Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
0
3
Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir '41 , víti
0-2 Agla María Albertsdóttir '45
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir '45
18.07.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Viatcheslav Titov
Áhorfendur: 200
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('75)
3. Nótt Jónsdóttir ('81)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('62)
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Guðrún Höskuldsdóttir ('62)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('75)
9. Rannveig Bjarnadóttir
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('81)

Liðsstjórn:
Maria Selma Haseta

Gul spjöld:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Titov hefur flautað leikinn af.

Skrýtnum knattspyrnuleik lokið þar sem Stjarnan kláraði hann á fimm mínútna kafla og einungis forgangsatriði að spila seinni hálfleikinn.

Viðtöl og skýrslan seinna í kvöld. Góðar stundir.
92. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!

FH fær hérna dauðafæri en frábær markvarsla frá Berglindi. Karólína Lea var komin ein innfyrir vörn Stjörnunnar og renndi boltanum að markinu en Berglind skutlaði sér í boltann og varði í horn.
89. mín
Erna Guðrún brýtur á Bryndísi og Stjarnan fær aukaspyrnu á vallarhelming Stjörnunnar.

Stjarnan spilar stutt og er ekkert að stressa sig á hlutunum.
87. mín
Anna Björk gerir sig seka um mistök aftast í vörninni og Helena Ósk vinnur boltann og er komin inn í teig. En það er eins og FH-liðið hafi ekki trú á að þær getið skorað því áður en maður blikkaði augunum var boltinn kominn útfyrir teiginn og 6-7 leikmenn Stjörnunnar komnar fyrir aftan boltann.

Og sókn FH rann út í sandinn.
83. mín
Þórdís Hrönn með aukaspyrnu við hornfánann sem Karólína hreinsar í horn. Þórdís Hrönn tekur hornið sem Jeanette kýlir í loftið og Aldís Kara skallar síðan boltann frá.
81. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Nótt Jónsdóttir (FH)
Síðasta skipting FH.
79. mín
Inn:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Agla María fer fram.
78. mín
Harpa Þorsteins. er ekkert að stressa sig á hlutunum. Fær sér að drekka hérna á hliðarlínunni í miðjum leik.
75. mín
Inn:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Selma átt góðan leik á miðjunni í dag.
73. mín
Jeanette í marki FH er líklega búin að hlaupa meira en Jenna McCormick í vörn Stjörnunnar í leiknum.
72. mín
Selma Dögg missir boltann á miðjunni, Þórdís Hrönn með geggjaða sendingu út á hægri kantinn en móttakan hjá Guðrúni ekki upp á tíu og Jeanette er vel á verði og nær boltanum á undan Guðrúni.
69. mín
Bryndís með fyrirgjöf sem Harpa teygir sig í, á skot en framhjá markinu.

Þetta var full erfitt fyrir markadrottninguna.
68. mín
Agla María nær að vera undan Jeanette í boltann við vítateigslínuna en missir boltann of langt frá sér og á fyrirgjöf sem endar í stönginni og útaf.
64. mín
Seinni hálfleikurinn er að spilast eins og sá fyrri.

Stjarnan meira með boltann, en skapa sér lítið á meðan FH spilar ágætlega á sínum vallarhelmingi en skapar sér ekkert.
62. mín
Inn:Guðrún Höskuldsdóttir (FH) Út:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (FH)
Fyrsta skipting leiksins.
61. mín
Karólína með óvænt skot langt utan af kanti sem endar ofan á þaknetinu.
61. mín
Og núna fær FH hornspyrnu. Tvær hornspyrnur hjá sitthvoru liðinu í röð.
60. mín
Smá basl hjá FH en boltinn endar síðan í höndum Jeanette eftir hornspyrnuna.
59. mín
Hornspyrnur eru í tísku þessa stundina.

Stjarnan fær eina núna, Harpa Þorsteinsdóttir vann fyrir henni.
58. mín
Hinum megin fær FH hornspyrnu. Bryndís Hrönn vinnur hornspyrnu í baráttunni við Kristrúni.
58. mín
Jeanette gerir vel og grípur hornspyrnu Þórdísar.
57. mín
Bryndís reynir fyrirgjöf sem fer í Ernu og aftur fyrir. Stjarnan fær hornspyrnu.
57. mín Gult spjald: Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (FH)
52. mín
Þórdís Hrönn með hornspyrnuna sem Anna Björk skallar framhjá.
51. mín
Harpa með góða sendingu innfyrir á Guðrúni Karítas sem á skot beint á Jeanette og síðan skallar Erna Guðrún boltann aftur fyrir.
50. mín
Þórdís Hrönn með fyrsta skot seinni hálfleiks en auðvelt fyrir Jeanette.
47. mín
Stjarnan í veseni aftast á vellinum.

Berglind Hrundar kastar boltanum til Jennu sem tekur illa við honum og Karólína er næstum því sloppin ein í gegn en Stjarnan nær að bjarga sér fyrir rest.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Titov flautar til hálfleiks um leið og FH tekur miðjuna eftir þriðja mark Stjörnunnar.

Þvílíkt sjokk fyrir FH-liðið sem var búið að verjast vel í 40 mínútur í fyrri hálfleiknum.
45. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Með síðustu snertingu fyrri hálfleiksins skorar Harpa sitt annað mark í leiknum!

Þórdís Hrönn með drauma hornspyrnu á fjærstöngina sem Harpa skallar í netið.

Þetta er ótrúlegt. Þrjú mörk á einhverjum fimm mínútum frá Stjörnunni og þær gera útum þennan leik.
45. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Stjarnan tvöfaldar forystu sína!

Þórdís Hrönn með góðan sprett upp hægri kantinn, með fyrirgjöf á Guðrún Karítas sem klikkar úr dauðafæri.

Jeanette varði frá henni en boltinn hrökk síðan til Öglu sem stýrir boltanum í netið af stuttu færi. Varla hægt að klikka úr því færi!
41. mín Mark úr víti!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: María Eva Eyjólfsdóttir
Öruggt, fast og niðri í bláhornið.

Svona á að gera þetta!

Stjarnan komið yfir.
40. mín
VÍTI! Stjarnan fær víti.

Brotið á Maríu Evu innan teigs!

Harpa fer á punktinn.
38. mín
Anna Björk með langa spyrnu úr vörninni, inn í teig FH þar sem Þórdís Hrönn nær til boltans en nær hinsvegar ekki tökum á honum og Jeanette kemur og nær til boltans.

Þetta hefði getað orðið hættulegt.
37. mín
FH liðið fær prik fyrir sinn leik hingað til. Þær eru þéttar varnarlega og ná síðan að spila vel útúr vörninni.

Þær eru hinsvegar langt í frá því að vera líklegar á vallarhelmingi Stjörnunnar.
35. mín
Vá, þetta var alvöru!

Jeanette flaug í gegnum allan pakkann og greip aukaspyrnu Ásgerðar vel. Drullu vel! Þetta sér maður ekki alltaf í kvennaboltanum.
34. mín
Viktoría Valdís togar í peysuna á Hörpu sem allur bærinn sér það. Titov dæmir brot en sleppir Viktoríu við spjad.
30. mín
Þórdís Hrönn reynir sendingu yfir vörn FH en Guðný Árnadóttir gerir vel og nær boltanum.

Bryndís var síðan komin inn í teig og reyndi fyrirgjöf meðfram grasinu en Viktoría Valdís var þar mætt og hreinsaði í burtu.

Sókn Stjörnunnar er að þyngjast.
29. mín
Síðustu mínútur hefur Stjarnan verið að sækja meira í gegnum miðjuna og það hefur lítið gengið. Viktoría Valdís og Selma Dögg eru að vinna góða vinnu fyrir framan öftustu vörn FH.
24. mín
Bryndís með fyrirgjöf frá hægri sem Viktoría Valdís þrumar í burtu með þeim afleiðingum að boltinn fer í Þórdísi Hrönn og aftur fyrir. Markspyrna.
21. mín
Þetta hefur verið fínasti leikur hingað til og nóg um að vera. Þó engin dauðafæri en fínar sóknir.
20. mín
Aldís Kara reynir bara skot sem Berglind Hrund var með á hreinu allan tímann. Full mikil bjartsýni en maður þarf stundum að vera bjartsýn í boltanum.
20. mín
María Eva brýtur á Karólínu Leu og FH fær aukaspyrnu á fínum stað.

Aldís Kara ætlar að taka spyrnuna.
19. mín
Þórdís Hrönn með aukaspyrnu á miðjum vallarhelming FH sem Anna Björk skallar en framhjá markinu. Ekki nægilega góður skalli.
18. mín
Þórdís Hrönn ætlar sér að skora hér í kvöld. Það er nokkuð ljóst.

Harpa var með boltann innan teigs, renndi honum út á Þórdísi sem lét vaða í fyrsta en skotið himinhátt yfir.
17. mín
Enn og aftur sækja Stjörnustelpur upp hægra megin.

Guðrún Karítas tekur vel við boltanum innan teigs en Erna Guðrún gerir frábærlega og tæklar boltann af henni. Mikið að gera hjá Ernu fyrstu mínúturnar.
16. mín
Viktoría Valdís með aukaspyrnu við miðlínuna.
Boltinn endar beint í höndunum á Berglindi Hrund. Illa farið með aukaspyrnuna þarna.
16. mín
Stjarnan sækir mikið upp hægri kantinn fyrsta korterið.
15. mín
Þórdís Hrönn að leika listir sínar með boltann við vítateig FH á einhvern ótrúlegan hátt kemst hún framhjá tveimur varnarmönnum FH og reynir síðan skot úr erfiðri stöðu en skotið framhjá markinu.
14. mín
FH eru þéttar til baka og eru grimmar. Hafa verið að vinna návígi og eru ekki að sýna Stjörnuliðinu neina virðingu. Enda engin ástæða til.
13. mín
Bryndís Björnsdóttir reynir fyrirgjöf við endalínuna en boltinn aftur fyrir mark FH.
10. mín
Erna Guðrún með hræðilega sendingu úr vörniinni, beint á Guðrúni Karítas sem finnur Þórdísi Hörnn í lappir. Þórdís lætur vaða en skotið beint á Jeanette.
8. mín
Liðsuppstilling Stjörnunnar:
Berglind Hrund
Bryndís - Anna Björk - Jenna McCormick - Kristrún Kristjánsdóttir
Ásgerður Stefanía - María Eva
Agla María - Þórdís Hrönn - Guðrún Karítas
Harpa Þorsteinsdóttir
7. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Út:Donna Key Henry (Stjarnan)
Donna hefur þurft að fara af velli. Skiptingin fór eitthvað framhjá mér.
6. mín
Aldís Kara tekur fyrst hornspyrnu FH í leiknum, fín spyrna á nærstöngina en Ásgerður hreinsar frá.
6. mín
Liðsuppstilling FH:
Jeanette Williams
Sveinbjörg Andrea - Ingibjörg Rún - Guðný Árnadóttir - Erna Guðrún
Selma Dögg - Viktoría Valdís
Bryndís Hrönn - Nótt - Karólína Lea
Aldís Kara
5. mín
Harpa með skot innan teigs en rétt yfir þverslánna.
4. mín
Donna Kay Henry liggur eftir á miðjum vellinum og þarf aðhlynningu. Veit nú ekki alveg hvað gerðist fyrir hana. Látum okkur nú sjá...
3. mín
Jeanette byrjar vel!

Skyndilega var Harpa Þorsteinsdóttir komin í fínt færi og lét vaða fyrir utan teiginn sem Jeanette varði út í teiginn, beint til Guðrúnar Karítasar sem var ein inn í teignum en Williams gerði vel, kom vel út á móti og hreinlega stökk á boltann og hrifsaði hann af Guðrúni.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Viatcheslav Titov dæmir leikinn í dag en hann var mikið í fréttum sumarið 2014 þegar hann var aðstoðardómari í 1. deild karla á leik Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur.

Sam­kvæmt skýrslu dóm­ara eft­ir leik mun Eyþór Helgi Birgisson (þáverandi leikmaður Víkings Ólafsvíkur) hafa sagt við aðstoðardóm­ar­ann:

,,Drullaðu þér aft­ur til Rúss­lands."

Sem betur fer, fór Titov ekki að ráðum hans og á Íslandi er hann ennþá.
Fyrir leik
Sjö mínútur í leik og Daði Lárusson markmannsþjálfari FH var að klára upphitun á Jeanette J Williams.

Hún ætti að mæta sjóðandi heit til leiks í kvöld.
Fyrir leik
Stjarnan vann KR í síðustu umferð 4-2.

Þar fékk Ana Victoria Cate, fyrrum leikmaður FH rautt spjald og er því í banni í kvöld. Lára Kristín fer á bekkinn í kvöld.

Í liðið koma þær Guðrún Karítas og Anna Björk Kristjánsdóttir en hún er nýgengin aftur í raðir Stjörnunnar eftir dvöl í Svíþjóð.
Fyrir leik
Orri Þórðarson þjálfari FH gerir eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn ÍBV í síðustu umferð.

Margrét Sif fer á bekkinn og í hennar stað kemur hin unga og efnilega, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Fyrir leik
Það er geggjað veður hér í Hafnarfirðinum.
Fyrir leik
Gina Italia, ítalskur markmaður sem Stjarnan fékk til sín byrjar á bekknum. Berglind Hrund sem hefur verið frábær í marki Stjörnunnar í sumar fær traustið áfram.
Fyrir leik
Það má ekki búast við því að FH skori mörg mörk í dag. Afhverju spyrja sig kannski einhverjir. Svarið er einfalt:

FH hefur skorað þrjú mörk í deildinni í sumar og Stjarnan hefur einungis fengið á sig fjögur mörk.
Fyrir leik
Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig á meðan FH er í 8. sæti deildarinar með 7 stig.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kaplakrikavelli.

Hér í kvöld eigast við FH og Stjarnan í fyrsta leik 9. umferðar Pepsi-deildar kvenna.
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir ('79)
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
14. Donna Key Henry ('7)
17. Agla María Albertsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
12. Gina Italia (m)
6. Lára Kristín Pedersen
10. Anna María Baldursdóttir ('79)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('7)
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: