Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
4
2
KR
Ana Victoria Cate '20
Donna Key Henry '36 1-0
Donna Key Henry '49 2-0
2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir '66
Harpa Þorsteinsdóttir '74 3-1
3-2 Anna Birna Þorvarðardóttir '78
Harpa Þorsteinsdóttir '80 4-2
13.07.2016  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Flottar. Logn og fallegt sumarveður.
Dómari: Andri Vigfússon
Áhorfendur: 193
Maður leiksins: Donna Key Henry
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
6. Lára Kristín Pedersen ('88)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
14. Donna Key Henry ('81)
17. Agla María Albertsdóttir ('68)
24. Bryndís Björnsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
10. Anna María Baldursdóttir ('68)
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('88)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('81)
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Ana Victoria Cate ('20)
Leik lokið!
Jæja. Þetta er búið. 10 Stjörnukonur sýndu karakter og vinna hér góðan sigur. Ég þakka fyrir mig í bili. Skýrsla og viðtöl birtast hér á .net síðar í kvöld.
92. mín
Guðrún Karítas í fínu færi en setur boltann rétt framhjá.
88. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Þriðja skipting hjá Stjörnunni. Guðrún Karítas kemur inn á fyrir Láru Kristínu en sú síðarnefnda er aldeilis búin að hlaupa hér í dag. Flottur leikur hjá henni.
81. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Út:Donna Key Henry (Stjarnan)
Donna fær heiðursskiptingu. Búin að standa sig virklega vel hér í kvöld. María Eva fær nokkrar mínútur til að láta ljós sitt skína á hægri kantinum.
80. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Þvílíkt fjör hérna í lokin! Harpa potar boltanum inn eftir að Lára Kristín hafði skallað í slánna og út í teig. Loksins báru hornspyrnurnar árangur hjá heimakonum.
78. mín MARK!
Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
Stoðsending: Sigríður María S Sigurðardóttir
Hvað er að frétta? KR er að minnka muninn og aftur er það Anna Birna. Í þetta skiptið skorar hún eftir sendingu frá Sigríðu Maríu. Gamli hafsentinn kann vel við sig upp á topp í dag og klárar færin sín óaðfinnanlega.
77. mín Gult spjald: Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR)
Brýtur á Ásgerði Stefaníu.
77. mín
Inn:Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR) Út:Elísabet Guðmundsdóttir (KR)
Sigrún Inga leysir Elísabetu af sem hafsent.
74. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Harpa! 3-1. Þvílík afgreiðsla hjá Hörpu. Fékk boltann í teignum og þrumaði honum í netið. Óverjandi fyrir Hrafnhildi.
68. mín
Inn:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan) Út:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta skipting hjá Stjörnunni. Anna María fer í miðvörð. Kristrún færir sig út í vinstri bakvörð og Þórdís Hrönn upp á kant.
66. mín MARK!
Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
Stoðsending: Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
Maaark! Anna Birna er að minnka muninn fyrir KR. Dagmar sendi fyrir markið þar sem Anna Birna kláraði frábærlega í fyrstu snertingu. Virkilega vel afgreitt hjá Önnu Birnu.
62. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
Önnur hrein skipting hjá KR. Dagmar fer á hægri kantinn fyrir Sofíu.
60. mín
KR-ingar með hættulega hornspyrnu. Sara Lissy skallar rétt yfir.
58. mín
Netið er búið að vera að stríða okkur og því lítið af færslum að detta inn. Vonandi fer þetta að komast í lag svo hægt sé að greina betur frá gangi mála.
56. mín
Inn:Oktavía Jóhannsdóttir (KR) Út:Guðrún María Johnson (KR)
Fyrsta skipting leiksins. Oktavía leysir Guðrúnu Maríu af í vinstri bakverði.
49. mín MARK!
Donna Key Henry (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
2-0!!! Stjarnan byrjar seinni hálfleikinn af krafti og Donna Key var að koma þeim í 2-0 eftir sendingu frá Hörpu. Vel gert hjá 10 Stjörnukonum.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og Stjarnan byrjar á að sækja. Þær fá enn eina hornspyrnuna og í kjölfarið verður smá fíaskó þar sem dómarinn breytir hornspyrnunni í markspyrnu og aftur í hornspyrnu. Ég náði ekki alveg hvað gerðist þarna... En ekkert verður úr horninu.
45. mín
Orðið á götunni er að Ana Cate hafi slegið til Lira þegar að rauða spjaldið fór á loft. Það hlýtur að hafa verið eitthvað svoleiðis. Menn eru ekkert að leika sér að því að gefa bein rauð spjöld í Pepsi-deild kvenna.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Garðabænum og ég hugsa að bæði Ólafur Þór og Edda fagni því að geta farið yfir málin með liðum sínum. Stjarnan hefur stjórnað ferðinni í fyrri hálfleik en þær eru manni færri eftir að Ana Cate fékk að líta rauða spjaldið. Lið Stjörnunnar hefur þó aðeins eflst við mótlætið og hafa verið nær því að bæta við en KR-ingar að jafna.
36. mín MARK!
Donna Key Henry (Stjarnan)
MAAAAARK! Donna Key fær langa sendingu og kemst innfyrir KR-vörnina. Hún klárar vel í hægra hornið undir pressu frá varnarmanni. Það var eins og Hrafnhildur hefði metið þennan bolta framhjá því hún stóð eins og frosin og horfði á eftir boltanum í netið.
33. mín
Skemmtikrafturinn Donna Key sýnir þarna lipra takta en skot hennar er yfir.
32. mín
Þuuuuung sókn hjá Stjörnunni. Þarna skapaðist mikil hætta í teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri en sem fyrr endar boltinn í fanginu á Hrafnhildi eftir baráttu í teignum.
29. mín
Það er að færast svolítil harka í leikinn en aukaspyrnunum er svosem ekkert að fjölga sérlega mikið.
27. mín
Svo virðist sem Ólafur Þór ætli að láta Ásgerði Stefaníu og Láru Kristínu spila tvær á miðjunni. Agla og Donna halda sig að minnsta kosti út á vængjunum sem stendur. Adda og Lára eru svosem alveg á við þrjár, fjórar svo þetta er kannski bara skynsamlegast í stöðunni.
24. mín
Stjarnan ætlar ekki að láta þetta slá sig útaf laginu. Þær halda áfram að sækja og nú sýndist mér það vera Jenna McCormick sem skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu.
20. mín Rautt spjald: Ana Victoria Cate (Stjarnan)
Hvað er að gerast??? Andri Vigfússon rekur Önu Cate útaf! Ekki sá ég hvað gerðist enda boltinn fjarri en Önu Cate og Gabrielle Lira lenti þarna eitthvað saman og sú fyrrnefnda fékk reisupassann. Mjög áhugavert enda leikurinn verið einstaklega prúðmannlega leikinn fram að þessu - og þetta var reyndar fyrsta aukaspyrnan sem Andri dæmir í leiknum.
17. mín
KR með annað markskot. Nú er það Fernanda Vieira sem lætur vaða vel utan teigs en Berglind á ekki í vandræðum með þetta. KR-ingar eiga svo aðra góða sókn strax í kjölfarið sem endar á því að Sofía Elsie er dæmd rangstæð. Er leikurinn að snúast?
16. mín
Fyrsta marktilraun KR. Guðrún Johnson með bjartsýninsskot utan af velli en það fer vel framhjá.
13. mín
Stjarnan fær sína þriðju hornspyrnu. Ásgerður Stefanía setur fínan bolta fyrir en boltinn endar í höndunum á Hrafnhildi eftir örlítinn darraðadans í teignum. Pressa Stjörnukvenna er þung þessa stundina.
9. mín
Aftur ver Hrafnhildur. Í þetta skiptið frá Öglu Maríu sem átti ágætt skot úr þröngu færi. Agla hefði líklega átt að senda boltann fyrir þarna því Harpa og Donna Key biðu eins og gammar í markteignum.
8. mín
Heimakonur byrja leikinn betur og sækja fast að marki gestanna. Harpa var rétt í þessu að fá annað tækifæri en aftur ver Hrafnhildur út í teiginn og KR-ingar hreinsa.
5. mín
Stjarnan á fyrsta færi leiksins. Harpa nær skoti úr teignum en Hrafnhildur ver frá henni. Boltinn dettur út í teig en KR-ingar ná að hreinsa.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það eru gestirnir sem byrja og sækja í áttina að Flataskóla.
Fyrir leik
Nú fer þetta að bresta á. 5 mínútur í leik og vonandi verður fjör í Garðabænum í kvöld.

Bæði lið töpuðu í síðustu umferð og vilja eflaust rétta úr kútnum. Stjarnan tapaði með einu marki gegn Breiðablik sem náði þar með toppsæti deildarinnar á meðan KR steinlá fyrir ÍBV.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net og velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir ('77)
Anna Birna Þorvarðardóttir
6. Fernanda Vieira Baptista
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('62)
23. Guðrún María Johnson ('56)

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
4. Oktavía Jóhannsdóttir ('56)
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir ('77)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('62)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('77)

Rauð spjöld: