Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
2
1
Valur
Ármann Smári Björnsson '33 1-0
Garðar Gunnlaugsson '38 2-0
2-1 Andri Adolphsson '64
17.07.2016  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður. Smá gola, léttskýjað og ca 14 gráður
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 830
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
6. Iain James Williamson
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason ('78)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('74)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Steinar Þorsteinsson ('74)
18. Albert Hafsteinsson
19. Eggert Kári Karlsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson ('78)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('60)
Hallur Flosason ('88)
Árni Snær Ólafsson ('90)

Rauð spjöld:
90. mín

Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi. Skaginn vinnur sinn fjórða leik í röð! Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Gult spjald fyrir að tefja.
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn
90. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!!!! Andri A fær boltann í teignum í algjöru dauðafæri en boltinn lekur framhjá!!! Þvílíkt færi!!
89. mín
Valsmenn eru að flýta sér mikið í leit að jöfnunarmarkinu.
88. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
86. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Síðasta skipting Vals í leiknum.
83. mín
Kristinn Ingi með skot úr teignum en beint á Árna Snæ. Ennþá sækja Valsmenn.
80. mín
Enn eitt færið hjá Val. Kristian fær boltann í teignum en er allt of lengi að fara í skotið og Skagamenn verjast.
80. mín
Valsmenn sækja og sækja. Fullt af fyrirgjöfum en ennþá standa Skagamenn vaktina.
78. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
75. mín
Enn eitt skotið hjá Val. Nú er það Kristian en skotið er slakt og framhjá markinu.
74. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Fyrsta skipting Skagamanna í leiknum
72. mín
Enn ein sóknin hjá Val í þessum leik. Vel spilað og endar með skoti frá Andra A en boltinn í samherja og aftur fyrir.
70. mín
Valsmenn halda áfram að sækja hérna á Skaganum. Eru mikið meira með boltann.
67. mín
Frábær sókn hjá Valsmönnum hérna. Sækja hratt upp eftir sókn hjá ÍA og baneitruð fyrirgjöf en boltinn lekur framhjá.
64. mín MARK!
Andri Adolphsson (Valur)
MAAAAAAAAARK!!! Valsmenn minnka muninn. Fyrrum leikmaður ÍA, Andri Adolphsson að skora. Virtist vera sending en fer í markið. Alvöru 25mín fram undan!
63. mín
Kristian Gaarde með skot að marki en boltinn fer í varnarmann og auðvelt fyrir Árna í markinu.
61. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
60. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Fær spjald fyrir munnsöfnuð.
58. mín
Flott sókn hjá Vaslmönnum sem endar með skoti frá Andreas en beint á Árna í markinu.
57. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Rasmus fær réttilega gult fyrir brot á Tryggva.
54. mín
Skaginn í fína sókn sem endar með fyrirgjöf en varnarmenn Vals ná að hreina. Það er að færast smá harka í leikinn
52. mín
Ólafur Valur með fyrsta skot ÍA í seinni hálfleik en það er arfaslakt og endar í innkasti.
49. mín
Seinni hálfleikur byrjar nákvæmlega eins og fyrri hálfleikur var. Valur með boltann.
48. mín Gult spjald: Kristian Gaarde (Valur)
Fyrsta gula spjald leiksins. Tekur Ólaf Val niður á miðjunni. Réttilega dæmt.
46. mín
Valsmenn byrja á mikilli pressu. Bjarni Ólafur með skot fyrir utan teig en vel yfir.
46. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Rolf Toft (Valur)
Ein skipiting hjá Val í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín

45. mín
Hálfleikur
Stórfurðulegum fyrri hálfleik lokið á Akranesi. Valsmenn miklu miklu meira með boltann og búnir að vera mjög sprækir. En það eru víst mörkin sem telja í þessu og Skaginn er búinn að skora tvö.
45. mín
Og Valmenn beint í dauðafæri. Andri A fær boltann í teignum og ávkeður að skjóta í stað þess að gefa á Guðjón Pétur sem var DAUÐAFRÍR og varnarmaður kemst fyrir boltann.
44. mín
Skagamenn næstum búnir að bæta við þriðja markinu. Langt innkast en leikmaður ÍA nær ekki að pota í boltann.
43. mín
Skagamenn í rosalegu færi. GG9 með sendingu innfyrir á Tryggva en hann nær ekki valdi á boltanum. Kemur boltanum á Jón Vilhelm en skotið er frekar slakt og Valsmenn hreinsa.
41. mín
Þetta voru ótrúlega fimm mínútur. Valsmenn búnir að eiga leikinn en Skagamenn skora tvö mörk á fimm mínútum.
38. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
GG9 MEÐ GEGGJAÐ MARK!!! Skagamenn fá aukaspyrnu rétt utan teigs og Garðar lyftir boltanum yfir veggin og í bláhornið. Óverjandi. Maðurinn getur ekki hætt að skora!!
36. mín
Valsmenn vilja fá víti! Sigurður Egill með skot og boltinn skoppar í varnamann ÍA. Sýndist hann fara í hendina á honum en erfitt að dæma á þetta.
33. mín MARK!
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
MAAAAAAAAAAARK!!!!! Talandi um að skora gegn gangi leiksins. Jón Vilhelm með langt innkasta ala Aron Einar og Ármann mætir og skallar boltann með hnakkanum í bláhornið. Hvernig virkar þetta á Valsmenn?
32. mín
Enn ein sóknin hjá Valsmönnum. Bjarni Ólafur með fyrirgjöf og Andri með skot framhjá. Andri A búinn að vera virkilega sprækur hérna.
27. mín
Andri A með frábæra sendingu inn á teig og Haukur Páll með skalla en hann er laus og auðvelt fyrir Árna Snæ í markinu.
24. mín
Enn ein sóknin hjá Val. Andri Adolphs fær boltann rétt utan teigs, æðir inn í teiginn en skotið er rétt framhjá.
23. mín
óalfur Valur liggur eftir á vellinum eftir smá átök en virðist í lagi. Sá ekki nógu vel hvað gerðist.
21. mín
Lítið að gerast í leiknum akkúrat þessa stundina. Valsmenn með boltann og reyna að sækja.
18. mín
Valsmenn halda áfram að sækja þetta virðist bara vera spurning um hvenær þeir skora.
15. mín
Skaginn fær sína fyrst hornspyrnu sem endar með skoti frá Halli fyrir utan teig en boltinn fer langt framhjá.
14. mín
Klukkan á vellinum er í rugli en við reynum að hafa þetta eins nákvæmt og hægt er.
13. mín
Valsmenn með algjöra yfirburði á vellinum þessar fyrstu 13mín. Búnir að fá fjögur horn og markið eiginlega liggur í loftinu.
11. mín
Valsmenn að fá sína þriðju hornspyrnu og bara 10mín búnar.
10. mín
Valur með virkilega huggulega sókn sem endar með fyrirgjöf en Skagamenn ná að koma boltanum í burtu. Þetta endar bara á einn veg ef heimamenn fara ekki að mæta til leiks
7. mín
Rolf í flottu færi eftir góða sókn. Sending frá Andra en boltinn rétt framhjá. Horn sem ekkert verður úr. Valur að byrja betur.
6. mín
Guðjón Pétur með skot rétt framhjá markinu. Sending inní teig og ÍA gengur illa að hreinsa og Guðjón tekur hann í fyrsta en rétt framhjá markinu.
6. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Valsmanna.
5. mín
Leikurinn byrjar nokkuð rólega. Liðin að þreifa aðeins fyrir sér. Garðar átti skot rétt í þessu en í varnarmann og auðvelt fyrir Anton í markinu.
2. mín
Það er skemmtilega ljós stemmning á Skagaliðinu en sex leikmenn í byrjunarliðinu eru kominir með aflitað hár. Klárlega skemmtilegast að sjá Ármann Smára taka þátt í tískunni.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað. Valsmenn byrja með boltann og sækja frá höllinni.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inná völlinn hérna á Akranesi. Allt að verða klárt og áhorfendur að týnast á völlinn.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust á Norðurálsvellinum í fyrra þá vann ÍA 1-0 sigur með marki frá Arnari Má Guðjónssyni.
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í leikinn og liðin farin uppí klefa í loka pepp fyrir leikinn. Vonum bara að við fáum fjörugan leik og fullt af mörkum.
Fyrir leik
Það er háftími í leikinn hérna á Skaganum og bæði lið kominn út á völl að hita upp. Mér sýnist vera nokkuð létt yfir mönnum bara.
Fyrir leik
Skagamenn stilla upp óbreyttu liði frá síðasta leik en Valsmenn gera þrjár breytingar. Andreas, Kristian og Andri A. koma allir inn í lið Vals á kostnað Kristins Inga, Kristins Freys og Andra Fannars. Það er hins vegar ekki pláss fyrir Svein Aron Guðjohnsen í hópnum hjá Val.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin dottin í hús en þau má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Nú ætti að fara að styttast í byrjunarliðin hjá okkur.
Fyrir leik
Það eru þrír aðrir leikir á dagskrá í Pepsideild karla í kvöld.
Víkngur Ó-Stjarnan, Fylkir-KR og Fjölnir Breiðablik. Umferðinni lýkur svo annað kvöld þegar Víkingur R. fær Þrótt R. í heimsókn.
Fyrir leik
Vil minna lesendur á kassamerkið okkar #fotboltinet og hver veit nema valdar færslur rati í lýsinguna
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að Kristinn Freyr leikmaður Vals varð faðir í fyrsta skipti í gær og óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með það.
Fyrir leik
Dómari kvöldsins er Valdimar Pálsson og honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Gunnar Helgason. Fjórði dómari er Daníel Ingi Þórisson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Guðmundur Sigurðsson
Fyrir leik
Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð. Valur vann þá ÍBV á heimavelli 2-1 á meðan ÍA vann Breiðablik í Kópavoginum 0-1.
Fyrir leik
Garðar Gunnlaugs er búinn að vera á eldi eftir EM fríið en hann er búinn að skora 6 mörk í þremur leikjum. Samtals er hann kominn með 9 mörk í 10 leikjum í sumar
Fyrir leik
Spurning hvort Valsmenn nái að stoppa flugið sem ÍA hefur verið á? Skagamenn hafa unnið alla leikina eftir EM fríið, með GG9 í fararbroddi
Fyrir leik
Við ætlum að fylgjast hérna með leik ÍA og Vals í 11.umferð Pepsideildar karla.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
7. Haukur Páll Sigurðsson
9. Rolf Toft ('46)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('86)
11. Sigurður Egill Lárusson ('61)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson ('86)
6. Daði Bergsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('61)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('46)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristian Gaarde ('48)
Rasmus Christiansen ('57)

Rauð spjöld: