Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
2
ÍA
0-1 Megan Dunnigan '6
0-2 Megan Dunnigan '79
19.07.2016  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Rigning og gráleitt.
Dómari: Daníel Ingi Þórisson
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Sigríður María S Sigurðardóttir
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
6. Fernanda Vieira Baptista ('32)
8. Sara Lissy Chontosh
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('54)
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('68)

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir ('32)
10. Stefanía Pálsdóttir ('54)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
23. Guðrún María Johnson
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sara Lissy Chontosh ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með baráttusigri Skagastúlkna. Virkilega mikilvægur sigur fyrir ÍA sem kemst í 4 stig og nálgast liðin fyrir ofan sig. KR er enn í 9.sæti með 6 stig og þar fyrir ofan er FH með 7 stig.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld. Takk fyrir mig.
90. mín
Ásdís með flotta skottilraun utan teigs en Ásta Vigdís ver í horn. Ekkert kemur út úr horninu.
85. mín
Það virðist ekkert vera því til fyrirstöðu hér að ÍA vinni fyrsta sigur sumarsins.
79. mín MARK!
Megan Dunnigan (ÍA)
Stoðsending: Aníta Sól Ágústsdóttir
Talandi um að allt geti gerst! Megan er hér að klára leikinn fyrir gestina. Vinstri bakvörðurinn skorar sitt annað mark þegar hún fylgir boltanum í netið eftir aukaspyrnu utan af kanti.
75. mín
Korter eftir. Leikurinn einkennist af mikilli baráttu. KR-ingar ekkert sérstaklega líklegar til að jafna en það er samt enginn séns að segja til um hvernig þetta endar. Spennustigið er hátt, völlurinn er þungur og sleipur og það getur einhvern veginn allt gerst.
73. mín
Inn:Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA) Út:Maren Leósdóttir (ÍA)
72. mín
Tryllt tækling. Vá. Sara Lissy sýnir hér geggjaðan varnarleik og kemst fyrir skot Grétu í teignum.
71. mín
Deddari! Þarna átti Bergdís Fanney að klára þetta fyrir ÍA. Hún fékk frábæra fyrirgjöf frá Mareni. Var ein í teignum en skallaði yfir.
68. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR) Út:Mist Þormóðsdóttir Grönvold (KR)
Sóknarmaður inn fyrir varnarmann.
64. mín
Fín tilraun hjá Bryndísi. Reyndi þarna skot að marki eftir sendingu frá Dyngvold. Boltinn rétt yfir.
60. mín
Hættuleg hornspyrna hjá KR. Ásdís Karen sendir boltann fyrir og hann svífur rétt framhjá fjærstönginni. Virtist jafnvel vera á leiðinni inn.
57. mín
Inn:Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA) Út:Heiðrún Sara Guðmundsdóttir (ÍA)
56. mín Gult spjald: Sara Lissy Chontosh (KR)
54. mín
Inn:Stefanía Pálsdóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
53. mín
Vó! Þarna munaði engu. Sigrún Inga með aukaspyrnu frá miðjuboganum. Hún smellhittir boltann og Ásta má hafa sig alla við til að bjarga í horn.
52. mín Gult spjald: Gréta Stefánsdóttir (ÍA)
Gréta fær gult fyrir brot. Stúkan fékk nett sjokk því Daníel reif óvart rauða spjaldið á loft en hann var fljótur að leiðrétta það.
51. mín
Sigríður María með fínan sprett vinstra megin og lætur vaða en boltinn er beint í fangið á Ástu.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað hér á Alvogen-vellinum.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Vesturbænum. ÍA-liðið byrjaði betur og uppskar mark strax á sjöttu mínútu. Það hefur verið meira jafnræði með liðunum eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn og vonandi fjör í vændum í síðari hálfleik.
43. mín
DAUÐAFÆRI! Stórhættuleg hornspyrna ÍA frá hægri. Boltinn dettur niður á marklínu á fjærstöng en KR-ingar ná að koma honum í burtu á ögurstundu. Þarna mátti engu nuna.
32. mín
Inn:Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR) Út:Fernanda Vieira Baptista (KR)
KR-ingar þurfa að gera breytingu. Fernanda Vieira Baptista virðist vera eitthvað meidd og Sigrún Inga kemur inná í hennar stað.

Elísabet færir sig upp á miðju og Sigrún Inga kemur í hafsent.
20. mín
Búið að vera svolítið tæknibras hérna og því lítið af færslum að detta inn. ÍA-liðið er búið að vera betra hér í upphafi leiksins og það er hart barist.
15. mín
Uppstilling KR:
Hrafnhildur
Lira - Elísabet - Hugrún - Mist
Sara - Baptista - Ásdís
Sofia - Anna Birna - Sigríður María

Uppstilling ÍA:
Ásta
Aníta - Hrefna - Pourcel - Heiðrún
Owens - Dunnigan - Gréta
Maren - Dyngvold - Bergdís
7. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað. Skagakonur láta kné fylgja kviði og halda áfram að sækja. Þær fá aukaspyrnu rétt utan teigs en Cathrine Dyngvold setur boltann yfir.
6. mín MARK!
Megan Dunnigan (ÍA)
Stoðsending: Jaclyn Pourcel
MARK! Mean Dunnigan er búin að koma gestunum yfir. Þetta var vel gert hjá henni. Tók boltann á kassann og hamraði hann í netið.
5. mín
DAUÐAFÆRI! Catherine Dyngvold sleppur í gegn eftir langa sendingu en hún er alltof lengi að athafna sig og Hrafnhildur ver. Þarna átti Dyngvold að skora!
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það eru gular sem byrja og sækja í átt frá félagsheimilinu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og ÍA í Pepsi-deild kvenna.

Það er eitthvað sem segir mér að boðið verði upp á hörkuleik í Vesturbænum en liðin tvö sitja í botnsætum deildarinnar og þurfa bráðnauðsynlega á stigum að halda. ÍA vermir botninn með aðeins 1 stig en KR er í 9. sæti með 6 stig.

Sigur gæfi báðum liðum mikið í framhaldinu en það er nóg eftir af mótinu ennþá. Leikir kvöldsins eru lokaleikir fyrri umferðar mótsins og bæði KR og ÍA vilja bæta aðeins í stigasöfnunina fyrir síðari umferðina.
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('57)
3. Megan Dunnigan
4. Rachel Owens
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Jaclyn Pourcel
7. Hrefna Þuríður Leifsdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir ('73)
17. Cathrine Dyngvold
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir

Varamenn:
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('57)
11. Fríða Halldórsdóttir
14. Heiður Heimisdóttir
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('73)
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir
22. Karen Þórisdóttir

Liðsstjórn:
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir

Gul spjöld:
Gréta Stefánsdóttir ('52)

Rauð spjöld: