Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
3
KA
0-1 Guðmann Þórisson '24
0-2 Almarr Ormarsson '45
Indriði Áki Þorláksson '61 , víti 1-2
1-3 Elfar Árni Aðalsteinsson '83 , víti
22.07.2016  -  19:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Logn og völlurinn góður
Dómari: Tómas Orri Hreinsson
Maður leiksins: Guðmann Þórisson
Byrjunarlið:
3. Samuel Lee Tillen
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('63)
10. Orri Gunnarsson ('90)
12. Sigurður Hrannar Björnsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
20. Hafþór Þrastarson ('45)
21. Indriði Áki Þorláksson
21. Ivan Bubalo
25. Haukur Lárusson

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('90)
6. Brynjar Kristmundsson
9. Helgi Guðjónsson
13. Ósvald Jarl Traustason
17. Alex Freyr Elísson ('63)
18. Arnar Sveinn Geirsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('51)
Hlynur Atli Magnússon ('53)
Sigurpáll Melberg Pálsson ('56)
Indriði Áki Þorláksson ('75)
Ingiberg Ólafur Jónsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tómas Orri hefur flautað til leiksloka.

Sanngjarn 3-1 sigur KA staðreynd.

KA er því enn á toppi Inkasso-deildarinnar með 29 stig að loknum tólf leikjum. Fram er í 8. sæti með 13 stig.

Viðtöl og skýrslan kemur inn síðar í kvöld.

Maður leiksins: Guðmann Þórisson
92. mín
Uppbótartíminn er fjórar mínútur.
90. mín
Inn:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
84. mín
Inn:Pétur Heiðar Kristjánsson (KA) Út:Juraj Grizelj (KA)
Síðasta skipting KA í kvöld.

Juraj lagt upp tvö mörk í kvöld.
83. mín Mark úr víti!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
ELFAR ÁRNI KEMUR KA Í 3-1!!!

Sigurður Hrannar fer í rétt horn og er í boltanum en ræður ekki við skotið og boltinn endar í markinu.
83. mín
KA fær víti!

Ingiberg Ólafur brýtur á Elfari Árna innan teigs!
82. mín
Indriði Áki með fyrirgjöf sem endar hjá Bubalo sem á skot beint á Rajko í markinu.

Bubalo var í litlu jafnvægi og náði því litlum krafti í skotið.
80. mín
Rajko hefur verið KA-mönnum mikilvægur síðustu mínútur. Öruggur í sínum aðgerðum.

Tölfræði frá Vovo: KA hefur einungis einu sinni skorað meira en tvö mörk í Inkasso-deildinni í sumar. Það var gegn Fram í fyrstu umferðinni.
80. mín
Ivan Bubablo vinnur horn fyrir Framara.

Ná þeir að jafna metin hérna tíu mínútum fyrir leikslok?
78. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (KA) Út:Archie Nkumu (KA)
Halldór Hermann kemur inná. Kemur beint á miðjuna. Hann á líklega að reyna ná spilinu aftur upp.
77. mín
KA hefur ekki náð almennilegum takti í spil sitt eftir að Fram minnkaði muninn.
76. mín Gult spjald: Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram)
Það er aldeilis verið að brjóta á Elfari Árna hérna í kvöld. Enn eitt spjaldið á Framara.
75. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Brýtur á Elfari við miðlínuna.

"Þetta er líkamsárás heyrist úr stúkunni" - Róum okkur aðeins. En gult spjald sanngjarnt.
75. mín
Sam Tillen með spyrnuna en Rajko með allt á hreinu og grípur boltann í loftinu.
74. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
72. mín
Inn:Davíð Rúnar Bjarnason (KA) Út:Ívar Örn Árnason (KA)
Fyrirliðinn fær tækifærið og Callum Williams fer í vinstri bakvörðinn.
71. mín
Framarar halda áfram að sækja. Sam Tillen með langt innkast en Hrannar Björn gerir vel og vinnur boltann í einvíginu við Hauk.
70. mín
Sam Tillen tók spyrnuna en Haukur Lárusson átti máttlausan skalla framhjá markinu.
69. mín Gult spjald: Callum Williams (KA)
Callum brýtur á Hlyn Atla hægra megin við vítateig KA.
67. mín
Hallgrímur Mar með fyrirgjöf meðfram grasinu inn í teig en misskilningur milli Almarrs og Juraj veldur þess að hvorugur tekur boltann og sóknin rennur út í sandinn.

Þeir hlupu nánast báðir yfir boltann á sama tíma. Klaufalegt.
67. mín
Framarar hafa lifnað til lífsins eftir markið.
63. mín
Elfar Árni skallar framhjá eftir aukaspyrnu frá Hallgrími Mar. Lítil hætta af þessu.
63. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Önnur skipting Fram í leiknum.
63. mín
Haukur Lárusson brýtur á Elfari Árna við hliðarlínuna, í línu við vítateiginn.
61. mín Mark úr víti!
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Fram er búið að minnka muninn!

Indriði Áki spyrnir boltanum gott sem beint á markið og Rajko fer í vitlaust horn.

Öryggið uppmálað hjá Indriða Áka!
59. mín
Fram fær víti!

Callum Williams klaufi og fær boltann í hendina á sér undir lítilli sem engri pressu.

Tómas Orri í engum vafa og dæmir víti.

Indriði Áki fer á punktinn.
59. mín
KA liggja aðeins á Frömurum þessa stundina.

Hrannar með fyrirgjöf yfir á fjær þar sem Arnar Sveinn skallar frá.
56. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram)
Nú stoppar Tómas Orri ekki í spjöldunum. Þrjú gul spjöld á Framara á stuttum tíma.

Sigurpáll stöðvar Hallgrím Mar sem var með boltann við miðlínuna.
54. mín
Hrannar Björn með fyrirgjöf sem Elfar Árni nær til en hann skallar boltann framhjá fjærstönginni. Hann var í litlu jafnvægi fyrir eitthvað betra.
53. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Brýtur á Hallgrími Mar.
51. mín Gult spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Fram)
Brýtur á Almarri.

Líklega uppsafnað.
49. mín
Indriði Áki fær boltann innan teigs og reynir skot en Guðmann kemur á fleygiferð og rennir sér fyrir skotið. Vel gert hjá Guðmanni.
47. mín
Það er allt að sjóða uppúr.

Það virtist eins og Sam Tillen hafi stigið ofan á Elfar Árna og Hallgrímur Mar kom hlaupandi ekki sáttur.

Tómas Orri dómari leiksins, heldur öllum góðum og róar mannskapinn.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Fram) Út:Hafþór Þrastarson (Fram)
Fram gerir eina breytingu á sínu liði í hálfleik.

Ingiberg Ólafur fer í miðvörðinn og Arnar Sveinn í hægri bakvörð. Já dömur mínar og herrar. Arnar Sveinn er kominn í hægri bakvörðinn.
45. mín
Hálfleikur
Tómas Orri hefur flautað til hálfleiks.

KA tveimur mörkum yfir eftir tvö skalla mörk. Þeir geta verið ánægðir með stöðu mála í hálfleik en Framarar tvímælalaust vonsviknir að hafa ekki getað varist mörkum KA betur.
45. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
45. mín MARK!
Almarr Ormarsson (KA)
Stoðsending: Juraj Grizelj
KA SKORAR ANNAÐ MARK!

Juraj með draumafyrirgjöf sem Almarr skallar í markið af stuttu færi í nærhornið. Óverjandi fyrir Sigurð Hrannar í markinu.
45. mín
Uppbótartíminn: 2 mínútur
43. mín
Brotið á Hlyn Atla á vallarhelmingi KA og hann liggur eftir.

Tómas Orri sleppur við öll spjöld eins og áður.
41. mín
Nkumu með skot utan teigs rétt yfir markið. Hörkuskot.

Hallgrímur Mar lagði boltann út á Nkumu sem kom á ferðinni og átti viðstöðulaust skot.
40. mín
ALMARR ORMARSSON Í DAAAAUUUUUUÐAFÆRI!!!

Elfar Árni leikur boltanum að endalínunni, sendir boltann fyrir markið þar sem Juraj fer yfir boltann og hann endar því hjá Almarri sem er á markteig gott sem einn á móti markinu, þar sem Sigurður Hrannar var við nærstöngina. En Almarr hittir EKKI á markið!!!

Þetta var ótrúlegt að sjá!
39. mín
Ivan Bubalo með fínt skot innan teigs en beint á Rajko sem nær ekki að grípa boltann í fyrsta. Boltinn dettur í teiginn en Rajko fljótur til að stekkur á boltann.

Fín trilraun.
39. mín
Juraj með spyrnuna sem Sigurður Hrannar kýlir út í teiginn. Þar fær Hallgrímur Mar boltann sem á hörkuskot enyfir markið.
38. mín
Juraj reynir að fara framhjá Ingiberg sem tæklar boltann aftur fyrir.

Sjötta horn KA en núna frá vinstri.
36. mín
Juraj með hornspyrnuna á sama stað og alltaf, við markteigshornið.

Framarar eru farnir að lesa þetta ágætlega og eru mættir til að skalla boltann í burtu.
36. mín
Hrannar Björn reynir fyrirgjöf sem fer í Tillen og aftur fyrir.

Fimmta hornspyrna KA staðreynd. Hvað gera þeir núna? Sending á nærsvæðið?
34. mín
Fram fær aukaspyrnu svona fimm metrum fyrir utan teig KA.

Sam Tillen tekur spyrnuna sem fer rétt framhjá nærstönginni. Fín spyrna, enginn svakalegur kraftur í henni og mér sýnist Rajko var með þetta allt á hreinu í markinu.
31. mín
Ívar Örn með frábæra fyrirgjöf frá vinstri og beint á pönnuna á Aleksander Trninic sem skallar boltann langt yfir markið, rétt fyrir framan markteiginn.

Hann var aleinn og óvaldaður. Þarna á maður að gera betur.
28. mín
VÓ!

Hallgrímur Mar nálægt því að tvöfalda forystuna.

Juraj finnur Hallgrím í lappir inn í markteig en Sigurður Hrannar ver á einhvern ótrúlegan hátt úr þröngu færi og KA fær horn.
27. mín
Callum Williams tekur eina fullorðins tæklingu þegar Hlynur Atli var með boltann við hliðarlínuna. Hlynur Atli ekki sáttur og lætur einhver orð falla. Ívar Örn tók ekki vel í það og hrinti í bakið á Hlyn Atla.

Tómas Orri, dómari leiksins róaði drengina niður og engin spjöld fóru á loft.
24. mín MARK!
Guðmann Þórisson (KA)
Stoðsending: Juraj Grizelj
KA eru komnir yfir!

Guðmann Þórisson skorar með skalla. Hann mætir á nærsvæðið og nær að stýra boltanum í fjærhornið.

Sigurður Hrannar nær ekki til boltans í markinu.
23. mín
Almarr með boltann inn í teig Fram og reynir að finna Juraj í lappir en Haukur hreinsar í horn.
21. mín
Ívar Örn með langt innkast sem Framarar hreinsa frá. Ágætis kraftur í þessu innkasti hjá Ívari.
19. mín
Ingiberg Ólafur skallaði framhjá markinu af stuttu færi. Hann var samt í erfiðri stöðu og því var erfitt fyrir hann að stýra boltanum að marki. Smá hætta, en engin til að svitna yfir.
18. mín
Fram fær hornspyrnu. Sam Tillen tekur spyrnuna.
15. mín
Framarar eru ekkert hræddir við að sækja a mörgum mönnum og eru með fjóra leikmenn límda á öftustu fjóra varnarmenn KA.
14. mín
Léleg hornspyrna frá Hallgrími á nærsvæðið og Framarar hreinsa frá. Keyra upp í skyndisókn en Indriði fellur við en ekkert dæmt. Þeir halda boltanum áfram og hefja nýja sókn.
13. mín
Hallgrímur Mar tók spyrnuna sem fór í varnarvegginn og yfir markið.

Önnur hornspyrna KA.
12. mín
Haukur brýtur á Hallgrími Mar meter fyrir utan vítateig Fram.

Hann fær aðvörðun frá dómara leiksins. Stórhættulegur staður fyrir aukaspyrnusérfræðinga KA-manna.
12. mín
Mikið jafnræði með liðunum fyrstu 10 mínútur leiksins.
10. mín
Elfari Árni með boltann inn í teig Fram en Sigurpáll Melberg gerir vel og nær boltanum af honum áður en Elfar Árni nær að gera eitthvað að viti.
8. mín
Sam Tillen með langt innkast inn í teig KA en Almarr Ormarsson skallar frá.

Fram hélt þó pressunni áfram og Indriði Áki átti hörkuskot fyrir utan teig rétt framhjá fjærstönginni. Maður sá þennan inni í smá stund.
6. mín
Það er heldur betur pirringur í báðum liðum og menn láta dómaratríó-ið heyra það.

Hranar Björn er búinn að missa boltann í tvígang á hægri kantinum og nú vildi hann fá brot og lét aðstoðardómarann heyra það í kjölfarið. Hann fékk ekkert fyrir sinn snúð.
3. mín
Guðmann skallar á fjærstöngina þar sem Ívar Örn er einn en nær ekki til boltans. Hann teygði sig í boltann en boltinn aftur fyrir. Auðvelt fyrir KA menn þarna að ná til boltans.
2. mín
KA fær fyrsta horn leiksins. Haukur Lárusson tekur enga sénsa og hreinsar aftur fyrir. Elfar Árni var á eftir honum.
2. mín
Liðsuppstilling KA:
Rajkovic
Hrannar - Guðmann - Callum - Ívar Örn
Almarr - Nkumu - Aleksander - Juraj
Hallgrímur Mar
Elfar Árni
2. mín
Liðsuppstilling Fram:
Sigurður Hrannar
Ingiberg Ólafur - Hafþór - Haukur - Tillen
Orri - Gunnlaugur Hlynur - Hlynur Atli - Sigurpáll
Ivan Bubalo - Indriði Áki
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Það er eins gott að fólk sem mæti á leikinn sé ekki með mikinn valkvíða þvi það eru ansi mörg sæti laus í stúkunni.

Líklega undir 100 áhorfendur mættir í stúkuna.
Fyrir leik
Enginn annar en Valtýr Björn Valtýsson ser að kynna liðin fyrir áhorfendum kvöldsins.
Fyrir leik
Ásgeir Sigurgeirsson sem var í liði fyrri umferðar hjá okkur á Fótbolta.net er ennþá fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Skarð fyrir skyldi hjá KA en ef eitthvað lið í Inkasso-deildinni höndlar meiðsli leikmanna þá er það KA.
Fyrir leik
Dómari leiksins, er Hafnfirðingurinn ungi og efnileg, Tómas Orri Hreinsson. Með honum eru þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Daníel Ingi Þórisson.
Fyrir leik
KA vann Þór 1-0 í grannaslag fyrir norðan í síðasta leik.

Davíð Rúnar Bjarnason fyrirliði KA er settur á bekkinn í kvöld og inn kemur Guðmann Þórisson sem var meiddur í síðustu umferð.
Fyrir leik
Fram tapaði í síðustu umferð gegn Grindavík á heimavelli 2-0.

Stefano Layeni markvörður Fram er meiddur og er því ekki með Fram í kvöld. Í markið kemur lánsmaðurinn, Sigurður Hrannar Björnsson.

Gunnlaugur Hlynur, Haukur Lárusson og Hafþór Þrastarsson koma einnig inn í byrjunarliðið.

Ivan Parlov er í banni en hann hefur fengið átta gul spjöld í sumar. Helgi Guðjónsson fer á bekkinn og Dino Gavric er meiddur.
Fyrir leik
Bæði lið eruð byrjuð að hita upp fyrir leikinn. Það eru 25 mínútur í leik.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og KA í 12. umferð Inkasso-deildarinnar.
Byrjunarlið:
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
5. Ívar Örn Árnason (f) ('72)
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Juraj Grizelj ('84)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archie Nkumu ('78)

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
19. Orri Gústafsson

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Baldvin Ólafsson
Halldór Hermann Jónsson
Pétur Heiðar Kristjánsson

Gul spjöld:
Aleksandar Trninic ('45)
Callum Williams ('69)
Archie Nkumu ('74)

Rauð spjöld: