Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
2
3
Breiðablik
0-1 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '31
0-2 Svava Rós Guðmundsdóttir '43
0-3 Fanndís Friðriksdóttir '66
Anna Björk Kristjánsdóttir '74 1-3
Ana Victoria Cate '86 2-3
22.07.2016  -  19:15
Samsung völlurinn
Borgunarbikar kvenna 2016
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 437
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
6. Lára Kristín Pedersen ('45)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Amanda Frisbie ('67)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('32)

Varamenn:
12. Sabrina Tasselli (m)
9. Kristrún Kristjánsdóttir ('32)
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
14. Donna Key Henry
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('67)
24. Bryndís Björnsdóttir ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik er komið í úrslit eftir hörkuleik!
90. mín
Hún gefur mjög fasta sendingu fyrir markið, stórhættulegt og þarf bara smá pot frá sóknarmanni til að skora. Það kemur hins vegar ekki, boltinn fer framhjá öllum og Blikar fá markspyrnu.
90. mín Gult spjald: Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Harpa fær tækifæri til að gefa boltann fyrir hjá horni vítateigsins.
90. mín
Næstum jöfnunarmark!

Eftir hornspyrnu endar boltinn á McCormick sem er í ágætu skallafæri en skallinn hennar fer beint í fangið á Sonný. Bara uppbótartími eftir.
88. mín
Stjarnan hefur tvær mínútur, plús uppbótartíma til að bæta við marki og eiga ennþá möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn.
86. mín MARK!
Ana Victoria Cate (Stjarnan)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Þær neita að gefast upp. Ana Cate klárar eftir fyrirgjöf frá Þórdísi sem Agla María flikkar á Ana sem er í dauðafæri og getur hún ekki annað en skorað.

HVAÐ ER Í GANGI Í GARÐABÆ!?
83. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind verið dugleg og fengið eitthvað af færum.
82. mín
Agla María er í fínu færi eftir fyrirgjöf frá Þórdísi en hún hittir ekki boltann og þetta rennur út í sandinn.
80. mín
Kristrún klikkar í vörninni og Svara Rós er komin ein gegn Berglindi, með nægan tíma en í staðin fyrir að taka skotið, reynir hún að fara framhjá Berglindi í markinu, það tekst hins vegar ekki en hún nær að koma frá sér skoti. Það er hins vegar laust og Kristrún nær auðveldlega að bjarga.
79. mín
Berglind Björg fær boltann á miðsvæðinu, tekur á rás og á skot úr þröngu færi sem hittir ekki markið. Svava Rós var inni í teignum og vildi hún fá fyrirgjöf enda færið þröngt.
74. mín MARK!
Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
MAAAAAAAAAARK!!

Er þetta ekki búið eftir allt saman!?

Þórdís með flotta hornspyrnu sem Anna Björk gerir virkilega vel í að skalla inn úr erfiðu færi. Game on?
73. mín
ÞVÍLÍK BJÖRGUN!!!

Vá, Rakel Hönnudóttir með ótrúlega góðan varnarleik. Harpa Þorsteinsdóttir prjónar sig í gegnum vörn Blika áður en hún tekur skotið en þá er Rakel mætt með fullkomna tæklingu og bjargar í horn.
68. mín
Fanndís fer upp vænginn og á sendingu á Berglindi sem nær ekki að athafna sig og boltinn rennur út fyrir. Berglind var í ágætri stöðu þarna en tókst ekki að gera sér mat úr henni.
67. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan) Út:Amanda Frisbie (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar. Frisbie byrjaði vel en svo hefur dregið af henni.
66. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fanndís ákvað að sjá um þetta sjálf bara, fær boltann utan teigs, ræðst á vörnina og á svo frábært, óstöðvandi skot í bláhornið. Glæsilegt mark og þetta ætti að vera komið hjá Blikum.
64. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
Fjolla getur ekki haldið áfram sökum meiðsla.
63. mín
Nú liggur Fjolla Shala eftir meidd á meðan Stjarnan undirbýr sína síðustu skiptingu. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Breiðablik spilar ekki úrslitaleikinn.
60. mín
Rakel á nú hættulega sendingu sem Berglind rétt missir af. Blikanir töluvert hættulegri þegar þær sækja.
58. mín
Svara Rós fer upp hægri vænginn og leggur boltanum á Rakeli Hönnudóttur sem er í fínu skotfæri en skotið hennar fer naumlega framhjá.
56. mín
Enn gengur illa hjá Stjörnunni að skapa sér færi. Liðið er byrjað að vera aðeins meira með boltann en miðjan og vörnin hjá Breiðablik er svo rosalega góð að það er erfitt að komast í gegnum pakkann.
51. mín
Blikar hafa byrjað seinni hálfleikinn betur og hefur boltinn varla verið á vallarhelmingi þeirra. Svara Rós átti svo rétt í þessu hættulegt skot sem Berglind náði að verja.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Skipting í hálfleik, Stjarnan ætlar að sækja í seinni hálfleiknum og ekki veitir af.
45. mín
Hálfleikur
Eftir jafnan fyrri hálfleik skoraði Breiðablik opnunarmarkið, styrktust helling við það og skoruðu í kjölfarið annað mark. Stjarnan þarf eitthvað svkakalegt í seinni hálfleik.
45. mín
Harpa Þorsteins er ekki búin að gefast upp. Hún á gott skot úr þröngu færi sem fer rétt yfir.
45. mín
Þetta kemur ekki sérstaklega á óvart miðað við gang leiksins. Blikastúlkur voru búnar að ná stjórninni á miðsvæðinu eftir markið og voru betra liðið.

1-0 á móti Blikum er erfitt, 2-0 er risastórt fjall til að klífa.
43. mín MARK!
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Blikar fá aukaspyrnu utan á kanti. Hallbera stígur upp, tekur spyrnuna sem Svava Rós skallar í fjærhornið.

Skallar og ekki skallar, hún fær að minnsta kosti boltann í hausinn á sér og breytir um stefnu og í netið fór boltinn!
41. mín
Breiðablik komið með tök á leiknum eftir að hafa komist yfir. Stjarnan að elta.
41. mín
Hallbera reynir skot af um það bil 30 metrum en það fer framhjá. Ef einhver leikmaður hefur leyfi til að taka skot af svona löngu færi, er það hún.

Ásgerður Stefanía er svo komin aftur inná um mun hún halda leik áfram.
38. mín
Ásgerður Stefanía liggur eftir, eitthvað meidd. Stjarnan mega ekki við því að missa hana.
32. mín
Inn:Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Katrín hefur verið að glíma við einhver meiðsli.
31. mín MARK!
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fanndís leggur boltanum á Andreu sem er í góðu færi. Skotið hennar fer hins vegar beint á Berglind en markmaðurinn missir boltann klaufalega undir sig.

Annar leikurinn í röð á milli þessara liða sem Berglind á hreinlega að gera betur í fyrsta marki leiksins. Það má ekki gefa Blikum svona mark.
30. mín
Berglind lagði boltanum á Fanndísi sem var í fínu færi, hún tók hins vegar of margar snertingar og endaði á því að missa boltann og færið rann út um þúfur. Breiðablik ögn hættulegra.
27. mín
Fanndís á hættulega fyrirgjöf sem fer í varnarmann og þaðan í fangað á Berglindi í markinu. Boltinn var nálægt því að berast á Svövu en Berglind var á undan í boltann.
20. mín
Leikurinn hefur dottið niður eftir skemmtilega byrjun. Ég er hins vegar ánægður með áhorfendur, það er nóg af þeim. Enda varla betri leið til að byrja helgina.
15. mín
Mjög jafn leikur hingað til, eins og við var að búast. Bæði lið eru búin að fá færi. Færi Stjörnunnar hafa verið hættulegri en Breiðablik hefur verið meira með boltann.
10. mín
Aftur kemst Amanda upp hægri vænginn og nú ákveður hún að skjóta. Færið er hins vegar þröngt og fer skotið í hliðarnetið.

Sterk byrjun hjá Amanda Frisbie.
5. mín
Fanndís ræðst á vörnina og kemur með stórhættulega fyrirgjöf sem Þórdís nær að koma í burtu.
3. mín
Svava fær fyrirgjöf sem hún mætir á fjærstöng en skotið hennar er í hliðarnetið. Fjörleg byrjun hérna.
1. mín
Næstum algjör draumabyrjun hjá Stjörnunni!

Amanda kemst upp hægri vænginn og er í góðu skotfæri en hún ákveður að leggja boltann á Katríni sem var ekki í eins góðu færi. Hún náði hins vegar fínu skoti sem Sonný varði virkilega vel.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Korter í leikinn! Ansi spennandi allt saman.
Hendið endilega inn færslum á Twitter með #fotboltinet og taktu þátt í umræðunni. Það er mikill heiður að fá að koma fram í textalýsingu hjá Fótbolta.net og þú getur verið svo heppinn en bara ef þú ferð á Twitter.
Fyrir leik
Þeir eru öllu vanafastari hjá Breiðablik en þar er sama byrjunarlið og var gegn Val í síðasta leik.
Fyrir leik
Ana Victoria Cate er komin aftur í liðið hjá Stjörnunni en hún er búin að taka út leikbann.

Lára Kristín Pedersen, Anna María Baldursdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir koma svo allar inn í liðið frá síðasta leik gegn FH.
Fyrir leik
Amanda Frisbie fer beint í byrjunarliðið hjá Stjörnunni en hún er nýkomin til félagsins.
Fyrir leik
Liðin mættust í deildinni á dögunum og vann Breiðablik þá 1-0 en Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark leiksins.
Fyrir leik
Það má því búast við algjörum toppleik hér í kvöld á milli tveggja góðra og jafnra liða.
Fyrir leik
Þetta eru bestu liðin á Íslandi í dag. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari á meðan Breiðablik er ríkjandi íslandsmeistari.

Stjarnan er á toppi Pepsi-deildarinnar á meðan Breiðablik er í 2. sæti.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn!

Vel velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala ('64)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('83)
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('83)
20. Olivia Chance
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('64)

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:
Svava Rós Guðmundsdóttir ('90)

Rauð spjöld: