Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Selfoss
1
3
Fylkir
Lauren Elizabeth Hughes '30 1-0
1-1 Shu-o Tseng '47
1-2 Sandra Sif Magnúsdóttir '81
1-3 Sandra Sif Magnúsdóttir '89
19.07.2016  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Veðrið er skemmtilegt. Úði og létt gola, það er ekkert að skemma fyrir leiknum. Fáum veislu, lofa því. Völlurinn iðagrænn.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 202
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
1. Lauren Elizabeth Hughes
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('70)
11. Heiðdís Sigurjónsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Alyssa Telang
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('46)
18. Magdalena Anna Reimus
23. Kristrún Rut Antonsdóttir

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('46)
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('70)
26. Dagný Rún Gísladóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bergrós Ásgeirsdóttir ('39)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið á Selfossvelli með sigri Fylkis.

Takk fyrir mig í kvöld, skýrsla væntanleg.
89. mín MARK!
Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
MAAAAAAAAAAARK!!!!

FYLKISSTÚLKUR AÐ KLÁRA ÞETTA OG ÞAÐ ER ENGIN ÖNNUR EN SANDRA SIF!

Sandra hér rétt fyrir framan miðju á vallarhelming Selfyssinga, sér að Chante er alltof framarlega í markinu, reynir skotið og það SYNGUR inni!
88. mín
Oooo Selfyssingar nálægt því þarna. Hrafnhildur fær sendingu inní teig og ætlar að reyna að lyfta yfir Audrey sem sér við henni og grípur boltann.
87. mín
Ansi áhugaverðar lokamínútur framundan. Hvað gera Selfyssingar núna? Er 4. tapleikurinn í röð í uppsiglingu.
85. mín
Inn:Freyja Viðarsdóttir (Fylkir) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
81. mín MARK!
Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
MAAAAAAAAAAARK!!!!

FYLKIR ER KOMIÐ YFIR!

Ansi skondið mark og ég veit hreinlega EKKERT hver skoraði það! Mér sýnist Sandra Sif taka hornspyrnuna, virðist fara í einhvern og þaðan í markið. Fylkisstúlkur hlaupa hinsvegar allar að Söndru sem tók hornið. Líklega bara beint úr hornspyrnunni!

Hvað gera Selfyssingar nú?
78. mín
Verð nú bara að henda í eitt "Haha" núna.

Aðstoðardómarinn hér nær okkur á sprettinum en þarf svo að stansa skyndilega til þess að dæma rangstöðu. Það gengur ekki betur en það að hann flýgur á hausinn og uppsker mikinn hlátur meðal áhorfenda. Skondið!
78. mín
Hér fá Fylkisstelpur aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan teiginn vinstra megin. Sandra Sif spyrnir hátt en Chante stekkur út og hirðir þennan.
74. mín
SLÁIN!

Magdalena kemst ein innfyrir vörn Fylkis en skýtur í slánna og þaðan útaf!
73. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem Selfyssingar ná að hreinsa burt. Lovísa Hrund nær til boltans og reynir síðan skotið en Chante tekur það.
70. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)
68. mín
Ein færsla hér til heiðurs Jóhanns Inga Jónssonar dómara leiksins. Búin að vera frabær.
64. mín
Anna María með stórhættulega aukaspyrnu í átt að teig Fylkis. Eitthvað klafs inná teignum áður en Fylkisstúlkur ná að hreinsa.
59. mín
Fylkir fá hér tvær hornspyrnur í röð. Hættulegar spyrnur en Selfyssingar ná að verjast.

Hermann Hreiðarsson er hér og er farinn að láta til sín taka úr stúkunni.
55. mín
Rólegt þessa stundina. Varamenn liðanna farnir að hita upp.
52. mín
Sandra Sif heldur betur að láta til sín taka!

Reynir hér skotið langt langt langt utan af velli sem fer í slánna og afturfyrir!
50. mín
Sandra Sif Magnúsdóttir reynir hér skot að marki en það er langt framhjá.
47. mín MARK!
Shu-o Tseng (Fylkir)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

FYLKIR ERU AÐ JAFNA OG ÞAÐ ER VARAMAÐURINN SEM VAR AÐ KOMA INNÁ!

Geggjaaaaaaað mark!! Ekki ósvipað og markið sem Hughes skoraði áðan. Shu-o Tseng með boltann fyrir utan teig, hamrar hann að marki og sláin inn takk fyrir!
46. mín
Inn:Kristín Erna Sigurlásdóttir (Fylkir) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
46. mín
Inn:Shu-o Tseng (Fylkir) Út:Man Ting Lin (Fylkir)
46. mín
Inn:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn og stað og það eru heimamenn sem hefja leik.

Þrjár skiptingar.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og það eru Selfyssingar sem leiða. Gjörsamlega sturlað mark Hughes sem skilur liðin að.

Lítil gæði í leiknum fyrir utan þetta mark.
43. mín
Flott sókn Selfyssinga þarna og enn er það Hughes sem er allt í öllu. Hún er komin yfir á vinstri kantinn.

Hleypur upp vinstri kantinn með sendingu fyrir á Ernu Guðjóns sem hittir boltann illa og Audrey grípur.
39. mín Gult spjald: Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)
Bergrós fær hér gult fyrir litlar sakir að mér finnst. Eitthvað að potast í sóknarmanni Fylkis.
37. mín
DAUUUUUUÐAFÆRI!

Selfyssingar fá aukaspyrnu sem þær taka stutt, Anna sendir á Hughes sem kemur með BANEITRAÐA sendingu fyrir, beint á Kristrúnu Rut sem er ALEIN á fjærstönginni en skýtur framhjá!

Þarna hefðu Selfyssingar hæglega geta aukið forystu sína.
34. mín
Afskaplega mikið af misheppnuðum sendingum hjá báðum liðum. Völlurinn ekki að hjálpa til varðandi það.
30. mín MARK!
Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

VÁ VÁ VÁ!

Lauren Elizabet Hughes með gjörasamlega STURLAÐ MARK!
Keyrir upp völlinn, kemur að teignum, setur boltann á vinstri og skýtur. SLÁIN INN TAKK FYRIR!

Audrey á ekki breik!
28. mín Gult spjald: Selja Ósk Snorradóttir (Fylkir)
Selja brýtur á Hughes sem er komin í virkilega góða stöðu á hægri kantinum, ansi tæpt á því að vera bara hreinlega vítaspyrna en Selfyssingar fá aukaspyrnu á mjög góðum stað.

Selja fær gult fyrir þetta brot.
26. mín
FRÁBÆRT FÆRI!

Magdalena kemst ein í gegnum vörn Fylkis en er í þröngu færi, Audrey Rose Baldwin í marki Fylkis ver mjög vel!

Selfyssingar nálægt því að komast yfir þarna.
24. mín
Fylkir betra liðið þessa stundina án þess þó að komast í hættuleg færi. Vörn Selfyssinga afar ótraustvekjandi, allt voðalega tæpt eitthvað.
19. mín
Eva Núra hefur orðið fyrir einhverju hnjaski og haltrar hér útum allan völl.
15. mín
Fylkisstúlkur að sækja í sig veðrið og eru að þyngja sókn sína. Fá hér hornspyrnu sem Selfyssingar ná að verjast með naumindum þó.
11. mín
Hulda Hrund gerir hér stranheiðarlega tilraun til þess að keyra inn í teig Selfyssinga, það gengur þó ekki betur en það að Heiðdís sparkar boltanum burt og nær að hreinsa.
8. mín
Frábær sprettur Lauren Hughes upp hægri kantinn, stingur Selju Ósk af, sendir boltann inní þar sem Kristrún Rut er en hún fær hann bara í sig og þaðan útaf.
6. mín
Selfyssinga fá hér sína fyrstu hornspyrn. Anna María tekur hana en varnarmaður Fylkis skallar frá.
5. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er gestanna. Thelma Lóa með flott tilþrif og krækir í hornspyrnu. Selfyssinga verjast henni þó frekar auðveldlega.
4. mín
Rólegar upphafsmínútur. Leikmenn aðeins að venjast aðstæðum. Grenjandi rigning og völlurinn rennblautur.
1. mín
Leikurinn er HAFINN og það eru gestirnir sem hefja leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völinn. Jóhann Ingi dómari fremstur í flokki. Bæði lið í sínum aðalbúningum. Selfyssingar vínrauðir og gestirnir appelsínugulir.

Allt eins og það á að vera, eins og Stefán nokkur Hilmarsson sagði iðulega.
Fyrir leik
Það er allt klárt á Selfossvelli!

Veðrið er skemmtilegt. Úði og létt gola, það er ekkert að skemma fyrir leiknum. Fáum veislu, lofa því. Völlurinn iðagrænn.

Mættu þó koma fleiri áhorfendur, einhverjar 10-15 hræður mættar.
Fyrir leik
Guðjón Bjarni nýr aðstoðarþjálfari Selfyssinga fer hér á KOSTUM í upphitun. Tekur dansspor við tónlistina sem ómar í hátölurunum hér.
Fyrir leik
Fyrir þá sem komast ómögulega á völlinn verður leikurinn í beinni á SelfossTV. Linkur á forsíðunni.

En auðvitað mæli ég með því að fylgjast með þessari lýsingu. Lofa veislu.
Fyrir leik
Fylkir gera þrjár breytingar frá síðasta leik en Eva Núra Thelma Lóa og Man Ting Lin koma inn í liðið.

Kristín Erna og Ruth Þórðar fara úr byrjunarliðinu. Berglind Björg er síðan farin frá félaginu.
Fyrir leik
Það sem kemur á óvart hjá Selfyssingum er að Guðmunda Brynja og Hrafnhildur Hauksdóttir eru báðar á varamannabekknum, tveir algjörir lykilmenn. Verður spennandi að sjá hvernig liðið plummar sig án þeirra.

Valorie O'Brien er ekki einu sinni í hóp!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Þau má sjá hér til hliðanna.
Fyrir leik
Það eru ekki bara breytingar hjá Fylki heldur eru líka tíðindi af Selfossi.

Valorie O'Brien þjálfari Selfyssinga er orðinn spilandi þjálfari liðsins eftir að hafa spilað með HK/Víking í 1.deildinni. Gunnar Bjarni Hálfdánarson hefður verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins en hann þjálfar einnig Árborg í 4.deildinni.
Fyrir leik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir aðalmarkaskorari Fylkis skipti yfir til Breiðablik í gær. Berglind hefur reynst Fylki afar dýrkeypt í sumar en hún hefur skorað 57% marka Fylkis í sumar.

Það verður spennandi að sjá hvort eða hvernig þetta tekur á leikmenn Fylkis. Hver ætlar að skora mörkin?
Fyrir leik
Miðað við stöðu liðanna í töflunni bendir allt til þess að við fáum að sjá hörkuleik hér í kvöld. Þetta eru lið sem þurfa sárlega stigin þrjú sem í boði eru.

Tapist leikurinn blasir fallbaráttan við, eitthvað sem allir vilja forðast.
Fyrir leik
Fylkisstúlkur hafa heldur ekkert verið á mikilli siglingu undanfarið en þær hafa einungis unnið einn leik af síðustu fimm.

Liðið tapaði á Akureyri í síðustu umferð fyrir Þór/KA 2-0. Fylkisstúlkur sitja sæti neðar en Selfyssingar í deildinni eða í því sjöunda með einmitt 7 stig.
Fyrir leik
Selfyssingar heldur betur verið í basli undanfarið og eru með markatöluna 0-13 í síðustu þremur leikjum.

Liðið tapaði síðasta leik 0-5 fyrir Val á Hlíðarenda þar sem meðal annars Margrét Lára og Arna Sif gerðu sitthvor tvö mörk.

Selfyssingar sitja 6.sæti deildarinnar með 9 stig.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsinu frá Selfossi þar sem við ætlum að fylgjast með viðureign Selfoss og Fylkis í Pepsideild kvenna.
Byrjunarlið:
25. Audrey Rose Baldwin (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
2. Selja Ósk Snorradóttir
4. Elma Lára Auðunsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('85)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('46)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir
29. Man Ting Lin ('46)

Varamenn:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
28. Brigita Morkute (m)
5. Freyja Viðarsdóttir ('85)
7. Rut Kristjánsdóttir
19. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('46)
22. Shu-o Tseng ('46)

Liðsstjórn:
Rakel Jónsdóttir

Gul spjöld:
Selja Ósk Snorradóttir ('28)

Rauð spjöld: