Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
1
1
FH
0-1 Jeremy Serwy '52
Sören Andreasen '85 1-1
16.07.2016  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: 12 stiga hiti, skýjað og örlítil austanátt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 641
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason ('56)
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon ('62)
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Kollerud Smidt ('77)
27. Elvar Ingi Vignisson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
17. Bjarni Gunnarsson
18. Sören Andreasen ('56)
20. Mees Junior Siers ('62)
23. Benedikt Októ Bjarnason ('77)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('31)
Pablo Punyed ('58)
Hafsteinn Briem ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur flautar leikinn af. Nokkuð sanngjörn niðurstaða, 1-1 þar sem ÍBV átti þó á brattann að sækja um tíma.
96. mín
Gunnar Nielsen kýlir boltann út.
96. mín
Aukaspyrna við hornfána sem ÍBV á. Síðasti séns fyrir liðið.
90. mín
Uppbótartími er lágmark 6 mínútur.
90. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Atli Guðna er borinn af velli. Atli Viðar er að koma inn á. Hann er þekktur fyrir að koma með mörk beint af bekknum. Hann hefur þó einungis uppbótartíma í þetta sinn.
88. mín
Verið er að hlúa að Atla Guðna og FH virðist vera að undirbúa skiptingu fyrir hinn meidda Atla.
85. mín MARK!
Sören Andreasen (ÍBV)
Stoðsending: Benedikt Októ Bjarnason
Benedikt keyrir á bakvörð FH, kemur boltanum á Sören sem lúrir í teignum og skýtur í varnarmann, boltinn breytir um stefnu og lekur inn þar sem Nielsen er farinn í hitt hornið!
81. mín
Hornspyrna Pablo fer beinustu leið aftur fyrir.
80. mín
Hendrickx kemur fyrirgjöf ÍBV út í horn...
78. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Jeremy Serwy (FH)
Markaskorarinn Jeremy Serwy fer af velli fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Ekki amalegar skiptingar hjá Hafnfirðingunum.
77. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (ÍBV) Út:Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
75. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Við erum að tala um að Steven Lennon sé að koma af bekknum fyrir FH. Rándýr skipting.
73. mín
Fyrirgjöf fyrir mark ÍBV. Atli Guðna og varnarmaður ÍBV renna sér í boltann og hann virðist fara af varnarmanninum og í þverslánna! Derby Carrillo bjargar svo.
71. mín
Hendrickx með stórhættulega lága fyrirgjöf sem Kristján Flóki kemst á endann á en frábær björgun hjá Avni Pepa sem kemst fyrir skotið.
69. mín
Hendi dæmd á Böðvar réttilega. ÍBV tekur aukaspyrnuna fljótt og er í sókn.
68. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (ÍBV)
67. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Fyrir brot úti á velli. Boltinn úr leik núna og Erlendur spjaldar Bergsvein núna.
62. mín
Inn:Mees Junior Siers (ÍBV) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
59. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Í kjölfarið kemur Davíð Þór Viðarsson samstundis til að fara fyrir markmanninn og uppsker gult spjald að launum.
59. mín
Böðvar lyftir honum inn á teiginn og sóknarmaðurinn reynir að lyfta þessu yfir Derby en hann grípur hann örugglega.
58. mín Gult spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Heldur gróf tækling. Aukaspyrna á álitlegum stað.
57. mín
Smá usli skapast í vítateig ÍBV eftir hornspyrnu en þeir ná að hreinsa á endanum.
56. mín
Inn:Sören Andreasen (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
Sören Andreasen, nýi leikmaður ÍBV kemur hér inn á fyrir Aron Bjarna.
52. mín MARK!
Jeremy Serwy (FH)
Allt í rugli í vörn ÍBV! Derby Carrillo kemur út í Kristján Flóka og Avni Pepa sem er þarna lyftir boltanum yfir hann og Serwy klárar í tómt markið.
49. mín
Áhorfendur í dag eru 641.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Lítið um opin færi í fyrri hálfleik og leikurinn mjög jafn hingað til.
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma.
43. mín
Serwy klaufi að fá dæmda á sig rangstöðu þegar hann fær boltann aftur frá bakverðinum úti á kanti.
40. mín
Frábær tækling frá Jón Ingasyni sem vinnur boltann af Serwy sýndist mér inni í vítateig.
38. mín
Jón Ingason fær fullt af svæði, tekur hlaup og lætur vaða með hægri fyrir utan vítateig en skot hans fer yfir.
37. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Reynir að stöðva sókn ÍBV og fer í Pablo Punyed þegar boltinn er víðsfjarri.
35. mín
Boltinn fer hérna klárlega í höndina á varnarmanni ÍBV inni í þeirra vítateig. Erlendur í fullkominni aðstöðu til að sjá þetta og lætur vera að dæma á þetta.
34. mín
Sindri Snær og Böðvar halda áfram að kljást og virtist liggjandi Böðvar kippa fótunum undan Sindra eftir grófa tæklingu þess síðarnefnda. Dómarinn lætur þetta afskiptalaust.
32. mín
Langt innkast inn í vítateig gestanna og boltinn dettur út í teiginn í fullkomið skotfæri fyrir Mikkel Maigaard sem lætur vaða en Gunnar Nielsen er fljótur niður og grípur boltann.
31. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Böðvar fær einnig gult spjald fyrir sinn þátt í uppþotunum áðan.
31. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Sá ekki alveg hvað gerðist en Sindri Snær fær hér gult spjald.
30. mín
Sindri Snær fer í hörkutæklingu á Sam Hewson og svo sýður allt upp úr. Erlendur þarf að stía menn í sundur.
29. mín
Barden missir af Sam Hewson, eltir hann uppi og virðist fella hann innan vítateigs. Þó að hafi ekki mikið verið kallað eftir því hefði þetta alveg eins getap verið víti.
26. mín
Sindri Snær liggur eftir eftir samstuð við varnarmann FH. Hann er þó staðinn upp aftur.
23. mín
Sam Hewson reynir skot af löngu færi en ekki mikill kraftur í skotinu og það siglir framhjá.
22. mín
Stuðningsmenn ÍBV sameinast í að taka víkingafagnið fræga við góðar undirtektir. Gaman að sjá þetta, meira af þessu.
21. mín
Það er Pablo sem spyrnir honum og þessi fer rétt framhjá! Föst spyrna með smá snúningi en ekki nægilega miklum.
20. mín Gult spjald: Sam Hewson (FH)
Reif niður Simon Smidt rétt fyrir utan vítateig. ÍBV fær aukaspyrnu á frábærum stað. Simon og Pablo Punyed standa yfir boltanum.
16. mín
Hornspyrnan er skölluð áfram á Atla Guðnason sem reyndi að taka einhvers konar hjólhestaspyrnu en hann hitti ekki boltann nægilega vel og hann fer yfir markið.
15. mín
Fyrirgjöf frá hægri, Atli leggur hann út á Sam Hewson á vítateigslínunni sem þrumar honum í Barden og út í horn.
9. mín
Fyrsta skot leiksins á Simon Smidt en það er viðstöðulaust á loft og fer langt framhjá.
4. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Böðvari Böðvarssyni á Sam Hewson sem sneiðir boltann framhjá en það var búið að flagga á hann.
3. mín
Simon Smidt komst í ágæta stöðu inni í vítateig en FH ná að hreinsa boltann í horn. Ekkert varð úr hornpyrnunni.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann og sækir í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru að ganga út á völlinn. ÍBV er í sínum alhvítu búningum og FH leikur í albláu.
Fyrir leik
ÍBV mun mæta FH aftur í næsta heimaleik sem er settur á fimmtudaginn 28. júlí en það mun vera annar undanúrslitaleikurinn í bikarnum. Ef FH kemst áfram í Meistaradeildinni má hinsvegar telja líklegt að leikurinn verði færður yfir á laugardaginn og myndum við þá fá leik á Þjóðhátíð.
Fyrir leik
ÍBV hefur ekki unnið FH á þessum velli síðan 2011. Síðan þá hafa liðin skilið jöfn tvisvar og tvisvar hafa Hafnfirðingarnir farið með sigur af hólmi. Einn leikmaður er í byrjunarliði í dag frá þeim leik en það er Pétur Viðarsson.
Fyrir leik
Í fyrra endaði leikur þessara liða með stórsigri FH þar sem Kristján Flóki Finnbogason skoraði meðal annars þrennu en lokatölur urðu 1-4. Kristján Flóki er í byrjunarliðinu í dag.
Fyrir leik
Bekkurinn hjá FH er gríðarlega sterkur í dag. Þar af eru fimm leikmenn sem spiluðu Evrópuleik gegn Dundalk síðasta miðvikudag og er ætlunin hjá FH að hvíla þá í dag.
Fyrir leik
Ian Jeffs er aðstoðarþjálfari hjá ÍBV Í dag þar sem Alfreð Elías er að gifta sig.
Fyrir leik
Byrjunarliðin er komin í hús. ÍBV gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð. Elvar Ingi Vignisson kemur inn í liðið þar sem Sigurður Grétar Benónýsson er fjarverandi vegna meiðsla.

Hjá FH er Atli Guðnason kominn í byrjunarliðið að nýju eftir meiðsli en Þórarinn Ingi Valdimarsson er tekinn úr liðinu. Einnig koma Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Jeremy Serwy inn í liðið frá síðasta deildarleik. Alls eru fimm breytingar á liðinu sem mætti Dundalk síðastliðinn miðvikudag.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er orðinn sá þjálfari sem hefur unnið flesta leiki í efstu deild. Þessum áfanga náði hann á meðan Evrópumótið var í gangi.

FH-ingum hefur vegnað gríðarlega vel í Vestmannaeyjum í gegnum árin. Ljóst er að ÍBV þarf að hafa góðar gætur á Steven Lennon sem skorað hefur í þremur síðustu leikjum FH gegn ÍBV.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ellefta umferð Pepsi-deildarinnar hefst á Hásteinsvelli í dag þar sem ÍBV og FH eigast við.

Þessi sömu lið mætast einmitt í undanúrslitum Borgunarbikarsins, en dregið var á dögunum.

ÍBV hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og fallið niður í sjöunda sæti deildarinnar. Fimm stig eru niður í fallsæti.

Íslandsmeistarar FH tróna á toppi deildarinnar með 21 stig en þessi leikur kemur í miðju Evrópuverkefni hjá þeim. 1-1 varð niðurstaðan ytra gegn Dundalk frá Írlandi en seinni leikurinn verður á miðvikudag í Kaplakrika.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Sam Hewson
11. Atli Guðnason ('90)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('75)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy ('78)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
7. Steven Lennon ('75)
8. Emil Pálsson
17. Atli Viðar Björnsson ('90)
20. Kassim Doumbia
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Liðsstjórn:
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Sam Hewson ('20)
Böðvar Böðvarsson ('31)
Kristján Flóki Finnbogason ('37)
Davíð Þór Viðarsson ('59)
Bergsveinn Ólafsson ('67)

Rauð spjöld: