Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
78' 2
1
Breiðablik
Þór/KA
0
1
ÍBV
0-1 Rebekah Bass '112
23.07.2016  -  12:30
Þórsvöllur
Borgunarbikar kvenna 2016
Aðstæður: Mjög blautt, skýjað og 11 stiga hiti.
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('114)
8. Lára Einarsdóttir ('45)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('114)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
14. Margrét Árnadóttir ('114)
19. Zaneta Wyne ('45)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Liðsstjórn:
Saga Líf Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Írunn Þorbjörg Aradóttir ('96)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarnt miðað við hvernig framlengingin spilaðist!
122. mín
Eyjakonur eru að gera mjög vel í að halda boltanum hérna. Þór/KA fá ekki að snerta hann.
120. mín
Þetta er að fjara út hérna.
118. mín
Inn:Margrét Íris Einarsdóttir (ÍBV) Út:Rebekah Bass (ÍBV)
Markaskorarinn útaf.
116. mín
Margrét Árnadóttir með fínt skot úr flottu færi! Fékk boltann óvænt í teignum en Bryndís Lára ver vel.
114. mín
Inn:Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Þetta hefði átt að gerast miklu fyrr.
114. mín
Inn:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA) Út:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
112. mín MARK!
Rebekah Bass (ÍBV)
Stoðsending: Cloe Lacasse
Verðskuldað!

Cloe með enn einn spretinn upp kantinn eftir að Írunn tapaði boltanum. Lagði hann út í teiginn þar sem Rebekah mætti og kláraði frábærlega upp í hornið.
110. mín
Lillý brýtur af sér og er ekki sátt við Bryngeir og lætur hann heyra það.
107. mín Gult spjald: Natasha Anasi (ÍBV)
Kemur of seint í Söndru Maríu. Réttur dómur.
106. mín
Leikurinn er hafinn á ný!
105. mín
Hálfleikur framlengingar

ÍBV verið mun betri í framlengingu og Cloe Lacasse hefur verið frábær. Heimastúlkur virðast vera orðnar þreyttar og Jóhann Kristinn þarf að fara að gera breytingar ef ekki á illa að fara.
105. mín
Cloe er að taka yfir leikinn! Hún bara hleypur og hleypur og enginn ræður við hana. Nú er það Andrea Mist sem bjargar í horn.

Upp úr horninu kom svo smá klafs og minnstu mátti muna að boltinn færi inn.
104. mín
Bryndís Lára kýlir frá og eftir smá bras hjá varnarmönnum Þórs/KA og flott spil Eyjakvenna slapp Cloe Lacasse alein í gegn, kom boltanum framhjá Auroru en boltinn fer í utanverða stöngina! Þarna mátti engu muna.
99. mín
Týpísk framlenging í gangi hérna. Lítið að frétta og bæði lið virðast bíða eftir vítaspyrnukeppni.
96. mín Gult spjald: Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Fór á fullum krafti inn í Leonie Pankratz. Hárrétt hjá Bryngeiri.
95. mín
Ekkert gerst ennþá í framlengingunni. Spurning hvort Jóhann Kristinn fari að gera breytingar, en hann gerði bara eina skiptingu í hálfleik og svo ekkert meira.
92. mín
Þvílíkur sprettur!! Cloe hleypur upp allan völlinn en Lillý með geggjaða björgun! Eyjakonur vildu fá víti en Bryngeir dæmir ekkert. Heimakonur geysast af stað, Sandra Mayor með flottan sprett hinum megin og Þór/KA fá horn.
91. mín
Leikur hafinn
Framlengingin er hafin! ÍBV byrja með boltann og sækja í suður.
90. mín
+3
Venjulegum leik lokið!
Við erum að fara í framlengingu!
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Virðist vera á leið í framlengingu.
88. mín
Lillý með hörkutæklingu og fær skóinn frá Cloe í hausinn. Aukaspyrna réttilega dæmd en þetta var augljóslega algjört óviljaverk svo spjaldið fer ekki á loft. Cloe er fljót að biðjast afsökunar og Lillý stendur á fætur.
86. mín
Anna Rakel í mjög góðu færi!! Sandra Mayor tekur boltann niður, snýr og lyftir honum á fjær. Þar er Anna Rakel alein en ákveður að skjóta í fyrsta á lofti og boltinn himinhátt yfir.
83. mín
Inn:Díana Dögg Magnúsdóttir (ÍBV) Út:Sara Rós Einarsdóttir (ÍBV)
82. mín
Aftur vinna ÍBV boltann á hættulegum stað. Cloe keyrir upp vinstri kantinn en Lillý bjargar með gríðarlega mikilvægum skalla. Rebekah Bass var klár fyrir aftan að setja boltann í netið.
80. mín
Það er rosaleg framlengingarlykt af þessum leik. Bæði lið eru að passa sig rosalega mikið að fá ekki á sig mark.
78. mín
Frábær tilþrif hjá Söndru Mayor. Heldur ca 5 sinnum á lofti fyrir utan teig, tekur síðan skotið en það er ekki nægilega gott.
77. mín
Laus spyrna Sóleyjar fer beint í fangið á Auroru.
76. mín
ÍBV fá aðra aukaspyrnu á nákvæmlega sama stað og áðan.
74. mín
Andrea brýtur á Lisu-Marie rétt utan við vítateigshornið. Heppin að fá ekki gult.

Fyirgjöfin barst til Natashiu Anasi sem á skottilraun á markið en Aurora ver. Boltinn fer síðan aftur í Natashiu og afturfyrir.
72. mín
Sandra María með hörkuskot í þverslánna! Frábær tilraun með vinstri sem er hennar verri fótur.
69. mín
Natalia Gomez með hörku, hörku skot af löngu færi, rétt framhjá/yfir. Er ekki frá því að þessi hafi sleikt slánna.
65. mín Gult spjald: Rebekah Bass (ÍBV)
Veit hreinlega ekki fyrir hvað. Leikurinn var stopp þegar Bryngeir ákvað að spjalda hana.
61. mín
Andrea með sendingu inná teiginn sem Sandra Mayor skallar framhjá. Heimakonur aðeins að gera sig líklegar hérna.
59. mín
Aftur kemur Anna Rakel með fína sendingu. Nú er það Andrea sem nær skallanum upp í loftið og boltinn lendir ofan á þverslánni. Bryndís Lára virtist vera með þetta allt á hreinu.
58. mín
Mjög gott horn en engin árás. Natasha skallar afturfyrir svo það er annað horn.
58. mín
Þór/KA fá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Anna Rakel spyrnir.
57. mín
Natalia missti boltann á stórhættulegum stað. Eyjakonur geysast af stað upp völlinn og sóknin endar með því að Cloe á laust skot í fangið á Auroru.
55. mín
Inn:Lisa-Marie Woods (ÍBV) Út:Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV)
53. mín
Þór/KA gera mjög vel í að byggja upp sóknir og Írunn og Hulda Ósk fá báðar mjög gott færi til að senda úrslitasendinguna. Þær koma hins vegar báðar með skelfilega sendingu.
51. mín
Sandra Mayor með flott tilþrif. Tekur boltann niður með bakið í markið fyrir utan teig og snýr í einni snertingu og á flott skot rétt yfir markið.
48. mín
Sigríður Lára með fyrsta skot seinni hálfleiks. Laust og fer framhjá.
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný.
45. mín
Karen Nóadóttir kemur lang síðust inná völlinn. Haltraði inn til búningsherbergja áðan og kemur haltrandi út.
45. mín
Inn:Zaneta Wyne (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Skrýtin skipting. Lára ekki búin að spila illa. Zaneta kemur í hægri bakvörðinn og Andrea fer yfir í vinstri.
45. mín
Sýnist Zaneta Wyne vera að koma inná. Hitaði upp í hálfleiknum og hljóp svo inn í klefa.
45. mín
Hálfleikur
Frekar dapur fyrri hálfleikur, vonum að sá seinni verði skemmtilegri.
45. mín
Slakt skot frá Nataliu fer hátt yfir markið.
45. mín
Brotið á Söndru Mayor, aukaspyrna í skotfæri.
43. mín
Hulda Ósk með fín tilþrif og sendingu á hægri kantinum, en þarna vantaði bara einhvern til að setja boltann yfir línuna.
42. mín
Cloe Lacasse og Rebekah Bass spila vel saman sem endar með fínu færi sem Rebekah fær. Skot hennar hins vegar máttlítið og rennur framhjá markinu.
40. mín
Arianna kemur á fullum krafti inn í tvær tæklingar en fær aukaspyrnu sjálf. Jóhann Kristinn þjálfari Þórs/KA er ekki sáttur með þessar tvær ákvarðanir dómaratríósins.
39. mín
Lillý Rut með 100% löglega tæklingu en Sigurður Schram línuvörður flaggar brot. Gjörsamlega óskiljanlegt. Lillý virðist hafa meitt sig aðeins.
36. mín
Cloe Lacasse búin að vera allt í öllu í sóknarleik ÍBV í dag. Nú keyrir hún á vörnina og á skot rétt utan teigs, en það fer vel yfir markið.
34. mín
Natalia fær aukaspyrnu af 30 metrum og ætlar að taka sjálf.

Leggur hann út í kantinn þar sem Anna Rakel var alein en ÍBV koma fyrirgjöf hennar í burtu.
31. mín
Aftur fá ÍBV horn.

Boltinn fer yfir allan pakkann, berst aftur fyrir en þar er Lillý mætt að stanga boltann í burtu.
26. mín
Leonie Pankratz í fínu færi! Langt innkast frá Ariönnu sem Sigríður Lára flikkar beint á Leonie. Hún fær hann skoppandi en missir hann upp og boltinn hátt yfir.
24. mín
Við hliðina á miðjuhringnum, nær stúkunni eru komnir pollar. Það virðist þó vera hætt að rigna svo það verður vonandi ekki meira úr þessu.
21. mín
Sigríður Lára með fínan skalla rétt yfir markið eftir horn! Þetta var mjög gott færi.
19. mín
Höfum fengið ábendingu um það að bleiku böndin sem ÍBV eru með, þjóðhátíðarmálinu umdeilda sem er á allra vörum þessa dagana.
16. mín
Ekki mikið að gerast fyrstu mínúturnar í leiknum.
13. mín
Aftur fá heimastúlkur aukaspyrnu í fyrirgjafarfæri.

Aftur slök spyrna frá Önnu Rakel en nú fer boltinn beint í fangið á Bryndísi Láru í marki ÍBV.
10. mín
Aukaspyrna dæmd rétt hjá hornfánanum. Anna Rakel ætlar að taka hana.

Slök spyrna inn á teiginn, ÍBV hreinsaði beint á Írunni sem átti laust skot yfir markið.
9. mín
Smá klafs eftir hornið, heimastúlkur í skyndisókn!
9. mín
ÍBV fá horn!
6. mín
Þór/KA fá aukapsyrnu á fínum stað, ódýrt en Bryngeiri fannst vera brotið á Söndru Mayor.

Natalia Gomez með fína fyrirgjöf úr spyrnunni, þar sem Andrea Mist náði skallanum, en hann fór framhjá.
5. mín
Allt ÍBV liðið og Ian Jeffs þjálfari eru með bleik bönd á upphandleggnum. Veit ekki alveg afhverju.
4. mín
Fyrsta færið! Cloe Lacasse slapp ein gegn Kareni, sem rann en náði þó að þrýsta Cloe í þrengra færi og Aurora vel vel!
2. mín
Liðin aðeins að fóta fyrir sér hérna. Erfiðar aðstæður, blautur völlur.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin! Þór/KA byrja með boltann og sækja í norður.
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast! Liðin ganga hér inná völlinn. Karen Nóadóttir og Sóley Guðmundsdóttir fara fremstar, rétt eins og á þriðjudaginn.
Fyrir leik
Fólk er aðeins farið að mæta í stúkuna. Regnföt og regnhlífar er mjög algeng sjón.
Fyrir leik
Nú styttist í leik, ÍBV eru farnar inn til búningsherbergja en heimastúlkur fylgja hér á eftir.
Fyrir leik
Það er bara að bæta í rigninguna ef eitthvað er. Það er hellidemba á Akureyri þessa stundina.
Fyrir leik
Mæli með því að fólk sem ætlar á völlinn á eftir taki með sér handklæði til að þurrka sætið og regnhlíf, það er blautt!
Fyrir leik
Hvet fólk eindregið með því að taka þátt í umræðunni á twitter, með því að nota #fotboltinet.
Fyrir leik
Þessa stundina er frjálsíþróttamót í gangi á Þórsvelli. Það verður þó tekin pása á því á meðan leik stendur og eru vallarstarfsmenn Þórs nú á fullu við að gera allt klárt.
Fyrir leik
Nýjasti liðsmaður heimakvenna, Zaneta Wyne byrjar á varamannabekknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn inn! Þór/KA stilla upp sama liði og í síðasta leik en hjá ÍBV koma Cloe Lacasse og Díana Helga Guðjónsdóttir inn fyrir Díönu Dögg Magnúsdóttur og Lisu-Marie Woods.
Fyrir leik
Nú er einn og hálfur tími í leik og því er hálftími í að byrjunarliðin verði opinberuð. Þau munu birtast hér til hliðar.
Fyrir leik
Í bikarnum í fyrra voru bæði þessi lið slegin út í 8-liða úrslitum, gegn Stjörnunni og Selfossi sem mættust einmitt í úrslitum.

2014 tapaði Þór/KA í 16-liða úrslitum en ÍBV í 8-liða. Árið 2013 var ÍBV einnig slegið út í 8-liða úrslitum en þá fóru Þór/KA stelpur alla leið í úrslitaleikinn þar sem þær töpuðu fyrir Blikum.

ÍBV komst síðast svona langt í keppninni árið 2011 en þá töpuðu þær fyrir Aftureldingu í undanúrslitum.
Fyrir leik
Eins og áður kom fram er allt rennandi blautt á Akureyri í dagen það ringdi í nótt. Annars er veðrið nokkuð gott, 10-11 stiga hiti og 3 m/s úr norðri. Sólin hefur ekkert látið sjá sig í dag en gerir það vonandi á eftir.
Fyrir leik
Dómari í dag er Bryngeir Valdimarsson og honum til aðstoðar eru Sigurður Schram og Marinó Steinn Þorsteinsson.
Fyrir leik
Ég á von á hörkuleik í dag. Í leik liðanna á þriðjudag var kominn hiti í leikmenn þegar leið á leikinn og ég efast um að það sé gleymt. Svo er rennandi blautur völlur, sem gerir þetta bara skemmtilegra.
Fyrir leik
Á bekknum í liðinu voru svo Lillý Rut Hlynsdóttir og Sandra María Jessen leikmenn Þórs/KA og Rebekah Bass leikmaður ÍBV.
Fyrir leik
Miðvörðurinn Natasha Anasi er fulltrúi ÍBV í liðinu.

,,Kletturinn í vörn Eyjastelpna í sumar. Grjóthörð og gríðarlega mikilvæg í vörn ÍBV. Hefur síðan skorað tvö mörk í sumar. Er meðal markahæstu leikmanna ÍBV í sumar."
Fyrir leik
Bæði lið áttu einn fulltrúa í byrjunarliði úrvalsliðs fotbolta.net í umferðum 1-9 í Pepsi deild kvenna.

Frá Þór/KA var framherjinn Sandra Stephany valin í liðið.
,,Þvílíkur happafengur fyrir Þór/KA að fá aðra Söndru í liðið. Sandra Mayor og Sandra María mynda eitt sterkasta sóknartvíeyki í deildinni. Vinnur gríðarlega fyrir liðið og klárar færi sín vel."
Fyrir leik
Ekki það að staðan í deildinni skipti nokkru einasta máli í dag, en þá eru þessi lið í 4. og 5. sæti. Þór/KA með 17 stig og ÍBV 5 stigum minna.
Fyrir leik
Leikurinn á þriðjudag lauk með 2-0 sigri heimakvenna, með mörkum frá Söndru Stephany Mayor Gutierrez og Andreu Mist Pálsdóttur.
Fyrir leik
Liðin sem eigast við í hér í dag mættust einmitt á Þórsvelli í deildinni síðasta þriðjudag. Þetta er því annað ferðalag Eyjakvenna til Akureyrar á fimm dögum. Spurning hvort það hafi einhver áhrif á þær?
Fyrir leik
Leikurinn er síðari viðureignin í undanúrslitunum en Breiðablik vann Stjörnuna í gær og mæta því sigurvegara dagsins á Laugardalsvelli í úrslitum.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá risaleik Þórs/KA og ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Natasha Anasi
6. Sara Rós Einarsdóttir ('83)
9. Rebekah Bass ('118)
10. Leonie Pankratz
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('55)
20. Cloe Lacasse
22. Arianna Jeanette Romero

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
7. Díana Dögg Magnúsdóttir ('83)
11. Lisa-Marie Woods ('55)
18. Margrét Íris Einarsdóttir ('118)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rebekah Bass ('65)
Natasha Anasi ('107)

Rauð spjöld: