FH
2
0
Þróttur R.
Þórarinn Ingi Valdimarsson '17 1-0
Steven Lennon '59 2-0
24.07.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Þungskýjað og rigning öðru hverju
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1098
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
17. Atli Viðar Björnsson ('75)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('89)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('80)

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
6. Sam Hewson ('75)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Sonni Ragnar Nattestad ('89)
21. Grétar Snær Gunnarsson
25. Viktor Helgi Benediktsson

Liðsstjórn:
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Emil Pálsson ('20)
Steven Lennon ('30)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með öruggum sigri FH. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn. Það er þremur mínútum bætt við.
89. mín
Inn:Sonni Ragnar Nattestad (FH) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
83. mín
Bergsveinn átti skot í slánna og svo stuttu seinna skot í leikmann Þróttar og fór boltinn í höndina og áttu FH að fá víti en Pétur dómari virtist ekki taka eftir því.
80. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
77. mín
Það er innan við 15 mínútur eftir. Það er næsta öruggt að FH er að fara að taka þrjú stig í kvöld. Eennnn það getur allt gerst í fótbolta.
75. mín
Inn:Brynjar Jónasson (Þróttur R.) Út:Christian Nikolaj Sorensen (Þróttur R.)
75. mín
Inn:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.) Út:Hallur Hallsson (Þróttur R.)
75. mín
Inn:Sam Hewson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
70. mín
Frábært skot frá Serwy rétt fyrir utan teig sem Trausti gerði vel í að verja.
68. mín
FH er svoleiðis að sundurspila vörn Þróttara skipti eftir skipti eftir skipti. Það ætti að vera búið að skila sér í fleiri en tveimur mörkum en nýtingin á færunum er ekki búin að vera í hæsta gæðaflokki.
64. mín
Inn:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.) Út:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.)
61. mín
Það var svo sem ekki mikið sem var búið að vera í gangi áður en þetta seinna mark FH kom en samt kom þetta ekki á óvart miðað við gæði FH í þessum leik.
59. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
Það kom að því! FH bætir við öðru marki og það var Steven Lennon sem gerir það. Jeremy Serwy átti fyrirgjöf sem Trausti hljóp út í en missti af boltanum sem datt fyrir framan Steven sem skoraði auðveldlega.
53. mín
Trausti er staðinn á fætur.
52. mín
Trausti liggur eftir sárkvalinn eftir að hada lent í samstuði Bergsvein
50. mín
Ragnar Pétursson smellur hér saman við Emil Pálsson og er heppinn að fá ekki seinna gula spjaldið sitt i leiknum.
46. mín
Liðin eru komin inn á völlinn. Seinni hálfleikur er að hefjast.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Spurning hvernig Þróttarar koma út í seinni hálfleikinn, koma þeir alveg brjálaðir og breyta þessu í leik eða verður áframhald á fyrri hálfleiknum. Kemur í ljós eftir 15 mínútur eða svo.
43. mín
FH er svo miklu miklu miklu betra lið í leik. Það er í raun óskiljanlegt að þeir skuli ekki vera búnir að skora fleiri mörk.
40. mín
FH er með alla sína leikmenn nema Gunnar Nielsen á vallarhelmingi Þróttar þessa stundina.
38. mín
#AVB17 nálægt því að skora en hann skaut boltanum rétt yfir markið.
37. mín Gult spjald: Ragnar Pétursson (Þróttur R.)
Fékk gult spjald eftir ljóta tæklingu á Þórarinn Inga.
37. mín
Fyrsta skot Þróttar að marki.
35. mín
FH-ingar eru að hóta öðru marki. Þeir liggja gjörsamlega á vörn Þróttara.
30. mín
Steven Lennon fékk gult spjald fyrir að slá til Christians Sörensen sem féll niður með miklum tilþrifum og hugsanlega ýkti hlutina aðeins, smá krydd með réttinum.
30. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
28. mín
Hvernig var þetta ekki mark! Böddi Löpp komst inn í teiginn og skaut að marki, Trausti varði vel, boltinn barst til einhvers FH-ings og þaðan hrökk hann til Steven Lennons sem skaut í stöng.
26. mín
Verð að segja það að ég er ekki að sjá að Þróttarar séu að fara að skora mark í þessum leik. Þeir eru ekki komnir með eitt skot að marki FH það sem af er og virðast ekki líklegir.
21. mín
Þetta var sannkallað verðskuldað. FH búnir að vera miklu betri og markið lá í loftinu.
20. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
17. mín MARK!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
MAAAAARRRRKKKKKKK!!! Þórarinn Ingi skorar mark eftir að Emil Páls tóks á einhvern óskiljanlegan hátt að skora ekki, en hann hitti ekki boltann og eftir klafs barst boltinn svo til Þórarins Inga sem skoraði örugglega með skoti innan úr teig í vinstra hornið uppi.

13. mín
FH eru búnir að vera betri það sem af er og beittri í sínum aðgerðum. Það hlýtur að skila marki fljótlega.
8. mín
FH í dauðafæri. Steven Lennon fékk stungusendingu inn í teig, komst upp að endamörkum og sendi fyrir en enginn leikmaður FH var með honum til að slútta færinu.
7. mín
Steven Lennon er staðinn á fætur. Ég sá ekki hvað gerðist þarna en hann lá í smá stund og haltraði aðeins á eftir en er kominn á skrið núna.
6. mín
Steven Lennon liggur hér eftir og heldur um hnéð/löppina
5. mín
Þróttarar þurfa að taka innkast aftur eftir að Christian Nikolaj reynir að koma sér lengra en dómarinn taldi að rétt væri í kastinu.
2. mín
FH er í sínum hvíta og svarta búning á meðan Þróttur er í varabúningnum sínum, sem mér sýnist að sé annaðhvort dökkblár eða svartur. Glerið hér í blaðamannastúku FH er það dökkt að ég greini ekki á milli.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Þetta verður eitthvað! Það er nú ekkert sérstaklega fjölmennt í stúkunni. Kannski fólk seint að taka við sér.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn í fylgd ungra knattspyrnuiðkennda.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Pétur Guðmundsson ekki fyrrum leikmaður Lakers. Honum til halds og trausts eru þau Oddur Helgi Guðmundsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. 5 mín í að PG blási leikinn á.
Fyrir leik
Rúmar tíu mínútur í að gleðin hefjist. Kaffið í bollanum er klárt og allt er ready.
Fyrir leik
Fyrir utan úrslit leiksins í kvöld auðvitað að þá eru allir spenntastir að vita hvaða hreyfingar eru á leikmannamarkaðnum. Munu FH bæta við sig manni eða mönnum og þá hverjum? Hvað mun Þróttur gera í viðbót við þá tvo sem eru nú þegar komnir?

Mun reyna að fá svör við þessu hjá þjálfurum að leik loknum.
Fyrir leik
Þessi fróðleiksmoli var í boði mbl.is #stolið
Fyrir leik
Þess má til gamans geta að FH hefur ekki tapað fyrir Þrótti á 8 síðustu leikjum þeirra í efstu deild. FH hef­ur unnið sex af þess­um átta leikj­um en tveir hafa endað með jafn­tefli. Þrótt­ur hef­ur ekki skorað í fjór­um síðustu leikj­um liðanna, eða síðan liðin gerðu 4:4 jafn­tefli árið 2008.
Fyrir leik
Tónlistin í krikanum er í hip hop/r&B/rapp stílnum. Úlfur Úlfur, Beyonce hafa verið blöstuð og nú Emmsjé Gauti
Fyrir leik
Það er þungskýjað í Hafnarfirðinum í kvöld og rigning öðru hverju. Það ætti samt bara að bjóða upp á góða skemmtun þar sem völlurinn er blautur.
Minnum Twitterglaða lesendur að deila gleðinni á Twitter með því að nota myllumerkin #fotbolti eða #fotboltinet
Fyrir leik
Af Þrótturum er þetta helst að frétta að þar koma bakverðirnir Baldvin Sturluson og Guðmundur Friðriksson báðir beint inn í byrjunarliðið. Hægri bakvörðurinn Callum Brittain er farinn eftir að hafa verið í láni frá MK Dons og vinstri bakvörðurinn Aron Lloyd Green er í leikbanni í dag.

Fyrir leik
Eins og sjá má að þá eru byrjunarlið liðanna komin inn hér til beggja hliða.

Af FH er það að frétta að þeir gera þrjár breytingar. Atli Viðar Björnsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Pétur Viðarsson koma inn í liðið.

Davíð Þór Viðarsson er í leikbanni í liði FH og þeir Bjarni Þór Viðarsson og Sam Hewson fara á bekkinn frá því í leiknum gegn Dundalk.

Fyrir leik
,,Og þá fer maður bara að hugsa"
Fyrir leik
Grínistinn, útvarpsmaðurinn, söngvarinn, eftirherman og Snapchat stjarnan og kannski síðast en ekki síst, Þróttarastuðningsmaðurinn Sóli Hólm er spámaður vikunar á fótbolti.net Hann hafði þetta að segja um leik kvöldsins

FH 1 - 4 Þróttur
Þetta er leikurinn þar sem við Þróttarar komum til baka. FH-ingarnir eru gjörsamlega vængbrotnir eftir að hafa tapað 125 milljónum í vikunni. Það er ákveðnn lífsvilji sem hverfur við það. Ég veit hvernig mér líður þegar ég tapa 1500 krónum í spilakassa og ég get ímyndað mér hvernig það er þegar þetta eru 125 milljónir.
Fyrir leik
Það dylst engum að FH urðu fyrir áfalli í vikunni er þeir duttu út úr Evrópukeppninni og misstu þar af leiðandi af miklum fjármunum eins og fram hefur komið. Ná þeir að hrista vonbrigðin af sér og koma brjálaðir til leiks í Pepsí? Það kemur í ljós í kvöld.
Fyrir leik
Þróttarar aftur á móti sitja á botni deildarinnar og eru í erfiðri fallbaráttu eins og þeim var spáð fyrir mót.

Útlitið er ekki sérstaklega bjart hjá þeim og þurfa þeir nauðsynlega á stigi eða stigum að halda í kvöld. Einnig þurfa þeir að þétta varnarlínuna því að þeir hafa fengið 30 mörk á sig en einungis skorað 9 mörk.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni er ansi ólík eins og flestir vita og í raun flestir spáðu.

Heimir Guðjóns er eins og undanfarin ár að viðhalda þeirri hefð FH að vera í tveimur efstu sætum deildarinnar og sitja Íslandsmeistararnir í efsta sæti að lokinni fyrri umferð.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur fótbolta.net og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr Kaplakrika frá leik FH og Þróttar.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson ('75)
2. Baldvin Sturluson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
8. Christian Nikolaj Sorensen ('75)
11. Dion Acoff
13. Björgvin Stefánsson
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
23. Guðmundur Friðriksson
27. Thiago Pinto Borges ('64)

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
6. Vilhjálmur Pálmason ('75)
8. Aron Þórður Albertsson
10. Brynjar Jónasson ('75)
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
20. Viktor Unnar Illugason ('64)
21. Tonny Mawejje

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Pétursson ('37)

Rauð spjöld: