Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
1
0
Haukar
Andy Pew '90 1-0
12.07.2016  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Flott veður til knattspyrnuiðkunar í kvöld þó svo að það hafi bætt örlítið í vind síðustu mínútur. Fínt hitastig og völlurinn lítur fáránlega vel út.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 300
Maður leiksins: Sindri Pálmason
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
5. Jose Teodoro Tirado Garcia
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
16. James Mack ('88)
18. Arnar Logi Sveinsson ('79)
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('67)
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
28. Daniel James Hatfield (m)
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('67)
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('79)
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Sindri Pálmason ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!

Selfyssingar hirða öll stigin þrjú! Frábær sigur Selfyssinga sem höfðu ekki unnið leik í mánuð fyrir þennan! Sumar á Selfossi!

Takk fyrir mig. Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
90. mín MARK!
Andy Pew (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!

SELFYSSINGAR ERU AÐ HIRÐA STIGIN ÞRJÚ OG ÞAÐ Á 90 MÍNÚTU OG HVER ANNAR EN ANDY PEW!!!!

Enn og aftur langt innkast sem Stefán Ragnar tekur og ég hef bara ekki séð jafn mikið KLAFS í teignum og þetta var. Boltinn berst til Inga Rafns sem kemur honum á Andy Pew sem fær TVÆR tilraunir, Haukar kasta sér fyrir í fyrra skiptið en boltinn fer í markið í seinni tilrauninni!
90. mín
Selfyssingar líklegri þessa stundina þegar 90 mínútur eru á klukkunni.
88. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:James Mack (Selfoss)
Síðasta skipting Selfyssinga.
86. mín
Virkilega álitleg sókn Hauka þar sem Alexander Freyr er orðinn þeirra fremsti maður, reynir fyrirgjöf inní en SKELFILEGUR bolti sem fer útaf.
85. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Sindri Pálmason brýtur hér á sóknarmanni Hauka rétt fyrir utan teig, frábær staðsetning.

Alexander Helgason tekur spyrnuna sem Vignir grípur.
83. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Arnar lendir þarna illa í því, Stefán Ragnar alltof hátt upp með fótinn, beint í hausinn á Arnari sem yfirgefur völlinn.
80. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Selfyssingar fá hér aukaspyrnu á flottum stað eftir að Gunnlaugur keyrir í bakið á Richardi.

Þorsteinn Daníel tekur spyrnuna sem er góð en Terrance hirðir þetta nokkuð örugglega.
79. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
77. mín
Elton Barros liggur eftir samstuð við Vigni. Ekkert að Barros, stendur upp þegar dómarinn stoppar leikinn. Leiðinlegt svona.
73. mín
Rólegt þessa stundina.

Óli Jó og Sigurbjörn Hreiðars mættir að fylgjast með Selfyssingum væntanlega. Selfoss-Valur í undanúrslitum Borgunarbikarsins 27. júlí nk.
68. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Haukar) Út:Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
67. mín
DAUÐAFÆRI AFTUR!

Aukaspyrna frá Þorsteini inná teig, klafs í teignum og boltinn berst til Andy Pew sem er í mjög góðu færi en skallar boltann framhjá!
67. mín
Inn:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Selfoss)
64. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Arnór Gauti með langt innkast, Stebbi Raggi flickar á fjærstöngina þar sem Gutierrez er í DAUÐAFÆRI en skallar boltann rétt framhjá!
61. mín
FRÁBÆRT FÆRI!

Flott sókn Hauka sem endar á því að Barros fær boltann rétt fyrir utan teig, nær að athafna sig vel og tekur skotið. Mjög gott skot sem Vignir ver í horn!

Það styttist í markið.
59. mín
Arnar Aðalgeirsson liggur eftir samstuð við JC Mack, þarf aðlynningu en hann harkar þetta af sér, klárt.
55. mín
Haukar allverulega að vakna til lífins. Nokkrar mjög flottar sóknir í röð. Vörnin hjá Selfyssingum aðeins óörugg.
53. mín
Fyrsta skot Hauka á markið kemur hér og það er fyrrum Selfyssingurinn Elton Barros. Frábært skot en Vignir vel á verði og ver boltann.
52. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á frábærum stað sem Arnar Logi tekur. Spyrnan góð á markið en Terrance á að vera með þetta 100% en missir boltann í gegnum klofið á sér en nær síðan að stökkva á hann.

Ekkert smá sem gæinn er óöruggur þarna, myndi vera skíthræddur ef ég væri varnarmaður Hauka.
48. mín Gult spjald: Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Léttur olgnbogi hjá Daníel.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn og það eru Selfyssingar sem hefja leik.

Bæði lið óbreytt sýnist mér.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Ekki mikið af hættulegum færi en Selfyssingar hafa skapað sér fleiri góð færi. Sjáum hvað gerist í seinni hálfleik.

Sjáumst þá!
45. mín
Arnar Logi sýnir okkur flotta fótavinnu, prjónar sig í gegnum varnarmenn Hauka og reynir sendingu fyrir en Terrance sér við henn.
43. mín
Sending/skot frá Gutierrez og Terrance William í BULLANDI vandræðum, slær boltann í varnarmann Hauka og þaðan aftur fyrir. Terrance ekki verið sannfærandi í þessum leik.
39. mín
Rosalega dapurt eitthvað. Boltinn nær ekkert að fljóta og það virðist sem leikmenn séu bara sáttir við stöðuna eins og hún er.
34. mín
Haukar SKÍTKALDIR hér í öftustu línu. Senda manna á milli með bullandi pressu á sér, stálheppnir að tapa ekki boltanum.
31. mín

30. mín
Álitileg sókn Hauka þarna. Birgir Magnús með háa sendingu inn í teig þar sem Haukur Ásberg er einn og óvaldaður en skallar svo langt, langt, langt framhjá að þetta var nær því að fara í innkast. Verður að gera betur í svona góðu færi!
29. mín
Selfyssingar frábærir þessar stundina og pressan er farin að aukast allverulega!
27. mín
Stórsókn Selfyssinga!

Þorsteinn Daníel kemur með glæsilega sendingu fyrir beint á Arnar Loga sem missir af honum, þar kemur JC Mack í seinni bylgjunni og sendir fyrir, Arnór Gauti nær skallanum en rétt framhjá!
23. mín
Selfyssingar aðeins að þyngja sóknina. Eru að nota Arnór og Mack mikið, tveir öskufljótir kantmenn sem valda usla í vörn Hauka.
20. mín
20 mínútur búnar og ekki mikið í gangi. Hvorugt liðið búið að taka yfir, Selfyssingar kannski aðeins meira með boltann en með eindæmum jafnt.
16. mín
Fráábær sókn Selfyssinga!

Gutierrez og Arnór Gauti eins og svo oft áður í sumar. Gutierrez finnur Arnór í gegnum vörn Hauka, Arnór tekur á rás reynir sendinguna fyrir, fast með jörðinni en varnarmenn Hauka sjá við þessu.
12. mín
Selfyssingar fá aðra hornspyrnu, nú hægra megin við mark Hauka og Arnar Logi tekur spyrnuna. Slök spyrna sem ekkert verður úr.
9. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er heimamanna sem eru GRIMMIR þessa stundina.

Löng spyrna frá Pachu, Andy stekkur hæst en skallar framhjá.
7. mín
Selfyssingar með rosalega mikið af löngum boltum hér í upphafi, hefur ekkert skilað neinu rosalegu hingað til. Sjáum til.
5. mín
Fufura, gamli Selfyssingurinn byrjar með látum, rosalega strekur í boxinu. Fær hér sendingu inn í teig, stígur Stefán Ragnar út og reynir skotið sem er reyndar hátt yfir.
4. mín Gult spjald: Aran Nganpanya (Haukar)
Stöðvar Arnór Gauta á sprettinum. Verðskuldað spjald.
4. mín
Hættuleg sókn hjá Selfyssingum sem endar hjá Terrance William sem á í vandræðum með að klófesta boltann en nær því að lokum.
2. mín
Svavar Berg hóf upphitun hjá Selfyssingum áðan en er eitthvað tæpur og hefur því ekki leik í dag. Sindri Pálmason kemur inn í liðið.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem byrja með knöttinn og sækja að Tíbrá fyrir þá sem þekkja til.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Vil benda á það að leikurinn er í beinni á SelfossTV þar sem Guðjón Bjarni Halfdánarsson þjálfari Árborg lýsir leiknum.
Fyrir leik
Þetta er að hefjast.

Liðin að ganga hér út á völlinn. Selfyssingar í sínum aðalbúningum, vínrauðir. Haukar leika í varabúningunum sínum sem eru fallega bláir.
Fyrir leik
Flott veður til knattspyrnuiðkunar í kvöld þó svo að það hafi bætt örlítið í vind síðustu mínútur. Fínt hitastig og völlurinn lítur fáránlega vel út.
Fyrir leik

Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson er dómari leiksins en hann var einmitt í sviðsljósinu í gær. Hann var varadómari á leik Vals og ÍBV, Gunnar Jarl aðaldómari meiddist og þurfti Jóhann að taka stöðu hans og dæmdi hann þá sinn fyrsta leik í Pepsideildinni.
Fyrir leik
Selfyssingar gera tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Fram í síðustu umferð.

Ingi Rafn og Siggi Eyberg setjast á bekkinn. Þorsteinn Daníel og Arnar Logi koma inn í liðið.
Fyrir leik
Haukar gera tvær breytingar frá síðasta leik. Sindri Rafn og Arnar Aðalgeirsson koma inn í liðið

Út fyrir þá fara Gunnar Jökull og Gunnar Gunnarsson sem var kallaður til baka úr láni frá Val.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru dottin í hús!
Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá Elton Renato Livramento Barros eða Fufura eins og hann er gjarnan kallaður mæta á sinn gamla heimavöll.

Fufura spilaði með Selfyssingum í tvö tímabil, 2014 og 2015 áður hann gekk til liðs við Hauka fyrir þetta tímabil. Fufura hefur skilað 7 mörkum í 11 leikjum fyrir Hauka í sumar.
Fyrir leik
Haukar hafa haft ágætis tak á Selfyssingum í undanförnum leikjum en þeir hafa unnið 3 af síðustu 4 viðureignum liðanna.

Liðin mættust síðast 27.ágúst 2015 í Hafnafirðinum og þá höfðu Haukar betur, 3-0.
Fyrir leik
Þetta eru liðin sem sitja í 7. og 8.sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins, bæði með heil 11 stig. Ég á því von á jöfnum og skemmtilegum leik hér í kvöld.
Fyrir leik
Já komiði sæl og blessuð og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum þar sem heimamenn í Selfoss taka á móti Haukum í 10.umferð Inkasso-deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('83)
13. Aran Nganpanya
16. Birgir Magnús Birgisson ('68)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
21. Alexander Helgason
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Magnús Kristófer Anderson (m)
10. Daði Snær Ingason ('83)
12. Gunnar Jökull Johns
13. Viktor Ingi Jónsson
22. Aron Jóhannsson ('68)
23. Dagur Dan Þórhallsson
30. Torfi Karl Ólafsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aran Nganpanya ('4)
Daníel Snorri Guðlaugsson ('48)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('80)

Rauð spjöld: