Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
1
2
Keflavík
0-1 Sigurbergur Elísson '7
0-2 Hörður Sveinsson '29
Gunnar Örvar Stefánsson '76 1-2
12.07.2016  -  18:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
Reynir Már Sveinsson ('55)
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('81)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('67)
13. Ingi Freyr Hilmarsson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
12. Hákon Ingi Einarsson ('67)
15. Guðni Sigþórsson ('81)
17. Bessi Víðisson
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('55)

Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson
Bjarki Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('9)
Ármann Pétur Ævarsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Góður fyrri hálfleikur Keflavíkur dugði þeim í dag fyrir þremur stigum, þrátt fyrir sterkan seinni hálfleik hjá heimamönnum í Þór.

Takk fyrir samfylgdina, veriði sæl.
92. mín
Sigurður Marínó með frábæra tæklingu á Magnús Þór beint fyrir framan nefið á Todda Örlygs á hliðarlínunni sem er alls ekki sáttur. Jóhann Helgi og Toddi skiptast á einhverjum orðum í kjölfarið.
90. mín
Þórsarar með innkast sem endar hjá Gunnari Örvari í teignum, Gunnar er með bakið í markið og nær að snúa og nái skoti að marki sem fer rétt framhjá.
88. mín
Axel Kári með furðulega tilraun að hreinsun og boltinn virðist fara bæði í hendi hans og enda hjá Beiti í markinu. Þórsarar vilja fá annaðhvort óbeina aukaspyrnu eða hendi. Sigurður Óli hristir hausinn og lætur kyrrt liggja.
86. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann Pétur fer full seint aftan í Jónas Guðna og gult spjald niðurstaðan.
85. mín
Magnús Þórir er mættur upp að hornfána að sækja mikilvægar auka sekúndur fyrir gestina.
83. mín
Hákon Ingi tekur á rás í hægri bakverðinum og stingur hvern manninn á fætur öðrum af og kemur með hættulegan bolta inn á Svein Elías. Sveinn nær ekki að koma boltanum fyrir sig og Keflvíkingar sleppa með skrekkinn.
81. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
79. mín
Þórsararnir í stúkunni eru byrjaðir að láta í sér heyra og stóra spurningin er hvernig Keflvíkingar svara fyrir sig.
76. mín
Þórsarar loksins að uppskera eftir langa og góða pressu að marki Keflavíkur! Gunnar Örvar Stefánsson vinnur seinni boltann í teignum og setur hann í netið. Spennandi lokamínútur hér í þorpinu!
76. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Jónas Björgvin Sigurbergsson
73. mín
Þessi aukaspyrna rennur út í sandinn og Keflvíkingar endurheimta boltann. Hvorugt lið að ógna marki andstæðinga þessa stundina.
72. mín
Jónas Björgvin með frábæran snúning og snyrtilega skiptingu yfir á Svein Elías. Sveinn fiskar aukaspyrnu á hættulegum stað sem Jónas ætlar að taka.
69. mín
Síðustu mínútur hafa verið rólegar. Keflvíkingum virðist líða þægilega svona aftarlega og Þórsarar gera hvað sem þeir geta til að brjóta niður varnarmúr Keflavíkur.
Þórsarar virðast leggja leikinn upp með fyrirgjöfum inn á Jóhann Helga og Gunnar Örvar, á meðan Keflvíkingar sækja hratt með Pál Olgeir og Sigurberg fremsta í fararbroddi.
67. mín
Inn:Hákon Ingi Einarsson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Jónas færir sig yfir á vinstri kantinn og Sveinn Elías á þann hægri.
64. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Hörður Sveinsson (Keflavík)
Markaskorarinn Hörður Sveinsson kemur útaf fyrir Pál Olgeir. Hörður Sveinsson er búinn að vera líflegur og vinna sína vinnu vel í dag.
61. mín
Þórsarar halda áfram að ógna marki gestanna. Þórsarar vilja fá víti þegar Haraldur Freyr ýtir Gunnari Örvari um koll en Sigurður Óli blæs ekki í flautuna í þetta skiptið.
59. mín
Þórsarar líklegra liðið hér í byrjun seinni hálfleiks. Keflvíkingar virðast ætla að sitja aðeins aftar á vellinum og vinna með skyndisóknir.
55. mín
Gunnar Örvar Stefánsson, sem sumir vilja kalla Solskjær Þórsara, kemur inná í stað Reynis Más sem er búinn að berjast vel í dag, en uppskera lítið.
55. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Reynir Már Sveinsson (Þór )
55. mín
SIgurður Marínó gerir vel og dregur í sig tvo varnarmenn Keflavíkur og losar boltann svo á bakvörðin Inga Frey sem á skot sem Beitir ver.
52. mín
Það er að færast ágætis hiti í leikinn hér í seinni hálfleik og mikið um lítil og lúmskt brot hjá báðum liðum.
49. mín Gult spjald: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Guðján Árni Antoníusson brýtur á Jónasi og Sigurður Óli veifar gula kortinu.
46. mín
Keflvíkingar vinna hornspyrnu rakleiðis eftir að leikurinn er flautaður á en Jóhann Helgi stekkur manna hæst í teignum og vinnur boltann. Jóhann Helgi og Kristinn Þór keyra upp völlinn og sá síðarnefndi reynir að koma Beiti á óvart í markinu með langskoti en boltinn svífur yfir og markspyrna er niðurstaðan.
46. mín
Keflvíkingar koma seinni hálfleiknum af stað. Engar sjáanlegar breytingar eru á liðinum.
45. mín
Hálfleikur
Við þökkum Val Sæmundssyni (@valurs) Innilega fyrir að koma þessu á hreint.
Beitir - Beiti - Beiti - Beitis.
Góðar stundir.
45. mín
Hálfleikur
Á meðan fólkið hér í þorpinu fær sér kaffi og kleinur í hálfleik þá auglýsir undirritaður eftir íslensku sérfræðingi sem getur bent mér á hvernig nafnið Beitir er fallbeygt. Áhugasamir geta sent mér línu á twitter - @solviandra
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Óli flautar hér til hálfleiks. Keflvíkingar búnir að vera sterkari aðilinn hér í dag.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við hér á Þórsvelli.
45. mín
Jónas með aukaspyrnu langt utan af velli. Jónas spyrnir háum bolta inn á teiginn en Beitir sem hefur verið mjög öruggur í sínum aðgerðum í fyrri hálfleik hirðir boltann hér enn og aftur.
44. mín
Sigurður Marínó með frábæran sprett upp hægri kantinn þar sem hann skólar Einar Orra til og fiskar aukaspyrnu. Sveinn Elías tekur spyrnuna og Jónas nær að koma kollinum í boltann en boltinn endar hja Beiti á markinu.
41. mín
Sigurbergur með FRÁBÆRT skot, langt utan af vinstri kanti, sem smellur í þverslánni! Þarna munaði ekki miklu að Keflvíkingar myndu auka forskot sitt í þrjú mörk.
39. mín
Kantmenn Þórsara, Jónas Björgvin og Sveinn Elías hafa verið þeirra hættulegustu menn. Hjá gestunum hefur það verið Sigurbergur Elísson sem hefur séð hvað mest um að ógna marki heimamanna.
36. mín
Sveinn Elías með annan frábæran bolta og finnur Jóhann Helga inn í teignum en skallinn hans Jóhanns endar í höndum markmannsins. Fyrsta alvöru færi Þórsara hér í dag.
33. mín
Þórsarar sækja hér. Það kemur hættulegur bolti inn á teiginn frá Svein Elías sem var ætlaður Jónasi, en Beitir æðir út úr markinu og nær að koma hendi í boltann og slær hann í horn. Sumir myndi kalla þetta skógarferð frá Beiti í markinu.
29. mín
Þetta mark minnti óneitanlega mikið á markið sem Demba nokkur Ba skoraði á Anfield vorið 2014.
29. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Loftur Páll rennur hér á miðjum vellinum og Hörður Sveinsson stelur boltanum af honum og sleppur einn í gegn á móti Sandori og slúttar honum örugglega í netið. 0-2 fyrir gestunum.
27. mín
Keflvíkingar vinna aukaspyrnu á hættulegum stað. Magnús Þórir gerir vel og skýlir boltanum frá Jónasi sem brýtur af sér, en ekkert verður úr aukaspyrnunni og Þórsarar endurheimta boltann.
21. mín
Sigurbergur, sem hefur verið mikið í boltanum á fyrstu 20.mínútunum kemur knettinum hér snyrtilega á Hörð, sem reynir að skrúfa hann í fjærhornið, en skotið er auðvelt fyrir Sandor.
19. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar Orri fær hér gult spjald frá Sigurð Óla fyrir að stöðva Reyni Má sem var í álitslegri stöðu. Gult spjald samkvæmt reglubókinni.
17. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Kristinn Þór tekur spyrnuna sem er afbragðsgóð en Jóhann Helgi nær ekki að koma kollinum á knöttinn og Beitir hirðir boltann.
16. mín
Ágætis pressa hér frá heimamönnum í Þór. Þórsarar sækja hér mikið upp hægri kantinn með Svein Elías og Kristinn mikið í boltanum á fyrstu mínútunum.
9. mín Gult spjald: Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Jónas Björgvin fær hér gult spjald fyrir brot á Tómasi Óskarssyni
7. mín MARK!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Keflvíkingar komast yfir! Sigurbergur Elíasson fær sendingu utan af vinstri kantinum og setur hann í nærhornið hans Sandors. Sandor kom hendi í boltann en náði ekki að halda honum frá netmösvkanum!
5. mín
Ekkert verður úr horninu og Þórsarar ná skyndisókn. Jóhann Helgi nær skot á markið sem Beitir ver nú í horn, en Beitir rís hæst í teignuim grípur hornspyrnuna auðveldlega.
3. mín
Hörður og Sigurbergur ná góðu samspili út á vinstri vængnum og Sigurbergur uppsker ágætis færi en nær ekki að koma boltanum fyrir sig og Sandor ver í horn.
2. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu við miðju og spyrna löngum bolta inn í teiginn en Sandor hirðir knöttinn örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Og við erum farin af stað.
Fyrir leik
Þórsarar gera þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Grindavík. Reynir Már, Kristinn Þór og Ingri Freyr koma inn í liðið fyrir Hákon Inga, Bjarki Aðalsteins og Agnar Darra.

Eftir því sem ég best veit er Keflavík með óbreytt lið frá sínum síðasta leik.
Fyrir leik
Keflavík vermir fimmta sæti deildarinnar, 8 stigum frá toppnum og 5 stigum frá andstæðingum sínum í dag. Keflavík hafa aðeins unnið 1 af síðustu 5 leikjum sínum, gegn Leikni F. í síðustu umferð.
Fyrir leik
Heimamenn í Þór sitja í öðru sæti deildarinnar. Þórsarar voru á bullandi siglingu og höfðu sigrað 6 leiki í röð áður en Grindavík batt enda á þá sigurgöngu með stórsigri í síðustu umferð.
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs og Keflavíkur sem fer af stað kl.18:00 á Þórsvelli.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Sigurbergur Elísson
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson ('64)
20. Magnús Þórir Matthíasson
23. Axel Kári Vignisson
45. Tómas Óskarsson

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauksson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
14. Haukur Baldvinsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('64)
25. Frans Elvarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('19)
Guðjón Árni Antoníusson ('49)

Rauð spjöld: