆRI EN SKÝTUR FRAMHJÁ!!!!

Kemst auðveldlega einn í gegn, rennir boltanum innan fótar framhjá Derby í markinu en framhjá markinu einnig. Dapurt.
67. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Önnur skipting Vals í leiknum.
67. mín
Jæja, það er líf í þessu.

Kristinn Ingi með skot utan teigs en vonlaust skot og langt framhjá.
65. mín
Simon Smidt með aukaspyrnu á miðjum vellinum, Uxinn reynir skalla en nær engum krafti og sóknin lýkur áður en hún hefst.
59. mín
Það verður nákvæmlega ekkert úr fyrstu hornspyrnu ÍBV í leiknum. Guðjón Pétur vinnur boltann keyrir upp völlinn og fær að lokum innkast.
59. mín
Aron Bjarnason reynir fyrirgjöf sem Andri Fannar kemst fyrir og Eyjamenn fá horn.
57. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Brot á miðjum vellinum.

55. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar rólega.

Valsmenn halda boltanum ágætlega og Eyjamenn eru í erfiðleikum með að ná boltanum og ná upp spili, loksins þegar þeir vinna boltann.
52. mín
Kristinn Freyr dæmdur brotlegur á miðjum vellinum. Brýtur á Sindra Snæ.

Eyjamenn fara allir í boxið og Simon Smidt tekur spyrnuna. Spyrnan fín og beint á Mikkel Maigaard sem missir boltann klaufalega útaf. Klaufi Mikkel!
49. mín
Sigurður Egill með fyrirgjöf frá vinstri alveg á fjærstöngina en Kristinn Ingi nær ekki til boltans og er síðan í kjölfarið dæmdur brotlegur.
48. mín
Jón Ingason ligur á vellinum og þarf að fá aðhlynningu. Sá ekki almennilega hvað gerðist. Liggur við hornfánann hjá ÍBV.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.

Bæði lið gerðu sitthvora skiptinguna á sínu liði.
45. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Uxinn er kominn inná í liði ÍBV.
45. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
45. mín
Það er fámennt en góðmennt í stúkunni hér á Valsvellinum.

Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er mættur auk Jóhannes Harðarsonar fyrrum þjálfara ÍBV.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari KR er mættur og síðan er landsliðsmaður Eiður Smári í stúkunni, að ógleymdum Guðna Bergssonar og fleiri góðra Valsmanna.
45. mín
Jóhann Ingi hefur flautað til hálfleiks.

Eyjamenn hljóta að vera pirraðir yfir stöðunni í leiknum. Þeir hafa klikkað þrívegis úr dauðafærum á meðan Valsmenn hafa nýtt sín færi nánast 100% og eru yfir í hálfleik, 2-1!
45. mín
Uppbótartími: 1 mínúta
44. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
VALSMENN ERU KOMNIR YFIR!!!

Hvað var Derby Carrillo að gera í markinu?

Kristinn Ingi fær sendingu frá Dananum, Rolf Toft og er í baráttunni hægra megin inn í vítateig ÍBV. Í stað þess að senda fyrir lætur hann vaða og það er eins og Carrilllo hafi búist við fyrirgjöfunni, hann var lagður af stað út í teiginn og því var ekki spurt að því að boltinn endaði í markinu hjá Kristni Inga.

Stórfurðuleg ákvörðun hjá Carrillo en markið gott og gilt og Valsmenn eru komnir yfir eftir að hafa lent undir!
41. mín
Sigurður Egill með langt innkast sem Derby Carrillo reynir að fara út í og grípa. Hann hinsvegar nær ekki til boltans.

Jóhann Ingi ákveður hinsvegar að dæma Hauk Pál brotlegan þar sem Derby datt eftir að hafa reynt að grípa boltann. Sá ekki almennilega hvort einhver hafi brotið á Derby eður ei.
38. mín
Aron Bjarnason reynir erfiða sendingu inn í teig en Anton Ari kemur út og grípur boltann. Erfitt hjá Aroni.
37. mín
Í næstu sókn keyrði Valsmenn upp og Kristinn Ingi átti skot í varnarmann og í hliðarnetið fór boltinn.

Valsmenn fengu síðan horn sem ekkert varð úr. Líf og fjör.
35. mín
Eyjamenn voru rétt í þessu að klúðra tveimur dauðafærum, innan markteigs!

Anton Ari fer skógarúthlaup, grípur í tómt. Aron Bjarnason fær boltann en boltinn fer í þverslánna, og dettur síðan fyrir Sigurð Grétar sem skýtur yfir af metersfæri og enginn í marki, takið eftir. Það var enginn í markinu á meðan á þessu stóð!
34. mín
Það voru að berast skilaboð!

Gunnar Jarl Jónsson er farinn af velli og inn kemur Jóhann Ingi Jónsson.
33. mín
Guðjón Pétur með sendingu inn í teig, Rolft Toft skallaði boltann fyrir markið en þar var enginn Valsari.
31. mín
Klaufagangur í öftustu línu hjá Val. Orri Sigurður reyndi sendingu á Guðjón Pétur sem Mikkel Maigaard komst inn í. Sem betur fer, náðu Valsmenn boltanum aftur á Mikkel áður en Eyjamenn gátu sótt þrír á tvo.

Valsmenn að leika sér að eldinum.
30. mín
Leikurinn hefur verið í miklu jafnvægi fyrsta hálftímann. Það er ekki hægt að segja annað. Eyjamenn þó líklega ósáttir að vera ekki yfir, eftir færið sem Aron fékk fyrir skömmu.

Jón Ingason átti skot rétt í þessu, en yfir markið. Ágætis tilraun en frekar mikil bjartsýni í þessu hjá honum.
25. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Fyrir brot á Kristni Inga.
24. mín
Anton Ari bjargar Valsmönnum hérna með frábærri vörslu!

Aron Bjarnason fær frábæra sendingu innfyrir, fer illa með Hauk Pál sem selur sig auðveldlega og er kominn einn gegn Antoni Ara sem sér við honum.
23. mín
Sigurður Grétar reynir að koma sér í færi en missir boltann of langt frá sér við vítateig Vals og sóknin rennur út í sandinn.
19. mín
VÁ!!!

Simon Smidt með þvílíka aukaspyrnu sem endaði í þverslánni. Alvöru spyrna af þrjátíu metra færi sem Anton Ari hafði ekki átt séns í.

Valsmenn náði síðan að hreinsa frá og sóknin rann út í sandinn. Þetta var í næstu sókn eftir jöfnunarmark Vals.
17. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Stoðsending: Rolf Toft
FRÁBÆR SÓKN SEM ENDAR MEÐ MARKI FRÁ GPL5!!!

Frábært uppspil Valsara endaði með stórglæsilegri fyrirgjöf frá Rolf Toft í eyðuna, innan markteigs þar sem Guðjón Pétur var aleinn og stýrði boltanum viðstöðulaust framhjá Derby Carrillo í markinu!

Alvöru mark! Staðan er orðin jöfn!
13. mín
Simon Smidt og Rasmus í kapphlaupi á eftir boltanum, Simon nær boltanum og nær skoti á markið. Skotið laust og beint á Anton Ara. Rasmus gerði ágætlega og hélt sér fyrir framan Simon.
11. mín MARK!
Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
Stoðsending: Pablo Punyed
GESTIRNIR ERU KOMNIR YFIR!!!

Pablo Punyed með frábæra sendingu innfyrir vörn Vals sem Simon Smidt hleypur inní, kemst einn innfyrir gegn Antoni Ara og leggur hann í nærhornið.

Laglega klárað hjá Dananum, hans annað mark í tveimur leikjum í röð!
8. mín
Kristinn Ingi með fyrirgjöf en beint í fæturnar á Hafsteini Briem sem hreinsar í innkast.
6. mín
Mikkel Maigaard með skalla eftir fyrirgjöf, en skallinn himinhátt yfir.
5. mín
Valur töluvert meira með boltann fyrstu mínútur leiksins. Eyjamenn liggja aftarlega og reyna síðan að beita skyndisóknum.
2. mín
Kristinn Ingi með fyrstu skot tilraun leiksins, hörkuskot innan teigs en rétt framhjá fjærstönginni. Laglega gert. Fékk sendingu frá Guðjóni Pétri, tók einn varnarmann ÍBV á og lét vaða.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Bæði lið eru komin í undanúrslit í bikarnum.

Valur mætir Selfoss og ÍBV mætir FH.
Fyrir leik
Liðsuppstilling Vals:
Anton Ari
Andri Fannar - Orri - Rasmus - Bjarni Ólafur
Kristinn Ingi - Haukur Páll - Kristinn Freyr - Guðjón Pétur - Sigurður Egill
Rolf Toft

Liðsuppstilling ÍBV:
Derby Carrillo
Barden - Avni Pepa - Briem - Jón Ingason
Simon Smidt - Sindri Snær - Pablo Punyed - Aron Bjarnason
Sigurður Grétar - Mikkel Maigaard
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn og styttist í að leikurinn byrji.
Fyrir leik
Það er fínt knattspyrnuveður hér á Valsvellinum í dag.
Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV stillir upp sama byrjunarliði og vann Breiðablik í bikarnum fyrir rúmlega viku sína, 3-2 á útivelli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Rolf Toft kemur inn í byrjunarlið Vals í stað Nikolaj Hansen. Þá er Anton Ari kominn í markið en Ingvar Þór Kale var í markinu í seinni leiknum gegn Bröndby.
Fyrir leik
Nikolaj Hansen er ekki í leikmannahóp Vals í dag vegna meiðsla sem hann varð fyrir í Evrópuleiknum hjá Val gegn Bröndby í síðustu viku.
Fyrir leik
Haukur Páll og Guðjón Pétur eru markahæstu leikmenn Vals í Pepsi-deildinni með þrjú mörk hvor.

Hjá ÍBV eru þeir, Sindri Snær, Sigurður Grétar og Mikkel Maigaard markahæstir með tvö mörk hver.
Fyrir leik
Valur gerði markalaust jafntefli gegn Breiðablik í síðasta leik í Kópavogi á meðan ÍBV tapaði í Garðabænum 1-0.
Fyrir leik
Valur er í 8. sæti deildarinnar með 11 stig en ÍBV er tveimur sætum ofar með 13 stig.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Valsvellinum.

Hér í dag eigast við Valur og ÍBV í 10. umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
9. Mikkel Maigaard
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('45)
11. Sindri Snær Magnússon
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Kollerud Smidt ('70)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
17. Bjarni Gunnarsson ('70) ('83)
18. Ásgeir Elíasson
20. Mees Junior Siers
23. Benedikt Októ Bjarnason ('83)
27. Elvar Ingi Vignisson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jón Ingason ('25)

Rauð spjöld: