Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
1
Valur
Fanndís Friðriksdóttir '18 1-0
1-1 Margrét Lára Viðarsdóttir '81
19.07.2016  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Bríet Bragadóttir
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('83)
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('74)
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('74)
20. Olivia Chance ('83)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:
Fjolla Shala ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar hljóta að vera svekktir með að hafa ekki unnið þennan leik, þær fengu svo sannarlega færin til þess. En þegar staðan er bara 1-0 og hitt liðið er með Margréti Láru, er aldrei neitt öruggt.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni, takk fyrir mig.
89. mín
Málfríður og Sonný fara í kapphlaup sem Málfríður vinnur, hún nær að pota boltanum framhjá Sonný en nær ekki nógu fastri snertingu og Guðrún nær að bjarga.
88. mín
Esther skorar eftir hornspyrnu en það er búið að flagga hana rangstæða. Virkaði hárréttur dómur.
86. mín
Inn:Katrín Gylfadóttir (Valur) Út:Mist Edvardsdóttir (Valur)
Mist barist vel í dag.
Sitjarar og öskrarar.


83. mín
Inn:Olivia Chance (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Chance er frá Nýja-Sjálandi og er þetta hennar fyrsti leikur fyrir Breiðablik. Svava átt fínan leik.
81. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Laufey Björnsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Þvílíkt og annað eins mark hjá Margréti Láru, af svona 32 metra færi. Laufey leggur boltann á Margréti sem lætur bara vaða af þessu líka færi og boltinn syngur í horninu niðri. Sonný Lára leit ekkert sérstaklega vel út þarna en Margréti er bara alveg sama.

Svona gera bara stórkostlegir leikmenn.
75. mín
Fanndís á fyrirgjöf á Andreu Rán sem á lausan skalla, beint í fangið á Söndru.
74. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind verið spræk og fengið fullt af færum. Hefði átt að skora í dag.
73. mín
Enn eitt færið hjá Blikum. Andrea Rán ræðst á vörn Valsmanna áður en hún á sko tyfir markið úr mjög góðu færi.
70. mín
Berglind fær boltann, er við það að komast í gegn þegar hún leggur boltanum á Fanndísi sem er í góðu færi en skotið hennar fer framhjá. Breiðablik er svo sannarlega búið að fá færi til að skora fleiri mörk í þessum leik.
64. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Fyrsta skipting leiksins. Vesna alls ekki fundið sig í dag.
63. mín
SKALLI Í SLÁ!!

Arna Sif á hörkuskalla í slánna eftir hornspyrnu. Þetta er það næsta sem Valur hefur komist því að skora.
59. mín
Laufey á fyrirgjöf sem Dóra María rétt missir af en hún var ansi vel staðsett innan teigs.
56. mín
Berglind í enn eina færinu í dag. Hún ætlar ekkert að skora!

Hallbera á gull af sendingu inn á Fanndísi sem er í frábærri stöðu til að gefa fyrir á Svövu, hún missir boltann en hann berst á Berglindi sem er í mjög góðu færi en skot hennar fer yfir.
53. mín
Svava var komin í gott færi innan teigs en skotið hennar fór í hliðarnetið. Breiðablik er töluvert hættulegra liðið.
48. mín
HVERNIG ERU BLIKAR EKKI 2-0 YFIR!?

Hallbera með enn einn goða sprettinn, nú fer hún fram völlinn og á stórglæsilega sendingu á Berglindi sem er í DAUÐAFÆRI, alein, nánast inni í markinu í skallafæri en hún skalla framhjá. Þarna varð hún að skora.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik skorar eina markið í fyrri hálfleik en það gerði Fanndís eftir hrikaleg mistök hjá Elísu Viðars.
45. mín
Eftir smá aðhlynningu stendur Margrét upp og heldur leik áfram.
42. mín Gult spjald: Fjolla Shala (Breiðablik)
Brýtur á Margréti Láru sem lendir svakalega illa og liggur eftir, sárþjáð. Vonum að hún harki þetta af sér. Bekkurinn hjá Val stóð allur upp og lýsti yfir reiði sinni þarna.
41. mín Gult spjald: Laufey Björnsdóttir (Valur)
Straujar Guðrúnu illa og fékk algjörlega rétt gult spjald.
40. mín
Margrét Lára er komin í góða stöðu innan teigs, hún reynir skot en Guðrún nær að komast fyrir það. Mjög góður varnarleikur hjá Guðrúnu.
38. mín
Aftur er Berglind komin í gegn, núna reynir hún skot af löngu færi sem Sandra er í vandræðum með en markmaðurinn nær þó að verja í horn.
36. mín
Hallbera á stórglæsilega sendingu á Berglindi sem er komin ein í gegn, en síðasta snertingin hennar er aðeins of föst og Sandra kemst í boltann.
32. mín Gult spjald: Mist Edvardsdóttir (Valur)
Andrea Rán er í góðu færi eftir flotta fyrirgjöf frá Hallberu en skotið fer hátt yfir.

Stuttu á undan straujaði Mist, Fanndísi hressilega og fékk réttilega gult spjald að launum.
25. mín
Blikar eru búnir að vera töluvert sterkari síðan liðið komst yfir. Rakel Hönnudóttir átti rétt í þessu skot naumlega yfir markið.
18. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Svara Rós á fyrirgjöf sem Elísa missir gríðarlega klaufalega á milli lappa sér og boltinn hafnar á Fanndísi sem klárar frábærlega af stuttu færi, snéri boltann í bláhornið og Sandra hreyfði sig ekki í markinu.
16. mín
Arna Sif er alltof róleg á boltanum í eigin vítateig og Svava Rós nær af henni boltanum en hún skýtur í hliðarnetið af stuttu færi.
14. mín
Hallbera á frábæra hornspyrnu sem hafnar á Berglindi sem er í ROSALEGU færi. Skallafæri af svo gott sem engu færi en einhvernvegin tókst henni að skalla yfir. Langbesta fri leiksins.
11. mín
Hallbera á ekki í erfiðleikum með að fara framhjá Elíni Mettu, hún á svo fyrirgjöf sem fér rétt yfir markið. Virkaði í eina sekúndu eins og hún væri að fara að detta inn í markið.
9. mín
Margrét Lára skallar fyrirgjöf í átt að marki en Sonný er á undan Dóru Maríu í boltann.
7. mín
Færi!

Andrea Rán skallar fyrirgjöf frá Fanndísi rétt framhjá. Söndru virtist ekki líða neitt sérstaklega vel í markinu þarna.
4. mín
Valsliðið lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að löngum innksötum. Pála Marie tók rétt í þessu eitt slíkt en hún var með handklæði við hliðarlínuna til að þurrka boltann.
1. mín
Blikar sækja strax. Svara Rós á fyrirgjöf á Fanndísi sem hittir boltann ekki sérstaklega vel og fer hann vel yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann. Toppslagurinn er hafinn. Þetta verður eitthvað!
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völlinn og fer þetta að fara af stað.
Fyrir leik
Valur nær ekki að fylla bekkinn hjá sér og eru aðeins fimm leikmenn á bekknum í stað sjö. Hildur og Heiða Antonsdætur og Hlýn Eiríksdóttir eru ekki með í dag.
Fyrir leik
Valur vann Selfoss, 5-0 í síðasta leik en Ólafur Brynjólfsson, þjálfari liðsins stillir upp sama liði og í þeim leik, skiljanlega.
Fyrir leik
Breiðablik gerir eina breytingu á liðinu sem vann ÍA í síðasta leik. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fer beint í byrjunarliðið en hún gékk til liðsins á dögunum frá Fylki. Olivia Chance er svo á bekknum en hún er einnig nýkomin.
Fyrir leik
Breiðablik fór ansi illa með Val á þessum velli á síðustu leiktíð og unnu 6-0 en liðið fór þá taplaust í gegnum leiktíðina og unnu deildina nokkuð örugglega á meðan Valur hafnaði í 7. sæti.

Ekki fór það nú betur fyrir Val á heimavelli því sá leikur fór líka 6-0. Fanndís Friðriksdóttir skoraði alls fimm mörk í þessum tveim leikjum.
Fyrir leik
Breiðablik skellir sér á toppinn með sigri í kvöld en Stjarnan vann FH í gær og fór því upp í toppsætið í bili, hið minnsta.

Valur jafnar hins vegar Blika á stigum með sigri í kvöld og verða liðin þá bæði tveim stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Það er því mikið undir.
Fyrir leik
Breiðablik er búið að vera á mikilli siglingu og unnið síðustu sex leiki sína en liðið er ósigrað á leiktíðinni í öllum keppnum.

Á meðan hefur Valur unnið síðustu þrjá leiki sína og aðeins tapað einum leik á tímabilinu en það var gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
Komið sæl, dömur og herrar, nær og fjær.

Hér fer fram stórleikur Breiðabliks og Vals í Pepsi deild kvenna en þessi lið eru í 2. og 3. sæti og getur Valsliðið heldur betur blandað sér í baráttu efstu liða með sigri hér í kvöld.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('86)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
16. Rúna Sif Stefánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('64)

Varamenn:
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('64)
30. Katrín Gylfadóttir ('86)

Liðsstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Gul spjöld:
Mist Edvardsdóttir ('32)
Laufey Björnsdóttir ('41)

Rauð spjöld: