Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
0
0
Leiknir R.
Brynjar Hlöðversson '90
16.07.2016  -  16:00
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Hálf skýjað og hægur andvari
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 247
Maður leiksins: Marc McAusland
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Sigurbergur Elísson
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson ('85)
18. Craig Reid
20. Magnús Þórir Matthíasson ('61)
23. Axel Kári Vignisson
42. Stuart Carswell

Varamenn:
12. Sigmar Ingi Sigurðsson (m)
10. Hörður Sveinsson ('61)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
14. Haukur Baldvinsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson
25. Frans Elvarsson ('85)
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Slakur leikur að beggja hálfu og úrslitin sanngjörn og í takt við leikinn
90. mín
Magnús Sverrir með skot en Eyjólfur ver.
90. mín Rautt spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Annað gult
87. mín
Hörður Sveinsson með skalla að marki eftir sendingu frá Haraldi Guðmundssyni en beint á Eyjólf í markinu.
85. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
79. mín
Leiknismenn með hörkuskot utan teigs en Beitir ver vel í marki Keflavíkur
78. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Það er aðeins að færast harka í þetta.
76. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Eitt "a la" Einar Orri.
74. mín
Það er ennþá leikur í gangi í Keflavík. en ekkert að gerast
65. mín
Inn:Friðjón Magnússon (Leiknir R.) Út:Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
64. mín
Inn:Kári Pétursson (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
61. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
59. mín
Leiknismenn eru mun líklegri en vantar alltaf að klára sóknirnar á síðasta þriðjungi vallarins.
51. mín
Leiknismenn að færast í aukana og eru að þjarma aðeins að heimamönnum en vantar að klára fyrirgjafirnar.
49. mín
Kolbeinn Kárason með lausan skalla að marki eftir fyrirgjöf Kristjáns Jónssonar en auðvelt fyrir Beiti í markinu.
46. mín
Seinni háfleikur hafinn. Vonumst eftir betri bolta en menn buðu uppá í fyrri hálfleiknu.
45. mín
Hálfleikur
Lítið merkilegt um fyrri hálfleikinn að segja og við vonum að sá seinni verði fjörugri.
44. mín
Magnús Þórir með hörku skot beint úr aukaspyrnu sem var varið af Óttari Bjarna.
40. mín
Bjartsýni heimamanna að aukast og Craig Reid með skot af 35 metra færi en boltinn vel framhjá, loksins þegar hann komst yfir endalínuna
38. mín
Einar Orri með skot af löngu færi en hátt yfir markið.
35. mín
Jónas Guðni í ákjósanlegu færi eftir góða fyrirgjöf en hitti boltann illa og skotið vel framhjá marki Leiknis
31. mín
Beitir Ólafsson markmaður Keflvíkinga í einhverjum æfintýrum hér fram og aftur um teiginn en náði að lokum að koma boltanum í burtu.
23. mín
Til marks um kærleikinn hér fyrir sunnan þá var dómari leiksins að flauta fyrstu aukaspyrnuna á heimamenn á 23.mín
21. mín
Kolbeinn Kárason hér með skot í hliðarnetið.Besta tilraun Leiknismanna til þessa.
20. mín
Það er enn mjög rólegt yfir öllu hér í Keflavík og helst gerst frá því síðast að fjórði dómari leiksins var að mæta beint frá leik Njarðvíkur og Vestra.
14. mín
Keflvíkingar með fyrsta alvöru færið. Sigurbergur Elísson með hörku skot beint úr aukaspyrnu sem Eyjólfur varði vel. Magnús Þórir fylgdi vel á eftir en skot hans framhjá markinu.
7. mín
Það er allt með kyrrum kjörum hér í Keflavík. Mikil stöðu barátta en lítið um fallegan fótbolta.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Það hefur verið gerð ein breyting hér í Keflavík. Úðunarkerfi vallarins hefur verið skipt út fyrir vökvunargengi hins háa herra á himnum. Þetta er þó smávægilegt og sennilega bara það sem menn kalla topp knattspyrnuveður.
Fyrir leik
Leiknismenn gera eina breytingu frá leiknum gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Kolbeinn Kárason kemur inn í stað Friðjóns Magnússonar.
Fyrir leik
Keflvíkingar gera tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Þór. Skotarnir tveir koma inn í liðið fyrir þá Hörð Sveinsson og Tómas Óskarsson.
Fyrir leik
Keflvíkingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í síðustu umferð og unnu Þór Akureyri á meðan Leiknir gerðu einungis jafntefli við nafna sína frá Fáskrúðsfirði.
Fyrir leik
Það verður einnig gaman að sjá hvað Kristján Guðmundsson þjálfari Leikinismanna gerir í fyrsta leiknum á gamla heimavellinum.
Fyrir leik
Það er athyglivert að á meðan Leiknir er með næst bestu vörn deildarinnar, hafa aðeins fengið á sig 10 mörk á móti 13 mörkum Keflavíkur, þá eru Keflvíkingar með næst bestu sókn deildarinnar og hafa skorað 19 mörk á móti 12 mörkum Leiknismanna.
Fyrir leik
Keflvíkingar tefla fram nýjum leikmönnum. Þeir sömdu við skoska miðvallarleikmanninn Stuart Carswell nú fyrir helgina. Þetta er 22 ára strákur sem á að baki 5 tímabil í skosku úrvalsdeildinni með Motherwell. En kemur nú síðast frá St. Mirren í skosku b-deildinni. Þá hafa þeir einnig samið við samlanda Carswells, Craig Reid, sem kemur til Keflavíkur frá Dun-fermline í Skotlandi
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Leiknis í Inkasso deildinni. Fyrir leikinn eru Leiknismenn í öðru sæti með 19 stig en Keflavík í fimmta sæti með 17 stig. Það er því ljóst að þessi leikur getur breytt miklu um stöðu liðanna.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('65)
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
7. Atli Arnarson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
9. Kolbeinn Kárason ('64)
10. Fannar Þór Arnarsson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f)

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon ('65)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
21. Kári Pétursson ('64)
27. Aron Rúnarsson Heiðdal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('78)

Rauð spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('90)