Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
2
0
FH
Cloe Lacasse '2 1-0
Sigríður Lára Garðarsdóttir '58 , víti 2-0
13.07.2016  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Hægur vindur á annað markið, þurrt og milt í veðri
Dómari: Hjalti Þór Halldórsson
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Natasha Anasi
6. Sara Rós Einarsdóttir
9. Rebekah Bass ('68)
10. Leonie Pankratz
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('74)
20. Cloe Lacasse ('88)
22. Arianna Jeanette Romero

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Díana Dögg Magnúsdóttir ('68)
11. Lisa-Marie Woods ('74)
15. Ásta María Harðardóttir
16. Magnea Jóhannsdóttir ('88)
18. Margrét Íris Einarsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arianna Jeanette Romero ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur hjá ÍBV sem hefði getað skorað mun fleiri mörk en raunin varð.
90. mín Gult spjald: Nótt Jónsdóttir (FH)
89. mín
ÍBV er búið að eiga þennan leik frá A-Ö en staðan er samt bara 2-0.
88. mín
ÍBV fær engu að síður aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Sóley tekur hana, rennir boltanum undir vegginn en boltinn hreinsaður út og allt í einu er enginn í markinu en skotið er framhjá!
88. mín
Inn:Magnea Jóhannsdóttir (ÍBV) Út:Cloe Lacasse (ÍBV)
86. mín
Guðný Árnadóttir brýtur aftur á Cloe sem aftasti maður og ekki veit ég hvernig dómarinn getur ekki rekið hana af velli fyrir þetta brot. Alveg óskiljanlegt.
85. mín
Smá klafs inni í vítateig heimamanna og það skapast mikil hætta en boltinn endar aftur fyrir endalínu og markspyrna frá marki ÍBV.
84. mín
Enn og aftur kemst Cloe í gegn en rétt eins og áður ver markmaðurinn.
82. mín
Cloe rífur vörnina í sig og treður boltanum næstum inn en Jeannette ver þetta aftur fyrir á einhvern hátt.
80. mín Gult spjald: Maria Selma Haseta (FH)
Rífur niður Cloe á ferðinni og réttilega dæmt aukaspyrna og spjald.
77. mín
Inn:Maria Selma Haseta (FH) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)
76. mín
Saga leiksins. Sara Rós fær boltann inni í teig en skýtur honum beint yfir. Þær geta bara ekki haldið boltanum niðri.
74. mín
Inn:Lisa-Marie Woods (ÍBV) Út:Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV)
72. mín
Inn:Guðrún Höskuldsdóttir (FH) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
71. mín
Aukaspyrna frá FH langt yfir.
71. mín Gult spjald: Arianna Jeanette Romero (ÍBV)
68. mín
Inn:Díana Dögg Magnúsdóttir (ÍBV) Út:Rebekah Bass (ÍBV)
Ferskir fætur inná hjá ÍBV.
67. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
FH vantar mark og það strax ef þeir ætla sér eitthvað úr þessum leik. Spurning hvað þessi skipting gerir.
63. mín
Jeannette fer í skógarhlaup og boltinn berst út á Pankratz en hún er með ömurlegt skot og enginn í markinu. Varnarmaður FH hirðir boltann og þrumar honum burt.
58. mín Gult spjald: Guðný Árnadóttir (FH)
Guðný fær spjald fyrir brotið.
58. mín Mark úr víti!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Cloe Lacasse
Öruggt í hornið. Markmaður aldrei nálægt þessu og ÍBV er loksins komið með annað mark.
58. mín
Vítaspyrna dæmd á FH! Cloe felld og vítaspyrna réttilega dæmd. Sigríður Lára stígur á punktinn.
56. mín
Frábær þríhyrningur hjá Rebekuh og Díönu Helgu sem endar í dauðafæri fyrir Bass en enn og aftur hitta Eyjakonur ekki einu sinni á rammann.
55. mín
Frábær sending fyrir frá Rebekuh Bass. Díana Helga fær boltann alein á fjærstönginni en skýtur framhjá.
53. mín
Skot frá Sigríði Láru rétt utan teigs en það fer rétt framhjá nærstönginni. Það er með ólíkindum að ÍBV sé ekki búið að seta annað mark í þennan leik.
49. mín
Cloe komst í svipaða stöðu og þegar hún skoraði í fyrri hálfleik en í þetta sinn er skotið beint á markmanninn.
46. mín
Leikur er hafinn að nýju. Vonando fáum við eitt eða tvö mörk í viðbót i þennan leik.
45. mín
Hálfleikur
44. mín
Pankratz með skot rétt utan teigs en það er beint á Jeannette í markinu.
41. mín
Boltinn fer yfir allan pakkann og útaf fyrir markspyrnu.
40. mín
Cloe fellur eftir snertingu frá varnarmanni FH og ÍBV fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Sóley ætlar að taka spyrnuna.
39. mín
Leikurinn að detta aðeins niður eftir því sem líður að hálfleik. Hvorugt liðið átt gott færi í dágóðan tíma.
32. mín
Cloe komin í afbragðstöðu en ákveður að láta vaða úr þröngu færi. Hefði getað sent út á Sígríði Láru en skotið endaði í hliðarnetinu.
29. mín
Bryndís Hrönn með lúmkskt skot sem smellur í þverslánni! Bryndís Lára virtist þó alltaf hafa verið með þetta.
27. mín
Leonie Pankratz fer niður inni í vitateig gestanna og vill víti en dómarinn er ekki á sama máli. Sýndist Pankratz hafa eitthvað til síns máls þarna.
23. mín
Díana Dögg fer illa mað varnarmann, setur hann öðrum megin og hleypur hinum megin við hann, setur boltann á Cloe sem gefur fyrir og Leonie Pankratz skýtur í stöngina og út!
18. mín
Cloe komin á fula ferð aftur en varnarmaðurinn nær að trufla hana nægilega og skot hennar er varið.
16. mín
Sá ekki hvernig þetta gerðist en Arianna Romero og Bryndís Hrönn skella harkalega saman. Þær virðast þó báðar sem betur fer vera í lagi. Hafa sloppið við þungt höfuðhögg.
12. mín
Öfugt í þetta sinn, Cloe gefur á Sigríði Láru sem ætlar að skrúfa hann í fjærhornið en boltinn framhjá.
11. mín
Sigríður Lára með glæsilega fyrirgjöf sem fer beint á kollinn á Cloe en hún setur boltann yfir, ein og óvölduð. Hefði átt að skora.
9. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem Leonie Pankratz tekur. Natasha Anasi kemst í boltann en skalli hennar fer yfir markið.
7. mín
Dauðafæri! Boltanum er lyft inn fyrir á Cloe en Jeannette Williams er fljót að koma út og nær að verja vel.
4. mín
Rebekah Bass sprettir upp hægri kantinn, lítur upp og sér Cloe taka hlaupið fyrir markið, boltinn berst á hana en hún rétt missir af boltanum.
2. mín MARK!
Cloe Lacasse (ÍBV)
Stoðsending: Sóley Guðmundsdóttir
Þetta tók ekki lengri tíma en þetta! Þetta er svo einfalt hjá Cloe, hún hleypur upp kantinn, inn á teiginn, varnarmaður FH nær ekki að tækla hana og hún setur hann í nærhornið!
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann og sækir í átt að Dalnum.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins er mættur á svæðið. Talið er að hann sé að fylgjast með Sigríði Láru sem hefur verið frábær með ÍBV á þessu tímabili.
Fyrir leik
Gengi ÍBV á þessu tímabili hefur verið upp og ofan. Liðið byrjaði afleitlega en hefur verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum og vann KR, eins og áður hefur komið fram og sló einnig sterkt lið Selfoss úr bikarnum á dögunum.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er sá fyrsti af þremur heimaleikjum í röð sem ÍBV tekur á móti FH. Á laugardaginn mætast liðin í Pepsi-deild karla og aftur í undanúrslitum í Borgunarbikar karla. Sá leikur er settur á fimmtudaginn 28. júní, daginn fyrir verslunarmannahelgina en það gæti komið til greina að færa hann svo hann yrði spilaður um Þjóðhátíð.
Fyrir leik
Leikið er í 8. umferð í dag. ÍBV er í 5. sæti eftir 5-0 burst á móti KR í síðustu umferð. FH er í 8. sæti en getur farið upp fyrir ÍBV með sigri í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin á beina textalýsingu af leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('67)
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('72)
3. Nótt Jónsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('77)
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Guðrún Höskuldsdóttir ('72)
9. Rannveig Bjarnadóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('67)
22. Nadía Atladóttir

Liðsstjórn:
Maria Selma Haseta

Gul spjöld:
Guðný Árnadóttir ('58)
Maria Selma Haseta ('80)
Nótt Jónsdóttir ('90)

Rauð spjöld: