Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Man Utd
1
0
Fulham
Wayne Rooney '42 1-0
26.03.2012  -  19:00
Old Trafford
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Michael Oliver
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
2. Rafael
5. Marcos Rojo
7. Angel Di Maria ('74)
10. Wayne Rooney ('79)
11. Adnan Januzaj
16. Michael Carrick
18. Ashley Young
21. Ander Herrera ('63)
22. Henrikh Mkhitaryan
26. Shinji Kagawa

Varamenn:
20. Sergio Romero (m)
4. Phil Jones
11. Anthony Martial ('63)
12. Chris Smalling ('74)
23. Luke Shaw
27. Marouane Fellaini ('79)
40. Ben Amos (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Adnan Januzaj ('34)

Rauð spjöld:
90. mín
United menn voru ansi heppnir í kvöld, meistaraheppni segja sumir að fá ekki víti á sig, spila illa en vinna samt, allar þessar klisjur. Voru mjög kærulausir oft á tíðum. Fulham liðið varðist svakalega vel en bauð ekki upp á mikið fram á við í heildina og því fór sem fór.

Ég þakka kærlega fyrir mig í kvöld
Kv Kári Örn
@kariorn
Ritchie De Laet leikmaður Manchester United
Svona vinnur maður deildina, spilar kannski ekki vel en 3 stig í hús.
Jón Steinar
Vá þetta átti að vera víti, frá sjónarhorni dómarans leit samt út fyrir að Carrick hafi snert boltann #stálheppnir #fotbolti
90. mín
Mun vera hérna áfram aðeins og pósta örfáum áhugaverðum tweetum.
Leik lokið!
Leik lokið, Manchester United tekur þrjú stig á móti Fulham eftir að hafa verið mjög kærulausir. Fulham gerði ekki mikið tll að ógna marki United en hefðu þó hæglega getað krægt í stig með smá heppni.
89. mín
Þarna slapp Manchester United heldur betur með skrekkinn! Carrick fellir Danny Murphy inní teig og Michael Oliver dæmir ekki neitt. Þetta hefði sko sannarlega getað verið víti!
88. mín
Fulham menn eru nú meira með boltann, þegar að United fær hann þá sækja þeir aðeins á fáum mönnum.
87. mín
Ekkert varð úr aukaspyrnu United en það er rosalega mikið stress í andrúmsloftinu á Old Trafford þessa stundina!
84. mín
Dempsey vinnur aukaspyrnu í hættulegri stöðu, verður United refsað fyrir að hafa ekki náð marki númer tvö?
79. mín
Inn:Marouane Fellaini (Man Utd) Út:Wayne Rooney (Man Utd)
Ferguson ætlar greinilega bara að reyna að halda fengnum hlut núna.
78. mín
Leikurinn er heldur betur að opnast þessa stundina, United hefur átt nokkur óþægileg móment í vörninni undanfarnar mínútur.
75. mín
VÁÁÁÁ! Þarna bjargar Mark Schwarzer Fulham svakalega í tvígang, Young og Giggs eiga skotin sem ástralinn ver frábærlega!
74. mín
Inn:Chris Smalling (Man Utd) Út:Angel Di Maria (Man Utd)
Rio var eitthvað byrjaður að haltra og Smalling kemur inná.
72. mín
Inn:Danny Murphy (Fulham) Út:Mahamadou Diarra (Fulham)
Ekki maðurinn sem United stuðningsmenn vilja sjá koma inná enda hefur hann sett nokkur gegn þeim í gegn um tíðina, önnur sóknarsinnuð skipting hjá Fulham.
69. mín
Rafael tekur svaka sprett upp völlinn, boltinn endar hjá Valencia sem setur upp gott skottækifær fyrir Giggs en skotið er hálf hlægilegt.
67. mín
Inn:Bryan Ruiz (Fulham) Út:Kerim Frei (Fulham)
Sóknarsinnuð breyting hjá Fulham, það er aðeins eitt mark í þessu og United verður að passa sig.
65. mín
Lítið að frétta af leiknum þessa stundina, United er mikið meira með boltann en er ekki að gera neitt með hann.
63. mín
Inn:Anthony Martial (Man Utd) Út:Ander Herrera (Man Utd)
Kemur ekki á óvart, Welbeck hefur alls ekki verið í takti við leikinn.
57. mín
Frábær knattspyrna hjá United, Giggs, Young, Rooney og Welbeck með sambafótbolta og það munar engu að Young klári þetta með stæl. Fulham menn eru að verjast mjög vel þessa stundina.
53. mín
Young kemst í skotstöðu og nær hörku skoti á markið sem Mark Schwarzer ver vel í horn. Ekkert verður svo úr horninu.
53. mín
Fylgir allt sömu uppskrift og í fyrri hálfleik, United stjórnar öllu hérna í byrjun seinni.
48. mín
Magnað samspil Giggs og Valencia sem endar með því að Schwartzer ver vel í horn.
46. mín
Fulham byrjar með boltann í seinni hálfleik.
45. mín
Leikur Manchester United hefur verið ansi kaflaskiptur í fyrri hálfleik, byrjuðu svakalega vel fyrsta korterið en Fulham komst þá betur inn í leikinn og skapaði sér nokkur færi. Eftir því sem á leið skipti United liðið þó um gír og byrjaði aftur að skapa sér færi sem endaði með 17 marki Wayne Rooney í 17 leikjum.

Fulham menn hafa þó verið beittir fram á við, Dempsey og Dembele hafa skapað aðal hættuna fyrir framann mark United en hafa þó ekki náð að trufla De Gea neitt af ráði.
Tómas Þór Þórðarson
Það er ekki CL í vikunni, #MUFC. Það má alveg spila deildarleikina ofar en í 1. gír þegar það er vika á milli leikja. #fotbolti
45. mín
Eftir markið hafa United gefið í og komist í nokkrar góðar stöður en ekki náð að klára. Fulham minnir þó á sig rétt áður en flautað er til hálfleiks, Pogrebnyak leggur boltann á Dempsey sem þrumar honum í Evra sem tók þarna einn fyrir liðið. Staðan er 1-0 United í vil eftir fyrri hálfleik.
42. mín MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
Rooney skorar fyrir United! Riise nær ekki að hreinsa fyrirgjöf og boltinn fellur til Evans sem sendir hann á Rooney sem klárar af stuttu færi!
40. mín
Young þræðir Evra inn sem reynir fyrirgjöf sem fer beint í hendina á Kelly, augljós hendir en Evra var mjög nálægt Kelly og ekkert sem hann gat gert. Michael Oliver dómari í kvöld gerði þarna hárrétt held ég.
38. mín
Welbeck og Rooney hafa lítið sést í leiknum til þessa.
36. mín
Welbeck nær boltanum á miðjunni, skeiðar upp og nær skoti á markið sem er þó laflaust. Hann hefði getað sennt hann á Giggs sem var í mjög góðri stöðu en sá hann þó ekki.
34. mín Gult spjald: Adnan Januzaj (Man Utd)
Giggs fær réttilega gult spjald fyrir allt of seina tæklingu á Dembele.
31. mín
Úff, Evra hefur örugglega hugsað "Ef Coates getur gert eitthvað svona fyrir Liverpool þá get ég það líka". Reynir hjólhestaspyrnu í markteignum eftir undirbúning hjá Giggs sem fer aðeins hársbreidd framhjá!
29. mín
Valencia á mjög góðann sprett inn í teiginn, spilar lítinn þríhyrning við Welbeck og er næstum því kominn í dauðafæri. United er aftur að ná tök á leiknum en Fulham eru alltaf hættulegir í skyndisóknum.
23. mín
Dempsey aftur í færi, á núna skot sem er á leiðinni í hornið en De Gea ver aftur mjög vel og heldur boltanum.
Oddur G. Bauer
320 Fulham aðdáendur á Trafford, betri mæting á útileiki á Íslandi
20. mín
Annað færi hjá Fulham, Dempsey kemst í gegn um miðju United og á skot á markið úr fínni stöðu sem De Gea ver þó auðveldlega.
18. mín
Dembele á góðann sprett upp völlinn, kemur sér í góða skotstöðu fyrir miðju markinu aðeins fyrir utan teig en skot hans fer langt framhjá. Fulham er að vinna sig heldur betur inn í leikinn.
14. mín
Fulham menn þurfa að koma boltanum oftar á Dempsey, heldur boltanum vel uppi og skapar fyrstu sókn Fulham sem endar með horni. Duff tekur hornið og það er erfitt fyrir De Gea sem nær þó að slá boltann burt.
11. mín
Góð sókn hjá United, Rafael spilar vel samann við Valencia og nær góðri fyrirgjöf beint á hausinn á Giggs sem skallar boltann þó beint í frangið á Schwarzer.
10. mín
United er betra liðið, hafa spilað vel upp völlinn en ekki komist í nein afgerandi færi.
4. mín
4 mínútur liðnar og Fulham liðið situr mjög aftarlega, þetta gæti orðið erfitt fyrir þá ef þeir fara ekki aðeins framar á völlinn.
1. mín
United byrjar með boltann, það er mikið sungið og trallað á Old Trafford í byrjun. Ætli það fari svona vel í menn að leikurinn byrji að kvöldi til?
Fyrir leik
Evra og Hangeland leiða liðin sín út á völlinn. Skeggið á De Gea, eða hvað sem þetta er sem hann er með þarna, hefur aldrei verið stærra.
Sindri Már Stef
Berbatov kemur inná og skorar á eftir (staðfest) #fótbolti #700
Fyrir leik
"Dempsey og Dembele, það eru mörk í þeim, við verðum að passa okkur og bera virðingu fyrir þeim"

Ferguson í viðtali hjá Sky fyrir leikinn.
Fyrir leik
Ég mun setja byrjunarliðin inn um leið og þau birtast, rétt eftir 7. Ég minni fólk líka á að ef það vill tjá sig um leikinn á twitter að nota þá hastagið #fotbolti. Sjálfur er ég á twitter undir nafninu @kariorn.
Fyrir leik
Á meðan að Fulham hefur lítið til að keppa að þá er allt undir hjá United en liðið freistar þess að ná þriggja stiga forskoti á nágranna sína í Manchester City.
Fyrir leik
Lærisveinar Martin Jol höfðu verið á góðu skriði og það leit út fyrir að þeir væru að fara að blanda sér í baráttuna um evrópusæti á tímabili en töp í síðustu tveim leikjum gegn Aston Villa og Swansea þýða það að liðið siglir lygnan sjó um miðja deild.
Fyrir leik
Kæru lesendur fotbolti.net. Veriði velkomnir í beina textalýsingu á leik Englandsmeistara Manchester United og Fulham. United þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í toppbaráttunni hér í kvöld en gestirnir frá London hafa örugglega eitthvað með það að segja og hafa harma að hefna, enda niðurlægðu liðsmenn Ferguson Fulham í fyrri leik þessara liða á tímabilinu þar sem leikar enduðu 5-0.
Byrjunarlið:
1. Mark Schwarzer (m)
2. Stephen Kelly
3. John Arne Riise
5. Brede Hangeland
7. Pavel Pogrebnyak
16. Damien Duff
18. Aaron Hughes
19. Mahamadou Diarra ('72)
21. Kerim Frei ('67)
23. Clint Dempsey
30. Moussa Dembele

Varamenn:
11. Bryan Ruiz ('67)
12. David Stockdale (m)
13. Danny Murphy ('72)
14. Philippe Senderos
20. Marcello Trotta
20. Hugo Rodallega
28. Matthew Briggs

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: