Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
1
4
KR
0-1 Morten Beck Guldsmed '2
0-2 Aron Bjarki Jósepsson '10
Tonci Radovnikovic '15 1-2
1-3 Óskar Örn Hauksson '42
1-4 Óskar Örn Hauksson '53
17.07.2016  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn mjög flottur og fínasta veður þó það sé ekki sól.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1675
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('54)
2. Ásgeir Eyþórsson ('45)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Víðir Þorvarðarson ('80)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
8. Sito
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('80)
15. Garðar Jóhannsson
16. Tómas Þorsteinsson ('45)
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson ('54)
29. Axel Andri Antonsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Albert Brynjar Ingason ('71)
Ragnar Bragi Sveinsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög öruggur KR sigur staðreynd.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Elís Rafn með aukaspyrnu af svipuðu færi og áðan, núna fer boltinn hins vegar vel yfir.
90. mín
Elís Rafn með aðra tilraun, núna hörkuskot af löngu færi sem Stefán ver en missir síðan boltann frá sér. Sem betur fer fyrir hann, náði hann aftur til knattarins áður en sóknarmenn Fylkis gerðu það.
89. mín
Elís Rafn tekur aukaspyrnuna sjálfur, hún er af 25 metrum eða svo, fín tilraun en Stefán Logi var öruggur.
89. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (KR)
Virðist toga í Elís Rafn sem var að komast í góða stöðu.
87. mín
Emil reynir skot af löngu færi en boltinn rúllar í fangið á Stefáni Loga.
85. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Síðasta skipting KR. Ástbjörn er ungur og efnilegur strákur sem er að spila sinn fyrsta leik.
85. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stekkur á hestbak á Morten Beck. Augljósasta gula spjald sem Þóroddur hefur gefið á ferlinum.
83. mín
Tómas með rosalega fyrirgjöf á Ragnar sem er í góðri stöðu við vítapunktinn en hann hittir ekki boltann í mjög góðu færi.
80. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Það hefur dregið mikið af Víði í seinni hálfleiknum. Valdimar er kornungur strákur sem skoraði gegn Þrótti í síðustu umferð.
79. mín
Seinni hálfleikur ekki nálægt því jafn skemmtilegur og sá fyrri. KR-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik og þeim hefur dugað að vera í öðrum gír í þeim seinni. Fylkismenn bitlausir fram á við á meðan.

75. mín
Inn:Jeppe Hansen (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Dani fyrir Dana. Jeppe að spila sinn fyrsta leik með KR.
74. mín
Ragnar Bragi við það að sleppa í gegn en hann stígur ofan á boltann í kjörstöðu og þetta rennur út í sandinn.
71. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Dæmdur rangstæður og bregst við með að hamra boltanum ofan í Árbæjarlaugina.

Hann hefur hlaupið og hlaupið allan leikinn en ekki komist áleiðis gegn vörn KR en það verður að segjast að hann er ekki að fá neina þjónustu.
66. mín
Inn:Denis Fazlagic (KR) Út:Michael Præst (KR)
Fyrsta skipting KR-inga. Præst verið sterkur á miðjunni í dag.
62. mín
Enn sækir KR, Kennie Chopart kemst í góða stöðu innan teigs en Ólafur ver skotið hans. KR-ingar mikið mun betri.
61. mín
Dauðafæri!!

Falleg sókn KR endar með að Morten Andersen er aleinn gegn Ólafi og með nægan tíma. Hann skýtur að marki en Ólafur ver virkilega vel.

57. mín
Chopart ræðst á vörn Fylkis og á fyrirgjöf á Morten Andersen en Daninn skallar yfir markið.
54. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Það verður eitthvað að fara að gerast hjá Fylki og það strax.
53. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Þetta var fallega gerðin af marki, Pálmi Rafn hælaði boltann á Óskar Örn sem kláraði með rosalegu skoti utan teigs. Tvö mörk og ein stoðsending hjá Óskari í dag. Ekkert að því.

KR-ingar fara varla að tapa þessu niður.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Tómas Þorsteinsson (Fylkir) Út:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Skipting í hálfleik. Ásgeir átti ekki sinn besta dag.
45. mín
Hálfleikur
Frábærum fyrri hálfleik er lokið. Nóg af mörkum og gaman.
45. mín
Óskar Örn með gott skot af löngu færi sem fér rétt framhjá. Ólafi leið ekki sérlega vel í markinu þarna.
44. mín
Oddur skallar framhjá úr frábæru færi!!

Víðir með eitraða fyrirgjöf á Odd sem er í frábæru skallafæri, einn á marktieg en hann sneiðir boltann framhjá.
42. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Morten Beck
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fjórða markið í fyrri hálfleik er komið, Morten Beck kemur með þessa líka rosalega fínu fyrirgjöf sem lávaxnasti maðurinn á vellinum skallar í bláhornið. Hvar voru varnarmenn Fylkis!?

Miðað við gang leiksins síðustu mínútur, er þetta algjörlega verðskuldað.
40. mín
Chopart leggur boltann á Morten Beck Andersen sem á skot yfir markið úr fínasta færi.
36. mín
Chopart er kominn á hægri vænginn og Óskar Örn á vinsti. KR ennþá sterkari aðilinn þessa stundina. Fylkismönnum gengur illa að halda boltanum innan liðsins og er hápressa KR-inga að virka vel.
34. mín
Frábær sprettur frá Morten Beck, fer illa með Ásgeir Örn áður en hann kemur með stórhættulega fyrirgjöf sem Fylkismenn ná að bjarga í horn á síðustu stundu.
29. mín
Leikurinn hefur dottið niður síðan í byrjun. Það væri líka algjör frekja að biðja um að allur leikurinn væri eins og fyrsta korterið. Lúxus korter.
25. mín
KR-ingar eru töluvert meira með boltann og stjórna miðsvæðinu.
25. mín
Komnar tíu mínútur síðan það kom mark. Lélegt.
22. mín
Chopart leggur boltann á Óskar Örn sem á skot utan teigs, yfir fer það.

Vörnin hjá Fylki er að opnast reglulega og full auðveldlega fyrir þeirra smekk.
20. mín
Gunnar Þór reynir skot á lofti eftir hornspyrnu Óskars Arnars en skotið endar ofan á Fylkishúsinu. Mátti reyna þetta.
19. mín
Frábær skemmtun, þessi leikur. Nú á Chopart skot af löngu færi sem Ólafur ver. Fínt skot en Ólafur örugugr í markinu.
15. mín MARK!
Tonci Radovnikovic (Fylkir)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Hvað er í gangi hérna. Þrjú mörk á fyrsta korterinu, það er algjör veisla!!

Einfalt var þetta, Víðir tók flotta hornspurnu sem Tonci kláraði gríðarlega vel með höfðinu. Færið var erfitt en skallinn var ógeðslega flottur. Game on!
12. mín
Óskar setti aukaspyrnuna beint inn í teiginn þar sem voru fjölmargir leikmenn en Aron stökk manna hæst.
10. mín MARK!
Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Þvílík byrjun hjá KR í kvöld! Þeir nenna ekkert að hafa þetta spennandi og þeir nenna svo sannarlega ekki í fallsæti.

Óskar Örn tók frábæra aukaspyrnu utan af kanti sem Aron Bjarki klárar virkilega vel með höfðinu. Aukaspyrnan var virkilega góð og afgreiðslan ekki síðri.
8. mín
Hættuleg sókn hjá Fylki!

Andrés Már á góða fyrirgjöf sem Ragnar Bragi rétt missir af en hann var vel staðsettur innan teigs.
4. mín
Tvö mörk gegn Grasshoppers og eitt strax í byrjun hér hjá Andersen en þetta er fyrsta deildarmarkið hans fyrir KR.
2. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (KR)
Stoðsending: Morten Beck
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Morten Beck'arnir búa til mark strax í byrjun! Morten Beck Andersen er sjóðheitur en hann kláraði vel eftir undirbúning upp hægri vænginn. Óskar Örn gaf á Morten Beck sem átti fyrirgjöf á nafna sinn sem potaði boltanum í bláhornið. Þvílík byrjun í Árbænum!
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir byrjar með boltann og sækir frá Árbæjarlauginni. Fer KR í fallsæti eða dregst Fylkir í erfiðari fallbaráttu? Fylgist með hérna til að komast að því.
Fyrir leik
Og þá ganga liðin inn á völlinn. Styttist svo sannarlega í þetta party.

Fyrir leik
Hálftími í leikinn og liðin hita upp. Eins og áður hefur komið fram er Sito á bekknum en spurning er hvort hann verði mikið lengur hjá Fylki.
Fyrir leik
KR gerir eina breytingu á liðinu sem gerði 3-3 jafntefli við Grasshopper í Evrópudeildinni í vikunni. Morten Beck Andersen, skoraði tvö mörk í þeim leik og kemur hann inn í byrjunarliðið.

Hólmbert Aron er ekki í hóp, væntanlega vegna meiðsla sem hann varð fyrir í þeim leik. Jeppe Hansen er svo á bekknum en hann gékk nýlega til félagsins frá Stjörnunni.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin. Fylkir gerir tvær breytingar á liði sínu sem vann Þrótt, 4-1. Ragnar Bragi Sveinsson og Andri Þór Jónsson koma inn í liðið á meðan Jose Sito og Garðar Jóhansson fara á bekkinn.
Fyrir leik
KR vann þessa viðureign, 1-3 á síðsta ári. Sören Fredriksen, Skúli Jón Friðgeirsson og Þorsteinn Már Ragnarsson skoruðu mörk KR á meðan Albert Brynjar Ingason skoraði mark Fylkis.

KR vann svo heimaleikinn 2-0 með mörkum frá Þorsteini Má og Pálma Rafni.
Fyrir leik
Eftir hræðilega byrjun er Fylkir búið að vinna tvo leiki í röð, gegn Víkingum og Þrótti. KR-ingar hafa verið í basli í sumar og hafa aðeins unnið tvo leiki í deildinni. Það um það bil einn og hálfur mánuður síðan KR vann deildarleik en það var gegn Val 29. maí.
Fyrir leik
Fylkir er sem stendur í 11. sæti sem er fallsæti en KR-ingar eru aðeins með tveim stigum meira og hafa liðin sætaskipti, skyldi Fylkir vinna.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur kærir, hér fer fram bein textalýsing frá leik Fylkis og KR í Pepsi deildinni en leikið er í Árbænum.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Michael Præst ('66)
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('85)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('75)
11. Morten Beck Guldsmed
16. Indriði Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('85)
19. Jeppe Hansen ('75)
20. Axel Sigurðarson
20. Denis Fazlagic ('66)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
24. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('89)

Rauð spjöld: